Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR 4. OKTOBER1985. 13 Takmarkalausir fordómar Einhver fordómafyllsta grein er undirritaöur hefur nokkru sinni lesið á síöum DV, og er þá mikið sagt, birt- ist þar föstudaginn 27. sept. 1985 rituð af Baldri Hermannssyni blaða- manni. Fjallar hann þar um svonefnt bjórmál og nefnir þar til tvo aðila sem hann telur að öörum fremur hafi strandaö á að siðmenntaðir menn á tslandi ættu kost á að kneyfa öl úr krúsum eins og gerist með flestum öðrum þjóðum. Nú ætla ég ekki að leggja mat á hvort þeir, sem nefndir eru til sögu, hafi staöiö í fylkingarbrjósti gegn því að landsmenn gætu setið að ölsumbli að vild en hitt vil ég undirstrika að ég tel erfitt að flokka greinarhöfund með siðmenntuðum mönnum ef marka má orðaval hans og fram- setningu. Ég veit vel að þeir sem fyrir spjótum hans verða eru menn til að svara fyrir sig og munu væntanlega gera svo, telji þeir það virðingu sinni samboðið. Einnig er rétt að það komi fram áður en lengra er haldiö að ég er sammála Baldri í því að leyfa beri bruggun og sölu áfengs öls eins og annarra slíkra drykkja hérlendis þótt ekki væri nema til að afnema það óréttlæti sem nú ríkir, t.d. hvað varðar ferðamenn o.fl. Lúalegar aðfarir Hins vegar finnst mér það for- kastanlegt þegar gripið er til jafnlúa- — Baldurs blaðamanns Hermannssonar legra vopna í hinu heilaga striði Baldurs Hermannssonar og raun ber vitni. Það vekur einnig furðu mína, en ætti þó ekki að gera svo þegar Baldur á í hlut miðað við fyrri af- kvæmi í blaöamennsku sum hver, að hann telur að þær reglur, sem gilda í áfengismálum, eigi ekki við um land- ið allt heldur bara Reykjavík. Þær staðhæfingar hans finnst mér lýsa hugarfari hans vel og mér segir svo hugur að honum finnist einmitt sjálf- um að alls ekki eigi að gilda sömu reglur um Reykvíkinga og sveita- varginn. Munurinn er bara sá að það er Baldur og hans líkar sem eiga að setja reglurnar og sjá um að þeim sé framfylgt. M.ö.o. finnst mér skína í gegn við lestur greinar Baldurs að hann telji dreifbýlismenn dragbíta á allar framfarir í landinu og í raun beri að staðfesta það hyldýpi sem orðið sé nú þegar á milli landsbyggð- arinnar og Reykjavíkur með því að láta alls ekki sömu lög gilda um land- ið allt. Baldri blaðamanni ætti að vera kunnugt um þaö að vaxandi fylgi er fyrir því víða um land aö þeir sem verðmætin skapa njóti í auknum mæli afraksturs síns umfram það sem þeir gera nú. Telja þeir hinir sömu að Reykjavík njóti þess að ráöamönnum þar hefur tekizt að sölsa undir sig ótrúleg völd í krafti þess að þar hefur þótt rétt að vista _ sem mest af þeim stofnunum sem ^"1 Kjallarinn BJÖRN H. GUÐMUNDSSON eiga að sjá fótum okkar Islendinga forráð í fjármálalegu sem og vits- munalegu tilliti. Um það misrétti, sem komið hefur verið á í skjóli sliks tilbúins valds, mætti skrifa langar greinar en við landsbyggðarmenn ættum e.t.v. að láta verkin tala betur í þeim efnum í stað þess að vera að burðast við að hneykslast á pung- spörkum Baldurs Hermannssonar og þeirra annarra sem keppa í sömu deild. Ég get þó ekki orða bundizt þegar mér finnst að okkur vegið sem í upp- vextinum nutum þess afmarkaöa sjóndeildarhrings er „fjóshaugurinn við bæjardyrnar og fjallið handan vogsins” buðu upp á. Iðja Baldurs lítils virði Ekki veit ég hvað Baldur Her- mannsson blaöamaður hefur á sinni örmu ævi lagt til hins íslenzka ODDVITI STÖÐVARHREPPS ^ „Hins vegar finnst mér það for- kastanlegt þegar gripið er til jafn- lúalegra vopna í hinu heilaga stríði Baldurs Hermannssonar og raun ber vitni.” þjóðarbús. Hitt get ég fullyrt miðaö við eigin reynslu af framleiðslu hans að ef færa ætti hana á gjaldeyris- reikninga yrðu slíkar færslur aðeins gjaldamegin meðan bæði pappír og prentsverta er keypt erlendis frá. Hann segir m.a. í grein sinni að hann láti sér í léttu rúmi liggja hvort þeir tveir menn, sem hann tilgreinir lifi lengur eða skemur. Um hann get ég alis ekki sagt hið sama. Þvert á móti vildi ég gjarnan að hann mætti lifa sem lengst en snúa hið fyrsta frá villu síns vegar. Hið sama gildir raunar um allt of marga jábræður hans sem gleymt hafa hinni íslenzku menningararf- leifð og telja að Reykjavík sé miðja alheimsins. Það verður hún aldrei og ég vona að hið fyrsta takist okkur, sem enn berum hag Islands fyrir brjósti, að afstýra því fári sem nú hrjáir marga og gera ráðstafanir til þess að viðhalda megi byggð sem víðast á landinu og þar með að tryggja að það verði meira en óafmáanlegur blettur á jarðskorp- unni fari fram sem horfir. Ef Baldur Hermannsson og hans skoðana- bræður hljóta ekki sem fyrst vistun á viðeigandi „sanatorium” er hætta á að aðvífandi háska verði ekki af- stýrt. Miðað við það frelsi, sem bæði hann og aðrir búa enn við í ýmsum efnum, verður hann þó að hafa frum- kvæðið að sækja um slíka vist sjálfur. Við hin getum aðeins orðið ráðgefandi aðilar. Björn Hafþór Guðmundsson. Engin axlabönd eru nógu sterk fyrír þessa menn Ef taka má mark á fréttum í sjón- varpi mánudagskvöldið 30. septemb- er, varðandi væntanlega stefnu- mörkun TIL ÞRIGGJA ÁRA um veiðar báta innan 10 lesta, þá vil ég segja að það eru áreiöanlega engin axlabönd nógu sterk fyrir þessa vesalings menn sem gefa sjálfum sér vald til að svo gott sem leggja niður elsta og arðvænlegasta atvinnuveg landsmanna. Ef áframhald verður á þeim vinnubrögðum sem forvígis- maöur hagsmunasamtaka smáút- gerðarmanna notar verða þessi sam- tök einskis virði líkt og FIB. Það er betra að hafa engin samtök eða fé- lagsskap heldur en að vera að binda hendur manna með máttvana fyrir- brigði sem gerir mönnum ókleift að vinna sjáifstætt. Flestir smáútgerð- armenn eru sjálfstæðir og skuldlaus- ir því þeirra útgerð byggist á eigin atorku og framsýni. Hvað er því þá til fyrirstöðu að við yfirgefum bara hólmann með vorinu ef það reynist ókleift að fá vinnufrið? Við fáum áreiðanlega meira fyrir vinnu okkar ef við flytjum útgerð okkar til Fær- eyja, Noregs eða Grænlands. Fiskveiðistefnan er í mótun Þegar Steingrímur Hermannsson var sjávarútvegsráðherra fór ég eitt sinn á hans fund og benti honum vin- samlega á nauðsyn þess aö koma á einhvers konar skiptingu afla og stjórnun veiða. Steingrímur taldi þessa hugmynd algjöra fávisku. Hvað kom svo í ljós rúmu ári síðar? Nú er þessi ágæti maður forsætisráð- herra landsins. Stjórnun veiða á landgrunninu er nauðsyn sem hefði átt að taka upp fyrir 20 árum. Það er bara ekki sama hvernig þetta er gert. A meðan verið er að leita að heppi- legum leiðum og aðferðum til að stjórna mikilvægasta atriðinu í þjóð- arbúskapnum, það er fiskveiðunum, verða menn að sýna þolinmæði. Hrokafullar geðþóttaákvarðanir hafa verið teknar og látnar dynja á viðkomandi með geigvænlegum af- leiðingum. Nú er nóg komið. Er heppilegt að láta fulla menn velja vegarstæði? Þessir eru verri en fullir því þeir eru kolvitlausir. Eg var á fundi sem Halldór Ásgrímsson hélt á Akureyri í mars sl. Menn voru þar meðal annars óhressir yfir því að ekkert var gert í því að setja ein- hverjar hömlur á þann fiskmokstur sem átti sér stað hjá smábátum fyrir sunnan og vestan í vetur eins og hef ði átt að gera samkvæmt reglunum. Halldór lofaði því á þessum fundi statt og stöðugt að engin bönn yrðu sett á báta fyrir norðan og austan nema eina 4—5 daga um verslunar- mannahelgina og það átti að gilda til áramóta. Hverjar voru svo efndirn- ar? Hver atlagan gerð annarri verri til að þreyta og pína þá menn sem færa að landi besta hráefniö og ódýr- asta fyrir þjóöarbúskapinn. Þegar í óefni er komið er erfitt að snúa við en betra er seint en aldrei. Auðvitað ætti að selja úr landi 40 skuttogara, þá sem eru farnir að ganga úr sér. Svo ætti ríkið að yfir- taka rekstur þeirra 65 sem eftir yrðu því að rekstur skuttogara frá 3—500 manna byggðarlagi gerir ekkert annaö en gera fólkið á viðkomandi stöðum bæði févana og heiisulaust. I rauninni er þetta fólk ekkert annað en þrælar hins yfirborgaða aðals á hinu svonefnda Stór-Reykjavíkur- svæði. I upphafi átti skuttogarinn að vera til að miðla fiski milli frystihús- anna á ströndinni svo unnt yrði að halda uppi jafnri atvinnu en hann varð að skrímsli sem er á góðri leið með að leggja atvinnugreinina í rúst á einu bretti. Skuttogari er dýrt tæki sem á að ganga á öllu útopnuðu allan ársins hring í stað þess að liggja tím- um saman í höfn og hlaða á sig vöxt- um en það þýðir víst lítið að segja Steina og Berta það. Kvótinn ætti einfaldlega að vera aflatoppur á. hvert skip. Hver togari ætti aö hafa vissan topp á hverja tegund og hver bátur sinn topp sem ákvarðast af stærð viðkomandi báts eða skips. Boginn er ávallt spenntur of hátt Vestfirskir sjómenn halda að nóg- ur fiskur sé til því hann heldur sig fyrir vestan vegna hagstæðra skil- yröa enda ekki nóg magn af honum til að leita annað. Þeir vilja helst fá að veiða hann allan hömlulaust. Fiskifræðingar eru knúnir til of mik- illar bjartsýni vegna þrýstings að innan. Það þarf nefnilega mikið til að framfleyta vitskertri þjóð. Rolfarnir í Davíðsborg eru komnir upp á lag með að vera með lúkurnar á kafi í gjaldeyri útgeröarinnar. Olíufélögin °g tryggingafélögin þurfa að skara eld að sínum kökum. Við þurfum lífs- nauðsynlega að fá allar tegundir bíla sem framleiddar eru í heiminum og allt annað rusl fylgir með. Sjálfstæð- isflokkurinn er orðinn úrkynjað af- kvæmi heilbrigðrar skynsemi og stofnendur samvinnuhreyfingarinn- ar bylta sér í gröf sinni af skömm vegna vinnubragða sona sinna. Það er ljóst að framsóknarkálfarnir í sjávarútvegsráðuneytinu þurfa aö komast á annaö beitarland. Okkur vantar þangaö menn sem eru færir um að semja einfaldar reglur sem hægt er að vinna eftir í stað þeirra dagboða og banna sem hafa viðgeng- ist. Við viljum nefnilega sjálfir vera skipstjórar á bátum okkar. Sjálfur hef ég lagt inn á borð til þessara GARÐAR BJÖRGVINSSON ÚTGERÐARMAÐUR ágætu manna hugmyndir að einföld- um leikreglum sem felast í því að bátar verði flokkaðir í stærðir og fái sanngjarnan aflatopp sem löggildur viktarmaður á hverjum stað yrði gerður ábyrgur fyrir. Þannig verða allir jafnir og frjálsir að því að vinna sín verk í friði fyrir hrokafullri stjórnsýki vissra manna sem taka sér völd til að útbýta ábyrgð og vel- megun af handahófi. Garðar Björgvinsson „Skuttogari er dýrt tæki sem á að ganga á öllu útopnuðu allan ársins hring í stað þess að liggja í höfn og hlaða á sig vöxtum en það þýðir vist litið að segja Steina og Berta það." £ „Hrokafullar geðþóttaákvarðanir hafa verið teknar og látnar dynja á viðkomandi með geigvænlegum afleið- ingum.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.