Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR 4. OKTOBER1985. s. Menning Menning Menning Menning MÁLFAR LÍKAMANS — um sýningu Jóns Axels Björnssonar í Salnum A£ þeim mörgu ungu listmálurum sem fram hafa komiö undir merki nýstefnu eöa hins „nýja expressjón- isma” hér á landi hin síðari ár hafa fáir ávaxtaö sitt pund eins markvisst og Jón Axel Björnsson. I stað þess aö leggjast í ferðalög eöa framhalds- nám, hefur hann markað sér bás í túninu heima og unniö sleitulaust aö því aö sníða vankanta af málverki sínu, einfalda þaö í formi en marg- falda tilfinningalega spennu þess. Þar meö hefur Jón Axel ekki geng- ið í björg, myndlistarlega séð, heldur kýs hann aö skoöa alþjóölega mynd- listarstrauma úr fjarlægö, gegnum blöö og tímarit og taka þá til um- hugsunar í ró og næöi. Dökkir og hrjúfir Myndir Jóns Axels eru vissulega ekki aölaöandi í venjulegum skiln- ingi. Litir hans eru yfirleitt dökkir og hrjúfir aö áferð, pensildrættir allt að því hranalegir, og þær manneskjur sem hann málar eru harðhnjóskuleg- ar útlits og viröast uppteknar af ein- hvers konar aösteðjandi vá. En einn hæfileika hefur Jón Axel í ríkum mæli sem nefna mætti drama- tískt innsæi. I verkum allt of margra Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson jafnaldra hans er mannskroppurinn notaöur eins og skraut, hlutlaust form, eöa sem tákn fyrir tilfinningar sem listamaðurinn hefur ekki þroska tilaðskilja. Jón Axel hefur hins vegar glöggt auga fyrir því sem viö getum kallaö „málfar líkamans”, hvaö þaö gefur til kynna hverju sinni, og hvernig þaö ræðst af líðan manneskjunnar, innri veröld hennar. Því tekst honum að segja meira með einni málaöri manneskju, eöa samspili tveggja, en mörgum starfsbræörum hans tekst með heilum herdeildum. Grænn af öfund Til þess arna þarf Jón Axel ekki aö draga upp mynd af manneskjunni í anatómískri heild sinni, honum næg- ir andlit og annar handleggurinn, baksvipur og eitt augnatillit, einn undinn búkur í úlfakreppu. Það eru síðan litróf hans og formbygging sem gefa hinum einföldu atburöum á myndfletinum sinn dramatíska áhrifamátt. Djúpmettir litirnir kynda undir látbragöi mannveranna — tölum viö ekki um fólk sem er „grænt af öfund”, „rautt af reiði”, svart á svipinn”? Jón Axel notar liti að vísu ekki svona bókstaflega, en hann veit augljóslega af þessu tákn- gildi þeirra. Stórir fletir eru síöan notaöir til aö „ramma inn” það sem gerist í myndunum, ítreka einn þátt, draga úr öörum, uns hámarksspennu er náö. Rismikil málverk Þetta er áhættusamt málverk og Jóni Axel tekst ekki alltaf ætlunar- verk sitt. En þegar hlutirnir ganga upp ganga þeir upp svo um munar. Á sýningu Jóns Axels í Salnum við Vesturgötu eru rismikil málverk í miklum meirihluta meö stöku „sölu- mynd” inni á milli. Samt láta kaup- endur á sér standa. Hér skal aö lok- um tekið undir orö kollega míns í Morgunblaðinu: Gera veröur hæfi- leikamönnum á borö viö Jón Axel kleift að þroska myndlist sína í friði svo þeir þurfi ekki aö elta ólar við markaðslögmálin. AI pJítO R E Y RIIV ^ Gerist áskrifendur! Áskriftarsíminn á Akureyri er 25013 ATHUGIÐ! Tekið er á móti smáauglýsingum í síma 25013 og á afgreiðslunni, Skipagötu 13. Afgreiðsla okkar Skipagötu 13 er opin virka daga kl. 13—19 og laugardaga kl. 11 — 13. Blaðamaður ■ Frjálst.óháÖ dagblaö Jón G. Hauksson, hefur aðsetur á sama stað. Vinnusími hans er 26613, heimasími 26385. á Akureyri, VIÐ FÆRUM YKKUR Frjálst.óháÖ dagblaö DAGLEGA Frjálst.ohaö dagblaö Afgreiðsla — auglýsingar — ritstjórn, Skipagötu 13 — Akureyri. Sími 25013. „Þótt hér hafi einungis verið um píanóverk kvenna að ræða má ætla að Anna Málfríður hafi sýnt greinargott þversnið af tónsmíðum kvenna i hartnær þrjár aldir." TILGANGINUM NÁÐ Listahátíð kvenna, tónleikar únnu Málfríðar Sigurðardóttur ó Kjarvalsstöðum 29. septemb- er. Efnisskrá: Elisabeth Claude Jacquet de la Guerre: Rondo í g-moll; Maria Theresia vori Paradis: Siciliano; Amy Mary Beach: Dreaming; Clara Schumann: Þrjú lítil píanólög; Lili Boulanger: Þrjú píanólög; Karólfna Eiríks- dóttir: Eins konar rondo; Barbara Heller: Anschlússe fúr Klavier; Kerstin Jeppsson: Fantasia appassionata. Konur halda listahátíö. Þaö fer ekki fram hjá neinum sem á annað borö skrúfar ekki fyrir öll skilningarvit þegar listir ber á góma. Músíkölsk herlegheit þessarar hátíöar hófust með marseringu og blæstri kvenna- lúðrasveitar, viö opnunarhátíöina. Eg var vonsvikinn yfir því að þessi merkilega lúðrasveit skyldi einungis hafa á dagskrá útblásna músík sem allar lúðrasveitir á Islandi hafa margspilaö upp til agna. Þótt þær heföu ekki mannað sig upp í meira en aö spila mars Helenar May Butler, Cosmopolitan America, sem Teddy Roosevelt brúkaði fyrir opinbert baráttulag í sinni fyrstu kosninga- hríð til forsetaembættis, þá hefði mér fundist tilganginum með kvennalúörasveit náö. Aö til væri kvenna-lúðramúsík vissu víst fæstir, en hver maður veit aö án kvenfólks- ins væru flestar lúörasveitir landsins óstarfhæfar. Sama máli gegnir um Sinfóníuhljómsveitina og aðrar okk- ar hljómsveitir. Hvað er svona merkilegt? En tilefni greinarinnar voru jú tón- leikar önnu Málfríðar á Kjarvals- stööum og hún lék eingöngu verk kvenna allt frá litla rondóinu hennar Elisabethar Claude Jacquet de la Guerre frá upphafi átjándu aldar til rétt ársgamalla stykkja Karólínu og Kerstinar Jeppsson. — Og maður spyr, hvaö er svona merkilegt viö það aö konur semji músík? Er þaö ekki svo sjálfsagður hlutur að ekki taki að minnast á sérstaklega? — Vitaskuld er þaö sjálfsagður hlutur en því miöur er full þörf á því að vekja athygli á tónsmíðum kvenna. Sem betur fer þarf vart að vekja athygli á framlagi kvenþjóöarinnar til flutnings tónlistar jafnt eftir karla sem konur. Tónlist Eyjólfur Melsted Þversnið Þótt hér hafi einungis verið um píanóverk kvenna aö ræða má ætla að Anna Málfríður hafi sýnt greinar- gott þversniö af tónsmíðum kvenna í hartnær þrjár aldir. Verk hinna fyrri eru pen og varfærnislega fram sett, rétt eins og ímyndin um tónföndur kvenna hefur sagt fyrir um til skamms tíma. Eins og vænta mátti voru það undurfagrar rómönsur Clöru Wieck Schumann sem eyrað glöddu mest og Anna Málfríður kunni vel aö draga fram hógværð þeirra og fegurð. Hinn nýi tónn Hógværöin hvarf meö nítjándu öld- inni. Lög Lili Boulanger eru áleitin og í þeim má greina tilraunir til að spila sig frá impressionismanum í átt til nýrra hljóma. I Eins konar rondói Karólínu Eiríksdóttur var hinn nýi tónn svo sleginn. Hér birtist þaö áræði og sú hugmyndaríka úr- vinnsla sem þremur síðustu verkun- um á efnisskránni var sameiginleg, svo ólík sem þau samt voru. Hér var sem sagt góö músik samin af konum leikin af fyrirtaks kvenpíanista og var ekki þar meö tilganginum náö? EM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.