Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1985, Blaðsíða 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR13. NOVEMBER1985. Ú gáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNÁS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlASSNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON Auglýsingasfjórar PÁLLSTEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12-14, SlMI 686611 Auglýsingar: SIÐUMÚLA33, SlMI 27022 Afgreiðsla.áskriftir.smáauglýsingarogskrifstofa: ÞVERHOLT111 ,SlMI 27022 Simi ritstjórnar: 686611 Setning.umbrot.mynda- og plbtugerð: HILMIR HF., SlÐUMÚLA 12 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverðá mánuði 400 kr. Verð I lausasölu virka daga 4C Kr. - Helgarblað 45 kr. Alþýðubandalagið styrkist Alþýðubandalagið hefur styrkzt við nýafstaðinn lands- fund — að minnsta kosti í bili. Alþýðubandalagið hefur verið illa klofinn flokkur. Á landsfundinum náðist bráða- birgðasamkomulag milli helztu fylkinga, eða eins og Þjóðviljinn sagði í gær: „Mikil spenna ríkti á fundinum um kjör forystumanna, en úrslitin eru afleiöing sam- komulags milli helztu fylkinga á fundinum.” Svavar Gestsson var eftir þetta endurkjörinn for- maður með 90 prósent atkvæða. Kristín Á. Ölafsdóttir barðist fyrir nokkrum dögum gegn Svavari, þegar kosinn var formaður útgáfustjórnar Þjóðviljans. Hún tapaði vegna bolabragða Svavars. Þá sagði hún, að mörgum al- þýðubandalagsmönnum þætti flokkurinn staðnaður, leiðinlegur og ólýðræðislegur. Þetta fólk vildi endur- skoðun á flokknum, ella gengi það úr honurn. Á lands- fundinum gerðist þaö, að þessi gagnrýnandi flokksforyst- unnar var kosinn varaformaður. Kristín kemur vel fyrir, til dæmis í sjónvarpi. Hún er líkleg til að höfða til kvenna | og ungs fólks. Kjör hennar sýnir hinar tímabundnu sættir ; í flokknum og er líklegt til að styrkja flokkinn töluvert. | Ölafur Ragnar Grímsson, sem hefur beitt sér gegn Svavari, var síðan endurkjörinn formaður framkvæmda- nefndar flokksins. Alþýðubandalagið hefur verið staðnaður og leiðinlegur flokkur. Formaðurinn, Svavar Gestsson, hefur jafnan talað í „klisjum”, sem almenningur er þreyttur á. Stefna flokksins og ræöur Svavars hafa boriö keim af kenningum manna eins og Einars Olgeirssonar fyrr á árum. Forysta Alþýðubandalagsins hefur ekki reynt að þvo þetta af sér — fyrr en þá kannski nú. Tilkoma Kristínar gæti þýtt, að Alþýðubandalagið verði ekki lengur jafnleiðinlegur flokkur, ef hún beitir sér rétt. Hún á við ramman reip að draga. Hún situr ekki á Alþingi. Hætt er við, aö eins geti farið fyrir henni og fyrir- rennara hennar, Vilborgu Harðardóttur, að hún setji ekk- ert mark á flokkinn. Önnur spurning er, hvort sættirnar á landsfundinum endast eitthvað. Líklegra er, að svo verði ekki. Miklu meira þarf til að koma, eigi þetta forystufólk í Alþýðu- bandalaginu raunverulega að sættast. Fróðlegt verður aö fylgjast með þessu. Þá.má spyrja, hvort eitthvað í stefnuyfirlýsingu lands- fundar bendi til þess, að flokksmenn hafi bætt ráð sitt. I reynd má finna þess dæmi. Þannig segir: „Alþýðubandalagið telur, að nýta eigi kosti blandaðs hagkerfis bæði að því er varðar eignarhald og rekstrarform fyrirtækja, um leið og áhrif verkalýðs- hreyfingar og starfsmanna á rekstur og þróun atvinnu- lífsins eru aukin.” Þarna er um að ræða nokkurt fráhvarf frá þeim kommúnisma, sem einkennt hefur stefnu Alþýðubandalagsins til þessa. í annan staö tók landsfund- urinn að nokkru undir kenningar Þrastar Ölafssonar um kjarasamninga. Landsfundurinn sagði. „Reynt verði að ná heildarsamningi um annan verðtryggingarmæli en þann, sem beitt hefur verið með afar ranglátum hætti. . . ” En landsfundurinn sagði líka annars staðar í ályktuninni, að launamenn þyrftu að taka höndum saman í baráttu fyrir hækkun launa og „kaupmáttartrygg- ingu”. .. að samanlögðu er ályktunin um kjaramálin illa skýrð og ekki að sjá, í hvaða átt hún liggur. Landsfundurinn skilaði Alþýðubandalaginu eitthvað nær miðju stjórnmálanna. Þó er þetta enn kerfis- og kredduflokkur, sem hefur oftrú á ríkiseinokun og forsjá hins opinbera.. . . ■ - _ ; ? < Haukur Helgason. POLITÍSK FRAMTfDARSÝN Hvaða skilyrðum þarf sá stjórnmálaflokkur að fullnægja, sem þúsundir óánægðra kjós- enda Sjálfstæðisflokksins geta átt samleið með og borið traust til? Þetta er „milljón-dollara" spurn- ingin í íslenzkri pólitík. Vonir tugþúsunda frjálslyndra og umbótasinnaðra einstaklinga um markverðar breytingar á íslenzku þjóðfélagi í framtíðinni velta á réttu svari við þessari einu spurn- ingu. Baktrygging braskaranna Tökum dæmi: Þúsundum saman horfa menn á það í orðlausri forundran, hvernig einn búlduleitur borgarstjóri og nokkrir pólitískt skipaðir banka- stjórar í innsta valdahring Sjálf- stæðisflokksins ætla að komast upp með að afhenda fáeinum fallítt fjármálabröskurum og flokksgæðingum hundruð millj- óna af útsvörum almennings og innstæðum í bönkum. Hér er auðvitað átt við erfingja ísbjarnar og Engeyjarættar og jiafskips- baróna Alberts. Er það stefna Sjálfstæðisflokks- ins að almannasjóðir séu til frjálsra afnota fyrir þá gæðinga fiokksins, sem kunna ekki að sjá fótum sinum forráð í at- vinnurekstri? Hvar er nú ykkar pólitíski barnalærdómur - frjáls- hyggjukverið, Davíð og Þorsteinn? Samtímis berast þau tíðindi að maður nokkur hafi verið tekinn fyrir okur vegna viðskipta á árinu 1983. Almenningur veit vel, að okurlánastarfsemi er orðin blóm- legasti atvinnuvegur í landinu. Það er dapurleg staðreynd, að almenningur í landinu hefur, að fenginni reynslu, enga trú á rétt- arkerfinu um að lögum verði með skjotum hætti komið yfir okurlánarana. Sú skoðun nýtur áreiðanlega meirihlutafylgis með þjóðinni, að koma beri lögum yfir verðbréfa- markaðinn; að réttinum til slíkra viðskipta fylgi skyldur, m.a. fram- talsskylda og skattskylda, eins og um aðrar eignir. Hver borgar okurvextina að lokum? Almenningur, þú og ég, því að þeim er jafnóðum velt út í verðlagið. Dettur nokkrum í hug, að u.þ.b. 40% þjóðarinnar, sem hingað til hafa stutt Sjálfstæðisfiokkinn, vilji leggja blessun sína yfir póli- tískt gerræði, valdahroka og bruðl með almannafé, sem lýsir sér í þessum gerningum? Auðvitað ekki. Hvert eiga þeir að fara? Spurningin er: Hvert eiga þeir að fara, sem hingað til hafa fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum, kannski meira eða minna óánægð- ir, - en telja sig ekki eiga samleið með honum lengur? Með hvaða flokki öðrum geta þeir átt samleið, án þess að falla frá gildismati og lifsviðhorfum um frelsi einstakl- ingsins til athafna? Við getum strax gleymt Fram- sókn. Þar eru saman komnirhelztu ,,pilsfaldakapítalistar“ landsins; á bak við Framsókn eru leyniþræð- ir þéttriðins hagsmunanets þar sem saman er tengt forstjóraveldi stærstu fyrirtækjasamsteypu þjóð- arinnar, SlS, lánasjóða, ríkis- banka, olíu-, skipa-, trygginga- og verktakafyrirtækja. Allt þetta lið lifir og hrærist undir verndar- væng ríkiseinokunar og milli- færslna af almannafé. Það eru þeirra ær og kýr. Þeir stunda á ■degi hverjum það sem Davíð gerir gér . nú til dómsáfellis: að hygla gæðingum sínum af almannafé. Sem hetur fer er þetta valdakjerfi Eramsóknar að bresta og vænar horfur á að Framsókn verði fórnað fyrir þjóðarhag í næstu kosningum. Skilyrði En veltum þessu betur fyrir okk- ur: Hvaða skilyrði þarf sá stjórn- málaflokkur að uppfylla, sem treysta má til að vinna umtals- vert fylgi af Sjálfstæðisflokkn- um og breyta þannig valdahlut- föllum í þjóðfélaginu? Samkvæmt mínum skilningi þarf slíkur flokkur að fullnægja a.m.k. þremur skilyrðum: 1. Hann þarf að vera óhvikull í stuðningi við aðild íslands að varnarsamtökum lýðræðis- ríkja. 2. Hann verður að vera reiðubú- inn að stemma stigu við út- þenslu rikisbáknsins og styðja samkeppni á markaði sem aðalreglu atvinnulífsins gegn ríkiseinokun og forréttind- um. 3. Hann verður að beita sér af krafti fyrir félagslegu réttlæti og jöfnun eigna- og tekju- skiptingar gegnum skatta-, húsnæðislána- og lífeyrisrétt- indakerfi. M.ö.o., sá stjórnmálaflokkur, sem gerir sér vonir um að breyta núver- andi styrkleikahlutföllum i pólitík með því að vinna fylgi frá Sjálfstfl. verður að skilgreina sjálfan sig á traustum hugmyndagrundvelli Kjallarinn JÓN BALDVIN HANNIBALSSON ÞIIMGMADUR FYRIR ALÞÝDUFLOKKINN lýðræðissinnaðrar jafnaðar- stefnu; reka í reynd sósíaldemó- kratíska pólitík. Nú er svo komið að Sjálfstæðis- flokkurinn fullnægir hvorki skil- yrði 2 („báknið burt“), né skilyrði 3 (endurreisn velferðarkerfisins). Sókn markaðshyggjutrúboðsins veldur flokknum vissri klofnings- hættu frá hægri og um leið er hann æ berskjaldaðri fyrir fylgis- tapi til vinstri - telji óánægðir kjósendur hans sig eiga raunveru- legan valkost. Þessir veikleikar Sjálfstæðis- flokksins eru áberandi innan þing- flokksins; þar er um fjórðungur á mála hjá Framsóknarkerfinu og rúmur helmingur samanstendur af „pilsfaldakapítalistum", sem fyrst og fremst gæta hagsmuna einkaaðila innan ríkiskerfisins. Getur Alþýðubandalagið (eða Kvennalistinn) sótt fylgi frá Sjálf- stæðisflokknum? Lítum á eftirfarandi staðreyndir: Misskilningur 1. AB og forverar þess hafa alla tíð fjandskapast við málstað lýðræðisríkjanna og gengið erinda sovézkrar utanrikis- stefnu. 85-90% íslenzku þjóðar- innar eiga enga samleið með slíkri utanríkispólitík. Þótt ékki væri nema af þessari ástæðu, ein'ni geta hvorki AB (né Kvermalisti) aótt fylgi frá Sjálf- stæðisflokknum. 2. Sá flokkur, sem vill stöðva erlenda skuldasöfnun og eyðslu ríkisins um efni fram (opinberir aðilar eru ábyrgir fyrir 2/3 af erlendum skuldum þjóðarbúsins) og auka kaup- mátt almennings með minni skattbyrði, verður að minnka hlutdeild ríkisbáknsins í þjóðar- tekjunum. Þetta hefur AB aldrei getað skil- ið. Þess vegna hefur því mistekizt í þrem ríkisstjórnum. Það hefur trúað því í hálfa öld, að útþensla ríkisbáknsins væri sama og sósíal- ismi eða vinstristefna. Þess vegna kallaði það alltaf óráðsíustjórnir með Framsókn „vinstristjórnir. Þær stjórnir hafa reynzt þjóðinni dýrar. En það er einmitt þetta pólitíska og spillta embættismannakerfi i ríkisbákni, sem er ábyrgt fyrir skuldasöfnun þjóðarinnar, f)ár- festingarmistökum og sóun og bruðli með almannafé, sem er meginskýringin á lélegum lífs- kjörum almennings. Hvenær hafa menn heyrt félaga Svavar og Hjörleif boða nauðsyn aukinnar samkeppni á markaði til að nýta betur framleiðsluþætt- ina, auka vöruvöndun, lækka verð og tryggja þannig hagsmuni neyt- enda? En einmitt þetta er forsenda fyrir tæknilegum nýjungum, örum hagvexti, hagnaði vel rekinna fyrirtækja og þar með hækkandi launum og batnandi lífskjörum. Hvenær hefur það heyrzt, að tals- menn AB eða Kvennalista lýstu skilningi á, hvað þá stuðningi við, þessi undirstöðuatriði? 3. Úr herbúðum Þjóðviljans heyrast daglega kveinstafir miklir yfir sókn markaðs- hyggjupostula og að AB kunni engin svör við því. Hið fyrra er rangt: Sókn „frjálshyggjutrú- boðsins" er að renna út í sandinn. Hið seinna er rétt: Þjóðviljinn er alltaf að berjast á vitlausum vígvelli með vit- Iausum rökum. Ágreiningsefni jafnaðarmanna við markaðstrú- boðið snúast hvorki um minni ríkisforsjá né samkeppni á markaði, sem er beinlínis í þágu almennings (enda allir æríegir kapítalistar á móti sam- keppni). Ágreiningsefnin eru tvö:_ (a) Óheftur markaðsbúskapur leiðir til þvílíkrar misskipting- ar eigna og tekna að það þjóð- félag, sem af hlýst, er siðferði- lega fordæmanlegt. (b) Jafnaðarmenn vilja ekki út- rýma gróðavoninni, heldur beizla hana. Það á að vera hlutverk lýðræðislega kjörinna stjórnvalda, m.a. með því að móta almennar leikreglur í efnahagslífinu og stuðla að jöfnun eigna- og tekjuskipt- ingar eftir á, gegnum skatta-, trygginga- og húsnæðislána- kerfi. Reginfirra Þegar AB-menn boða formúlu- sósíalisma og ríkisforjsá móti minni ríkisafskiptum og markaðs- kerfi, þá tapa þeir einfaldlega vegna þess að þeir hafa rangt fyrir sér. Það er þess vegna reginfirra í íslenzkri pólitík, að AB sé eða geti orðið höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins. AB getur undir engum kringumstæðum unnið fylgi svo nokkru nemi frá Sjálfstæðisflokknum. Og haldi AB hefðbundnum styrk, tryggir það beinlínis fjöldafylgi Sjálfstæðis- fiokksins. AB og Kvennalisti til samans geta að hámarki gert sér vonir um fylgi á‘bilinu 15-20%. Hvernig; það skiptist- innbyrðis, skipfirekki megiijmáli. JónBaldvin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.