Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1985, Blaðsíða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR13. NOVEMBER1985.
5
Lítil saga úr heimi okurlána:
100 þúsund urðu að 416
þúsundum á 7 mánuðum
„Eg varð fyrir því óhappi að lenda
í gapastokki okurlánara. Fékk
lánaöar 100 þúsund krónur er ég var í
fjárhagserfiðleikum. Þær krónur
urðu mér dýrkeyptar. Þær voru
orðnar að 416 þúsund króna skulda-
bagga á nokkrum mánuöum,” sagði
einn viðmælandi DV sem varð fyrir
barðinu á mönnum sem lánuöu pen-
inga með okurvöxtum og notuðu sér
bágindi annarra til að auðgast.
„Það var maður nokkur sem benti
mér á að ég gæti fengið lánað fé hjá
tveimur mönnum þegar ég var í
f járhagserfiðleikum. Ég tók 100 þús-
und króna lán. Upphæðina fékk ég
borgaða í reiðufé en til þess varð ég
að skrifa undir tvo víxla. Annar var
upp á 50 þúsund og hinn upp á 80
þúsund. Mánaðar gjaldfrestur var á
víxlunum. Eftir mánuð hugðist ég
borga upp annan víxilinn, en fá
gjaldfrest á hinum. Lánardrottnar
mínir neituöu — vildu fá báða víxl-
ana borgaða í einu. Ég hefði getaö
greitt annan víxilinn ef ég hefði
„depónerað” hann í banka Þá haföi
ég ekki hugmynd um að það væri
hægt.
Skuldunautar mínir höfðu sam-
band við mig og buðust til að breyta
víxlunum í sex mánaða skuldabréf.
Ég var tilneyddur til þess og 130 þús-
und króna víxlarnir urðu að 204 þús-
und króna skuldabréfi sem var gefið
út á fyrsta veðrétt í húsi mínu. Þegar
ég ætlaði að greiða skuldabréfið þá
brá mér í brún. Mér hafði láðst að
lesa litlu stafina á bréfinu. Farið var
fram á hæstu leyfilega vexti á
þessum tíma (27%) þannig aö
skuldabréfið var orðið að upphæð 416
þúsund. Mér var hótaö. Ef ég myndi
ekki greiða skuldabréfið strax yrði
farið fram á lögtak á húsi mínu sem
var metið á um fjórar milljónir. Ég
kærði málið en dró það síðan til baka
— lagði þaö ekki á mig að standa í
málarekstri.
Þeir menn sem lánuðu mér pening-
ana voru útsmognir — kunnu svo
sannarlega á kerfið og léku á það
eins og píanóleikarar. Þeir sögðust
hafa keypt skuldabréfið. Aldrei
komið nálægt útgáfu þess,” sagði
viðmælandi DV.
— Hvaða menn voru þetta? Er það
leyndarmál?
„Nei, þetta eru tveir lögfræöingar
sem hafa löngum sett svartan blett á
stétt sína með víxla- og skuldabréfa-
kaupum. Ég veit að margir
lögfræðingar vilja hreinsa til —
fletta ofan af vaf asömum viðskiptum
stéttarbræðra sinna sem nota sér
bágindi annarra. Það er ekki nóg að
sópa ósómanum undir teppi og
geyma hann. Það verður að sópa vel
— hreinsa til,” sagði viðmælandi DV.
-sos
Ritari við setjarastörf i Alþingi.
„Óljósar og
óraunhæfar”
segir Friðrik Ólafsson um kröfur
bókagerðarmanna
„Viö höfum hlustað á þeirra hug-
myndir og taliö þær óljósar og óraun-
hæfar,” sagði Friðrik Olafsson, skrif-
stofustjóri Alþingis, í samtali við DV.
Eins og greint hefur verið frá í DV
hefur komið upp ágreiningur á milh
Félags bókagerðarmanna og skrif-
stofu Alþingis vegna setningarvinnu
sem er unnin af riturum Alþingis.
Þessi vinna fór áður fram í Gutenberg-
prentsmiðjunni og var unnin af félög-
umíFBM.
„Það er ógjörningur að segja hvað
gerist,” sagði Magnús E. Sigurðsson,
formaður FBM, í morgun. Á morgun
hefur verið boðað til félagsfundar í
FBM þar sem þetta mál verður m.a. til
umfjöllunar.
„Það hefur vakað fyrir okkur að ná
samkomulagi um máUð. En okkar
krafa er að þessi vinna tilheyri okkar
fólki. Það er fáránlegt að ekki skuli
vera til reglugerð samþykkt af Alþingi
um þetta, heildarstefnuna vantar.”
Magnús neitaöi því ekki að hugsanlega
neituðu félagsmenn í Félagi bóka-
gerðarmanna að vinna texta frá
Alþingi næðist ekki samkomulag um
setningarvinnuna.
-ÞG
Átök á milli flötta-
manna í Norrænu
Frá Edvard T. Jónssyni, fréttaritara
DVíFæreyjum:
Um helgina urðu blóðug átök um
borð í færeyska ferðamannaskipinu
Norræna. Ferjan Uggur við festar í
Kaupmannahöfn og hefur verið notuð
fyrir flóttamenn, aðallega Tyrki,
Líbana og Irana. Um 850 manns eru í
flóttamannabúðunum.
Rosaátök uröu á miIU Líbana og
Tyrkja í fyrrakvöld. Fjórir menn voru
fluttir stórslasaöir á sjúkrahús, einn
meö hnífstungu á hálsinum.
Tuttugu manns voru handteknir.
Talað er um að flytja nú sem flesta
Tyrki og Líbana frá borði.
Átökin hófust vegna deilna um
hverjir ættu að fara fyrstir að kvöld-
verðarborðinu. Það var barist um allt
skip. Flóttamannabúðir um borð í
Norrænu eru fyrir þá flóttamenn sem
eru nýkomnir til landsins. Upphaflega
var ætlunin að fólk dveldist um borð í
ferjunni aðeins á meðan gengið væri
frá pappírum þess en margir hafa
ílengst um borð. -ÞG.
Kvótakerfið minnkar sóknarkostnað
I kjölfar nýju fiskveiðistjórnunar-
innar hefur orðið um 10 prósent sparn-
aður í sóknartengdum útgerðarkostn-
aði. Þessar upplýsingar komu fram í
ræðu sjávarútvegsráðherra sem hann
hélt við setningu fiskiþings. Hann vitn-
aði í áætlun Þjóðhagsstofnunar þar
sem segir að þessi sparnaður geti verið
allt að 400 milljónir á ári fyrir botnfisk-
veiðiflotann. Árið 1984 kom í ljós að
sókn í botnfisk minnkaði mun meira en
afli. Sjávarútvegsráðherra skýrði frá
því að sókn togara í botnfisk hefði
minnkað um 7 prósent 1984 en afli á
sama tíma aðeins um 2 prósent. Hvað
önnur veiðafæri snerti væri munurinn
Uklega enn meiri. Þetta sagði hann
vera sönnun fyrir því að sóknar-
kostnaður hefði minnkað við hvert
veitt tonn fyrir tilstuðlan kvótakerfis-
ins.
Þá hefði kvótakerfið hvatt til sóknar
í vannýtta fiskistofna. Rækuveiðar
væru dæmi um það. Aukning á rækju-
veiðum fæli í sér aukið útflutnings-
verðmæti um 700 til 800 milljónir.
APH
Utan-
kjörstaða-
kosning
SÍNISHORN AF ATKV£ÐASEÐLI 1 PRÖFKJÖRI SJALFSTEDISHANNA
I REYKJAVlK DAGANA 24. OG 25. NÖVEHBER 1985
Katrin Fjeldhtcd. Lekmr. Holatorgi 4
Katrin Gunnar.sdotlir, framkvanidastjóri. Kriuholum 4
Kribtin Sigtryggsdottir, gjaldkeri. Flyðrugranda 8
Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafcl Rvikui. Geitastekk 6
Málhildur Angantýsdóttir, sjukraliði. Bustaðavegi 55.
Pall Gislason, læknir, Huldulandi 8.
Ragnar Breiöfjorð. iðnverkamaður, Asparfelli 8
Sigurbjörn Þorkelsson, verslunarmaöur. Kleppsvegi 132
Sigurjón Fjeldsted. skólast jóri. Brekkuscli 1
Sólveig Petursdóttir, logfræðingur, Bjarnialandi 18
Vilhjalmur G. Vilhjalmsson. auglýsingateiknari, Moðrufclli 5.
Vilhjálmur t>. Vilhjálmsson, logfræöingur, Máshólum 17.
Þórir Lárusson. rafverktaki. Hhðargerði 1
t»órunn Gestsdóttir, blaðamaður, Kvistalandi 8.
Anna K. Jónsdóttir, lyfjafræöingur. Langholtsvegi 92.
Árni Sigfússon, rekstrarráðgjafi, Espigerði 18.
Baldvin Einarsson, lögregluþjónn. Rekagranda 6.
Bjarni Á. Friðriksson. verslunarmaöur. Kaplaskjólsvegi 41
Brynhildur K. Andersen, húsmóðir, Havallagotu 53.
Davið Oddsson, borgarstjóri. Lynghaga 5.
Einar Hákonarson. listmálari. Vogaseli 1.
Guðmundur Hallvarösson, formaöur Sjómannafe) Rvikur. Siuðlaseh 341.
Guöný Aðalstcinsdóttir. husmoðu. Hvassalciti 41.
Guðrún Zoega. verkfVæðingur. Lerkihlið 17.
Gunnar S. Björnsson, framkvæmdastjón. Geitlandi 25.
Gústaf B. Einarsson, verkstjori, Hverfisgotu 59.
Guttormur P. Einarsson, forstjóri. Kleifarasi 13.
Haraldur Blöndal, hæstaréttarlogmaður, Hvassaleiti 15.
Helga Jóhannsdóttir, verslunarmaður, Háaleitisbraut 27.
Hilmar Guðlaugsson. múrari, Háaleitisbraut 16.
Hulda Valtýsdóttir. blaðamaður, Sólheimum 5.
Jóhanna E. Sveinsdóttir. viðskiptafræðinemi. Garðastræti 4.
Jóna Gróa Sigurðardottir, framkvæmdastjori. Búlandi 28
Július Hafstein. f ramkvæmdast jóri. Kvistalandi 11
tolustaf fyrir framan nofn frambjoöcnda i þeirri roö fcem óskað er að þeir skipi endanlegan
framboðslista. Þannig aö talan 1 skai sett fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem óskaö er
að skipi fyrsta sœti framboðslistans, talan 2 fyrir framan nafn þess frambjoðanda sem oskað
er að skipi annað sœti framboðslistans, talan 3 fyrir framan nafn þess sem óskað er að skipi
þriðja saeti framboðslistans o.s.frv.
FÆST8 —FLEST12 í TÖLURÖÐ
vegna prófkjörs um skipan framboðslista
Sjálfstæöisflokksins í Reykjavik viö næstu
borgarstjórnarkosningar fer fram virka daga i
Valhöll, Háaleitisbraut 1, frá kl. 9:00 — 17:00,
laugardaginn 19. nóvember kl. 10:00 — 12:00
og laugardaginn 23. nóvember kl. 14:00 —
17:00.
Utankjörstaðakosningunni lýkur laugar-
daginn 23. nóvember.
Utankjörstaöakosningin er þeim ætluö sem
fjarverandi verða úr borginni aöalprófkjörs-
dagana, 24. og 25. nóvember, eöa geta ekki
kosiö þá af öörum ástæðum.
Ráðlegging til kjósenda i próf-
kjörinu:
Klippiö út meöfylgjandi sýnishorn af kjörseðli
og merkið það eins og þér hyggist fylla út at-
kvæðaseðilinn. Hafiö úrklippuna með á kjör-
stað og stuölið þannig að greiðari kosningu.
Atkvæðisrétt eiga:
Allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykja-
vik sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára
aldri prófkjörsdagana og þeir stuöningsmenn
Sjálfstæöisflokksins sem eiga munu kosn-
ingarétt i Reykjavik viö borgarstjórnarkosn-
ingarnar og undirritað hafa inntökubeiöni i
sjálfstæðisfélag I Reykjavik fyrir lok kjör-
fundar.
Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík