Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1985, Síða 19
DV. FÖSTUDAGUR13. SEPTEMBER1985.
31
tir________________íþróttir _________________íþróttir___________________íþróttir íþróttir
18. SINN FRÁ1930
ndsmeistaratitilinn 1985 þar með. Valur síðast meistari 1980
ekki. Minnstu munaði síðan að Valur
skoraði annað mark á 27. minútu síðari
hálfleiks. Þorgrímur gaf þá vel fyrir á
Val Valsson, Valsmann, á Valsvellin-
um og Valur þakkaði góða sendingu
með enn betra skoti sem hafnaði í
stönginni. Þarna hefðu Valsmenn get-
að innsiglaö sigurinn í tslandsmótinu.
Tveimur mínútum síðar komst Þor-
grímur á fleygiferðinnfyrir Valsvörn-
ina en skaut framhjá. Fleiri voru
marktækifærin ekki.
Góður árangur
Valsmanna
Eftir slæma byrjun á Islandsmótinu,
tap gegn Víkingum í fyrsta leik, áttu
fáir von á því að Valur yrði tslands-
meistari í ár. En gífurleg stígandi
var í leik liðsins eftir mitt mót og loka-
spretturinn glæsilegur. Liðið er gífur-
lega sterkt, vörnin sú besta hér á landi
enda fengu Valsmenn fá mörk á sig í
mótinu. Sérstaklega var það vörnin
sem skóp þennan titil en auðvitaö léku
sterk miðja og skörp sókn stórt hlut-
verk í velgengni liðsins.
I leiknum í gær voru þeir Guðni
Bergsson, Guðmundur Þorbjörnsson
og Sævar Jónsson bestir en kannski er
„Liðið var slakt í byrjun vegna þess
að leikmennirnir hlustuðu of mikið á
fólkið sem spáði þeim titli. Þetta var
ekki svo auðvelt. Þegar þeir komust til
sjálfra sin lögðu þeir harðar að sér og
hlutimir fóru að ganga. Eg held að lið-
ið hafi tekið miklum framförum þann
tíma sem ég hef verið með það. Leikur-
inn í kvöld var ekki góður knattspy rau-
lega séð, þetta var baráttuleikur en
við náðum að sýna okkar karakter.”
— Ertu ekki hræddur um að missa
leikmenn í atvinnumennskuna fyrir
það ekki réttlátt að vera að draga ein-
staka leikmenn fram fyrir aöra. En
Valsmenn hafa spilaö mun betur í
sumar en þeir gerðu í gærkvöldi. IKR-
liðið vantaði þá Sæbjörn Guðmunds-
son, Willum Þórsson en Gunnar Gísla-
son lék með á annarri löppinni. Liðið
var jafnt í þessum leik og barátta leik-
manna furðulega góð miðað við stöðu
liðsins í deildinni.
Leikinn dæmdi Sveinn Sveinsson og
næsta keppnistimabil?
„Ég er alls ekki hræddur við það,
þvert á móti mun ég reyna að hjálpa
þeim leikmönnum sem þess óska að
komast út. Eg tel að leikmenn eigi að
leika knattspyrnu í eins háum gæða-
flokki og þeir geta. Eg er bara ekki
eins og svo margir kollegar mínir sem
hugsa bara um sjálfa sig. Þegar á allt
er litið þá kemur maður í manns stað.”
— Varstu ekki hræddur um að mögu-
Ieikamir væru úr sögunni eftir slaka
byrjun ykkar og draumabyrjun
var hann mjög góður, meö betri mönn-
um á vellinum.
Liðin: Valur: Stefán, Þorgrímur,
Grímur, Guðni, Sævar, Ingvar, Magni,
Hilmar, Guðmundur, Heimir og Valur.
KR: Stefán, Jakob (Stefán), Hálfdán,
Jósteinn, Hannes, Agúst, Börkur, Jón
G. (Júlíus),Gunnar,ÁsbjörnogBjörn.
Maður leiksins: Guðmundur Þor-
björnsson, Val. SK
Fram?
„Eg hef aldrei verið hræddur við eitt
eða neitt. Eg vissi að Fram hlyti að fá þá
pressu á sig er við vorum með í byrjun
mótsins og aö hlutimir færu að snúast
við. Annars byggðist sigurinn á sterkri
liðsheild frekar en einstaklingsfram-
taki,” sagði Ian Ross sem varð þre-
faldur Islandsmeistari í ár. Hann þjálf-
aði meistaraflokkinn og lék auk þess
með 1. flokki og eldri flokki en báðir
flokkarnir tryggðu sér Islandsmeist-
aratitilinn. -fros
„Hlustuðu alltof mikið
á fólkið” 1
sagði lan Ross, þjálfari Vals
„Frábær
blanda”'
— sagði Grímur
Sæmundsen,
fyrirliði Vals
„Stærsti þátturinn í sigri okkar var
frábær blanda af yngri og eldri leik-
mönnnm sem unnu gífurlega vel sam-
an og unnu sanngjaraan sigur í kvöld
og íslandsmeistaratitOinn var verðskukÞ
aður. Þá eru i liðinu nokkrir frábærir leik-
meun og við hinir fyStum síðan upp í,” ^
sagði Grímur Sæmundsen, fyrirliði Vais,
htmátur.
„Sigurinn
sanngjarn”
— sagði Guðmundur
Þorbjörnsson
„Við byrjuðum að æfa mjög seint ÖB
önnur 1. deildar félög voru komin af stað
og Fram var byrjað fyrir 2—3 mánuðum.
Daunið gekk hins vegar upp núna, en í
fyrra vorum við fullseinir í gang. Við náð-
um að vinna upp forskot Fram og sigurinn
í mótinu var sanngjarn, ” sagði Guðmund-
ur Þorbjörnsson sem skoraði eina mark'*'
Vals í leflmum viðKR og tryggðiþeimþar
með Íslandsmeistaratitílinn.
„Frábært”
— sagði Valur Valsson
„Þetta er í einu orði sagt frábært.
Þetta er fyrsti titiilino minn en von-
andi ekki sá síðasti,” sagðl Valur Vais-
son úr Val eftir leikinn.
„Ross þjálfari hefur verið að gera
mjög góða hluti og þeir eru að skila-«l
sér. Við vorum með sterkasta liðið og
það að tapa aðeins tveimur leikjum í
mótinu segir meira en mörg orð.”
„Varla fengið
skot á mig”
- sagði Stefán Arnarson,
markvörðurVals
„í upphafi mótsins reiknuöu flestir
með okkur sem tslandsmeisturum og
ég tel að byrjunin hafi verið slæm
vegna þess. Þaö hefur ekki reynt mikið
á mig, vörnin hefur verið gífuriega
sterk og ég hef varla fengið skot á
mig,” sagði Stefán Arnarson, mark-'
vörðurVals.
„Aldrei
hræddur við
þennan leik”
— sagði Heimir Karlsson
„Ég var aldrei hræddur við þcnnan
leik gegn KR. Ég haf ði það á tflfinning-
unni að við mundum vinna. Þó að þeir
hefðu náð forystunni fannst mér sem
við mundum alitaf ná að breyta stöð-
unniokkurfhag.
Ég hef aldrei verið i jafnákveðnum
og samstilltum hópi og þessum og ég'*
tei sigurinn hafa verið sanugjarnan,”
saðgi Heimir Karlsson, Val, eftir ieik-
innviðKR,_______________
„Langsterk-
asta vörnin”
— sagði Hafsteinn
Tómasson, þjálfari
Víkings
„Valsmenn vora með iangsterkustu 'v
vörnina og það réð úrslitum. Þá tel ég
að fail hafi verið fararheill þvi tapið
gegn Vfkingi í fyrsta leik hefur óneit-
anlega þjappað liðinu saman,” sagði
Hafsteinn Tómasson sem þjáifaðl Vík-
ing seinni hluta íslandsmótsins. -fros
>ttir Iþróttir íþróttir íþróttir íþróttir