Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Side 11
DV. FÖSTUDAGUR13. SEPTEMBER1985. 11 Samband veit- inga- oggisti- húsa fertugt Stjórn og framkvœmdastjóri SVG. Frá vinstri: Einar Olgeirsson, Áslaug Alfreðsdóttir, Emil Guðmunds- son, Jón Pálsson, Ólafur Laufdal, Skúli Þorvaldsson, Erna Hauksdóttir, Bjarni I. Árnason og Pétur Geirsson. Samband Veitinga- og gistihúsa, SVG, var stofnað 6. september 1945 og fagnar því f jörutíu ára afmæli sínu um þessar mundir. Stofnfélagar voru 36 og fyrsti formaður þess Friösteinn Jóns- son sem þá rak Gildaskálann í Austur- stræti. Nú eru 118 hótel og veitingahús aðilar að SVG og formaður þess Skúli Þorvaldsson á Hótel Holti en fram- kvæmdastjóri er Erna Hauksdóttir. 1 tilefni af afmælinu boðaði stjórn SVG blaöamenn á sinn fund og kynnti þeim sögu, hlutverk og stöðu sam- bandsins nú. Fjórþætt hlutverk SVG er samtök vinnuveitenda og annast samningamál fyrir félags- menn. Það gætir hagsmuna félags- manna gagnvart hinu opinbera. Einnig hefur sambandið á sinni könnu fræðslu- og kynningarstarf (og á hlut í landkynningarskrifstofu í V-Þýska- landi ásamt fleiri íslenskum aðilum í ferðaiönaði) og síðast en ekki síst á þaö aö efla samvinnu félaganna og vera vettvangur skoðanaskipta. Nær 90 af hundraði löglegrar áfengissölu í ÁTVR Að undanförnu hefur sambandinu, þótt að sér vegið af hinu opinbera. Ber þar hæst þá ákvörðun dómsmálaráð- herra að banna bjórlíkið og tregðu hans í úthlutun vínveitingaleyfa. Sem dæmi nefndu forráðamenn SVG að ráð- herra hefði dregið í eitt ár að úthluta Hótel Hofi vínveitingaleyfi. Teldi hann sig vera að hamla gegn áfengisneyslu en staðreyndin væri sú að árin 1974— 1984 hefði veitingastöðum með vínveit- ingaleyfi fjölgað um 235% á meðan áfengisneysla heföi ekki aukist um nema 8,5%. Yfirvöldum væri nær að líta í eigin barm því Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins réði yfir sölu 88% þeirra vínfanga sem seld væru löglega í landinu. Meira frelsi nauðsyn Tími telja þeir að sé kominn til að Islendingar hætti að vera aðhláturs- efni útlendinga í þessum málum, fáir skilji að hér séu sterk vín leyfð og blöndun þeirra við pilsner en bjór hins vegar bannaöur. Vonast SVG til aö þetta ástand breytist fljótlega og við Islendingar verðum samferða öðrum vestrænum þjóðum í áfengismálum. SVG telur vaxandi iðnaði nauðsyn að búa við sem mest frelsi en aukning í ferðaþjónustu var um 7,5% fyrstu sjö mánuði ársins. SVG hefur í hyggju að skapa heilbrigðan atvinnurekstur sem afiað geti þjóöinni dýrmætra gjald- eyristekna. Álögur og afmælisrit SVG-menn tíunduðu þær álögur sem félagar í SVG þyrftu aö standa undir. Sala matvæla er söluskattsfrjáls ann- ars staöar en á matsölustöðum og eig- endur veitingahúsa þurfa að kosta löggæslu sinna staöa sem þeir telja svipað og að LlU stæði undir rekstri Landhelgisgæslunnar. Svo vikið sé aftur að afmælinu þá hyggst sambandið halda hóf af því til- efni fyrir félagsmenn sína og gefa út afmælisrit. I stjóm SVG eru auk Skúla Þor- valdssonar þeir Einar Olgeirsson varaformaður, Áslaug Alfreðsdóttir, Bjarni I. Ámason, Emil Guðmunds- son, Olafur Laufdal og Pétur Geirsson. Skrifstofa Sambands veitinga- og gistihúsa er að Garöastræti 42. -AÖH Götur í Borgarnesi klæddar Frá Sigurjóni Gunnarssyni, fréttarit- Borgarnesi. Á vegum Borgarnes- ara DV í Borgarnesi: hrepps er veriö að leggja svokallaða Miklar vegaframkvæmdir eru nú í klæðingu á um 15.000 fermetra og Fulltrúar Norðurlandaþjóðanna á fundinum í Kiruna. F.v. Astrid Gjertsen, neytendamálaráðherra Noregs, Bo Holmberg, innanríkis- ráðherra Sviþjóðar, Kaisa Raatikainen, innanríkisráðherra Finnlands, Alexander Stefánsson, Britta Schall-Holberg, innanrikisráðherra Dan- merkur, og Niels Pauli Danielsson, landstjórnarmaður frá Fœreyjum. Fundur um sveftarstjómarmál Dagana 4.-6. ágúst sl. komu saman til fundar í Kiruna í Svíþjóö sveitarstjórnamálaráðherrar Norð- urlandanna. Fulltrúi Islands var Alexander Stefánsson félagsmála- ráðherra en auk hans tóku þátt í fundinum fyrir Islands hönd Hall- grímur Dalberg ráðuneytisstjóri og Jóhann Einvarðsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra. Fundir sem þessir hafa farið reglulega fram frá því 1981 en þetta er í fyrsta skipti. sem íslenskur félagsmálaráöherra tekur þátt í slíkum fundi. Á fundinum í Kiruna var m.a. rætt um stöðu sveitar- félaga, verkaskiptingu þeirra og ríkisins og önnur samskipti þessara aðila. I fréttatilkynningu frá félagsmála- ráðuneytinu segir að næsti fundur sveitarstjórnamálaráðherra verði haldinn á Islandi árið 1987. -JKH. Starfsmenn Hagvirkis setja klœðingu á götur Borgarness. DV-mynd Sigurjón Gunnarsson. samhliða því eru einstaklingar og fyrirtæki að ganga frá heimkeyrslum og bílastæðum á um 2 til 3 þúsund fermetrum til viðbótar. Að sögn Bjarna Jóhansen, bygginga- fulltrúa Borgarneshrepps, var fyrst byrjaðaðleggjaklæðingu áþéttbýlis- stööum á Hellissandi og þá í samvinnu við vegagerðina og að fenginni reynslu væri þessi aðferð mjög að ryðja sér til rúms á kostnað olíumalar. Aðferð þessi, sem kölluð hefur verið klæðing, er sú að fyrst er undirlagið jafnað og fenginn réttur halli. Síðan er upphitaðri bikblöndu sprautað yfir. Ofan í er síðan jafnaö möl sem er með kornastærð 0 til 0,19 mm og hún völtuð ofan í blöndu þessa. Eftir þessa meðferð er óhætt að aka og vildi B jarni benda sérstaklega á mikilvægi þess að ökumenn keyri jafnt út við kantana sem á miðjum vegi því umferð bíla er notuð jafnframt sem þjöppun og því æskileg að farið sé á bílum yfir alla klæðinguna svo ekki verði um mis- gengi að ræða. Möl sú er ekki gengur ofan í bik- blöndu þessa er síðan fjarlægð og að einni til tveim vikum liðnum er farin önnur umferð og þá með möl meö kornastærö 0 til 0,14 mm. Með því fæst slétt og falleg áferð. Fyrsteftiraðklæðing þessiersettá er hún nokkuö viðkvæm og vildi B jami Jóhansen byggingafulltrúi beina þeim tilmælum tU ökumanna að aka ekki á mikilli ferð í beygjum svo og að stunda ekki spyrnuæfingar, a.m.k. ekki fyrst umsinn. Þegar þessum framkvæmdum er lokið er varanlegt slitlag komið á nær allar götur í Borgarnesi. Það er verktakafyrirtækið Hagvirki sem tekið hefur að sér að leggja klæð- inguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.