Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 1
 DAGBLAÐIЗVÍSIR 226. TBL. - 75. og 11. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1985. Niðurstöður skoðanakönnunar DV: vill hvalveiðar áfram sjániðurstöðurábls.4ogviðtölábaksíöu Álafoss stendur nú fyrir kynningarherferð. Hluti af þvi er prjónakeppni sem felst i því að prjóna sem lengstan trefil. Jón Helgason landbúnaðar- ráðherra var þar fremstur i flokki i morgun. Reyndist hann leikinn mjög við að fitja upp og naut við það dyggrar aðstoðar Katrinar Ágústdóttur, handa- vinnukennara i Kvennaskólanum. Þegar Jón var beðinn að lita upp fyrir myndatöku sagði hann að það væri erfitt." Ég er ekki jafnklór og for- mssður mínar sam gengu prjónandi milli bssja." Þess má geta að á sama tíma glimdi Jón Sólnes við prjónana fyrir norðan. DV-mynd GVA. I Enn f innst enginn sem vill standa upp: Þorsteinn inn í atteysingar Vangaveltur um hugsanlegar breytingar á ríkisstjórninni verða skrautlegri með hverjum deginum. Nú er meðal annars rætt um að ein- hver ráðherra Sjálfstæðisflokksins fari í frí til nokkurra mánaða og þannig verði rýmt fyrir formanni flokksins, Þorsteini Pálssyni. Um leið verði uppgjöri innan þingflokks- ins og flokksins slegið á frest. Á fundi í Neskaupstað í gærkvöldi svaraði Sverrir Hermannsson því af- dráttarlaust neitandi að hann myndi standa upp fyrir Þorsteini sem var einnig á fundinum. Hann lýsti jafn- framt eindregnum stuðningi við for- manninn í ráðherraembætti. Albert Guðmundsson sagði við DV í morgun að síðast þegar þessi mál bar á góma hafi komið fram á fundi allra sjálf- stæðisráðherranna að enginn þeirra vildi standa upp. Hann sagðist ekki vita til að sú afstaða hefði breyst. Eins og Sverrir telur Albert það næstum lífsnauðsyn fyrir flokkinn og stjórnarsamstarfið að Þorsteinn komi inn í stjórnina. „En að tala um frekari breytingar, einn eða tvo með Þorsteini inn í stjórnina, væri algert hringl og myndi tvístra flokknum,” segir Albert. Hann sagðist ekki myndu verða hrifinn af því að skipta um ráðherrastól og telur það hættu- legt fyrir formann flokksins að ger- ast fjármálaráðherra vegna eðlis þess embættis. Albert Guðmundsson sagðist ekki hafa verið á neinum fundi um þessi mál og bíða eftir tillögum flokksfor- ystunnar á mánudag. Um hugs- anlegar breytingar á ráðherraliði Framsóknarflokksins sagði hann: „Þeir eiga einn mana mjög hæfi- leikaríkan, sem hefur veriö ráðherra, Ingvar Gíslason, sem lik- lega gæti bjargað þjóðfélaginu. En ég veit ekki hvort þeir eru tilbúnir til að nota sér slíka hæf ileika. -HERB. Sjómenn íEyj- um samhuga um kvótann Frá Grími Gíslasyni, fréttaritara DV Vestmannaeyjum. Á fjölmennum fundi sem Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráöherra hélt í Vestmannaeyjum í gær kom fram einhugur í máli manna um nauð- syn kvótakerfisins. i Voru sjómenn, útvegsmenn og fisk- verkendur almennt sammála og sam- huga þeirri stefnumörkun sem sjávar- útvegsráðherra hefur sett fram. Þó voru trillusjómenn langt frá því að vera ánægðir og telja sig hlunnfarna. Þeim fannst þó bjartar horfa við ef settur yrðu kvóti á netatrillur eins og ráðherra talaði um. Og sagði formaður trillubátafélags Vestmannaeyja að þaö myndi vart nást í kvótann sem trillum væri skammtaður á línu og handfæri. -ÞG. Sovétmenn burt frá Beirút Sovéskir íbúar í Beirút hafa yfirgefiö borgina. Fréttamenn Reuters sáu um 70 sendiráðsmenn og konur þeirra fara í rútum frá sendiráðinu á leið til Damaskus í Sýrlandi. Sovétmennirnir fóru stuttu eftir að múslimsku hermdarverkasamtökin Heilagt stríð lýstu yfir aö þau hefðu drepið bandaríska sendiráðsstarfs- manninn William Buckley. Buckley hafði verið í haldi þeirra frá því í mars 1984. önnur hryðjuverkasamtök halda enn þremur Sovétmönnum í gíslingu en í gær drápu þau einn Sovétmann, Arkady Katkov. Enn eru líklega um 80 Sovétmenn í Beirút. Sendiráö Sovétríkjanna var í morgun vel variö af skæruliðum drúsa, gráum fyrir járnum. Múslimskir öfgamenn hafa hótað að sprengja sendiráöið í loft upp. Þ6G. Læknar úr BHM? Á aðalfundi Læknafélags Islands var ákveðið að efna til allsherjaratkvæða- greiðslu meðal lækna um hvort félags- mennviljigangaúr BHMeðaekki. Þá fól einnig fundurinn stjórn Læknafélagsins að vinna að því að fá viðurkenningu fjármálaráðherra á fé- laginu sem heildarsamtökum með rétt til samninga. Nýr formaður var kjörinn á fundin- um, Haukur Þórðarson, en Þorvaldur Veigar Guðmundsson hætti for- mennsku sem hann hefur gegnt í 6 ár. APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.