Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 4. OKTOBER1985. 3 Þessi forláta simaklefi er í Vagia- skógi, rótt við gömlu brúna yfir Fnjóská. Við tókum hann taii fyrir skömmu þegar við fórum i skógar- ferð að skoða haustlitina. Einmana var hann óneitanlega. Það var greinilega komið haust hjá minum. Enginn á linunni lengur eftir að allir ferðalangar i fimmkalla bisness fóru. En hann svarar kalli og hefur mikið að segja, þurfi einhver að hringja. DV-mynd JGH. Hópur íslendinga til Mexíkó: Kynna sér afleiðingar jarðskjálftans „Tilgangurinn meö þessari ferö okkar til Mexíkó er aö skoöa afleiðingar jarðskjálftans bæöi á mannlífiö, mannvirki og landið,” sagöi Guöjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, í viðtali viö DV. Hann fer í dag til Mexíkóborgar ásamt öörum meðlimum í jarðskjálfta- nefnd sem hér er starfandi. Meö í förinni veröa þeir Ragnar Stefánsson jaröskjálftafræðingur, Júlíus Sólnes verkfræðingur, Ragnar Sigur- björnsson byggingafræöingur og Vífill Magnússon arkitekt. Þessi hópur mun aö sögn Guðjóns reyna aö gera sér grein fyrir hversu afleiðingar jaröskjálftans eru víötækar á mannvirki og mannlíf. Þá verður einnig reynt aö kynna sér það hjálparstarf sem hefur veriö í gangi frá því aö skjálftarnir hófust. „Okkur gefst tækifæri til aö kynna okkur öll þau vandamál sem koma upp undir slíkum kringumstæöum og sjá hvernig þau haf a veriö leyst. Og þá er þetta í fyrsta skipti í langan tíma sem jarðskjálfti verður á stað sem gerir svipaöar byggingakröfur og ísland frá 1971,” sagði Guöjón Petersen. Þessi hópur Islendinga mun dvelja í Mexíkó í vikutíma og ætlað er aö hann komi aftur til Islands 14. þessa mánaöar. APH Landhelgisgæslan: Sjúkraflug tilLondon Fokker-flugvél Landhelgisgæslunn- ar fór á þriðjudagskvöld í sjúkraflug frá Reykjavík til London. Hjartasjúkl- ingur þurfti aö komast í skyndi í meö- ferö ytra. Samkvæmt upplýsingum Einars Baldvinssonar læknis var líðan sjúkl- ingsins í gær góð eftir atvikum. Tveir læknar og einn hjúkrunar- fræðingur fóru meö flugvélinni til London. Flugstjóri var Tómas Helga- son. Flugferöin út tók fjórar klukkustundir og fjörutíu mínútur. Flugvélin kom aftur til landsins í fyrrakvöld. -KMU. Borgarminja- vörðurráðinn Settur borgarminjavöröur frá 1. nóvember í fyrra, Ragnheiöur Helga Þórarinsdóttir, var ráöin í starfið á fundi borgarráös á þriðjudag. Hún fékk atkvæöi sjálfstæðismanna og framsóknarmannsins í ráðinu en fulltrúar Alþýöubandalags og Kvenna- framboös sátu hjá. Áheyrnarfulltrúi Alþýöuflokks í borgarráöi studdi ráöningu Ragnheiöar. Gengíð hefur sigið um nær 10% á árinu Meðalgengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum hefur sigiö um nærri 10% þaö sem af er árinu. I ársbyrjun var ákveöiö aö halda sigi eöa falli innan viö 5% á árinu. Eftir kjarasamningana í vor var markiö rýmkaö nokkuö. Sigið er nú komiö fram úr því. Ríkisstjórnin hefur þrásinnis ítrekað aö hún standi vörð um gengið. Samt sígur þaö nær stöðugt og umfram sett mörk. Verölækkun bandaríska dollarans gagnvart öörum helstu gjaldmiölum hefur að sjálfsögöu haft sín áhrif. Hvort þau veröa meiri eöa minni til áramóta veit ekki nokkur lif- andi maöur. Bandaríkjamenn búa við gríðarleg- an viðskiptahalla gagnvart öðrum þjóðum. Hallinn er mestur vegna halla á fjárlögum. Viöskiptahallanum mæta þeir meö því að laða til sín erlent fjár- magn á háum markaðsvöxtum. Dollarinn hefur því veriö mjög verö- mætur á alþjóðlegum peninga- markaöi. Fjármálayfirvöld helstu sam- keppnisþjóöanna og einnig Banda- ríkjanna sjálfra hafa núna síöustu tvær vikurnar reynt aö lækka doll- arann í verði. Þetta er gert ekki síst til þess aö draga úr kröfum um höft á innflutning til Bandaríkjanna. En bandarísk framleiösla hefur orðiö undir í samkeppni á heima- markaönum vegna þess hve dollarinn er hátt skráður. Þetta er staöa áþekk þeirri sem viö þekkjum mæta vel hér þegar framleiöslukostnaöur innanlands verður of hár eöa ekki fæst nógu hátt verð fyrir afurðir okkar á erlendum mörkuöum. Hagfræðingar fullyrða aö einhvern tíma komi aö því aö dollarinn lækki niður í þaö sem þeir kalla sannviröi. Lækkunin nú sé aðeins byrjunin. Hins vegar getur enginn séö þaö fyrir hvort þessi lækkun er hafin eöa hvort hún dregst jafnvel í nokkur miss- eri enn. Sumir halda jafnvel að sú lækkun sem varö fyrir tveim vikum eigi eftir að ganga til baka. En hvort sem þaö dregst lengur eða skemur aö dollarinn veröi rétt skráöur á heims- markaðnum mun þaö koma hart niður hér á landi, sé mat hagfræðinganna rétt. -HERB. Gengisþróun á árinu Meöalgengi 01.01.-31.08 Gengi 20.09. Gengi 23.09. Gengi 03.10. Hækkun frá 20.09. Bandar. dollari 41,495 42,170 40,970 41,200 - 2,3% Pund 51,300 56,902 58,812 58,319 + 2,5% Dönsk króna 3,7542 4,0277 4,1552 4,2905 + 6,5% Vþ.mark 13,4770 14,5967 15,0321 15,5913 + 6,8% Japanskt yen 0,16594 0,17429 0,17664 0,19306 +10,8% SDR 41,1631 43,1008 43,0139 43,8698 + 1,8% SDR einingin er mynduð af: 0,54 dollurum, 0,46 mörkum, 34,00 yenum, 0,74frönskum frönkum og 0,071 pundi. STÓR- kostleg 5HK& BILA- sölusýning Laugardag kl. 10-18 og sunnudag kl. 10-18. Nú er tíminn til að *kaupa * selja * skipta. Allir stórglæsilegustu Benzarnir æ á landinu. B/LASALAN BL/K Skeifunni 8 Simi 68-64-77.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.