Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 28
40 DV. FÖSTUDAGUR 4. OKTÖBER1985. Andlát Hannes Húnfjörð Sigurjónsson hús- gagnabólstrari, Hafnarfirði, lést 28. september sl. Hann var fæddur í Víði- nesi á Kjalarnesi 11. ágúst 1912. Utför hans verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 4. október kl. 13.30. Andrés P. Matthíasson frá Haukadal lést 27. september sl. Hann fæddist í Haukadal í Dýrafirði 8. mars 1895, son- ur hjónanna Marsibilar Olafsdóttur og Matthíasar Olafssonar. Andrés stund- aði sjómennsku langstærstan hluta starfsævi sinnar. Hann kvæntist Krist- jönu Erlendsdóttur, en hún lést áriö 1939. Þeim hjónum varð ekki barna auöið en börnum Kristjönu frá fyrra hjónabandi reyndist Andrés sem besti faðir. Utför hans verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag kl. 16.30. Jón Arason héraösdómslögmaöur, Hraunbæ 154, lést í hjartadeild Land- spítalans 28. september. Magnea Magnúsdóttir, Aðalgötu 6 Keflavík, verður jarösungin frá Kefla- 'lí víkurkirkju laugardaginn 5. október kl. 14. Sigríður Hansdóttir, Olafsbraut 44 Olafsvík, sem andaðist 27. september, verður jarösungin frá Olafsvíkur- kirkju laugardaginn 5. október kl. 13. Bílferð verður frá Umferðarmiöstöö- inni kl. 8 fyrir hádegi. Guðni Eyjólfsson, Boöahlein 23 Garða- bæ, verður jarösunginn frá Garða- kirkju laugardaginn 5. október kl. 13.30. Afmæli 70 ára er í dag, föstudag, Jóhann Björnsson. "*50 ára verður þann 7. október nk. Sigurður Ásmundsson, Strandaseli 1 Reykjavík, 50 ára. Hann er starfs- maður I. Pálmason h/f. Hann mun ásamt konu sinni, Onnu Kristjánsdóttur, taka á móti gestum laugardaginn 5. október kl. 17.00 í sal Rafiönaðarsambandsins, Austurveri, Háaleitisbraut 68,3. hæð. 90 ára verður á morgun, 5. október, Sæmundur Jónsson í Flókadal norður. Arið 1950 fluttist hann til Olafs- fjarðar og hefur búið þar síðan. Kona hans var Salbjörg Helga Þorleifsdóttir frá Búðarhóli í Olafsfirði. Hún lést árið 1976. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið og eru þrjú þeirra á lífi. Sæmundur býr á Aöalgötu 9 í Olafs- firði. 90 ára er í dag, 4. október, Sigurður Sverrisson. Sigurður var bóndi í Jórvík- í Álftaveri og síðar á Ljótarstöðum í Skaftártungu. Kona hans var Ástríður Bárðardóttir frá Holti og eignuðust þau sjö börn. Sigurður er nú vistmaður1 á Elliheimilinu Suður-Vík í Mýrjdal. Hann er að heiman í dag. Tapað -fundið Duddi er týndur Hann týndist í Breiðholtinu. Ef þið hafið séð hann vinsamlegast hringið í síma 71212. Tilkynningar Þing landssambands slökkviliðsmanna 13. þing LSS verður haldið í Reykjavík dag- ana 11., 12. og 13. október nk. að Hótel Hofi, Rauðarárstíg. Þingið verður sett föstudaginn 11. október kl. 16. á laugardagskvöldið verður þrumu-dansleikur á Hverfisgötu 105. Miða- verð verður kr. 200 og húsið opnað kl. 22. Skrifstofa sambandsins er opin alla virka daga frá kl. 13—18, föstudaginn 11. október (þingdaginn) verður skrifstofan opin frá kl. 09-16. Kvennakvöld Lionsklúbbsins Týs verður haldið í kvöld, 4. október, í Átthagasal Hótel Sögu. Tekið verður á móti gestum með fordrykkjum kl. 19 en síðan hefst borðhald kl. 19.30. Áhersla verður lögð á glæsilegan mat, góða þjónustu og auðvitað stanslausa skemmtun með tiskusýningu og skemmtiatr- iðum allt kvöldið. Ræðumaöur kvöldsins verður Sigríður Snævarr. Allur ágóði rennur til Greiningarstöðvarinnar Kjarvalshúsinu og Skálatúns. Kvennaathvarf Opið allan sólarhringinn, sími 21205. Húsa- skjól og aöstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fýrir nauðgun. Skrifstofan að Hallveigarstöðum er opin virka daga kl. 14—16, sími 23720. Póst- gírónúmer samtakanna 4442-1, Pósthólf 1486 121 Reykjavík. Hádegisfundur presta Prestar halda hádegisfund í safnaöarheimili BústaÖakirkju mánudaginn 7. október. Ath. breyttan fundarstaö. Minningarkort Minningarkort Sjálfsbjargar í Reykjavík og nágrenni fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavík: Reykjavíkurapótek, Austurstræti 16. Garðsapótek, Sogavegi 108. . Vesturbæjarapótek, Melhaga 20—22. Bókabúðin, Álfheimum6. BókabúðFossvogs, Grímsbæ v. Bústaðaveg. Bókabúðin Embla, Drafnarfelli 10. Bókabúð Safamýrar, Háaleitisbraut 58—60 Bókabúðin Úlfarsfelí, Hagamel 67. Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Kópavogur: Pósthúsið. Mosfeilssveit: Bókaverslunin Snerra, Þverholti. Minningarkort fást einnig á skrifstofu Sjálfs- bjargar, Hátúni 12. Gíróþjónusta. Barnaflóamarkaður Félags einstæðra foreldra Félag einstæðra foreldra verður með barna- flóamarkað í Skeljanesi 6, kjallara, laugar- daginn 5. október frá kl. 14—17. Úrval af fatn- aði á krakka á öllum aldri. Safnaðarfélag Ásprestakalls Félagsstarfið hefst nk. sunnudag 6. október með kaffísölu í safnaðarheimili kirkjunnar eftir messu. Allir veikomnir. Bókasafn Kópavogs Breyting á opnunartimum. Frá og með 1. október verður bókasafnið opið sem hér segir. Mánudaga, þriðjudaga, miövikudaga, fimmtudaga, föstudaga kl. 11—21. Laugar- daga kl. 11—14. Sögustundir fyrir 3—6 ára börn verða á miðvikudögum kl. 10—11 og kl. 14—15. Bókasafnavika verður dagana 14,—20. október nk. I tilefni hennar verða Sektir felldar niður fyrir vanskil á bókum og eru allir hvattir til að losa sig við gamlar syndir. Til þess gerður kassi verður í safninu þessa daga fyrir vanskilabækur. Þá verður brúöu- leikhús með sýningu á Rauðhettu í sögustund 18. október kl. 14 og sýndar verða auk þess gamlar ferðabækur um tsland. Myndbönd. Bókasafn Kópavogs býður nú lánþegum auk bóka, tímarita og blaða upp á heimlán á hljómplötum, snældum og nú síðast myndböndum. lÁnhr þi<> 6/1? þarw a<f seya bi(? SMÁ-AIIGLÝSING í DV GETUR LEYST VANDANN. [E1 Smáauglýsingadeild H — sími 27022. Réttarstaða Færeyja Sunnudaginn 6 október kl. 17.00 heldur Erlendur Patursson fyrir- lestur í Norræna húsinu um réttar- stööu Færeyja. Erlendur Patursson er sem kunn- ugt er einn af forvígismönnum í sjálfstæðisbaráttu Færeyinga og stofnaði ásamt fleirum Þjóðveldis- flokkinn 1948. I erindi sínu rekur Erlendur Patursson hver réttarstaöa Færeyja hefur verið á ýmsum tímum og færir rök að því hvers vegna Færeyjar eigi rétt á sjálfstæði. Fyrirlesturinn, sem verður fluttur á íslensku, hefst sem fyrr greinir kl. 17.00 á sunnudaginn og eru allir vel- komnir í Norræna húsið. Sögustund í Gerðubergi Sunnudaginn 6. október kl. 14.30 gengst Borgarbókasafn fyrir sögu- stund í Gerðubergi. Lesið verður úr barnabókum eftir íslenskar konur og einnig sýndar litskyggnur. Eins og kunnugt er stendur nú yfir í Gerðu- bergi sýning á myndskreytingum og myndskreyttum bókum eftir íslenskar konur og er hún einn þáttur í Listahátíð kvenna 1985. Borgarbókasafn og Gerðuberg standa sameiginiega að þessari sýningu og er mjög við hæfi að hafa sögustund í þessu umhverfi myndskreytinga og bóka en margar þeirra eru einmitt barnabækur. Hluti sýningarinnar stendur í húsnæði Borgarbókasafns í Geröubergi en stefnt er að því að þar verði opnað nýtt útibú frá safninu snemma á næsta ári. Allir eru velkomnir í sögustundina og ef vel tekst verður hún væntanlega endurtekin sunnudaginn 13. október. Anima animus, fyrirlestur í Norræna húsinu Laugardaginn 5. október kl. 16.30 heldur Carin Hartmann fyririestur í Norræna húsinuog sýnir litskyggnur með honum. Fyrirlesturinn nefnist Anima Animus — kvensál karla og karlsál kvenna. Þar gerir hún tilraun til þess að sýna fram á hina duldu karl- eiginleika sem finnast í konum og sömuleiðis kveneiginleikana er leyn- ast hjá körlum. Þeim sem ætla að hlusta á fyrirlesturinn er bent á, að betra er að skoða sýningarnar fyrst. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku og allir eru velkomnir. Geðhjálp — þjónusta Geðhjálp veröur með opið hús á mánu- dögum og föstudögum frá kl. 14—17 og laugardögum frá kl. 14—18 í félagsmið- stöðinni að Veltusundi 3b. Símaþjón- usta er á miðvikudögum frá kl. 16—18: s. 25990. Símsvari allan sólarhringinn gefur upplýsingar um starfsemi fé- lagsins. Vetraráætlun verður auglýst síðar. Strætisvagnar Reykjavíkur Frá og með 23. september 1985 verða fargjöld SVRsemhérsegir: Fullorðnir: Eiqstök fargjöld kr. 25. Farmiðaspjöld með 4 miðum kr. 100. Farmiðaspjöld með 26 miðum kr. 500. Farmiðaspjöld aldraðra og öryrkjameð26miðum kr. 250. Fargjöldbarna: Einstök fargjöld kr. 7. Farmiðaspjöld með 20 miðum kr. 100. Knattspyrnudeild Víkings Æfingar í Réttarholtsskóla 1985: Sunnudagur: 5. fl. kl. 9.40-11.30. 6. fl. kl. 12.10-13.00. mfl. kv. kl. 13.00—13.50. 3. fl. kl. 13.50-15.30. 2. fl. kl. 15.30—17.10. e.fl.kl. 17.10-18.50. Laugardagur: 4. fl. kl. 13.50-14.40. Miðvikudagur: m.fl. k. kl. 21.20-23.00. Heilsugæslustöðin á Seltjarnarnesi: er opin virka daga frá kl. 8—17 og 20—21 og á laugardögum kl. 10—12, simi 27011. Æfingatafla handknattleiksdeildar Fram 1985—1986 Mfl. karla Mánud. kl. 20.35—21.50 (Laugardalshöll) Þriðjud. kl. 19.40—20.30 Fimmtud. kl. 20.30-21.45 Föstud. kl. 18.30—19.20 (Laugardalshöll) Mfl. kvenna Mánud. kl. 18.00-19.15 Fimmtud. kl. 18.00—19.15 Föstud. kl. 20.35—21.50 (LaugardalshöU) 2. fl. karla Mánud. kl. 21.20-22.10 Þriðjud. kl. 18.05—19.20 (Laugardalshöll) Laugard. kl. 15.30—16.45 2. fl. kvenna fæddar 1968—’69—’70 Þriðjud. kl. 21.45—23.00 Föstud. kl. 19.15—20.30 Sunnud. kl. 12.35—13.50 3. fl. karla fæddir 1969—'70 Þriðjud. kl. 20.30-21.45 Fimmtud. kl. 21.45—23.00 3. fl. kvenna f æddar 1971—'72—’73 Mánud. kl. 20.30-21.20 Föstud. kl. 18.00—19.15 4. fl. karla fæddir 1971—’72 Mánud. kl. 19.15-20.30 Fimmtud. kl. 19.15—20.30 5. fl. karla fæddir 1973—’74 Þriðjud. kl. 18.00—18.50 Sunnud. kl. 11.20—12.35 6. fl. karla fæddir 1975—’76 Þriðjud. ki. 18.50—19.40 4. fl. kvenna fæddar 1974—’75 Mánud. kl. 20.30-21.20 Æfingar eru í íþróttahúsi Álftamýrarskóla nema annað sé tekið f ram. Fermingar Bústaðakirkja Ferming og altarisganga sunnudaginn 6. október kl. 14. Prestur Sr. Olafur Skúlason. Guðrún Lind Brynjólfsdóttir, Hörðalandi 14. Helga Nanna Guðmundsdóttir, Ný- býlavegi 90, Kópavogi. Olafur Hrafn Júlíusson, Hæðargarði 42. \ Þóra Sigfríður Einarsdóttir, Þingási 31. Fella- og Hólakirkja, Ferming og altarisganga 6. október kl. 14. Prestur: sr. Hreinn Hjartarson. Arnar Már Víglundsson, Jórufelli 10. Dwight Alexander Martirio, Æsufelli 2. Elísabet Auður Torp, Vesturbergi 193. Heiðar Haugen, Rjúpufelli 33. Henry Haugen, Rjúpufelli 33. Kristján Torp, Vesturbergi 193. Magnea Kristín Olafsdóttir, Hamrabergi 32. Olafur Örn Olafsson, Hamrabergi 32. Sigrún Inga Kristinsdóttir, Keilufelli 3. Sumarliði Dagbjartur Gústafsson, Þórufelli 10. Þór Snorrason, Vesturbergi 134. Ferming Seljasóknar 6. október 1985. Háteigskirkjakl. 14. Prestur sr. Valgeir Ástráðsson. Eva Arna Ragnarsdóttir, Kaldaseli 2. Jón Haukur Isfeld, Melseli 1. Lárus Isfeld, Melseli 1. Oskar Ármann Skúlason, Fljótaseli 30. Ragnar Schram, Fljótaseli 25.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.