Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 18
18 DV. FÖSTUDAGUR 4. OKTOBER1985. íþróttir íþrótt íþróttir íþróttir Sjöberg einn eftir — af Norðurlandabúum íEvrópuúrvalinu ífrjálsum íþróttum. Einar Vilhjálmsson geturekki keppt á heimsleikunum Það fór elns og búlst hafði verið við. Einar Vilhjáimsson, frœgasti frjáls- íþróttamaður okkar Islendinga, gaf ekkl kost á sér til keppni í Evrópuúr- valið er keppa mun á heimsleikunum í Canberra í Astralíu. Einar hefur átt vlð siæm meiðsli að striða og hefur ekki getað beitt sér að fullu í grein slnni, spjótkastinu. Nokkuð hefur verið um forföll hjá frjáisiþróttafólki Evrópuliðsins og viröist liðskipan þess vera líkust og f varaliði. Bretarnir Steve Cram, Sebastian Coe og David Redmund gefa ekki kost á sér. Ralf Lnbke frá V-Þýskalandi og norska hlaupadrottningin Ingrid Kristiansen eru einnig dottin út. Það er því aðeins Patrick Sjöberg sem mun keppa fyrir Norðurlöndin. Nema ef vera skyldi að Dag Wenniund, Svíþjóð, fengi sæti Einars en Venniund var einn af stiga- hæstu spjótkösturunum á Grand-Prix mótunum. Vennlund hefur kastað 92,40 á árinu en það var á sænska meistara- mótlnu. -fros. Patrick Sjöbarg. Tveir á morgun — ogeinn leikur á sunnudaginn í 1. deild handboltans Þrír ieikir fara fram i 1. deild karla í handbolta um helgina. Tveir leikir verða leiknir á morgun i Laugardals- höll. Sá fyrri hefst klukkan 15.15, það er á eftir Evrópuleik Valsstelpna. Vikingur og FH mætast þá. A eftir þeim leik verður síðan Ieikur KR og Fram. Leikir þessir áttu upphaflega að fara fram fyrr en þeim var seinkað vegna Evrópuleiksins. Þá fer einn ieikur fram á sunnudag- inn. Stjarnan mætir Þrótti í iþróttahúsi Digranesskólans og hefst viöureign líð- anna klukkan 14. -fros. París SG efst á lista — France Football og Adidas um gullskóinn Franska liðið Paris St. Germain hef- ur nú forystu í keppni tímaritsins France Football og Adidas um gull- knöttinn. Padsarliðið hefur nú átta stig en Manchester United og sviss- neska llðið Neuchatel fylg ja skammt á eftir með sjö. önnur lið sem eru ofar- lega á lista eru: Club Brugge og Werder Bremen með 6 stig, og Totten- ham, Waregem, Liverpool, Aberdeen, Celtic og PSV Eindhoven en þau hafa öll hlotið fimm stig. -fros. „Stuðningur áhorfenda skiptir okkur öllu máli” segir Einar Bollason, þjálf ari Hauka, en á morgun leika Haukar fyrri leik sinn gegn sænska liðinu Táby Basket frá Stokkhólmi f Evrópukeppni bikarhafa í körfuknattleik „Þetta verður eflaust mjög erfitt hjá okkur en við erum allir staðráðnir í að gera okkar besta. Liðið hefur æft gífuriega vel undanfarið, allt að níu sinnum í viku og ef okkur tekst vel upp ættum við að geta gert góða hluti,” sagði Einar Bollason, þjálfari Hauka, í samtali við DV í gærkvöldi en á morgun leika Haukar fyrri leik sinn í Evrópukeppni bikarhafa í körfuknatt- leik gegn sænska liðinu Taby Basket frá Svíþjóð. Þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem íslenskt lið tekur þátt í Evrópu- keppni í körfuknattleik og verður væg- ast sagt fróðlegt að sjá hvernig útkom- an verður. Það eru mikil gleðitíðindi að Pálmar Sigurðsson skuli geta leikið meö Hauk- um á morgun. Hann meiddist sem kunnugt er illa fyrir skömmu og var í fyrstu haldið að hann yrði frá keppni í langan tíma. En Pálmar hefur náö ótrúlegum bata og í leik Hauka gegn Keflvíkingum í gærkvöldi skoraði hann margar glæsilegar körfur og styrkir liöiö gífurlega. Þá veröur gaman að sjá hvernig Bandaríkjamaðurinn Mike Scheib kemur út í leiknum á morgun. Haukarnir fengu þennan leikmann frá Bandaríkjunum í gegnum bandaríska þjálfarann James Dooley sem þjálfaöi IR og landsliðið ekki alls fyrir löngu. Scheib þessi var í fyrra kosinn besti leikmaðurinn undir 1,80 metrar á hæð í bandarísku háskólunum. Það eru gífurleg meðmæli. Þeir sem séö hafa til kappans á æfingum með Haukunum segja aö þar fari sá sneggsti körfu- knattleiksmaður sem þeir hafa séð. Það kemur því ekki á óvart aö í Banda- ríkjunum hefur hann viðurnefniö „byssukúlan”. Mike Scheib, Bandarikjamaðurinn sem leikur með Haukunum i Evr- ópuleikjunum gegn Taby Basket, sat á áhorfendabekkjunum i gær- kvöldi þegar Haukar lóku gegn ÍBK. Það verður gamán að sjá til kapp- ans á morgun en hann hefur viður- nefnið „byssukúlan" i Bandarikjun- um. . ' DV-mynd E.J. Fæstir áhorfendur hjá Spurs í 39 ár — Super Cup og Full Members Cup verða líklega lagðir niður. Mikill áhugi fyrir 18 liða úrvalsdeild og önnur lið í Gola Leage Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- ritara DV í Englandi: Ensku knattspyrnufélögin eru nú mjög óhress yfir nýjasta uppátæki ensku knattspyrnudeildarinnar, bikar- keppnunum Super Cup og Full Memb- ers Cup. Ahugi fyrir leikjunum í mót- unum tveimur er sáralitill og til að mynda komu aðeins 11.549 áhorfendur á White Hart Lane, heimavöll Totten- ham, til að fylgjast með viðureign liðs- ins gegn Southampton. Þetta eru fæstir áhorfendur sem komið hafa á leik Tott- enham í 39 ár, hvorki meira né minna. Chelsea lék einnig þetta sama kvöld á Stamford Bridge í Full Members Cup og á þann leik komu aðeins rúmlega sex þúsund áhorfendur sem er það minnsta hjá Lundúnaliðinu í þrjú og hálft ár og tíu þúsund undir meðalaö- sókn á leiki liðsins í deildakeppninni. Það er því liklegast, eins og málin standa nú, að bæði mótin verði lögð niður. Englendingar, sem fengið hafa á sig orð fyrir að vera hefðbundnir hvað varðar allar knattspyrnureglur, hyggjast breyta fleiri hlutum. Eins og við höfðum áður greint frá eru tillögur um að breyta fyrirkomulagi 1. deildar- innar í þá átt að þau átján lið sem vin- sælust eru leiki í sérstakri úrvalsdeild. Tillagan var reyndar fyrst borin fram fyrir þremur árum en þá barin niöur án teljandi mótmæla. Miklu meiri áhugi virðist vera nú en breytingar verður að samþykkja fyrir júni á næsta ári. Formenn knattspyrnufélag- anna munu koma saman 12. nóvember og þá verður rætt um væntanlegar breytingar. Fari svo að 18 liöa deild verði ofan á þá munu félögin úr neðri deildunum líkast til leika í nokkurs konar svæða- riölum (Gola Leage). Það voru upphaflega fimm liö sem stungu upp á því aö úrvalsdeildin yrði stofnuð, Manchester United, Liver- pool, Tottenham, West Ham og Arsen- al. Auk þeirra hafa Manchester City, Newcastle og Aston Villa sýnt málinu áhuga. -fros Landsliðið til Hollands — þar sem það tekur þátt í 5-landa móti kvennalandsliða íhandknattleik tslenska kvennaiandsliðið í hand- knattleik heldur á sunnudag utan til Hollands en þar mun liðið taka þátt í fimm landsliða móti dagana 8,—12. október. Auk íslenska liðsins keppa á mótinu lið Ungverjalands, Noregs, Frakk- lands og A- og B-lið Ilollendinga. íslcnska liðið hefur verið valið og er það þannig skipað: Jóhanna Pálsdóttir, Helsingör IF Fjóla Þórisdóttir, Stjörnunni Gyða Úlfarsdóttir, FH Eva Baldursdóttir FH Rut Baldursdóttir FH Sigrún Blomsterberg, Fram Hildur Harðardóttir, FH Soffía Hreinsdóttir, Val Guðnin Kristjánsdóttir, Val Erla Rafnsdóttir, Stjörnunni Kristín Arnþórsdóttir, Val Margrét Theódórsdóttir, FH Inga Einarsdóttir, FH Erna Lúðvíksdóttir, Val Lára Bjarnadóttir. Þjálfari liðsins er Hilmar Björns- son. -SK. Um sænska liðið er lítið vitað. Sænsk félagslið hafa ávallt verið sterk í körfu- knattleik sem öðrum knattíþróttum. I liðinu, sem er spútnikliö í sænska körfuknattleiknum í dag, leikur Bandarikjamaðurinn Larry Robinson og er hann sagður yfirburðamaður í Allsvenskan í dag. Liðið þjálfar tékk- neskur þjálfari og þykir hann hafa náð ótrúlegum árangri með liðið á undan- förnum árum en Táby Basket vann sig upp í úrvalsdeildina sænsku í fyrra. Og strax á fyrsta ári í úrvalsdeildinni varö liðið bikarmeistari í Svíþjóð. Ef Haukunum tekst vel upp á morgun ætti liðið að hafa möguleika á að komast í 2. umferð sem vissulega yrði saga til næsta bæjar. „Stuðningur áhorfenda skiptir okkur öllu máli. Þeir geta gert gæfumuninn. Við treystum því að Hafnfirðingar sem aðrir körfu- knattleiksunnendur leggi okkur liö og mæti í Iþróttahús Hafnarfjarðar á morgun klukkan tvö,” sagði Einar Bollason í gærkvöldi í samtali við DV. -SK. Pálmar Sigurflsson leikur mefl. með þrennu - en það dugði Sportul ekki til vinnings gegn Neuchatel. Síðustu UEFA leikirnir í 2. umferð voru leiknir ígærkvöldi Þrenna Rúmenans Hagi dugði liði hans, Sportul, ekki til sigurs er liðið mætti svissneska liðinu Neuchatel í gærkvöidi í seinustu leikjum í annarrí umferð UEFA bikarsins sem háðir voru i gærkvöldi. Jafntefli varð, 4—4, í Búkarest en svissneska iiðiðvann fyrri leikinn, 3—0. Af öðrum leikjum er það aö frétta að Atletico Bilbao vann Besiktas 1—0 og samanlagt því 5—1 og Dynamo Tirana frá Aibaníu náði jafntefli við Hamruns Spartans frá Möltu, b—0, en fyrri leik liðanna iyktaði meö 1—0 sigri Albananna. -fros. (þróttir íþróttir (þróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.