Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1985, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1985, Síða 11
DV. MIÐVKUDAGUR13. NOVEMBER1985. 11 Tippað á tólf — Tippað á tólf — Tippað á tólf — Tippað á tólf — Tippað á tólf — Tippað á tólf Litli Daninn Jesper Olsen hefur staðið sig vel hjá Manchester United þegar hann hefur ekki verið meiddur. Ekki óalgengt að sjá tvo leik- menn gæta hans þegar hann er með boltann. Ekki er ólíklegt að hann skori mark gegn Tottenham á laugardaginn. Tippkeppni fjölmiðla Aö þessu sinni birti ég töflu meö liöunum sem eru á íslenska get- raunaseölinum laugardaginn 16. nóvember næstkomandi. Þar er tippaö á leikina af nokkrum fjöl- miölum. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensku fjölmiðlarnir keppa sín á milli um aö setja merki á leiki í ensku knattspyrnunni. Verðlaun eru ferö á Wembley í marsmánuði 1986 er fram fer úrslitaleikur í Milk Cup keppninni. Enda sjáiöi strax aö tippið er gulltryggt aö þessu sinni. > Q H 3 z S Aston Villa—Sheff. Wed. X X 1 X X X Ipswich — Everton 2 2 2 2 2 2 Luton —Coventry 111111 Manch. Utd.— Tottenham 111111 Newcastle—Chelsea 2 X X X 1 X Southampton — Birmingham 1 1 1 11 1 West Ham — Watford 111111 Grimsby—Portsmouth X 2 X 2 2 2 Leeds—C. Palace 112 111 Middlesbro —Oldham 1 2 X X 2 X Sheff. Utd. —Blackburn 111111 Stoke— Norwich 2X2X1 1 Aston Villa hefur gengiö frekar illa aö undanförnu en átti góöan leik í Watford á laugardaginn var. Tel liðið ná jafntefli gegn Sheff. Wednesday sem er alltaf traust. Ipswich tapar fyrir Everton hvaö sem Gunni Sal. segir. Luton gengur vel á gervigrasinu heima en Coventry er frekar slakt. Manchester United keppir viö Tottenham sem hefur gengiö af- leitlega undanfariö. Býst við aö Manchester U. sigri auöveldlega. Þessi leikur verður sýndur í íslenska sjónvarpinu á laugardaginn. Chelsea er gott lið og sigrar Newcastle á útivelli. Southampton er aö rétta úr kútnum eftir slæma byrjun en Birmingham tapar hverjum leiknum á fætur öðrum. Heimasigur þar. West Ham er með eitt skemmtilegasta lið ensku deildanna og sigrar Watford á heimavelli. I Grimsby veröur jafntefli milli Grimsby og Ports- mouth, sennilega 2—2. Leeds sigr- ar Crystal Palace léttilega á El- land Road og Middlesbro sigrar Oldham. Oldham stóö sig vel í byrjun keppnistímabilsins en hefur verið aö slaka á undanfarið. Sheff. Utd meö Peter Withe í fararbroddi hefur unniö góöa sigra undan- farnar vikur og leggur aö velli Blackburn aö þessu sinni. Norwich er meö mjög gott lið og sígur upp töfluna. Þrátt fyrir litla völlinn sinn og alla baráttuna mun Stoke ekki ná stigi aö þessu sinni. Stutt í milljónina Þrátt fyrir nokkuð mörg óvænt úrslit komu fram 5 raðir með 12 réttura og hlýtur hver röð 231.535 krónur. I annan vinning komu fram 97 raðir með 11 réttar lausnir og hlýtur hver röð 5.114 krónur. Aiis var potturinn 1.653.840 krónur og þar af í fyrsta vinniug 1.157.688 krónur en i annan vinn- ing 496.152 krónur. Potturinn jókst enn en seidar getraunaraðir voru 882.048. Stutt í milijónina sem sennUega gerist 23. nóvember næstkom- andi. Getraunaseðlasala héfur orðið að óopinberri keppni milli félaganna hér á landi. Um síðustu helgi seldi knattspyrnudeild Fram flestar raðir eða 66.244. Knattspyrnudeild Fyikis var i öðru sæti með 64.640 raðir. Knatt- spyrnudeild KR var i þriðja með 57.196 raðir. Handknattleiksdeild Fram i f jórða með 35.080 raðir, Keflavik fimmta með 32.996 raðlr, knattspyrnu- deild Víkings sjötta með 23.096 raðir, Haukar sjöunda sæti með 21.796 rað- ir, handknattleiksdeild IR áttunda með 20.004 raðir, knattspyrnudeild IK niunda með 19.888 raðir og frjálsíþróttadeild tR tíunda með 19.780 raðir. 54 kerfi fyrir 1 Að þessu sinni kynni ég kerfið R 4—4—24 en það er minnkað kerfi með 4 leikjum með þremur merkjum, 4 leikjum meö tveimur merkjum og er 24 raðir. Þaö er ritaö þrjá hvíta get- raunaseðla en þessir hvítu eru átta raðir. Kerfið gefur alltaf 10 rétta á einni röö ef föstu leikirnir eru réttir svo og þeir tvítryggðu. Þaö sem gera þarf er aö setja eitt merki á fjóra leiki fyrst. Má vera 1, X eða 2 eftir þörfum. Því næst eru tvítryggöu leikimir ákveönir og fært inn á seðlana eftir töflunni hér til hliöar. Á töflunni eru tvítryggöu leik- irnir þeir fjórir neöstu. Nota má 12 eöa X2 í staö IX sem er á töflunni. Ef 12 eru notaðir í staö IX þá er 1 notað- ur þar sem 1 er en 2 settir í staö X. Ef notaðir eru X2, þá eru 2 settir þar sem 1 er á töflunni en X látið halda sér. Aö lokum eru þrítryggðu leikim- ir færöir inn á seðlana eftir töflunni. Ef notaö væri kerfi sem myndi al- X LT 1 2 2 l X 1 X, 5. ) x a IX 2 1 X 2 1 TX X 1 Z X 2 iv ixjx 1 ]x ) 2.X 1 X 1 X 1, A /Tx p V 1 SL SL / I X 1 1 l l SL T L X xT 1 X a- / XX X X X TTi I 1 X x; X X ilL 1 1 i / 1 íl ) X X x!x- * .x T ! T J / XlX X 1 / ) X X X 1 1 1 X, xix _L x'x X X X X 1 1 X i Xx i iJ Umsjón: Eiríkur Jónsson tryggja leikina, þaö er að segja ef fjórir leikir væru fastir, fjórir með tveimur merkjum og fjórir með þremur merkjum og það kerfi gæfi alltaf 12 rétta, þá þyrfti 1296 raöir. Þannig að hægt er aö hafa þetta litla R 4—4—24 kerfi 54 sinnum í stað þess altryggöa. Menning Menning Menning Prýðileg samvinna Tónleikar i Mennmgarmiðstöðinni Gerðu- bergi 10. nóvember. Flytjendur: Sigrún Valgerður Gestsdóttir, Hrefna U. Eggertsdóttir og Kjartan Öskarsson. Á efnisskrá: Lög og aríur eftir: Áma Harðarson, Sigursvein D. Kristinsson, Richard Wagner, Hugo Wolf, Benedetto Marcello, Gabriel Fauré, Gustav Mahler og Wolfgang Ámadeus Mozart. Afram heldur tónleikaröðin í Gerðubergi og það sem ánægjulegast er — fólk hefur sýnt tiltækinu áhuga og aösóknin hefur verið jöfn og stöö- ug. Reyndar tekst stofnuninni ekki aö vera ein um hituna á hverjum sunnudegi. Okunnugleika eða upp- lýsingaleysi ætti þó ekki lengur að vera til aö dreifa þegar tvennir tón- leikar rekast á, því að þjónusta Tón- verks sf. hefur verið meö slíkum ágætum nú um meira en árs skeiö að til árekstra tónleika ætti ekki aö þurfaaökoma. Þennan sunnudag var Gerðuberg eitt um hituna, enda eins gott, því fastagengi tónleikagesta er ekki svo stórt í höfuöborginni að til marg- skiptingar sé. Tónleikarnir verö- skulduöu líka fyllilega góða aösókn. Sigrún Valgerður hefur veriö mjög vaxandi söngkona upp á síökastið og strax í fyrstu lögunum, þremur lögum Ama Harðarsonar, sýndi hún allar sínar bestu hliöar. Raddsvið hennar er mjög vítt. Hún hefur góöa hæð og óvenjubreidd og styrk niðri. Texta fer hún undantekningarlaust vel með. Hún kann vel aö marka ef hnyttni og önnur skemmtilegheit eru tengd í texta og lagi. Kom þaö einkar vel fram í lögum Arna. Melódían í þeim ber að vísu ósvikinn svip hins breska skóla, enda nemandaverk, en píanóröddin, sem bæði nýtur tölu- verðs frelsis en er þó jafnan fast- tengd laginu og þá ekki sist text- anum, gerir meira en að bæta upp heldur einhæfa laglinu. Hins vegar fannst mér söngurinn verka einum of hlutlaus í söngvum Wagners við ljóð Matthildar Wesendonck og söngvum Hugo Wolfs. I samanburöi við tilfinn- ingaþrunginn píanóleikinn (og nú heföi verið gaman aö hafa hljóöfæri sem stæði undir meiri tiiþrifum) verkaði hann alla vega svo. En ekki verkaði þaö þannig í Mahler ljóöun- um, úr Des Knaben Wunderhorn, svo aö varla veröur þetta alhæft um þýska ljóösöngva hjá henni. I lokin Sigrún Valgerður Gestsdóttir. Tónlist Eyjólfur Melsted bættist basset homið, altóklarínett- an ljúfa, í hópinn og varð arían Non piu di fiori úr Mildi Titusar, ágætrí óperu Mozarts, sem alltof lítt er þekkt hér í norðrinu, hápunktur prýðilegrar samvinnu. -EM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.