Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 2
2 DV. FÖSTUDAGUR 4. OKTÖBER1985. Ingi R. Helgason, forstjóri Brunabótafélagsins: STEFNTIOEFNI MEÐ LÆKKUN IÐGJALDA AF BRUNA- TRYGGINGUM Tjón vegna leikskólabrunans á Seltjarnamesi fyrr í vikunni mun líklega nema iögjöldum bruna- trygginga vegna alls húsnaeöis á Seltjarnarnesi næstu tiu ár, sam- kvæmt upplýsingum sem DV fékk frá Inga R. Helgasyni, forstjóra Brunabótafélags íslands. Leikskólabruninn telst þó ekki mikið tjón miðaö við þakpappaverk- smiöju, frystihús eða Álafoss, aö sögn Inga. Talan sex milljónir króna hefur verið nefnd um tjóniö á Seltjarnarnesi. Iögjöld Seltirninga af brunatryggingum munu hins vegar í ár veröa alls um 600 þúsund krónur. Þetta þýðir aö ef það verður bruna- tjón á Seltjarnarnesi næstu tiu árin greiðist það af iðgjöldum annarra landsmanna. Ingi R. Helgason sagöi að frystihússbruninn á Hellissandi árið 1983 kostaði álíka og öll bruna- tryggingariðgjöld í sveitarfélaginu næstu 80 árin. Iögjöldin það ár hefðu numið samtals um 200 þúsund krónum en brunabætur vegna frystihússins verið um 16 milljónir króna. „Þessi dæmi sýna að þaö er vita vonlaust fyrir tryggingafélag að bjóða í brunatryggingar fyrir einstakt bæjarfélag og byggja iðgjöl(jin á tjónagreiðslum undan- farin fimm ár, en þetta gerðu Sam- vinnutryggingar með Hafnarfjörð,” sagði Ingi R. Helgason. Stjóm Brunabótafélagsins hefur tilkynnt verulega lækkun á iögjöldum brunatrygginga í kjölfar uppsagna Garðabæjar og Hafnar- fjarðar á samningum við félagið. Uppsögn Garðabæjar var dæmd ógild þar sem hún barst degi of seint. 1 framhaldi af því máli geröu stjórn Brunabótafélagsins og bæjarstjóm Garðabæjar með sér samning fyrr í vikunni sem felur í sér verulega lækkun iögjaldanna. Þessi lækkun mun jafnframt taka til allra annarra sveitarfélaga sem hafa samninga við Brunabótafélagiö. Lækkunin nemur allt að 39 prósentum fyrir íbúöarhús úr steini og allt að 74 prósentum fyrir íbúðar- hús úr timbri. Verða þar með sömu iðgjöld af íbúðarhúsum úr steini og timbri eða 0,14 prómill af brunabóta- verðmæti. 1 atvinnurekstri lækka iðgjöld að meöaltali um 20 prósent. Mögulegt er að ná fram hagstæðari lækkun á iðgjöldum atvinnuhúsnæðis með sérstökum brunavömum á vinnustað. Almenn iðgjöld íbúðarhúsnæðis á varmaveitusvæði og viö bestu brunavarnaaöstæður verða nú, sem fyrr sagöi, 0,14 prómill. Áður voru þau 0,23 prómill af steinhúsum en 0,53 prómill af timburhúsum. DV spurði Inga R. Helgason hvort raunliæft væri, miöað við brunatjón í landinu, að fara með iögjöld niður í 0,14 prómill: „Það getur stefnt í fuilkomiö óefni með það. Ég er ekki að spá því aö hér sé allt í ljósum logum en þaö er mjög óvarlegt og ég myndi segja að þaö sé komið niður fyrir hættumörkin þegar tekið er tillit til tjónareynslu undan- farin ár,”sagðilngi R. Tilboð Samvinnutrygginga um 0,14 prómill iðgjöld af bruna- tryggingumn fyrir Hafnarfjörð neyddi Brunabótafélagið til að lækka sig en það hafði fyrst boðið upp á 0,18 prómill iðgjöld. Brunatryggingaiðgjöld hafa farið lækkandi með árunum. Ingi R. Helgason sagði að á síöustu 13 árum heföu iðgjöld Brunabótafélagsins farið jafnt og þétt lækkandi. Aö raunvirði næmi lækkunin 72 prósentum. -KMU. „Það situr fálki á lyftaranum” — reyndist haldinn fálkaveiki—tilraun verður gerð til að lækna f uglinn Fálkinn ó lyftaranum. Fuglinn situr á öðrum gafflinum. DV-myndir Lárus Lárusson. „Það kom til mín maöur inn í pakkhús og sagði að það sæti fálki á lyftaranum mínum,” sagði Lárus Lárusson, starfsmaöur Kaupfélags Hrútfirðinga á Boröeyri, í samtali við DV. Frá fálkanum var sagt á for- síðu blaðsins í gær. Það var Magnús Böövarsson, bílstjóri sem ekur fé í sláturhúsið, sem fyrstur sá fálkann á vörulyftar- anum. Lárus og Sigfús Guðmunds- son bóndi, sem einnig var í pakkhúsinu á þriðjudag, ruku auðvitað út til aö sjá fálkann sem sat enn á lyftaranum. „Fálkinn virtist ekki vera neitt styggur þegar við gengum út og að honum. Hann virtist ekki geta flogið en hann reyndi náttúrlega aö bíta þegar við tókum hann,” sagði Lárus. „Við vorum með þykka skinn- vettlinga en samt náðu klærnar í gegn. Við fórum með hann inn í kaupfélag og höfðum samband við Fuglaverndarfélag íslands. Dýralæknirinn í Strandasýslu, Guðbjörg Þorvarðardóttir, kom og skoðaði fuglinn. Hún sá ekkert aö honum. Það var hvorki grútur né sár.” Hún hélt að hann hefði étið einhvern óþverra,” sagði Lárus. Hrútfirðingarnir sendu fálkann með flutningabíl suður til Reykja- víkur. Áður höföu þeir smiöað sér- stakt búrfyrirhann. Manuel Arjona Cejudo, starfs- maður Náttúrufræðistofnunar, sagði DV að fálkinn væri aö öllum líkind- um haldinn svokallaðri fálkaveiki. Að sögn Sigurðar Richter dýra- fræðings er fálkaveiki ormasýking í koki sem veldur því að á endanum hættir fálkinn að geta étið og verður máttlaus. Sagði Sigurður að þetta virtist vbera algengasta dánarorsök fálka hér á landi. Ormasýkinguna fengi fálkinn sennilega úr öðrum fuglum sem hann hefði étið. Fálkum með fálkaveiki hefur þurft að lóga, með einni undan- tekningu þó. Fyrir 2—3 árum var gerð tilraun til aö lækna sjúkdóminn. Sprautaö var ormalyfi í fálka og hresstist hann fljótt og var aö lokum sleppt út í náttúruna. Þetta er eina tilraunin sem hingað til hefur verið gerð. Menn hafa verið að bíða eftir öörum fálka með fálka- veiki til að gera aðra tilraun. Sá fálki er nú kominn. Sigfús Guðmundsson bóndi heldur á fálkanum. -KMU. Kasparov kom á óvart í tólftu einvígisskákinni: Nýjung í áttunda leik — einvígið hálf nað og staðan jöf n Garrí Kasparov átti ekki í erfið- leikum með að jafna tafliö með svörtu mönnunum í tólftu einvígis- skákinni við Anatoly Karpov sem tefld var í gær. Kasparov kom heimsmeistaranum algjörlega á óvart með nýjung í áttunda leik í af- brigði af Sikileyjarvörn sem kennt er við Tajmanov. „Hann hefur greini- lega undirbúiö þetta fyrir skákina,” sagði Tajmanov sjálfur í gær og bætti við að ef leikurinn stæðist „gæti hann breytt allri teóríunni í þessu af- brigði”. Eftir þennan óvænta leik fór Kasp- arov afsíðis en Karpov lagðist í þunga þanka. Hann var þó ekki nema stundarfjórðung að leggja drög að taflmennsku sinni, ákvað að fara öruggu leiðina, og tíu leikjum síöar, er borðið var að verða að eyði- mörk, sættust þeir á skiptum hlut. Kasparov notaði aðeins 25 mínútur af umhugsunartíma sínum á skákina en Karpov rúmri klukkustund meira. Þá er einvígið hálfnað og allt í járnum, staöan 6—6. Kasparov þykir hafa sótt i sig veðrið í síðustu skák- um og í gær vann hann sálfræðilegan sigur með góðum byrjunarundirbún- ingi. Reyndar sást stórmeistaranum Dorfman, aðstoðarmanni Kaspar- ovs, bregöa fyrir í skákhöllinni í gær en hann hefur ekki sést þar lengi. „Ég hef haft mikið að gera og er dauðþreyttur,” sagði hann. Kannski á hann heiöurinn af nýjunginni í gær. Athylgi vakti að í lok skákarinnar skaust Campomanes, forseti FIDE, í blaðamannaherbergið ásamt syni sínum sem hyggur á tungumálanám í Moskvu. Hvítt: Anatoly Karpov. Svart: Garrí Kasparov. Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 Þetta afbrigði tefldi Kasparov einu sinni í langa einvíginu (í 3. skákinni) en beið þá skipbrot. Nýjungin, sem hann hristi þá fram úr erminni, stóöst hreinlega ekki og hann fékk snöggtum lakara endatafl og tapaði. 5. Rb5 d6 6. c4 Rf6 7. Rlc3 a6 8. Ra3 Svona hefur verið teflt í hundruð- um ef ekki þúsundum skáka. Nánast sjálfkrafa er leikiö 8. —Be7 og mönn- unum komið á framfæri. 8.—d5!!? Otrúleg hugmynd. Taflmennska hvíts í þessu afbrigöi miðar að því að halda valdi á d5-reitunum en samt fer svart peð þangað! Ef þetta stenst er heilt byrjanakerfi lagt í rúst. 9. exd5 exd5 Um leið og Kasparov lék leit hann til áhorfenda og virtist leiður á svip- inn. Það er kannski ekkert gaman að tefla ef allir leikir eru þekktir fyrir- fram? 10. cxd5 Svartur jafnar taflið létt eftir 10. Rxd5 Rxd5 11. cxd5 Bb4+ 12. Bd2 Dxd5 o.s.frv. 10. —Rb411. Bc4Bg4!? Til greina kemur einnig 11. —b512. Bb3 Bb7 og þrýsta að peðinu. 12. Be2 Hann gat eins boðið jafntefii, Karpov veikir ekki peðastöðu sína með 12. f3 en skarpasti leikurinn er 12. Dd4 og þá er staðan tvíeggjuð. Eitt afbrigði er 12. —b513. Bb3 Bc5! ? 14. De5+ (ekki 14. Dxc5?? Rd3+ og vinnur) Kf815.0—0 Rd316. Dg3 Rxcl 17. Haxcl b4 18. Re4! Rxe4 19. Dxg4 Rxf2 20. Df5 Rh3+ 21. Khl Rf2+ og nú þarf hvítur ekki að taka jafntefli heldur leikur 22. Hxf2! Bxf2 23. d6 og vinnur. En svartur getur teflt betur. I stað 17. —b4 leikur hann 17. —Bd6! og nú kemst hvítur ekki hjá manns- tapi. Ef 18. Dh4 b4 19. Re4 Rxe4 20. Dxg4, þá20. —Rf6! ogsíöan21. bxa3. Þetta eina afbrigði sýnir aö staðan iðar af möguleikum og það er skilj- anlegt að Karpov sneiði hjáflækjun- um, ókunnur stöðunni. 12. —Bxe2 13. Dxe2 De7 14. Be3 Rbxd515. Rc2 Rxe3 Einfaldast. Mögulegt er einnig 15. —Rxc316. Bxc3 g6 og staðan er jöfn. 16. Rxe3 De6 17. 0-0 Bc5 18. Hfel 0— 0 Og jafntefli samið. JLÁ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.