Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1985, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR13. NOVEMBER1985. 3 Hver verða af drif f iskveiðistef nunnar? Búist við þverpólitískri afstöðu meðal þingmanna Margt bendir til þess aö afstaða þingmanna til frumvarps sjávarút- vegsráðherra um fiskveiðistefnu næstu ára verði þverpólitísk. Það var ætlun sjávarútvegsráð- herra að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi strax í upphafi þingsins. Hann taldi ekki ástæðu til að bíða eftir áliti hagsmunasamtaka innan sjávarútvegsins. Best hefði verið ef frumvarpið hefði þegar veriö komiö í nefnd núna og þar tekið tillit til álykt- ana þessara samtaka. Þingflokkur Framsóknarflokks- ins hefur fyrir löngu f jallað um frum- varpið. Samþykkt var að leggja fram frumvarpið en þingmenn hafa óbundnar hendur um hugsanlegar breytingar á því. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar ekki afgreitt frum- varpiö frá sér. Ákveðin nefnd átti að fjalla um frumvarpið. Þessi nefr.d hefur lítið starfað og samkvæmt heimildum DV er taliö ólíklegt að í henni náist samkomulag um afstöðu til þessa frumvarps. Þá hefur þing- flokkurinn viljað bíða eftir áliti frá hagsmunasamtökum innan sjávar- útvegsins. Líklegast er að frumvarp- ið fái svipaða afgreiðslu og í Fram- sóknarflokki. Stjórnarflokkarnir I þingflokki Framsóknarflokksins Alþingismenn eiga erfitt með að gera upp hug sinn um stjórnun fiskveiðanna. eru það helst þeir Ólafur Þ. Þórðar- son og Alexander Stefánsson sem viröast vera andvígir. Og ekki má gleyma forsætisráðherra sem segist ekki vera kvótamaður. Þó er ólíklegt að hann verði andvígur frumvarpinu þegar á hólminn er komið. Innan Sjálfstæðisflokksins virðist andstaðan vera meiri. Matthias Bjarnason, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Eyjólfur Konráð Jóns- son, Birgir Isleifur Gunnarsson og jafnvel Friðrik Sophusson hafa allir sínar efasemdir um frumvarp sjávarútvegsráðherra. Stjórnarandstaðan Ljóst er að stjómarandstaðan verður með efasemdir um frumvarp- ið. I Alþýðubandalagi eru skiptar skoöanir og unnið þessa stundina við aö móta stefnuna. Skúli Alexanders- son er svarinn andstæðingur kvóta- kerfisins og hefur lagt fram útfærðar tillögur um skrapdagakerfi. Svipaða sögu er að segja um Alþýöuflokkinn. Bandalag jafnaðarmanna mun greiða atkvæði gegn aflamarki en mælir með sóknarmarki eða skarp- dagakerfi. Kvennalisti er í megin- dráttum sammála kvótakerfinu. Á síðasta þingi greiddi sá flokkur atkvæöi gegn kvótakerfinu á þeim forsendum að vald ráðherra væri of mikið. Á síðustu stundu Hvenær svo sem frumvarpið verð- ur lagt fram á Alþingi er ljóst að það verður á síðustu stundu. Það verður líklega í meðförum Alþingis fram á síðustu daga í desember. Þetta er erfitt mál sem margir vilja tjá sig um. Þetta er í þriðja sinn sem fiskveiðistefnan er tekin til umfjöll- unar á Alþingi og alltaf virðist það vera jafnsársaukafullt fyrir þing- menn aö taka afstöðu til hennar. Hver hin endanlega niðurstaða verður á Alþingi er erfitt að segja til um. Hins vegar hafa menn bent á að þetta sé ekki gott mál til aö kljúfa ríkisstjómina. Hins vegar er ljóst að þingmenn Vestf jarða og Vesturlands munu láta heyra í sér því í þeim kjör- dæmum hefur komið fram mesta andstaðan við kvótakerfið. APH LÁTUM VERKIN TALA • i borgarstjórnarkosningunum 1982 ákváöu Reykvíkingar meö eftirminni- legum hætti að lýsa vantrausti á vinstri meirihlutann sem þá sat við völd í Reykjavík. Hann hafði m.a. ákveðið að framtíðarbyggð Reykvíkinga yrði í yfir 100 metra hæð á sprungusvæði við Rauðavatn. • Kjósendur völdu annan kost. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins sýndu fram á hrikaleg mistök og vanrækslu vinstri meirihlutans í skipulagsmálum. Skipulagsmál voru aðalmál kosninganna 1982. Valkostur frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins hlaut yfirgnæfandi stuðning í borgarstjórnarkosningun- um. Eftir kosningarnar var Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni falin formennska í skipu- lagsnefnd Reykjavíkur. • öll loforð Sjálfstæðisflokksins á þessum vettvangi hafa verið efnd og unnið að mörgum öðrum verkefnum í þessum mikilvæga málaflokki sem á einn eða annan hátt tengist lífi og starfi allra borgarbúa. Grafarvogsskipulagið sam- þykkt. Punktakerfið af numið. Lóðaeftirspurn fullnægt. Skipulag svæðis sunnan Skúlagötu samþykkt. Stórefld íbúðarbyggð í gamla bænum. Ný« miðbærinn skipulagður og uppbygging hafin. Nýjar skipulagstillögur að Kvosinni kynntar. Fegrun Laugavegar. Þórsgata — fyrsta íbúðargata i Rvk - gerð að vistgötu. Endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur lýkur á næsta ári. bor9arfuiitJalnlSSOn Höldum uppbyggingunni áfram. Stuðningur við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins er jafnframt traustsyfirlýsing við stefnu og framkvæmd Sjálfstæðisflokksins í skipulagsmálum á þessu kjör- tímabili og hvatning til áframhaldandi markvissra aðgerða í þeim málaflokki á næsta kjörtímabili. Tryggjum VILHJÁLMI Þ. VILHJÁLMSSYNI 2. sætið á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins. Stuðningsfólk. VAL ÞITT NÚ SKIPTIR MÁLI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.