Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 4. OKTOBER1985. Niðurstöður skoðanakönnunar DV: Niöurstööur svara við spurningunni: Ert þú fylgjandi eða andvígur fyrirhuguðum hvalveiðum íslendinga? Fylgjandi hvalveiðunum Andvígir Óákveðnir Svara ekki 390 eða 65,0% 88 eða 14,7% 93 eða 15,5% 29 eða 4,8% Yfirgnæfandi meirihluti er fylgjandi hvalveiðunum Mikill meirihluti Íslendinga er fylgjandi áframhaldandi hvalveiðum hér við land. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar: Fylgjandi hvalveiðunum 81,6% Andvígir 18,4% Yfirgnæfandi meirihluti Islendinga er fylgjandi þeim hvalveiðum, sem fyrirhugaðar eru á næstu árum. Þetta sýnir skoðanakönnun, sem DV gerði um síðustu helgi. Spurt var: Ert þú fylgjandi eða andvígur fyrirhuguðum hvalveiðum Islendinga? Þannig var í spurningunni ekki lagt á þaö mat, hvort þessar hvalveiðar væru sérstak- lega í vísindaskyni. Fólk tók sjálft þá afstöðu að meta slíkt. Urtakið í könnuninni var 600 manns. Jafnt var skipt milli kynja og jafnt milli höfuðborgarsvæðisins og lands- byggðarinnar. 65% af öllu úrtakinu kváðust fylgj- andi fyrirhugðuðum hvalveiðum. Aðeins 14,7% sögöust andvíg hvalveið- unum. 15,5% voru óákveðin og 4,8% vildu ekki svara. Þetta þýðir, aö 81,6% þeirra, sem af- stöðu tóku, eru fylgjandi hvalveiðun- um en 18,4% andvíg. Meirihlutinn var hvarvetna yfir- gnæfandi, þó einkum meöal karla á landsbyggðinni. Tiltölulega mest andstaða meöal karla á Reykjavíkursvæðinu en þó mikill minnihluti. -HH. Gullsmiður með gullfiska — Flosi Jónsson, gullsmiður á Akureyri, með stærstu skrautfiskasýningu sem haldin hefur verið héiiendis Flosi og fiskarnir. Það hefði allt eins getað verið nafn á stærstu skrautfiska- sýningu sem haldin hefur verið hérlendis. Það er nefnilega enginn annar en Flosi Jónsson, gullsmiður á Akureyri, sem sýndi gullfiskana. „Eg opnaði skrautfiskabúð hér á Akureyri fyrir tæpu ári, hef svona haft hana sem aukabúgrein með gull- smíðinni. En áhugi manna á skraut- fiskum hefur aukist svo gríðarlega aö mér fannst orðin full ástæða til að sýna,” sagði Flosi um tilurð skraut- fiskasýningarinnar. Þetta var engin smásýning. Þarna gat aö líta stærsta fiskabúr á landinu, með tæp tvö tonn af/vatni. Að sjálf- sögöu smíðaö af Flosa, eins og reyndar öll hin búrin á sýningunni. Og fiskamir voru af öllum gerðum og stærðum. Alls þúsund fiskar og hundrað tegundir. Allt frá tveggja sentímetra krílum upp í 40 sentímetra bolta. Skrautfiskarnir reyndust líka sannarlega vera krydd í tilveruna því alls komu um 5 þúsund manns á sýninguna, en hún var haldin í Eden þeirra Akureyringa, Blómaskálanum Vín að Hrafnagili. Flosi sagöi aö í verslun sinni seldi hann fóður, fugla og nagdýr, auk fiskanna. „Eigum við ekki bara að segja að það sé hægt að kaupa allt nema hunda, ketti og beljur.” Stœrsta fiskabúr 6 íslandi. Flosi smíðaði það sérstaklega fyrir sýningu sina i blómaskélanum Vin að Hrafnagili. í búrinu eru tœp tvö tonn af vatni. Og það verður éfram til húsa i Vin. Flosl Jónsson, gullsmlður, gullfiskasali og lyftingamaður. Skrautfiskarnir hans slógu i gegn, alls komu S þúsund manns é sýninguna. -JGH. DV-myndir JGH Ummæli fólks í könnuninni: „Látum ekki hafa áhrif á okkur” „Ef hvalurinn er ekki veiddur, ét- ur hann upp allan fiskinn,” sagöi kona úti á landi, þegar hún svaraði spurningunni í skoðanakönnuninni. „Það er allt í lagi að veiða hvalinn í vísindaskyni,” sagði kona úti á landi. „Eg er hlynnt því að hann verði veiddur að vissu marki eins og í sumar,” sagöi önnur. „Fylgjandi hvalveiöum eins og verið hefur,” sagði karl úti á landi. „Sé enga ástæðu til að láta þrýstihópa í Ameríku hafa áhrif á hvalveiöar okkar,” sagöi karl á Reykjavíkur- svæðinu. „Þaö er ástæðulaust að leggja veiðarnar niður, ef vísinda- menn telja öllu óhætt.” „Andvígur hvalveiðum. Skít- hræddur við grænfriöunga,” sagöi karl úti á landi. „Slæmt, ef hval- veiðar skemma fyrir sölu erlendis,” sagði annar. „Það er þörf á að veiða hvalinn í rannsóknaskyni,” sagði kona úti á landi. „Hví ekki að lifa á hvalnum eins og þjóðin hefur gert síðustu ár? ” sagði önnur kona úti á landi. „Fylgjandi hvalveiðum í vísinda- skyni,” sagði karl á Suðurlandi. „Það er bara fyrirsláttur að hval- urinn sé veiddur í þágu vísinda. Hann er veiddur í fjárhagsskyni fyrir ríkissjóð. Andvígur,” sagöi karl úti á landi. „Við getum ekki haldið þorrablót, ef við fáum ekki hvalinn,” sagði karl á Eskifirði. „Látum ekki hafa áhrif á okkur. Höldum áfram að veiða eins og okkur sýnist,”sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. Drepum hvali, og hlustum ekki á þessa græn- friöunga. Það eru ofstækismenn,” sagði annar. „Þessar svokölluðu veiðar í vísindaskyni eru auðvitað blekking. Þess vegna er ég á móti þeim,” sagði karl á Reykjavíkur- svæðinu. „Ég get ekki séð aö hvalir séu í úrýmingarhættu vegna veiöa okkar,” sagöi karl í sveit. „Mér finnst hvalur mjög góður,” sagði kona í sveit. „Eg vil láta veiða hval- inn því ég held að hann eyðileggi svo mikið fiskinn ef hann fær aö vera í friði,” sagði kona í sveit. -HH Cuxhaven: Sjómaðurinn laus úr prísundinni Islenski sjómaöurinn, sem var handtekinn í Cuxhaven í Vestur- Þýskalandi í síðasta mánuði, er laus úr prísundinni. Kom maðurinn fyrir rétt á þriðjudag og var honum gert að greiða sekt. Sjómaðurinn var handtekinn fyrir ofbeldisrán en svo viröist sem einhvers misskilnings hafi gætt hjá starfsfólki verslunarinnar sem lét handtaka manninn. Kom til átaka í búðinni og var sjómanninum stungið í steininn og hann sakaður um þjófnað og árás. -EH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.