Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 32
44 DV. FÖSTUDAGUR 4. OKTÖBER1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið ? ■ ELSKAR JANNI ÍSTRUR Hafi einhver haldiö aö Janni hin danska hafi gifst feröakónginum Spies vegna auranna er eins gott aö endur- skoöa afstööuna hiö snarasta. Spies karlinn var svo huggulegur aö kveöja þessa jarðnesku tilveru skömmu eftir brúökaupið og eftirláta ekkjunni ungu auöæfin. Þá heföi mátt ætla að sú stutta færi að njóta lífsins og horfa í átt til jafnaldranna — en ónei — ekki Janni Spies. Innan tíðar haföi henni tekist aö finna annan gamlan karl með góða ístru og vandrar nú meö honum um heiminn alsæl með lífið og tilver- una. Nýlega voru skötuhjúin á ferð um Mónakó til þess aö njóta lífsins — tólf daga leyfi segja dönsku blööin andakt- ugyfiröllu saman. En sem sagt — nú hefur komiö í ljós aö Janni er óö í ístrubelgi af eldri kyn- slóðinni og fýlupokarnir tauta hver í kapp við annan um föðurkomplex — nokkuö sem rika ekkjan lætur sem vind um eyru þjóta. o « Hann sleppir ekki takinu, hefur enda fest fingur á rikustu ekkju Evr- ópu. Hönd í hönd vappandi á sund- laugarbarmi og Janni er alsæl með ístrubelginn Gunna Hellström. Getureinhver lánað okkur skæri?” Þessar hárprúðu Hallgerðar búa með frændum vorum Dönum og eru býsna ánægðar með hárvöxt- inn, enda safnað gróskunni lengi. Slíkir fimmmenningar fyrirfinnast varla hérlendis því hárskurðarstof- ur eru á næstum hverju götuhorni. Hérna er gömul mynd úr fjölskyldu- albúmi Reaganættarinnar. Jane Wyman með Michael i fangi en til hliðar dóttirin Maureen og Ronald Reagan sjálfur. Hélt ræður í svef ni Gamlar myndir úr fjölskyldu- albúminu eru alltaf vinsælar og hérna er ein slík frá fortíö Ronalds Reagan, forseta Bandaríkjanna. Hann var fyrrum giftur leikkonunni Jane Wyman sem þénar glatt þessi síöustu ár sem fyrrverandi eigin- kona forsetans — en sem fagmann- eskja í leiklistinni er sú gamla ennþá nokkuð góð aö sögn fræðimanna. Þau áttu saman dótturina Maureen og ættleiddu aö auki dreng- inn Michael en eins og alþjóð veit endaöi hjónabandiö meö skilnaði. Frá búskaparárum hjónanna eru til margar sögur en sú vinsælasta núna er þegar einn vina þeirra haföi orö á því viö Jane aö eiginmaöurinn væri óþægilega málglaöur heim aö sækja. „Þetta er ekkert,” svaraði Jane aö bragöi. „Veistu aö hann stoppar aldrei — heldur meira aö segja lang- ar ræðurísvefni!” Þeir sem segja aö æfingin skapi meistarann fá þarna byr undir báöa vængi — ekki að furða þótt maöurinn hafi endað í forsetastóli eftir stíft prógramm nótt sem nýtan dag. Til vinstri gakk! Margt er skrýtiö í kýrhausnum og mörg er mannanna speki. Kanarnir vestan hafs eru manna duglegastir við aö finna nýjan stórasannleik og það nýjasta úr þeim herbúöum er að til þess aö ná athygli annarra skuli menn ævinlega gæta þess aö koma aö þeim frá vinstri. Heilinn er byggöur þannig aö allt til vinstri viö mannfólkið reynist mun eft- irtektarveröara segir í heimildunum. Því er gott ráö ef þú þarft aö ná athygli yfirmanna þinna eöa einhverra ókunn- ugra að standa þeim til vinstri handar. Þá eru meiri líkindi til þess aö þaö sem þú hefur fram aö færa nái athygli viö- mælendanna. Þá vitum viö þaö og um leiö og upplýsingum er komiö til les- enda skal á þaö bent aö hugtakiö vinstrimenn hefur öðlast nýja og mun víötækari merkingu. Það var blómasýning og af því til- efni mætti Karólina eins blómum skrýdd og mögulegt var — blóma- kjóll, blómahattur, blómvöndur og blómasokkar. Blómum skrýdd prinsessa Fjölmiðlar um heim allan hafa hent gaman aö Elísabetu Englandsdrottn- ingu og hennar skylduliði fyrir blóma- fíkn í klæðaburði en enginn á þeim bænum hefur komist meö tærnar þar sem Karólína af Mónakó hefur hælana. Á mikilli blómasýningu nú í sumar, sem haldin var í Monte Carlo, mætti skvísan blómum skrýdd svo svimandi var á aö líta. Blómahattur, blómvönd- ur, blómakjóll og blómasokkar — geri aörir betur! Hvaö Stefanía systir henn- ar, sem starfar á vegum Dior í París, hefur haft um fatasmekkinn aö segja er ekki vitað en varla hafa menn hopp- aö í loft upp af hrifningu hjá tískukóng- inum víðfræga yfir klæðnaöi stóru systur þann daginn. Nærmynd af blómsturfótum prins- essunnar — svimandi glæsileiki í prinsessustil. Breska kóngaliðið er frægt fyrir blómahatta og blóma- kjóla en lengra hefur það. ekki gengið á þeim bænum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.