Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1985, Blaðsíða 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR13. NOVEMBER1985. Fjárlögin 1986: Ríkisstjómin hætti við hækkun söluskattsins en ætlar að skera niður f jölmargar f ramkvæmdir Samkvæmt tillögum ríkisstjórnar- innar er gert ráö fyrir aö samdráttur í umsvifum og erlendum lántökum hins opinbera verði um 1,2 milljaröar króna miöað viö breyt- ingar frá áður framlögöum fjárlög- um. Af þessari upphæö fara 800 milljónir króna til aö draga úr er- lendum lántökum. Breytingarnar, sem gerðar hafa verið á fjárlagafrumvarpinu, ná til tekju-, gjalda- og lánaþátta. Falliðfrá söluskatti Ákveöið hefur veriö aö falla frá fyrri áformum um aö leggja sölu- skatt á ýmsar vörur og þjónustu sem ekki hafa verið söluskattsskyldar. Þessar tekjur voru áætlaöar 400 milljónir. Á móti kemur aö gert er ráö fyrir 10 milljóna tekjuaukningu frá ÁTVR, 5 milljónum frá Lyfja- verslun ríkisins og 85 milljónum frá Pósti og síma. Lækkun tekna veröur því 300 milljónir. Eins og viö var aö búast vakti fjár- lagaræða fjármálaráöherra ekki mikinn fögnuö hjá stjómarandstöð- unni. Geir Gunnarsson, Alþýðubanda- lagi, sagði aö þetta frumvarp ætti einstaka sögu aö baki. Sjálfstæðis- flokkurinn heföi komiö meö bullandi gagnrýni á þessi f járlög sem varö til þess aö þeim var breytt. Hann sagöi aö svokölluð sláturleyfishafanefnd heföi fyrst kynnt þessar breytingar í fjárveitinganefnd í morgun. Hann sæi því ekki ástæðu til aö ræöa þessi fjárlög fyrr en í annarri umræöu á Alþingi og las síðan stjórnmála- ályktun. Þjóðarbókhlaða aðeins 1 milljón Lagt er til aö ríkisframlög veröi lækkuð um 574 milljónir króna frá því sem er í framlögðu frumvarpi. Viö þetta veröur rekstrarafkoma ríkissjóös 397 sem er nokkru betri en fram kom í gamla frumvarpinu. En hvernig skiptast svo þessar 574 milljónir niður á einstaka liöi? Ráö- gert er aö sparnaður og lækkun eöa frestun einstakra rekstrarverkefna á vegum ráöuneyta og stofnana ríkisins veröi um 170 milljónir króna. I því sambandi er m.a. fyrirhugað aö setja ákveöin mörk á fjárveitingar til einstakra útgjaldaliða, s.s. feröa- og bílakostnaö, risnu og aðkeypta þjónustu. Þá er gert ráð fyrir aö frestað veröi ýmsum framkvæmdum á vegum ríkisins, sem fellur aö líkindum ekki í góðan jaröveg hjá viðkomandi. Lækkun framkvæmdaframlaga Svavar Gestsson, Alþýöubanda- lagi, sá greinilega ekki heldur ástæðu til aö ræöa fjárlögin. Þess í stað las hann upp úr nýsamþykktri stjórnmálaályktun Alþýöubanda- lagsins. Hann sagöi m.a. að flokkur- inn væri sterkur og samhentur og heföi þrek til aö gera upp málin. Naglasúpugerð Sighvatur Björgvinsson, Alþýðu- flokki, sagöi aö tími væri kominn til að hætta þessari uppsuöu og nagla- súpugerö og átti þá við f járlögin. Sá háttur aö sneiða af hér og þar breytti engu. Gera ætti grundvallarupp- stokkun í fjármálum ríkisins. Hann veröur 145 milljónir króna. Þannig fær Þjóðarbókhlaða 1 milljón í stað 5 milljóna. Framkvæmdir vegna Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra flytur fjárlagaræðuna. rakti m.a. hverjar tillögur Alþýöu- flokksins væru í því efni. Hann sagöi aö breyta þyrfti fjárlagageröinni m.a. á þann hátt aö tekjuskattur yröi réttlátur og einfaldur. Þá væri einnig hægt aö bæta rekstur ríkisfyrirtækja tilmuna. Hrein vanvirða Kristín S. Kvaran, Bandalagi jafnaðarmanna, sagöi aö frumvarp- iö væri hrein vanvirða viö þjóöina og þingiö. Ekkert samráð heföi veriö haft viö stjórnarandstöðuna. Fjár- lagafrumvarpiö, sem lagt væri fram núna, væri í reynd þaö sama og hefði verið lagt fram undanfarin ár — bygginga íþróttamannvirkja lækka um 6 milljónir, framkvæmdir á vegum Háskóla Islands og raunvísindastofnana lækka um 11 milljónir og framkvæmdir vegna Listasafns Islands lækka um 15 milljónir í staö 47 milljóna. Sjúkrahúsbyggingar lækka um 35 milljónir Framlög til sjúkrahúsbygginga lækka um 35 milljónir og voru áöur áætlaðar 100 milljónir. Þá verður áformum um innréttingar Víðishúss og húsnæöis Hollustuverndar frestað og viö þaö sparast 44 milljónir. Styrking dreifikerfa í sveitum lækkar um 10 milljónir króna. Hætt verður viö aö setja upp símstöð í stjórnarráöinu og viö þaö sparast 10 milljónir. Kvikmyndasjóður fær 16 milljónir Framlög til Kvikmyndasjóðs tölurnar aöeins framreiknaöar. Þrátt fyrir nýjan og ungan f jármála- ráöherra heföi það ekkert breyst. Aðeins sviðsetning Kristín Halldórsdóttir, Samtökum um kvennalista, sagði aö þessi umræöa væri aðeins sviösetning og stjórnvöldum ekki til sóma. Hún sagöi aö Kvennalistinn mótmælti þeim vinnubrögöum sem heföu verið viö gerö þessara fjárlaga. Þaö væri enginn grundvöllur til aö ræða þessi f járlög aö svo stöddu. Ljóst væri þó aö margir ættu eftir aö veröa fyrir vonbrigöum með þessi f járlög. APH lækka um 16 milljónir. Framlög til sjóösins voru áöur áætluð 32 milljónir. Framlög til iönlánasjóðs lækka um 12 milljónir og til félags- heimilasjóös um6 milljónir. Blöndu frestað Lántökur Landsvirkjunar veröa lækkaöar um 250 milljónir. Það þýöir að gangsetning Blönduvirkjunar verður ekki fyrr en 1990. Þá er áætlað aö lántökum vegna Þróunar- félagsins verði breytt úr 150 milljón- um í 100 milljónir. Erlendar lántökur fyrirtækja á vegum ríkisins lækka því um 300 milljónir króna. Framkvæmdum frestað „Hvað B-hlutann snertir er ljóst aö þau ríkisfyrirtæki sem höföu áformað nokkra fjárfestingu veröa nú að rifa seglin,” sagöi fjármála- ráöherra m.a. í fjárlagaræðunni. Gert er ráð fyrir aö dregiö verði úr framkvæmdum og endurnýjun búnaöar hjá Pósti og síma, Ríkisút- varpinu, Áburöarverksmiöjunni og RARIK. Gjöld ríkissjóös til Pósts og síma lækka um 65 milljónir og lánhreyfingar um 100 milljónir.Lán- hreyfingar til Ríkisútvarpsins lækka um 15 milljónir sem verða án efa til að f resta framkvæmdum við hiö nýja útvarpshús. Kaupmáttur ekki rýrður Fjármálaráöherra lagði áherslu á aö kaupmáttur launa ætti ekki eftir aö rýrna og velferðarkerfinu yröi ekki raskaö. I lok fjármálaræðu sinnar sagði fjármálaráöherra: „Meö tilliti til þeirra ólíku hags- muna, sem hafa verður í huga í þessu sambandi, er þetta frumvarp auðvitaö ekki gallalaust. En á móti því veröur þó ekki mælt aö í því felst ríkisfjármálastefna er miðar aö út- gjaldaaöhaldi án þess að rýra kaup- mátt og velferð. Þaö hlýtur að teljast mikilsveröur árangur.” APH DV-mynd KAE. Stjórnarandstaöan: Fjárlögin gagnrýnd harðlega I dag mælir Dagfari í dagmælir Dagfari I dag mælir Dagfari Framsókn skiptir liði Enn eru framsóknarmenn í frétt- unum. Þeir eru ekki af baki dottnir í hugmyndafræðinni. Fyrst fann Ingvar Gíslason þaö út aö vandamál flokksins væri í því fólgið að kjósendur hefðu ekki gott af því aö stefna flokksins réöi of miklu í land- inu. Flokkurinn ekki heldur enda er niöurstaöa Ingvars sú að fimmtán ára rikisstjórnarseta Framsóknar sé orsök fylgishruns. Þessu næst lagðist Páll Pétursson í ferðalög til að kynna Framsóknarflokkinn erlendis, sjálf- sagt vegna þess aö hann er orðinu vonlaus um að finna fleiri íslendinga sem geta hugsað sér aö styðja Fram- sóknarflokkinn. Steingrímur vill banna Páliþessar utanferðir enda veit Steingrímur af langri reynslu sinni í útlöndum að þaö er Fram- sóknarflokknum lítt tU framdráttar að vekja athygli á þessu séríslenska fyrirbæri. Eins og menn vita hefur Fram- sóknarflokkurinn einn mann á þingi sem representerar svæðíö frá Garð- skagavita og inn tU Botnsskála.. Kjósendur hafa ekki séð ástæðu tU að kjósa fleiri enda þótt á þessu þétt- býlissvæði búi tveir þriðju atkvæðis- bærra manna. Þjóðinni finnst þetta gott, framsóknarmönnum slæmt. Hins vegar úir og grúir af fram- sóknarþingmönnum þar sem kjósendur eru fáir og dreifðir. Lög- málið er sem sagt það að eftir því sem kjósendum fjölgar fækkar þing- mönnum Framsóknar og öfugt. Nú hafa nokkrir framsóknarmenn í höfuðborginni fundið ráð við þessu. Þeir hafa flutt þá tUlögu að skipta flokknum upp i smærri einingar hér á þéttbýlissvæðinu samkvæmt þeirri kenningu að því færri kjósendur þvi fleiri þingmenn. Þeir ætla að bjóða fram BB lista til að nýta atkvæðin eins og þeir orða það. Verður ekki annað sagt en að Framsóknarmenn séu hugmynda- ríkir og nýtnir, enda veitir ekki af þegar atkvæðum fer fækkandi meö hverjum kosningum. Enginn flokkur hefur efni á því að bruðla með atkvæði, sér í lagi þegar þau eru ekki skiptanna. Nú hefðu aö vísu sumir haldið að atkvæði Framsóknar á höfuöborgar- svæðinu væru ekki til skiptanna og þeim veitti ekki af að safna þeim ihn á einn og sama listann. En einhvern ' , ... iSp S. veginn hafa þeir samt fundið það út að með því að skipta eftirlegukindun- um upp í fleiri flokka og framboðs- lista nfætti kreista fram tvo fram- sóknarþingmenn í stað eins. Þetta kann að sýnast snjallt,hér- bragð hjá flokki sem hefur alist upp vlð þaö að nýta atkvæði sín til fulln- ustu. En annað mál er það hvernig kjósendur á höfuðborgarsvæðinu bregðast við. Eins og allir vita er Framsóknarflokkurinn í augum Reykvíkinga og Reyknesinga hálf- gert viðundur í pólitikinni og fer hvað úr hverju að teljast til þjóð- minja. Menn vilja gjarnan varðveita þjóðminjar, eitt exemplar eða þann- ig. En óvíst er hvort þéttbýlisfólk telur ástæður til að halda upp á margar útgáfur af framsóknar- mönnum. Eitt sýnishorn er nóg segir það og kýs samkvæmt þvi. Framsóknarmenn mega passa sig á því að ofbjóða ekki umburðarlyndi og þjóðrækni kjósenda með þvi að fara aftan að þeim og reyna smygla fleiri framsóknarfyrirbærum inn á þing með einhverjum kúnstum. Það getur leitt til þess að hvorki B, BB eða BBB fái þau atkvæði sem til er ætlast. Þá getur farið svo að síðasti geirfuglinn detti hreinlega út og þétt- býlissvæðið glati þeim eina geirfugli sem eftir situr. Að því yrði eftirsjá í landi þar sem náttúruundur og erfða- gailar ern í hávegum haföir. ' ; Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.