Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1985, Blaðsíða 14
14 DV. MIÐVKUDAGUR13. NOVEMBER1985. Spurningin Fylgist þú með íslenskum handknattleik? Jón ísleifsson vélvirki: Voða takmark- að. Þaö er svo mikið af leikjum í boöi. Þó fylgist ég með Evrópuleikjum og öðrum stórleikjum. Jón Hóimgeirsson kennari, Akureyri: Nei, alls ekkert. Mér finnst hann frekar leiðinlegur. Svo er líka mikið sýnt af þessum boltaleikjum. Hester Olafsdóttir afgreiðslustúlka: Nei, ég hef engan áhuga á honum og hef aldrei haft. Þó fylgist ég meö niður- stöðum meiriháttar leikja. Bryndís Eiríksdóttir húsmóðir: Nei, ekkert. Ég þekki ekkert til handbolt- ans og áhuginn er eftir því. örn Lýðssson kerfisfræðingur: Það er mjög lítið. Það eru helst Evrópuleikir og landsleikir sem ég hef áhuga á. Eggert Ólafur Jónsson lögregluþjónn: Sárah'tið núorðið. Mitt lið, FH, er að falla og ég búinn að missa áhugann. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur r Afengismál: „Höfum fylgt rangri stefnu” Páll Daníelsson skrifar: Mikið skelfing hljóta meðlimir áfengisvamaráðs að hafa lagst í dökkt þunglyndiskast þann 2. ágúst sl. Þá var nefnilega birt niðurstaða Gallup- könnunar á áfengisvenjum tuttugu og tveggja þjóða auk Islendinga. I stuttu máli sagt er ástandiö hvergi verra en hér á landi, þrátt fyrir öll boðin og bönnin í áfengislöggjöfinni. Það hlýtur að vera erfitt fyrir bless- aða forsjáristana að horfa upp á það að einstrengingsleg afstaða þeirra og þröngsýni hafi einungis gert illt verra i þjóöfélaginu. Auövitað hefur þetta allt veriö gert í bestu meiningu en nú er sannleikurinn sem sagt kominn í ljós. Er þá ekki mál til komiö að hætta vitleysunni? Hvernig væri að láta nægja að ráð- leggja fólki og brýna fyrir því hættuna sem óneitanlega er samfara neyslu þessa hættulega eiturlyfs? Eg veit kannski ekki mikið en þó þori ég að fullyrða aö núverandi okur- verðstefna og hálfgeggjuð áfengislög- gjöf valda margfalt ineira tjóni, beint og óbeint, en þeim er ætlað aö koma í veg fyrir. Því miður. Allar tilraunir til að uppræta áfengi hafa endaö með voveiflegum afleiðingum, hérlendis sem erlendis. Glæpasamtök hafa oröiö til, löghlýðnir borgarar hafa hrasað á vegi dyggöar- innar og þannig mætti lengi telja. Sama er að segja um ólöglegu eiturlyf- in og fíkniefnin. Dómsmálaráðherrann getur gefiö út eins margar reglugerðir og hann kemst yfir en þaö þýðir ein- faldlega að búin eru til ný vandamál í stað hinna. Og svona er þetta á öllum sviðum þjóðfélagsins. Forsjáristarnir halda áfram að klóra í bakkann og troða þjóðinni dýpra í skuldafenið. Ef svo heldur áfram sem horfir fer allt til fjandans. Það er alveg ljóst aö Islendingar láta ekki forsjáristana hafa vit fyrir sér, enda komnir af fólki sem ekki þoldi ofstjórn. Enginn lærir af reynslu annarra og hver er sinnar gæfu smiður, hver verstur sjálfum sér. Þetta mættu menn muna. Sjálfur get ég bætt því við af eigin reynslu að það er hreinlega náttúrulögmál að eins og maður sáir þannig mun maður upp skera. Guö hjálpi okkur. „Allar tilraunir til að uppræta áfengi hafa endað með voveiflegum afleið- ingum, hórlendis og erlendis. Glæpasamtök hafa orðið til, löghlýðnir borg- arar hafa hrasað á vegi dyggðarinnar. . ." segir bréfritari. „Krónan er verð lögð of hátt” Ólafur Á. Kristjánsson skrifar: Eg vil þakka fyrir forustugrein í DV 31. okt. Skrif í þessum dúr eru mesta nauðsynjamál í dag og síöustu vonir um aö sjávarútvegur og þar með efnahagur landsins fari ekki beint til fjandans fyrir tilverknað stjórn- valda. Þau eru steinblind í þessum efnum og eina lausnin til úrbóta er að þessir framleiðendur fái fyrir vöru sína það sem útlendingar vilja borga en ekki þessa skömmtun sem stjórn- völd hafa. Er það iðkað í svívaxandi mæli að verðleggja krónuna á allt of háu verði. Stúdentaleikhúsið er frægt fyrir vandaðar og framsæknar sýningar. Nýj- asta verk þess, Ekkó, — guðirnir ungu, er engin undantekning frá þessu og fær mikla aðsókn. Stúdentaleikhúsið: Keflavíkursjónvarpið: LOKUN ÞESS OG AFLEIÐINGAR Vestri skrifar: Athugasemdar er þörf viö lesendabréf einhvers „Þjóðólfs” sem fjallar um lokun Keflavíkursjónvarps- ins í lesendadálki nýlega og er að styðja við bakið á fyrrverandi ráð- herra Alþýðuflokksins, Gylfa Þ. Gísla- syni, sem sagðist hafa haft forgöngu um aö láta loka þessu sjónvarpi. Þjóðólfur segir þetta hárrétta ákvörðun hjá Gylfa Þ. Gíslasyni og hann eigi þakkir skildar fyrir. Ekki er víst að Þjóöólfur tali fyrir munn allra í þessu máli, og vonandi ekki. Þjóöólfur segir ennfremur aö okkar menningu stafi hætta af erlendum straumum sem berist hingað á öldum ljósvakans. Ekki er nú trú hans á menningu okkar sterk ef hann heldur að þessi hætta sé fyrir hendi. Síöan segir Þjóðólfur í sama lesendabréfi: „Nú er svo lítið hlustað á Keflavíkursjónvarpið, að þaö væri best að loka því alveg, enda kemur rás 2 í staðinn.” — Hvað er Þjóöólfur að fara? Ef hann meinar að Keflavíkurút- varpið verði lagt af eða styrkur þess minnkaður þá fer hann villur vegar. Því útvarpi verður sem betur fer aldrei lokað. Og við njótum góðs af því eins og öörum erlendum útvarps- stöðvum sem við getum hlustað á. Vill Þjóöólfur kannski láta loka möguleikum okkar til þess að ná almennt til erlendra útvarpsstööva? „Ekkó—betra en hjá atvinnuleikurum” Harpa Karlsdóttir hringdi: „Eg fór nýlega, ásamt nokkrum kunningjum mínum, á rokksöngleikinn Ekkó. Fannst okkur öllum þetta vera frábært leikrit. Leikurinn var mjög góður, jafnvel betri en hjá atvinnuleikurum. Enginn ofleikur sást og leikarar voru mjög eðlilegir. Einnig var tónlistin mjög góð. Einn leikari var alveg sérstaklega góður, en hann heitir Stefán og leikur Njóla skít. Hann var vægast sagt stór- kostlegur. Eg hafði ekki gert mér grein fyrir hversu góður rithöfundur Olafur Haukur er en þýðing hans á verkinu er stórkostleg. Eg hvet alla til að sjá þessa sýningu. Hún kemur virkilega á óvart miðað við að þetta er áhugaleikhópur.” ,,Ekki virðist vera hægt að fá neinn til að loka þessari slysagidlru." ER BEÐIÐ EFTIR SLYSI? Vaxtastefnan: „Skipulagt rán” Einn á sextugsaldri skrifar: Hafa menn hugsað um það að við, sem erum á miðjum aldri og rúm- lega það, þar með taldir allflestir þingmenn okkar og embættismenn, lifðum á og arðrændum foreldra okkar og þá eldri borgara þessa lands sem í góðri trú höfðu lagt nokk- urt fé til hliðar er tímabil óöaverö- bólgunnar hófst. Enn í dag gerum við það gott og þar með taldir allir þingmenn okkar og embættismenn. En dæmið hefur snúist við. Nú eru þaö börn okkar og barnabörn sem við lifum á og arð- rænum í skjóli rangrar en þaul- hugsaðrar vaxtastefnu. Eru til fleiri góð ráð? Haraldur Guðjónsson: Alvarlegt ástand er nú við Selja- skóla í Breiðholti. Skammt frá skólan- um er vatnstjörn sem er alveg ógirt. Nú um þessar mundir er hún frosin og börn sækja mikið í það að leika sér á henni. Gerist það sérstaklega í löngu frímínútunum. Aðeins einn kennari er úti viö til að fylgjast með 76 börnum. Ekki virðist vera hægt að fá neinn til aö loka þessari slysagildru. Það er eins og að það þurfi að verða slys til að eitt- hvaðverðigert. Lesendur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.