Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR 4. OKTOBER1985. Útlönd Útlönd 9 Utlönd Utlönd GORBATSJOV BÝÐUR 50 PRÓSENT NIÐURSKURÐ — á kjarnavopnum stórveldanna Mikhaíl Gorbatsjov, leiötogi Sovét- ríkjanna, bauö í gær 50 prósent niöur- skurð á langdrægum kjarnaflaugum beggja stórveldanna og bann á árásar- vopnum í geimnum. I ræöu í París í gær lagði hann einn- ig til að Sovétmenn hæfu beinar við- ræður við Frakka og Breta um hvernig væri hægt aö semja um kjarnavopna- birgðir þeirra um leið og stórveldin tvö semdu um takmarkanir sinna birgða. Gorbatsjov skaut þeirri hugmynd inn í að beinar viðræður milli NATO og Var- sjárbandalagsins væru einnig hugsan- legar. Gorbatsjov sagði að Sovétmenn hefðu minnkað fjölda SS—20 flauga sem beint er að Vestur-Evrópu. Þeir hefðu boðið Bandaríkjamönnum sér- stakan samning um meðaldræg kjarnavopn án tillits til samninga um langdræg vopn. Goarbatsjov ætlar ekki aö láta ræð- una í gær í boöi franska þingsins nægja. I dag munu hann og Francois Mitterrand Frakklandsforseti halda sameiginlegan fréttamannafund í Elysee höll. Mitterrand hélt aukafund með Gorbatsjov í gær til aö kanna vopna- takmörkunartilboð sovéska flokksfor- mannsins. Fréttaskýrendur segja að Mitterr- and muni líklega afþakka tilboö Gorbatsjovs um viðræður um frönsk kjarnavopn kurteislega. Gorbatsjov hefur gefið í skyn að hann vilji vinna með Frökkum gegn því að fara með vopnabúnaö í geiminn, en hefur gætt þess að gagnrýna ekki Bandaríkjamenn. Sérfræðingar segja að Mitterrand muni ekki samþykkja neitt sem skilja megi sem gagnrýni á Reagan Bandaríkjaforseta. Mannréttindamál hafa einnig verið í sviösljósinu. Chirac, borgarstjóri Parísar, notaði tækifærið og gagnrýndi stefnu Sovétríkjanna í mannréttinda- málum þegar Gorbatsjov heilsaði upp á hann. Gorbatsjov hafði ýmsar nýjar hugmyndir i pússi sínu við komuna til Parisar þar sam hann á viðræður við Mitterrand. Hór sóst þýskur hjálparstarfsmaður mað leitarhund að laita i rústunum i Mexíkóborg, en með hverjum deginum sem liður dvina vonir manna um það að lif kunni enn að ieynast með þeim sem grafnir eru undir rústunum. Buckley drepinn Skæruliðar hreyfingarinnar íslamskt jihad (heilagt strið) segjast hafa drepið bandaríska sendiráðs- manninn William Buckley. Yfirlýsing hreyfingarinnar sagði aö hann heföi verið „tekinn af Ufi.” I yfirlýsingunni, sem alþjóöleg fréttastofa og tvö dagblöð í Beirút fengu, segir að Buckley hafi verið yfir- maöur CIA-leyniþjónustunnar á staön- um. Hann hafi verið drepinn í hefndar- skyni fyrir árás Israela á aðalstöðvar Frelsissamtaka Palestínu í Túnis á þriðjudag. Með yfirlýsingunni voru myndir af Buckley lifandi. ■ Buckley er einn sex Bandarikja- manna sem hafa horfið í Beirút og hreyfingin íslamskt jihad segist halda. Buckley er sá fyrsti þeirra sem hreyf- ingin segist hafa drepið. r EIGA TVO METRA EFTIR AÐ DRENGN- UM í RÚSTUNUM „Hann er farinn að svara aftur svo að hann er Hfs,” sagði einn björgunar- Uðinn úr hópi þeirra sem eru að reyna að ná upp úr rústunum níu ára gömlum skóladreng er grófst undir mörgum smálestum af húsabraki í jarðskjálft- anum í Mexíkóborg fyrir tveim vikum. Björgunarmenn kviðu því í gær að drengurinn hefði misst rænu þegar hann hætti að svara spurningum þeirra með því að banka í járn eitt högg fyrir já og tvö högg fyrir nei. En hann byrjaði bankiö aftur í gær- kvöldi. Björgunarflokkarnir eiga nú aðeins tvo metra ógrafna að drengnum. Grafa þeir göng úr fjórum áttum að drengnum. En þaö gæti tekið þá margar klukkustundir enn að grafa drenginn lausan. I'ranskir hjálparstarfsmenn i Mexikóborg með mann á börum en honum náðu þeir úr rústun- um eftir að hann hafði legiö um vikubil grafinn undir mörgum smálestum af braki. STRÆTÓSTiÓRI ÖLVAÐUR VID AKSTUR Gissur Pálsson, DV, Álaborg: Lögreglan í Lyngby tók strætis- vagnabílstjóra grunaöan um ölvun við akstur. Tveir farþegar höfðu kært bíl- stjórann eftir að hann hafði villst þrá- faldlega á meðan á ferðinni stóð. Lög- reglan tók bæði blásturspróf (gamla blaöran) og síðan fór vinurinn í blóð- prufu. Er hann taUnn hafa verið all- skýjaður og eini maðurinn sem trúði statt og stöðugt á útskýringar bílstjór- ans mun hafa verið hann sjálfur. Hann mun hafa farið tvisvar allt of langt frá stoppistöð og einu sinni gleymt sér al- gjörlega og snúið við til þess að ná upp í stoppistöövarkvótann. Þegar sá gamli villtist algjörlega hófust merki- legar umræður á milli farþega og vagnstjóra. Á endanum yfirgáfu far- þegar vagninn með fyrrgreindum árangri. Sneri bílstjórinn við, fann fyr- irskipaða leið en fór að þessu sinni í öfuga átt. Við endastöðina beið lögregl- an með græjurnar sem sanna áttu vín- leysi mannsins, það tókst ekki. ALLIR MEÐSTRÆTO. Uppstokkuní leyniþjónustu Hinn nýi varnarmálaráðherra Frakklands hefur byrjað á upp- stokkun í DGSE leyniþjónustunni sem sá um að sökkva Rainbow Warrior, skipi Greenpeacesamtak- anna. Paul Quiles hefur fyrirskipað að æfingamiðstöð kafara leyniþjón- ustunnar á Korsíku verði lokaö. Laurent Fabius forsætisráðherra segir að Rainbow Warrior málinu sé lokið en Quiles segir rannsókn á því standa ennþá. Quiles sagði einnig að hann ætlaði að setja 11. herdeild úrvalsmanna aftur á fót en De Gaulle leysti hana upp á sín- umtíma. Fáaöframleiöa vamarsprengjur Reagan-stjórnin í Bandaríkjun- um hefur boðið Bretum að kaupa eða hjálpa til við aö framleiða 55.000 nýjar Sea Gnat varnar- sprengjur sem skip nota til að af- vegaleiða árásarflaugar. Sea Gnat hólkarnir springa í loft upp og senda út frá sér mikið magn jámbita til að rugla tölvur árásar- eldflauga. Hólkarnir voru hannaöir sameiginlega af bandarískum og breskum vísindamönnum. Bara aðvörunarskot Stjórn Tékkóslóvakíu hafnaði kvörtun Bandaríkjamanna um að skotið hefði verið á bandarískar þyrlur sem hefðu verið í vestur- þýskri lofthelgi. Tékkar sögðu þó að þeir hefðu skotiö viðvörunar- skoti að einni þyrlu sem hefði verið hættulega nálægt landamærunum við Tékkóslóvakíu. Tékkar sögðu að þyrlan hefði ekki komið inn fyrir landamærin en flogið 100 kílómetra leið meðfram þeim. I gær sagöi talsmaður varnar- málaráðuneytisins í Bandaríkjun- um aö Tékkar hefðu skotið á Cobra þyrlu í venjulegu eftirlitsflugi. Lífvörður Dana- drottningar ístórræöum Gissur Pálsson, DV, Álaborg: Varðmanni við kastalann í Köben fannst sér í gær ógnað og skaut viðvörunarskoti í vísbend- ingarskyni. Maður nokkur hafði ásamt félögum sínum verið að varpa hvers konar rusU á torgið þama fyrir framan höUina. Hallar- starfsmenn bentu þeim vinsamleg- ast á að laga til og urðu allir nema einn vinsamlega við þeirri bón. Hann hóf svívirðingaaustur yfir varðmennkia sem fóru fram á við manninn að hann kæmi til viötals í varðskýlinu. Þá reyndi vinur vor að ná byssu af einum Ufvarðanna og var þá skotið viðvörunarskoti. Lögreglan var kölluð til og fer ekki fleiri sögum af manni þessum. lOmilljónirí gegnum Kastrup Gissur Pálsson, DV, Álaborg: 9,7 miUjónir farþega notuöu Kastrup-flugvöll í fyrra, þetta kemur fram í nýjutu tölum frá flug- vallaryfirvöldum. Þetta er hálf milljón fleiri en notuðu flugvöllinn árið þar áður. Metið var þó sett 1979 en þá not- uöu 10,2 miUj. farþega völlinn. Farþegastraumurinn hefur venjulega aukist um hálfa millj. á ári og tU gamans má geta að fyrir tuttugu árum voru þeir aöeins 3 mUlj. 49 flugfélög hafa aðstöðu á vellin- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.