Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Page 9
DV. F’ÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER1985.
9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Sovéskur stómjósnarí
vann líka fyrír Breta
— og Ijóstraði upp um 25 landa sína sem Bretar vísa úr landi. — Veitti Dönum upplýsingar um sovéskar njósnir í Danmörku
Breska stjórnin vísaði í gær 25 Sovét-
mönnum úr landi eftir að háttsettur
sovéskur njósnaforingi leitaði hælis í
Bretlandi. Flótti njósnaforingjans er
talinn mesti njósnasigur Breta síðan
Oleg Penkovsky flúði snemma á
sjöunda áratugnum.
Njósnaforinginn er Oleg
Gordievsky. Hann hefur verið yfir-
maður leyniþjónustunnar KGB í Lond-
on undanfarna mánuði. Hann hefur
verið á Bretlandi síðan 1982.
Áður var hann í leyniþjónustu
Sovétríkjanna á Norðurlöndunum.
„Hann lét okkur í té upplýsingar sem
voru bæði áhugaverðar og mjög
þýðingarmiklar,” sagði Erik Ninn-
Hansen, dómsmálaráðherra Dan-
Oleg Gordievsky Ijóstraði upp um að minnsta kosti 25 landa sína og fyrrum
starfsbræður eftir að hann gekk Bretum á hönd. Hér er KGB-útsendari að
verki i Moskvu.
Skriðdrekar aftur
á götum í Thailandi
Skriödrekar óku um götur Bangkok í
Thailandi í gær og ollu með því orð--
rómi um að ný byltingartilraun hefði
átt sér stað.
Stjómin neitaði því.
Fulltrúi hjá ríkisútvarpi Thailands
sagði að um 12 skriðdrekar hefðu hald-
ið sig nálægt stjómarbyggingum í mið-
borginni. Um leið hringdu tugir manna
í blöð og útvarpsstöðvar til að spyrja
hvort ný byltingartilraun hefði verið
gerð.
En stjómin segir að aðeins hafi verið
um venjulega öryggisaðgerö aö ræða.
Byltingartilraun var gerð á mánu-
dag. En hún endaöi með því að upp-
reisnarmenn gáfust upp, með 500
manns og 20 skriðdreka. Leiðtogi
þeirra, Manoon Roopkhachorn, flúði til
Singapore. Sendimenn erlendra rikja í
Singapore segja aö hann hyggist leita
hælis í Bandaríkjunum.
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í
Thailandi.
þeir séu að endurmeta þá ákvörðun
I sína.
Grikkir, sem rekja upprana sinn til
r svæða innan landamæra Albaníu eða
eiga ættingja í Albaníu, era ekkert á
því að rétt sé að vingast við Albaníu-
stjóm. Sendinefnd Grikkja, sem koma
frá Albaníu en era nú búsettir í Norður-
Ameriku, kom til Grikklands nýlega og
r i náði þá tali af Papandreou Grikklands-
forseta. Eftir þann fund fór forsetinn
að hugsa málið á ný.
Götuheiti í höfuðið
á Samönthu Smith
Eitt blaöanna í Moskvu birti í gær
lesendabréf þar sem lagt var til að
stræti Jalta yrði skírt eftir Samönthu
Smith, telpunni sem skrifaði Andro-
pov bréf í fiiðaráskorun og var boðið
. til heimsóknar í Sovétríkin í staöinn.
— Hún fórst í flugslysi í síðasta mánuði
á leið í sjónvarpsþátt vegna frægðar-
innar, sem hún hlaut af tilskrifelsinu.
— 1 Jalta er eitt stræti, sem heitir í höf-
uðið á Vesturlandabúa, nefnilega
Franklin-Roosevelt-stræti.
Teflirábakinu
Urgur er kominn upp meðal kepp-
enda á skákmótinu í Tilburg vegna
breska stórmeistarans Tony Miles sem
fékk undanþágu til að tefla útafliggj-
andi. Hann er illa kvalinn af bakveiki
og liggur út af á nuddbekk. Liggur
hann á hryggnum og hugsar leikina, en
veltir sér á kvið til þess að leika mönn-
unum.
Hinir segja að þetta trufli keppi-
nauta Miles enda er hann orðinn efstur
eftir 10 umferðir meö 5 1/2 vinning og
eina biðskák. — Hiibner hefur 5 1/2
vinning, Timman 5 og Korstnoj 5.
Mótstjómin sættist á að Miles þyrfti
að sitja í stól við taflborðið, ef mótherji
krefðist þess, en nuddborðið yrði
skammt undan svo að hann gæti hvílt
sig á því.
merkur. Ekki er enn vitað hvort hann
starfaði á Islandi, eöa hafði Island á
sinni könnu. En ljóst er að hann hefur
um langan tíma verið tvöfaldur í
roðinu og veitt Vesturlöndum
upplýsingar.
Aðeins þeir fyrstu
Sovéska sendiráðið í London sagði að
brottrekstur hinna 25 Sovétmanna
væri óþarfur og ögrandi. Sérfræðingar
um sovésk málefni segja að Oleg
Gordievsky hafi verið í einstaklega
góðri stöðu og hann ætti að geta gefið
nákvæmar upplýsingar um starfsað-
ferðir KGB-leyniþjónustunnar. Líklegt
væri að þessir 25 sem hefur verið
skipað að fara úr landi séu aðeins þeir
fyrstu í röð njósnara sem reknir eru
burt af Bretlandsströndum.
Mikilvægur
í Kaupmannahöfn
Utanríkisráöuneyti Bretlands sagöi
að Gordievsky heföi gengið í lið með
KGB áriö 1962. Frá miðjum sjöunda
áratugnum hefði hann starfað á
Norðurlöndunum áður en hann var
skipaöur ráðgjaf i í Bretlandi.
Danski dómsmálaráðherrann Erik
Ninn-Hansen sagði aö Gordievsky
hefði verið „sérlega” mikilvægur
heimildarmaður á meðan hann var í
Kaupmannahöfn árin 1966 til 1970 og
1972 til 1978.
Samband versnar
„Að sjálfsögöu hafa leyniþjónustur
Bretlands og Danmerkur haft
samband sín á milli varðandi hann,”
sagði Ninn-Hansen.
Brottvísun Sovétmannanna 25 er sú
stærsta síðan 1981, þegar þeir ráku
105 Sovétmenn úr landi. Mennimir
25 voru sex stjómarerindrekar, þeirra
á meðal þrír sendiráðsritarar. Þeir
sem ekki voru sendimenn voru frétta-
menn, viðskiptafulltrúar, starfsmenn
við sendiráðið, túlkar og aðrir.
Búast má viö að sambandiö milli
Bretlands og Sovétrikjanna, sem var
farið að þiðna eftir að Thatcher for-
sætisráðherra sagði að hún og
Gorbatsjov formaður gætu ,,átt við-
skipti saman,” fari nú aftur að kólna
eftir þetta.
Venja er að Sovétmenn svari í sömu
mynt þegar Bretar vísa Sovétmönnum
úr landi.
Leyfa endurnýjun
Breski utanríkisráðherrann, Sir
Geoffrey Howe, sagði í gær að breska
stjómin myndi líta refsiaðgerðir
Sovétmanna alvarlegum augum en
bætti við að Bretar vildu í öllu falli
reyna að bæta sambúöina við Sovét-
menn.
Talsmaður utanríkisráðuneytsins
sagði að Bretar myndu leyfa Sovét-
mönnum að senda menn í stað þeirra
sem voru sendir burt. Sú hefur ekki
verið ven jan.
Howe lýsti því líka yfir að breska
stjómin myndi hér eftir leyfa 46
sovéskum sendimönnum að starfa í
Bretlandi, en nú eru þeir 39.
Heimildarmenn innan stjóm-
arinnar herma að þessi njósnasigur
Breta standi í engum tengslum við
njósnahneykslið í Vestur-Þýskalandi.
Keppni
um
gerð
fljótlegra,
næringar-
ríkra
og
fallegra
rétta.
Skila-
frestur
til
15.
sept-
ember.