Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 33
DV. FÖSTUDAGUR 4. OKTOBER1985. 45 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Þegar fyrsti ræðumaður Kóf upp raustina tóku fugl- arnir að renna i áttina til þess að hlýða á boðskap- inn. Jón Baidvin þeirra spörfuglanna stóð einn til hliðar og reif kjaft eins og nefið þoldi. Stundum er erfitt að vera i stjórnarandstöðu. Hópurinn leystist upp i leit að æti. Dúfan fremst á myndinni hafði fengið meira en nóg af ræðuhöldum og gekk i burtu þungum skrefum. Fuglar og mannfólk vöppuðu um garðinn i fullkominni rósemi hug- ans. Enskara getur það varla orðið rólegt hádegi i Hyde Park. og leiö en hlustar meö athygli á tístiö. Ekki eru samt allir á einu máli um ágæti ræðunnar og sá minnsti í hópn- um er fullur eldmóös — tekur sig út úr hópnum og svarar fullum hálsi. Texti og DV-myndir: Borghildur Anna EGIIHYDE PARK Þaö er hádegi í Hyde Park, veörið er fagurt og flestir í sólskinsskapi. Verslunarmenn sitja meö bitann sinn og lesa blaöiö, skólastelpur flissa í einum hnapp á næsta horni, pólóliö ríöur framhjá — löturhægt — og maraþonhlaupari másar sig eftir troðningunum í átt aö höll Betu hinn- ar bresku. Smáfuglarnir eru með veislu á næsta horni við Speakers Corner — vappa þar fram og aftur og tína upp brauðmola frá hádegisveröi hinna fiðurlausu tvífætlinga í garöinum. En mannleg hegðun er bráösmitandi og þessir nágrannar ræðuhornsins hafa ekki fariö varhluta af því sem gerist á þeim vígstöðvum. Skyndilega tekur sig upp einn hinna minnstu bræöra í hópnum. flýgur á næsta girðingarhorn og heldur þrumandi ræðu yfir lýðnum. Glampandi glæsileiki í framsetningu efnisins lokkar að aðra vængjaöa á staðnum. Fyrr en varir stendur fyrir neðan hann hópur sambræöra sem lætur alla garðsins brauðmola lönd Ræðan hans er sýnu skeleggari — greinilega mikil barátta aö vera í stjórnarandstöðu á þessum slóðum. Bróðirinn á grindverkinu svarar dimmt og kalt — eins og sá sem vald- ið hefur — en Jón Baldvin þeirra vængjuöu gefur sig ekki heldur hækkar róminn og hoppar um svæðiö af miklum ákafa í hita leiksins. Dimmraddaöi ræðumaðurinn er síð- ur á því að gefa honum eftir — herðir ræöuna og fær aöstoð nokkurra úr hópnum sem samsinna með stuttu hvellu tísti af og til í málskrúðinu. Eldhuginn hopar fjær — er þar einn og óstuddur í andstööunni — en gefur frá sér stööugar athugasemdir sem hinir eiga erfitt með að svara. Gömul og geðvond dúfa fær að lok- um nóg af þvaðrinu, hefur sig í burtu þungum skrefum og aðrir fylgja fast á eftir. Brauðveislan bíður og allar heimsins hugsjónir háfa ekki minnsta möguleika í baráttu við þá sem vilja metta tóman maga. Á næsta horni er mannfólkið í sama leiknum — hlutverkaskipti fylgja sömu formúlu og kannski þarf ekki að spyrja að leikslokum þar heldur. Veraldleg gæði eiga ennþá í fullu tré við hugsjónir sem veita litla magafylli hvort sem um er að ræða hádegi í Hyde Park eða annað og stærra leiksvið úti í lifsbarátt- unni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.