Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR 4. OKTOBER1985. 5 Hvað ætla þeir að gera á þinginu? „Þetta verður átakaþing” — segir Páll Pétursson, formaður þingf lokks Framsóknarflokksins „Sjálfstæflismenn eru duglegir vifl afl eyða en feimnari vifl afl afla tekna," segir Páll Pétursson. „Ég reikna meö því aö viö munum halda áfram aö stjórna landinu og munum gera þaö eins vel og viö getum. Eg reikna einnig meö því aö f járlaga- gerðin veröi aöalviðfangsefni þingsins fram að jólum. Þessi fjárlög fæðast meö þrautum. Báöir þingflokkarnir voru búnir að koma sér saman um á- kveöinn ramma á fjárlögunum. en nú vilja sjálfstæðismenn brjóta upp þennan ramma. Þessi rammi aö fjár- lögum, sem geröur var, er alls ekki heilagur aö mínu mati og alls ekki full- kominn. Þaö er því ágætt ef menn geta komið sér saman um aö breyta lögun- um til batnaöar. Þaö er vel hægt aö hugsa sér aö fjárlögin geti litið út ööruvísi en upphaflega var gert ráö fyrir,” sagöi Páll Pétursson, formaöur þingflokks Framsóknarflokksins, í samtali viö DV um hvaö yröi á dagskrá þingsins í vetur. „Eg veit reyndar ekki til hvers þaö leiðir aö fara aö brjóta upp fjárlögin núna. Þetta var ekki fullkomið verk eins og þaö leit út í upphafi og hvaö þaö snertir er vel hægt aö hugsa sér þau betri heldur en samkomulag varö um. Sjálfstæðismenn eru að tala um niöurskurö. Þaö var reyndar búiö aö skera mikiö niður. Þó er hægt aö hugsa sér aö þaö veröi skorið í póstum sem sjálfstæðismenn hafa ekki viljað hreyfa viö. Ég vil að þaö veröi staðinn vöröur um velferöarþjóöfélagiö og niðurskurðurinn má ekki veröa til þess að viö stofnum því í hættu,” sagöi Páll. Hann vísaöi á sjálfstæðismenn um hugmyndir þeirra um meiri niöur- skurö. Einnig benti hann á aö ráöherr- ar Sjálfstæöisflokksins hefðu um 82 prósent af fjárlögunum innan sinna ráðuneyta. „Hins vegar þýöir ekki aö eyða án þess aö afla tekna á móti. Og þaö hefur staöiö í Sjálfstæöisflokknum aö afla tekna. Þeir eru duglegir aö eyöa en feimnari viö aö afla tekna.” Um önnur mál, sem ættu eftir aö veröa fyrirferöarmikil, sagöi Páll: ,3g tel alveg víst aö kjaramálin verði viöfangsefni á þessu þingi. Þá veröur fiskveiðistjórnun á dagskrá. Ég er hlynntur þeirri stefnu sem sjávarút- vegsráöherra hefur fylgt. Hans stjórn- un hefur veriö æriö mikiö markvissari en fyrirrennara hans og líklegri til aö ná árangri. Eg tel að þaö sé illt verk aö brjóta núna niður þaö kerfi sem var búiö aö koma upp í samráöi við hags- munaaöila sjávarútvegsins. Þá veröa fjölmörg málefni á dag- skrá þingsins í vetur, eins og til dæmis húsnæðismál,” sagöi Páll. Páll var einnig spuröur aö því hvernig þinghaldiö yrði í vetur. „Eg geri ráð fyrir því aö þetta þing veröi átakaþing. Þaö veröa sveita- stjórnarkosningar í vor og ég býst við því aö það muni móta að einhverju leyti þinghaldið. Eg geri ráö fyrir því að þaö verði engin lognmolla á þinginu.” — Verða átök innan stjórnarinnar? „Ekki endilega innan stjórnarinnar en ég býst viö því að það haldi áfram átök innan Sjálfstæöisflokksins. Þaö getur vel veriö aö það skerist eitthvaö í odda meö okkur og þeim sem veröa ofan á í Sjálfstæðisflokknum. En eins og stendur er vigvöllurinn innan Sjálf- stæöisflokksins,” sagöi Páll Péturs- son. -APH. Fífill GK United: „Þær sjá þá að við erum ekki á barnum” — loðnusjómenn meðfótboltadellu teknirtali Þeir á loðnuskipinu Fífli GK eru með fótboltadellu. Þeir segjast taka í tuðruna eins oft og tækifæri gefst, svo ekki sé nú talað um ef dallurinn lendir í biliríi eins og í þetta skiptið á Akureyri. Þeir voru búnir að vera í landi í tvo daga og voru að spila á malarvellinum skammt frá slippstööinni, beint á móti verslun Hagkaups. Og að DV myndaði þá? Ekkert betra. „Konurnar sjá þá aö viö erum ekki á barnum — heldur í fótbolta,” sögöu þeir, sigri hrósandi. Fífill United spilar leik og leik viö áhafnir annarra loönubáta. „Erum nýbúnir aö spila við þá á Hákoni, þú hefðir átt aö sjá þann leik. Það var kaldara þá.” Þetta hressa loönulið reynir einnig aö fá inni í íþróttahúsum á þeim stööum þar sem komið er í land. „Bara verst aö þú skulir hitta á okkur núna, hálft liðið liggur um borö, sárlasiö.” -JGH Þeir skora sem sækja. Berir að ofan, félagarnir i Fífli GK United, þó komið hafi verið fram i lok september. „Drag'inn, æpti karlinn." Þetta er ekki nema hálft liðið á Fífli, hinn helm ingurinn lá um borfl, sárlasinn. DV-myndir: JGH. SATT að segja er hvergi meira úrvai af vönduðum SÓFASETTUM í áklæðum og leðri. Utborgun er 30% og afganginn lánum við til 6 mán- aða — jafnvel 10 mánaða í stærri kaupum — og auð- vitað tökum við kreditkortin, bæði sem útborgun á samninga og sem staðgreiðslu. Opið til kl. 7.00 (19.00) á föstudag og til 4.00 (16.00) á laugardag. BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK ® 91-81199 og 81410

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.