Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Page 15
DV. FÖSTUDAGUR13. SEPTEMBER1985.
15
Menning Menning Menning Menning
Á ferö með glugga
norduríland
—Jens Urup gestur Septem’85
Mótettukórinn:
áKjarvalsstöðum
„Eg staldra hér viö og sýni gluggana
áöur en ég fer með þá noröur á Sauöár-
krók þar sem þeir veröa í kirkjunni,”
sagði danski listamaðurinn Jens Urup
sem á þessu hausti hefur verið gestur
Septemhópsins á Kjarvalsstöðum.
Urup veröur að teljast fjöllistamaö-
ur í sinni grein. Eftir hann liggja verk
á flestum sviðum myndlistar. Hann
hefur fengist viö glerlist, grafík, vefn-
aö og málar svo þess á milli með olíu.
Þekktastur er hann þó fyrir kirkjulist-
ina og þar ber steindu gluggana hæst.
Sem dæmi má nefna að á árunum 1961
til 1967 vann hann fjóra 50 fermetra
stóra glugga fyrir kirkju í Esbjerg.
Gluggarnir í Sauöárkrókskirkju eru
smáir á viö þaö stórvikri en smátt er jú
fagurt.
En af hverju glugga í Sauðárkróks-
kirkju? Það kemur í ljós þegar Urup
svarar því aö hann er tengdari lslandi
og Islendingum en ætla mætti í fyrstu.
„Konan mín, Guðrún Sigurðardóttir,
er frá Sauðárkróki og ég hef oft verið
þar. Annars er þaö sóknarnefndin á
staðnum sem bað mig að vinna þetta
verk. Kostnaðurinn er síðan greiddur
af nokkrum velunnurum kirkjunnar,”
sagði Urup.
Þar með er líka komin skýringin á
því að listamaðurinn bregður fyrir sig
þessari ágætu íslensku þegar hann viU
þaö við hafa. Og hann heldur áfram:
„Ég sýndi hér síðast í Norræna hús-
inu árið 1975. Það var yfirUtssýning
með olíu- og grafíkverkum. Það er aUt-
af gaman að koma til Islands. Ég er bú-
inn að vinna nokkuö lengi að gluggunum
í kirkjuna á Sauðárkróki og orðinn
nokkuð spenntur aö sjá hvernig þeir
taka sig út þar sem þeir eiga að vera í
framtíðinni. Ég kom í vor með frum-
myndimar í fuUri stærð á pappír. Mér
sýndust þær koma nokkuð vel út í
kirkjunni þannig að ég hélt áfram að
vinna. Það er þó aldrei hægt að sjá það
endanlega fyrr en glerið er komið i
gluggana,” sagði Urup.
En Urup hefur á löngum ferU sínum
fengist við fleira en glerið. Veldur það
engum erfiðleikum að skipta oft um
efniviö?
„Ja — nei, eiginlega ekki. Það skipt-
ir ekki öUu hvaða efniviður er notaður
því allt er þetta náskylt. Ég einbeiti
mér þó að einu efni í einu. Síðan skipti
ég yfir í annað til að fá hvUd frá því
sem ég hef verið að gera. Ég held að
það sé nauösynlegt að kunna tökin á
fleiru en einu efni tU að forðast stöðn-
un.”
Þegar Urup hefur lokið verki sínu á
Sauðárkróki tekur viö undirbúningur
Jens Urup — ötull vifl steinda glerið.
fyrir sýningu á oUumálverkum í Kaup-
mannahöfn síðar í haust. Jafnframt
hefur hann tekið aö sér aö gera glugga
í kirkju heilags Tómasar í þeirri sömu
borg. „Það er mikið beðið um steinda
glugga, bæði af einstaklingum og opin-
berum fyrirtækjum,” sagði Jens Urup
að lokum.
GK.
Ertu klikkaður?
Ágengt viðtal við Þráin Bertelsson.
Tíska:
Föt í skólann
Tveir unglingar velja sér föt fyrir veturinn.
Lífsreynsla:
Fast þeir sóttu svallið
Diddi bíló segir frá skemmtunum ungmenna í Keflavík
og víðar fyrir tuttugu árum.
\smtm
BLAÐSÖLUSTÖÐUM
Hljómplata
fyrirjólin
Mótettukór Hallgrímskirkju er um
þessar mundir að hefja fjórða starfsár
sitt. Síðasta starfsári lauk með tónleik-
um á Akureyri og Húsavík í júní sl. og í
mars voru sérstakir Bach-tónleikar í
samvinnu við kóra Hamrahlíðarskóla.
Einnig var flutt kantata á páskum.
Síöustu vikur hefur Mótettukórinn
sungiö jólalög inn á plötu ásamt
Kristni Sigmundssyni, en það er bóka-
forlagið öm og örlygur sem gefur út.
Upptökum er nú lokið og framundan er
hefðbundið vetrarstarf kórsins.
Hátíðatónleikar verða haldnir
sunnudaginn 27. október og verða þá
fluttar kantötur, Ein feste Burg ist
unser Gott, Christ lag in Todesbanden
og einsöngskantatan Jauchzet Gott,
sem Margrét Bóasdóttir syngur. Eru
þessir tónleikar eins konar lokaframlg
Mótettukórsins á Bachárinu. Fleiri
tónleikar eru síðan ráðgerðir eftir ára-
mótin og verður síðar í haust tekið til
við að æfa nýja og fjölbreytta efnisskrá
með mótettum frá ýmsum tímum.
Söngfólk vantar nú í allar raddir
Mótettukórsins þar sem ákveðið hefur
verið að stækka kórinn. Skilyrði fyrir
inntöku er að menn hafi einhverja
reynslu af kórstarfi, séu á aldrinum 16
til 40 ára og æskileg er kunnátta í
nótnalestri. Æfingar eru á miðviku-
dagskvöldum og laugardagsmorgnum.
Hörður Askelsson, söngstjóri Mótettu-
'kórs Hallgrímskirkju, veitir nánari
upplýsingar í síma 32219 og inntöku-
próf verða síðan föstudaginn 13.
september kl. 18 til 20 og laugardag 14.
kl. 11 til 14 í Hallgrímskirkju.