Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1985, Blaðsíða 26
26
DV. MIÐVIKUDAGUR13. NOVEMBER1985.
*
Ólafur Guðmundsson veggfóörara-
meistari lést 7. nóvember sl. Hann
fæddist 9. nóvember 1912 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Jóhanna Þórey
Magnúsdóttir og Guðmundur Guð-
mundsson. Olafur var tvígiftur. Fyrri
kona hans var Magnea A. Magnús-
dóttir sem lést fyrir aldur fram. Þau
hjónin eignuöust eina dóttur. Seinni
kona Olafs var Elín Isleifsdóttir en hún
lést í ágúst sl. Olafur lærði veggfóðr-
araiðn og fékk meistararéttindi 1943.
Eftir það varð hann sjálfstæður at-
vinnurekandi. Utför hans verður gerð
frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl.
15.
Anton Schneider sápugerðarmaður
lést 7. nóvember sl. Hann fæddist 23.
október í Efri-Slésíu, sem þá tilheyrði
Þýskalandi. Hann fluttist til Islands
ungur að aldri. Eftirlifandi eiginkona
hans er Guðrún Ingólfsdóttir. Þeim
hjónum varð tveggja dætra auðið.
Lengst af starfaði Anton hjá Sápu-
gerðinni Frigg. Utför hans verður gerð
frá Kristskirkju í Landakoti í dag kl.
13.30.
Guðfinna L. Pétursdóttir lést 3.
nóvember sl. Hún fæddist 7. júlí 1925 í
Reykjavík, dóttir hjónanna Guðrúnar
Þorbjarnardóttur og Péturs Péturs-
sonar. Eftirlifandi eiginmaður hennar
er Jón Egilsson. Þeim hjónum varðj
þriggja sona auöið. Utför Guðfinnu
verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í
dag kl. 15.
Unnur Sylvía Árnadóttir verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju á morgun,
fimmtudaginn 14. nóvember, kl. 10.30.
Guðrún Jónsdóttir, Miðvangi 41 Hafn-
arfirði, lést í Hrafnistu, Hafnarfirði,
aðfaranótt 12. nóvember.
Herbert Jónsson kjötiðnaöarmaður
lést 5. nóvember sl. Hann fæddist í
Bolungarvík 29. ágúst 1936. Foreldrar
hans voru Lína Dalrós Gísladóttir og
Jón Ásgeir Jónsson. Herbert lærði
kjötiðn og vann síðustu árin í Stór-
markinum í Kópavogi. Eftirlifandi
eiginkona hans er Steinunn Felix-
dóttir. Þau hjónin eignuðust tvö börn.
Utför Herberts verður gerð frá Foss-
vogskirkju í dag kl. 13.30.
Bjarni Bjarnason, Hrafnistu, Reykja-
vík, sem andaöist 8. nóvember, verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju á morg-
un, fimmtudaginn 14. nóvember, kl.
10.30.
Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Bjargar-
stíg 7 Reykjavík, er andaðist á Elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund þann 5.
nóvember sl., veröur jarðsungin frá
Hallgrímskirkju þann 15. nóvember kl.
13.30.
Ölöf Friðfinnsdóttir frá Berjanesi í
Vestmannaeyjum, Haukshólum 3, er
lést í sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 5. þ.m.,
verður jarösungin frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 14. nóvember kl. 15.
Sigurður Jónsson frá Haukagili, Víði-
mel 35, veröur jarðsunginn frá Nes-
kirkju föstudaginn 15. nóvember kl.
10.30.
Sýning
Sigurþórs
Þann 9. nóvember sl. opnafti Sigurþór Jakobs-
son sýningu á vatnslitamyndum í Asmundar-
sal. Á sýningunni eru 64 myndir, allar frá síft-
ustuárum.
Sýning Sigurþórs stendur til 17. nóvember
og er opin alla daga frá kl. 14 til 20.00 (nema
fimmtudag kl. 14—22).
Spilakvöld
Kirkja Óháða
safnaðarins
heldur félagsvist í Kirkjubæ fimmtudaginn
14. nóvember kl. 20.30. Góft verftlaun og kaffi-
veitingar. Takift gesti meft. Basarinn verftur
haldinn 7. desember. Upplýsingar um hann í
síma 24846.
Félagsvist
Föstudag 15. nóv. kl. 20.30, Skeifunni 17. Allir
velkomnir meftan húsrúm leyfir. Húnvetn-
ingafélagift.
Tilkynningar
Hallgrímskirkja —
starf aldraðra
Opift hús verftur á morgun, fimmtudag, í
safnaftarsal kirkjunnar og hefst kl. 14.30.
Snorri Ingimarsson frá Securitas sýnir kall-
tæki. Einnig verfta sýndar myndir af Austur-
landi, kaffiveitingar.
Borgarspítalanum gefið
rannsóknatæki
Háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans
gefiö rannsóknatæki.
Nýlega færöi Karl Lúövíksson Háls-, nef-
og eyrnadeild Borgarspítalans aö gjöf sér-
staka tækjasamstæðu til rannsókna á sjúkl-
ingum meö ofnæmi í efri öndunarvegi og sjúk-
dóma í nefi og nefholum.
Tækjasamstæöan samanstendur annars
vegar af „Rhinomanometer”, sem mælir
þrýsting og loftflæði samtímis, og hins vegar
tölvusamstæöu sem vinnur úr öllum rann-
sóknaniöurstööum jafnóðum og auöveldar
þaö mjög alla úrvinnslu.
Tækin veröa notuö á göngudeild Háls-, nef-
og eyrnadeildar Borgarspítalans og eru nauö-
synleg til rannsókna á ofnæmi í efri
öndunarvegi.
Hraf nista fær
sjúkrarúm að gjöf
Nýlega heimsóttu formenn nokkurra
styrktarsjófta, Hrafnistu í Reykjavík og færftu
aft gjöf níu fullkomin sjúkrarúm.
Rúmin eru ætluft til nota á hjúkrunardeild-
um Hrafnistu og bæta þau til muna vinnuaft-
stöftu og vellíftan sjúklinga.
Myndin er tekin vift afhendingu sjúkra-
rúmanna: Frá vinstri: Rafn Sigurftarson, for-
stjóri Hrafnistu, Hrefna Jóhannsdóttir,
hjúkrunarforstjóri, Guftmundur Hallvarfts-
son, form. Sjóm.fél. Rvk., Isak Olafsson, Vél-
stjórafélagi Islands, Guftlaugur Gislason,
Stýrimannafélagi Islands, Karl Magnússon,
Skipstj.- og stýrimannafél. Ægi, Einar
Thoroddsen, Skipst,- og stýrimannafél. Ægi.
Fundir
Á fundi miðstjórnar
Alþýðusambands íslands
nýlega var eftirfarandi ályktun samþykkt
samhljófta:
„Þaft ofbeldi og kúgun, sem hinn réttlausi
svarti meirihluti S-Afríku býr vift, mætir vax-
andi andstöðu meðal siðmenntaðra þjóða.
Á vettvangi Sameinuöu þjóftanna hafa verift
samþykktar áskoranir um einangrun S-Afr-
íku. Biskupar Noröurlandanna og norrænu
verkalýftssamtökin hafa hvatt til aftgerfta.
Fjölmörg þjóftlönd, s.s. Bandaríkin og Norft-
urlönd, hafa gripið til viðskiptatakmarkana.
I dagblöðum í síðustu viku birtist áskorun
frá forsvarsmönnum Alþýftusambandsins,
BSRB, Kaupmannasamtakanna og Félags
matvörukaupmanna þar sem neytendur og
kaupmenn eru hvattir til aft sniftganga suftur-
af rískar vörur frá miftjum næsta mánufti.
Verkalýftssamtök í ýmsum löndum hafa
sett afgreiftslubann á sufturafrískar vörur,
s.s. í Noregi, Finnlandi og Svíþjóft.
Meft aðgerðunum er verift að svara kalli
hins kúgafta meirihluta sufturafrísku þjóftar-
innar. SUkar aðgerftir eru taldar eina leiftin til
aft hafa áhrif á sufturafrisk stjórnvöld og þar
meft koma í veg fyrir allsherjar blóftbaft í
landinu.
Aft ósk hafnarverkamanna í Sundahöfn
samþykkti Verkamannafélagift Dagsbrún 25.
október sl. uppskipunar- og útskipunarbann'
gagnvart S-Afríku. Miftstjórn ASI lýsir stuftn-
ingi sínum vift þessa ákvörftun og beinir þeim
tilmælum tU annarra verkalýftsfélaga aft þau
geri nauftsynlegar ráftstafanir þessum aft-
gerftum til stuftnings. ”
Fundur stjórnar
Myndhöggvarafélagsins
Á fundi stjórnar Myndhöggvarafélagsins nú
fyrir skömmu var gerft svohljóftandi ályktun:
Lýst er yfir eindregnum stuftningi vift
framkomnar hugmyndir um breytingu á lofti
í sýningasölum Kjarvalsstafta í Reykjavík.
Þær breytingar sem hér um ræðir koma tU
með að bæta lýsinguna í sölunum til mikilla
muna þannig aft þeir hæfi betur hlutverki
sfnu.
Kirkjufélag
Digranesprestakalls
heldur fund fimmtudaginn 14. nóvember kl.
20.30 í safnaftarheimilinu, Bjarnhólastíg 26.
Auk fastra lifta mun Jóhanna Björnsdóttir
sýna litskyggnur úr sumarferft félagsins og
lesift verftur dagbókarbrot frá dvöl nokkurra
félaga í Hveragerði í sumar. Mætum öll og
tökum með okkur gesti.
Kvennadeild Flug-
björgunarsveitarinnar
verftur meft félagsfund í dag, miftvikudaginn
13, nóvember, kl. 20.30. Jólafundur.
Lífeyrissjóðurinn
Hlíf
heldur aftalf und sunnudaginn 17. nóvember og
hefst hann kl. 14 aft Borgartúni 18. Dagskrá:
reglugerftabreyting og venjuleg aftalfundar-
störf.
Ýmislegt
Matthías Jochumsson
1835 — 11. nóvember — 1985
Landsbókasafn Islands minnist um þessar
mundir í anddyri Safnahússins 150 ára
afmælis Matthíasar Jochumssonar. Verfta
þar sýnd ýmis verk hans, bæði prentaftar út-
gáfur og handrit, ennfremur nokkur sýnis-
hom þess er um hann hefur verift ritaft.
Sýningin mun standa næstu vikur á venju-
legum opnunartíma safnsins, mánudaga til
föstudaga kl. 9—19 og laugardaga kl. 9—12.
4 kvölda námskeið
í hugleiðslu og jóga
Hugræktarskólinn heldur námskeíft fyrir
almenning.
Hugræktarskólinn, Aðalstræti 16, sem
nýlega tók til starfa, gengst fyrir nám-
skeiftum í hugleiftslu og jógaheimspeki. Nám-
sekiftin eru fyrir almenning og er þeim ætlaft
aft kenna fyrstu skrefin í iftkun hugleiftslu, og
veita fólki innsýn í heimspeki jógavisindanna.
Tæknivæftingu og nýjum lifsháttum hefur
fylgt streita og stress. Engin einföld lausn er
er til á vanda nútímamannsins, en hugleiftsla
er aftferft sem eykur sjálfsstjórn og hugarró
og hjálpar þannig mörgum aft ná betri tökum
á lífi sfnu.
Næsta f jögra kvölda námskeið hefst mánu-
daginn 18. nóvember nk. Þaft stendur í f jórar
vikur, eitt kvöld í viku. Námskeiftsgjald er kr.
150. Innritun og upplýsingar eru í síma 46821.
MYNDHÖGGVARAFÉLAGIÐ I REYKJAVlK, KORPÚLFSSTÖÐUM.
THE AS60CIATI0N OF REYKJAVlK SCULPTORt - SKULPTURFORENINQEN I REYKJAVlK L UNION DES SCULPTURES A REYKJAVlK
Afmæli
90 ára er í dag, 13. nóvember, frú
Þórey Heiðberg, Laufásvegi 2A hér í
bænum. Eiginmaður hennar var Jón
Heiðberg kaupmaöur, sem látinn er
fyrir allmörgum árum. Þeim varö
fimm barna auöið. Tvö þeirra eru á
lífi.
Tapað -fundiö
Högni í óskilum
Svartur og hvítur högni, ca 8 mánafta, er í
óskilum í Brúnalandi 18, sími 38688. Hann er
ómerktur.
Köttur í óskilum
Svartur og hvítur högni, ca 8 mán-
aða, er í óskilum í Brúnalandi 18. Sími
38688.
Fresskettlingur hvarf
frá Sigluvogi
Bröndóttur, stálpaftur fresskettlingur hvarf
fyrir viku frá heimili sínu, Sigluvogi 7. Allar
nánari upplýsingar eru vel þegnar í síma
34010.
BMXreiðhjól
tapaðist
Reifthjól af gerftinni BMX meft gulum púftum
hvarf frá Grettisgötu 83 sunnudaginn 29.
nóvember sl. Ef einhver getur gefift upplýs-
ingar um hjólift, þá vinsamlegast hringift í
sima 79248.
Tónleikar
Háskólatónleikar
Fjórftu Háskólatónleikarnir á haustmisseri
1985 verfta haldnir í Norræna húsinu í hádeg-
inu miftvikudaginn 13. nóvember.
Gísli Magnússon píanóleikari flytur
Prelúdíur og fúgur úr Das Wohltemperierte
Klavier I eftir Johann Sebastian Bach.
Tónleikamir hefjast kl. 12.30 og standa
u.þ.b. hálftíma.
Tónleikanefnd Háskóla Islands.
Mesta undrabran
tónlistarinnar...
Næstu áskriftartónleikar Sinfóníuhijóm-
sveitar Islands, sem eru hinir fjórftu á þessu
starfsári, verfta i Háskólabíói nk. fimmtudag
og hefjast kl. 20.30. A efnisskránni eru eftir-
talin verk: Karólina Eiríksdóttir: Sinfóní-
etta, nýttverk. JóhannesBrahms: Fiftlukons-
ert í D-dúr op. 77. Igor Stravinsky. Eldfuglinn,
ballett-svíta.
Einleikari á tónleikunum er fiðlusniliingur-
inn ungi Anne-Sophie Mutter. Hún var undra-
barn í fiftluleik og er í dag talin einn af þremur
bestu fiftluleikurum sem nú eru uppi. Selló-
leikarinn kunni Rostropovich hefur sagt um
þesa ungu listakonu að hún hafi skapaft nýjan
mælikvarða sem fiðluleikari. Fimm ára göm-
ul hóf hún tónlistarnám og sjö ára gömul
hlaut hún 1. verölaun í tónlistarkeppni æsk-
unnar í V-Þýskalandi. Fjórum árum síftar
hlaut hún enn 1. verðlaun í sömu keppni, og þá
fyrir aft leika fjórhent meft bróftur sínum á pí-
anó. Arið 1977, þá aðeins 13 ára gömul, lék hún
í fyrsta sinn einleik meft Fílharmóníuhljóm-
sveit Vínarborgar í Slazburg undir stjóm Her-
oerts von Karajan. Eftir þessa frumraun
hennar sagfti von Karajan: „Mesta undra-
bam tónlistarÍLnar frá því Menuhin var i
æsku.”
Síftan hefur hún farift sigurför um allan
heiminn og leikió í stærstu og virtustu tónlist-
arhöllum veraldar vift fádæma hrifningu
áheyrenda. Hvar sem hún fer hlafta gagnrýn-
endur hana lofi fyrir fágæta hæfileika.
Laugardaginn 16. nóv. kl. 2.30 verfta aftrir
Stjömutónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar á
þessu starfsári. A efnisskránni er „Lundúna-
sinfónían” nr. 104 eftir Haydn og „Árstíftirn-
ar” eftir Vivaldi. Einleikari er Anne-Sophie
Mutter en tónleikarnir eru haldnir í samvinnu
vift Tónlistarfélagift í Reykjavík.