Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 17
DV. FÖSTUDAGUR 4. OKTOBER1985, 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur LÁGT KAUP HIA SOKN Þórhildur Jónsdóttir skrifar fyrir hönd Sóknarstarfsfólks dagvistar- heimilisins Dyngjuborgar: Nú er á döfinni svokallaö kjarna- námskeiö fyrir starfsfólk Sóknar og stendur þaö frá 14. október til 28. nóvember. Kennt veröur á mánudög- um og fimmtudögum frá kl. 15.30 til 19.00.1 framhaldi af þessu námskeiði verða önnur námskeið þar sem fólk getur valiö um þá grein sem þaö starfar viö. Fyrir Sóknarfólk táknar þetta 2,4% hækkun viö hvert nám- skeiö (sem eru 2—3), eöa u.þ.b. 450— 500 krónur samkvæmt Sóknartaxta. Meö því aö stunda þetta námskeið þarf því 100 kr. í strætisvagnafar- gjöld á viku eða 600 kr. allt nám- skeiöið. Hver er svo gróði Sóknar- fólks af námskeiöinu? Jú, fólk heldur áfram aö fá sinn kartöflupoka eöa 450 krónurnar eftir námskeiðið, en missir vinnuálag þessar 6 vikur. Og hvaö verður þess langt aö bíöa aö' Sókn stokki launaflokkakerfið upp eöa aö kaupkjör okkar hrapi niöur á viö? Hvaö er hægt aö láta bjóða sér svona nokkuö lengi enn? Þaö vill svo til aö fólk er vanafast og kann vel viö sig í þeim störfum sem þaö iökar, en ef svona strit á aö standa lengi yfir þá teljum við aö stöövunarskylda okkar sé f ramundan. Viö Sóknarfólk dagvistarheimilis- ins Dyngjuborgar höfum frá tæplega 17 þúsund krónum upp í 19 þúsund krónur í fastakaup á mánuði. Mis- munur felst í starfsaldri og launa- flokkum. Þar af dregst frá kaupi okkar í lifeyrissjóö — hvernig svo sem viö getum nýtt okkur hann nægi- lega vel — og greiösla í starfsmanna- félag, þaö var nefnilega þaö. Þessi hækkun færi von bráöar meira og minna í frádrátt. Svo viö snúum okkur aö ógiftum starfskrafti undir 26 ára aldri þá er einnig frádráttur í sparimerki — allt í lagi, þaö er gott og blessað, en það dregst einnig frá þessum gífurlegu launum okkar. Samtals u.þ.b. 3—4 þúsund krónur á mánuði til eöa frá. Þá kemur Sóknarstarfsmaðurinn meö mánaðarlaunin sín, frá kr. 12— 14 þúsund útborgað. Þá er eftir að greiða skatta og fæðiskostnað auk þesL sem matarhlé er ekki greitt. Margar okkar, og þá velflestar ein- ar, leigja íbúöir eða herbergi. Sum- ar hverjar mega teljast heppnar meö leigugjald, en það er á bilinu 8—14 þúsund krónur á mánuöi. Nú spyrjum viö: Hvar er svo pen- ingur fyrir mat, fyrir bensíni eöa strætisvagnamiðum og fyrir raf- magni, hita og síma? Kannski eigum við aö naga skóna okkar í annaö hvert mál (Kínaskó í kaffinu, varla efni á dýrari skóm). Munduð þiö sem ekki vinnið hjá Sókn láta bjóöa ykkur þessi laun? Eða er sama dæmiö á ykkar vinnustað? Það sem bíöur okkar nú er annað- hvort að ganga út og gera þá eitthvað í málinu eöa lifa áfram í skuldum sem hlaða endalaust útan á sig. Eöa jú, einn kosturinn gæti verið sá aö finna sér vel launaða fyrirvinnu, því okkur þykir slæmt aö hverfa frá starfi okkar!! I lokin ef einhver hefur ahuga á því aö athuga hvort við séum þess verð- ar aö fá hærra kaup þá er velkomiö aö kynnast starfseminni. Viö notum sýndarmennsku ekki sem aðals- merki okkar eins og mörgum hættir til. Taki þeir til sín sem eiga. Skjót viðbrögð við lesenda- bréfi í DV Um daginn var getið um aö kápa heföi veriö tekin í misgripum á veit- ingastaönum Alex. Kona sú sem tók kápuna áttaði sig um leiö og hún las greinina í DV. Haföi hún sett kápuna inn í skáp þegar hún kom frá Alex og því ekki áttaö sig strax. Er búiö aö leið- rétta málið núna. „Aðstoöið þásem þurfaáþví að halda” Móðirhringdi: „Ég vil benda á vegna skrifa í DV um daginn, sem fjölluöu um fimm manna f jölskyldu sem væri á götunni, aö þaö er eins og Félagsmálastofnun aöstoði alls ekki þá sem þurfa á því að halda. Eg veit um marga sem bara rölta þarna inn og fá peninga og eyða þeim síöan strax í áfengi. Það væri nær að aðstoða þá sem þurfa á því aö halda.” Hvenær byrjaðir þú Hefur það bjargaöj|pg BLAÐSÖLUSTÖÐUM Hef litla trú áfrjálsu útvarpi Svavar Gests í stór- skemmtilegu viðtali við Ásgeir T ómasson f,Fokk/f er farandminni Sigurður G. Tómasson skrifar um veggjakrot Lífsreynsla: Þarfer enginn í banka og slær víxil Helga Briem de Mayen hitti manninn sinn og settist að í Mexíkóborg Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari á öðrum fæti Peysulaus Verðlaunasamkeppni Álafoss og Vikunnar Kústaskápaáráttan Einar Kárason heldur áfram ki sínúm: Nokkur spursmál

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.