Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendtngu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. „Höfum meðbyr” — segir Jóhann Sigurjónsson sjávarlíffræðingur „Þessar niðurstöður benda til þess að okkur hafi tekist að útskýra í hverju þessar veiðar eru fólgnar. Það teljum við mjög mikilvægt,” sagði Jóhann Sigurjónsson, sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknastofnun, um niðurstöður skoðanakönnunar DV um afstöðu fólks til fyrirhugaðra hvalveiða Islendinga. „Við höfum greinilegan meðbyr og skýringar okkar hafa náð til fólksins.” APH „Ermjög ánægður” — segir sjávarútvegs- ráðherra „Ég er mjög ánægður meö þessar niðurstöður og þær styrkja mig í þeirri trú að ég hafi verið að berjast fyrir réttan málstað,” sagði Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra að- spurður um niðurstööur skoðana- könnunar DV. „Við ætlum okkur að framkvæma þessar rannsóknir. Þær eru ekki að- eins mikilvægar vegna hvalastofnanna heldur einnig vegna upplýsinga um líf- ríkið í hafinu. Við erum í fullum gangi meðundirbúningþessamáls.” -APH Fréttamenn: Allmargar umsóknir „Allmargar umsóknir bárust og vei úur listinn lagður fram á fundi út- varpsráús í dag,” sagði Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri í samtali við DV í morgun. Auglýstar voru tvær stööur hjá fréttastofu útvarps og rann umsóknar- fresturinn út um mánaðamótin. Sagöi útvarpsstjóri aö margir ágæt- lega hæfir umsækjendur hefðu sótt um þessar tvær stöður. -ÞG. EINANGRUNAR GLER 666160 LOKI Af hverju var Lucy ekki send til London? Leku símalínumar milli Bandaríkjanna og íslands Bilun í búnaði orsakaði lekann Við athugun hefur komið í ljós, að leki sá sem uppvíst varð um á símalín- um milli Bandaríkjanna og Islands stafaði af bilun á búnaöi á Nýfundna- landi. Gert hefur verið við búnaðinn og er talsamband komið í eðlilegt horf nú. Eins og DV greindi frá í vikunni hripláku símalínur milli Bandaríkj- anna og Islands. Er blaðamaöur DV í Washington talaði til Islands, heyrðist oft í þriðja manni á línunni. Stundum heyrðust samtöl og þá greinilega orða- skil. I kjölfar fréttarinnar í DV var farið að athuga þetta mál. Kom þá í ljós að lekinn umræddi stafaði af bilun á bún- aði á Nýfundnalandi. Reyndist tengi- liður í fjölsíma, sem tengist Icecan fjölsímanum, vera brotinn og „kom bilunin fram einungis milli tveggja sömu ákveðinna símalína af fjörutíu sem nú eru í notkun á þessari leið”, eins og komist er að orði í frétt frá Póst- og símamálastofnuninni. -JSS Norska vardskipid Senja lagðist að bryggju í Sundahöfn í Regkjavík í morgun. Verður skipið hér í fjóra daga. í dag munu skipverjar m.a. hitta borgarstjórann í Regkjavík. Á rnorgun kl. 14—16 verður Senja til sgnis fgrir almenning. DV-mgnd KAE. Síðasta vígið að falla: Greiðslukort aftur í Hagkaup? Taliö er líklegt aö verslunin Hag- kaup byrji aftur að bjóða viðskipta- vinum sínum upp á greiðslukortavið- skipti. Frá því 1. september í fyrra hefur Hagkaup ekki verið með þessi viðskipti. Vfirlýst stefna hjá verslun- inni hefur verið sú að greiðslukort leiði til hærra vöruverðs og m.a. vegna þess sé ekki rétt aö vera með greiðslukort í matvöruverslunum. „Það hefur ekki enn verið ákveðið hvort byrjað verður með greiðslu- kort. Það er til umræðu og ákvörðun verður tekin um þaö á næstunni,” segir Jón Ásbergsson, forstjóri Hag- kaups. „Við teljum okkur sjá að eftir 18. hvers mánaöar, þegar „greiðslu- kortatímabilið” hefst, minnki við- skipti hérna hjá okkur. Við höfum talið hér aö óráðlegt sé að fara út í jólavertíðina og standa ekki jafnfæt- is öðrum mörkuðum.” Jón segir að það hafi fyrst verið í maí sl. að það fór að bera á minnk- andi viðskiptum sem rekja mætti til greiðslukortanotkunar. Nú sé svo komið að greiðslukort eru orðin stór þáttur í viðskiptum hverrar fjöl- skyldu og það sé staðreynd sem Hag- kaup verði að taka afstöðu til. APH. Tíkin Lucy á heimili sinu. : Lucy skorin upp á Dýra- spítalanum ucy, tík Albert Guömundssonar Lucy, tík Albert Guðmundssonar fjármálaráðherra, var fyrir nokkru skorin upp vegna ígerðar í móðurlífi. Skurðaðgerðin fór fram á Dýra- spítalanum og tókst vel. Lucy var svæfð á meðan. Að sögn Brynhildar Jóhannsdóttur, eiginkonu Alberts, er Lucy hress um þessar mundir. „Hún hleypur upp og niður stiga og út í garð,” sagði Bryn- hildur. Lucy er orðin tólf ára gömul. Til að bera saman aldur hunda og manna hefur aldur hunda veriö margfaldaður með sjö. Lucy telst samkvæmt því vera 84 ára gömul. -KMU. Hægt gengur að rannsaka hermanna- veikina i i „Seinni hlut vetrar má búast við ein- hverjum niöurstööum. Við erum að safna sýnum en þetta gengur hægt,” sagði Olafur Steingrímsson, sýkla- fræðingur á Landspítalanum, í viðtali við DV. Hann var spurður hvernig gengi rannsókn þar á hermannaveik- inni svonefndu. Sem kunnugt er af umfjöllun fjöl- miðla fyrr á þessu ári hafa fundist nokkur tilfelli af hermannaveiki hér á landi. Sú niðurstaöa kom mönnum reyndar á óvart. Baktería þessi kom fyrst upp í Bandaríkjunum á fundi fyrir uppgjafahermenn sem skýrir heiti bakteríunnar. Hún berst í loft- ræstikerfum húsa og fannst á hótelinu þar sem hermennirnir sýktust. Það hefur komið í ljós að baktería þessi hefur verið algeng orsök að lungnabólgu hér á landi. Ekkert bendir til hærri tíðni hermannaveikinnar hér en annars staðar. -ÞG. ' I . í Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. „Fólkið hefur myndað sér skoðanir” i : „Þetta sýnir að fólk hér fylgist vel með umræðunum um þessi mál og hef- ur myndað sér skoðanir,” sagði Krist- ján Loftsson, forstjóri Hvals h/f, er hann var spurður álits á skoðanakönn- un DV um hvalveiöarnar. „Þessi útkoma sýnir einnig að Is- lendingar sætta sig ekki við að fá hót- anir erlendis frá byggðar á órökstudd- um fullyrðingum. Það er mikið til í því sem Grænlendingarnir segja að það yrðu margar stórar og hættulegar breytingar hér hjá okkur á norður- hjara veraldar ef þetta malbikunar- og skýjakljúfalið úti í heimi fengi að ráðskast með allt hér hjá okkur mót- mælalaust.” -klp- I I f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.