Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1985, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1985, Blaðsíða 17
16 DV. MIÐVIKUDAGUR13. NÖVEMBER1985. DV. MIÐVIKUDAGUR13. NÖVEMBER1985. 17 íþróttir fþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir „Varð að drepa til að vera ekki drepinn sjálfur” — Bruce Grobbelaar, markvörður Liverpool, var hermaður í styrjöldinni í Zimbabwe Hann hleypur aö bifreiö sinni eftir æf- ingu dagsins raeð fjölda stráka á eftir sér. Þeir veifa blýöntum sínura og bók- ura raeð eiginhandaráritunum og Bruce Grobbelaar stansar og skrifar brosandi nafn sitt í nokkrar þeirra. Sest inn í bíl- inn, heldur handleggjunum út um glugg- ann og skrifar enn í nokkrar. í stað þess að segja nú er nóg komið kailar hann allt í einu: „Þarna er Ian Rush”, startar Colt turbonura á bílastæðinu fyrir utan „Mekka knattspyrnunnar” á Englandi, — Anfield Road í Liverpool. Hefur ekið á stað án þess að strákarnir hafi séð hvort Ian Rush var að koma eða ekki. Þetta er upphaf á viötali sem nýlega birtist í einu af norsku blöðunum. Allir Islendingar, sem eitthvað fylgjast með knattspyrnu, kannast viö Bruce Grobbe- laar. Hann hefur leikiö hér á Laugar- dalsvellinum — í frægum leik við KR 1984, þegar KR-ingar stóðu sig eins og hetjur og gerðu jafntefli viö þáverandi Evrópumeistara Liverpool. En við skul- um nú stikla á stóru í viðtalinu. „Eg á heima skammt frá æfingavelli Liverpool en á fimmtudögum og föstu- dögum tek ég létt á æfingunum, — lít kannski inn á Anfield og fæ mér tesopa meðan ungu strákarnir og B-liðsmenn- irnir æfa,” segir Bruce brosandi, lítur um öxl og ekur bílnum snilldarlega inn í bílskúrinn við heimili sitt — The Ark- ley. Á æfingunni í dag hafði hann komiö viö hjá sjúkraþjálfara Liverpool vegna eymsla í ökkla. Hann notar aðeins hægri fótinn í útspörkum frá markinu og þau taka talsvert í ökklann. „Konungur trúöanna" I breskum blööum hefur Bruce Grobbelaar oft verið kallaður „King of the Clowns” — konungur trúðanna og vissulega er hann oftast léttur í skapi í markinu. Á til að taka rispur langt út á völl, stundum með misjöfnum árangri. Hann er fæddur í Durban í Suður-Afr- íku fyrir 28 árum en fluttist ungur til Zimbabwe. Hóf hinn litríka markvarðar- feril sinn á Englandi hjá Crewe Alex- andra sem leikur í dag í fjórðu deild. Síð- an lá leiöin til Vancouver Whitecaps í Kanada, sem varð til þess að Liverpool fékk áhuga á honum — hann var keyptur til að taka við af Ray Clemence, sem þótti orðinn nokkuð gamall. Er þó enn í dag einn albesti markvörður enskra, hjá Tottenham. Það eru að verða fimm ár frá því Bruce kom til Liverpool og hann er landsliðsmarkvörður Zimbabwe. Grobbelaar lék 24 leiki með Crewe og skoraði þar eitt mark. Um það segir hann: „Við lékum við Crewe á heima- velli í Crewe — þekkt miðstöð járn- brauta — og þar sem ég var fyrirliði liðs- ins gat enginn komið í veg fyrir að ég tæki vítaspyrnu. Aö vísu hafði stjórinn, Tony Warrington, sagt að við yrðum aö hafa tvö mörk yfir áður en ég tæki víti. En staöan var 1—0 fyrir okkur og ég skoraöi úr vítaspyrnunni. Já, ég hef 100% nýtingu úr vítum.” Eina mark hans enn. Hefur enn ekki skorað beint úr útsparki. „Eg hef leikið sjö landsleiki fyrir Zim- babwe og þeir veröa varla fleiri, held ég. Vandamálið er að vera hvítur í svörtu ríki. Þó enn sé ég talinn besti mark- vörður Zimbabwe er ég ekki valinn vegna litarins. Nú er ég orðinn breskur ríkisborgari, — fékk réttindin fyrir tveimur mánuðum. Þegar ég hef lokiö þessu viðtali fer ég og sæki um vegabréf. Ætlaði ekki að hætta Eftir harmleikinn á Heysel-leikvang- inumíBriissel í maí í vor var víöa haft eftir þér að þú ætlaðir að hætta aö leika knattspyrnu? „Eg sagði aldrei að ég ætlaöi að hætta að leika knattspyrnu — sagði aðeins að það væri gott aö þetta væri lokaleikurinn Bruce Grobbelaar við afgreiðslu a bar sínura í Liverpool. á knattspyrnutímabilinu — ég heföi ekki getað hlaupið út á knattspyrnuvöll eftir það sem skeði á Heysel-leikvanginum. Eg vildi komast sem lengst í burt með f jölskyldu mína og hugsa gang mála hjá mér. Það var hryllilegt sem skeöi í Briissel — eins og einhver í fjölskyldunni hefði dáiö. I mars kemur út bók um mig og þar er kafli um atburöina í Briissel. Eg mun aldrei gleyma þeim harmleik en hef komist aö þeirri niðurstöðu aö við verðum að standa saman til að vinna bug á ofbeldinu á áhorfendasvæðun- Neikvæð skrif Nú hefur mikið verið skrifað um þig í neikvæðum tón? „Jú, ég hef oft fengiö slæma gagnrýni — en stundum líka góða. Ég er svolítið óvenjulegur í markvörslunni en slæm gagnrýni ergir mann. Sárindi, maður er jú mannlegur. En mest sárnar mér þeg- ar illa er skrifað um f jölskyldu mína.” Bruce og kona hans, Debbie, eiga eina dóttur, 15 mánaða, sem skírð er Thali. „Það var gert í Zimbabwe, í bænum Umtali. Þaðan kemur nafnið og hún er ofdekruð hjá okkur, ekki bara sem einkabarn, heldur sem eina barnabarnið í fjölskyldunni. Afi og amma koma í heimsókn frá Zimbabwe.” Hermaðurinn Bruce „Eg var tvö ár hermaður í Zimbabwe. Eftir sex vikna æfingar, mjög erfiðar, var ég sendur út í skóg. Lenti strax í heiftarlegum bardögum. Nokkuð annað en í knattspyrnunni en þaö er eins í stríði og knattspyrnu. Maður verður að læra aö lesa stöðuna — framkvæma á broti úr sekúndu. Það reyndi á snerpuna í skóg- inum. Fólk í Afríku barðist fyrir nýjum heimi. Það var erfiöur tími og þegar ég yfirgaf Afríku átti ég 50 sterlingspund í vasanum. Eg hef drepið í bardögum. Varð aö drepa til að vera ekki drepinn sjálfur. Tveir minna bestu vina voru tveimur metrum frá mér og voru drepnir. Eg særðist.” Þessir atburðir tilheyra nú fortíðinni — það er milli stanganna hjá Liverpool sem fólk þekkir hann. Hefur leikið nær 200 deildaleiki með liðinu, unniö enska meistaratitilinn, enska deildabikarinn og Evrópubikarinn. Brosiö alltaf til stað- ar og í lok viðtalsins sagði hann. „Ég er góður á trommur.” -hsím. Vill leika við Skota á versta velli Ástra- líu í mesta hitanum! — en þjálfari knattspyrnulandsliðs Ástralíu fær ekki að ráða „Við verðum að leika á þeim stað og tíma sem best hentar okkur. Skotar hafa allt sér í hag fyrir lið sitt í Glas- gow. Við verðura að leika þar i hita við frostmark og þess vegna vil ég að við leikum við þá ura raiðjan dag í Ástralíu i knattspyrnunni, nýlega í viðtali við fréttaraann Reuters í Sydney. Skotland og Ástralía leika tvo leiki um HM-sæti í Mexíkó næsta sumar. Fyrri leikurinn verður á Hampden Park í Glasgow 20. nóvember. Hinn síöari 4. desember á ólympíuleikvang- inum í Melbourne. Forustumenn knattspyrnusambands Ástralíu vildu ekkert með tillögur þjálfarans hafa að gera. Ákváðu aö leika á ólympíuleikvanginum þrátt fyrir áköf mótmæli þjálfarans „því það væri fyrir Skota eins og aö leika í eigin húsagaröi”, svo notuö séu orð Arok. „Þetta er eins og dæmigerður enskur völlur með yndislegu grasi, ná- kvæmlega það sem þeim líkar best. Eg hef ekkert á móti vellinum sem slíkum en vil leika á versta og erfiðasta velli sem fyrirfinnst því Skotar eru ekki vanir slíku. Það myndi koma þeim úr jafnvægi. Eftir fund með Arok sagöi formaður knattspyrnusambands Ástralíu; Sir Arthur George, að leikurinn við Skota yrði áreiðanlega í Melbourne. Hann vildi þó ekki útiloka þann möguleika að leikurinn yrði háður á öðrum velli þar í borg en ólympíuleikvanginum. -hsím. STOÐUGT FLEIRI IÐKA SIGLINGAR — ýmsir kappar verðlaunaðir af Siglingasambandi íslands 12. ársþing Siglingasambands íslands var haldið í nýju húsi ÍSÍ i Laugardal laugardaginn 9. nóveraber. Þingið var f jölmennt og endurspeglaði grósku þá sem verið hefur í siglinga- iþrótt á þessu ári. Iðkendafjöldi hefur aukist um 27% milli ára. Mest er aukningin i seglbrettura og kjölbátum en kænusiglingar hafa staðið í stað. Yfir 40 kappsiglingar fóru fram sl. suraar þar af 9 islandsmót. Sæfaraverðlaunin voru að þessu sinni veitt Inga Ásmundssyni, Ými, sem stýrði skútu sinni farsællega til Skotlands og heim aftur. Páll Hreinsson, Ymi, var kjörinn siglinga- maður ársins á kænum, Jóhannes Örn Ævarsson, Ymi, á seglbrettum og siglingamaður ársins varð Ari Bergmann Einarsson, Brokey. Jóhann Gunnarsson var endurkjörinn formaðurSÍL. • Arnór Guðjohnsen, knattspyrnumaður hjá Anderlecht í Belgíu, kom til íslands i gœr en hann hyggst dvelja hór i vikutima. Arnór var skorinn upp fyrir skömmu vegna meiðsla i fæti og er slikt vart farið að teljast til frétta. Arnór hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli á sinum ferli og varla nokkur annar knattspyrnumaður íslenskur hefur þurft að ganga i gegnum það sem Arnór hefur mátt reyna. Vonandi er að kapp- inn nái sér vel af meiðslunum og verði brátt tilbúinn i slaginn á nýjan leik. Bjarnleifur tók þessa mynd í gær af Arnóri og fjölskyldu. VERÐUR GUÐMUNDUR STEINSSON ATVINNUMAÐUR HJA RAPID VÍN? — Markovic, þjálfari Rapid Vín, hef ur mikinn áhuga á að fá Guðmund til Rapid Vín Svo gæti fariö að Guðmundur Steinsson, knattspyrnuraaður í Frara, gerðist atvinnumaður hjá austurríska féiaginu Rapid Vín. Sarakvæmt mjög áreiðanlegum heimildura DV hefur Markovic, þjáifari Rapid Vín, mikinn áhuga á að fá Guðmund Steinsson til liðs við Rapid Vín. „Markovic hafði samband við mig og sagði mér að hann hefði mjög mik- inn áhuga á að fá Guömund í sínar raðir. Hann sagðist hafa hrifist mjög af honum í Evrópuleikjum Fram og Rapid Vín fyrir skömmu. Einnig sagði hann mér að haft yrði samband við Guömund mjög fljótlega,” sagði heim- Wilkms fyrirliði þegar England og N-írland leika á Wembley íkvöld Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, f réttamanni DV í Englandi: Ray Wilkins verður fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu sem mætir því norður-írska á Wembley-leik- vanginum i kvöld. Bryan Robson, Man. Utd„ leikur ekki með vegua raeiðsia. I hans stað leikur Paul Bracewell, Everton. Ein önnur breyting verður á enska landsliðinu frá síðasta leik þess. Kerry Dixon, Chelsea, tekur stöðu Marks Hateley í sóknlnni. Urslita ieiksins er beðið með mik- ilii eftirvæntingu. Norður-Irar verða að ná jafntefli til að tryggja sér vonir ura þátttökurétt í lokakeppninni í Mexíkó. Leikurinn skiptir Englend- inga engu máli. Þeir hafa þegar tryggt sér farseðilinn til Mexíkó. Ráðist var á forseta AC Roma - íTorino Forseti AC Roraa, Dino Viola, þingmaður og elnn af æðstu raönnum kristilegra demókrata á italíu, var umkringdur af 50 áhangendum Juv- entus þegar hann fór úr sæti sinu til búningsherbergja eftir leik Juventus og Roma í Torino sl. sunnudag. Þeli- réðust á Viola, spörkuðu í haun og hrópuöu að honum gífuryrðum. it- alska knattspyrnusambandið mun taka afstöðu til málsins i dag og for- ráðamenn Juventus hafa skipað sína eigin rannsóknarnefnd. Viola var bjargaö af lögreglu frá lýðnura. ildarmaður DV í gærkvöldi. „Eg hef ekkert heyrt um þetta. En ef ég fengi tilboð eða boö um að koma út til Austurríkis þá myndi ég að öllum líkindum fara. Eg reikna meö að ég myndi hugsa það mál gaumgæfilega,” sagði Guðmundur Steinsson í samtali viö DV í gærkvöldi. Rapid Vín mun að öllum líkindum selja sóknarleikmanninn Zlatko Krancar til Hamburgér SV í Vestur- Þýskalandi fyrir 700 þúsund þýsk mörk. Mun þar komin ástæðan fyrir áhuga Markovic á Guðmundi Steinssyni. Krancar skoraði eitt mark fyrir Rapid Vín í fyrri leik Rapid og Fram í Vín. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort Guðmundur fer til Austurríkis. Yrði það mikill missir fyrir Fram því Guðmundur hefur um árabil verið einn skæðasti sóknarleikmaður liðsins. Ef af þessu verður er Guðmundur annar Framarinn á skömmum tíma sem fer frá félaginu í atvinnumennsku. Ömar Torfason er nú sem kunnugt er kominn til Luzern í Sviss. -SK. Tveir leikir íl.deild Tveir leikir verfta í 8. umferð íslandsmðts- ins í 1. deild í Laugardalshöll í kvöld. KI. 20 leika Víkingur og Þróttur en strax á eftir Val- ur og FH. 12. deild verða tveir ieikir. Haukar og Þór, Vestmannaeyjum, leika kl. 20 í íþróttahúsinu I Hafnarfirði og Afturelding og Ármann á sama tíraa í iþróttahúsinu að Varmá. Einn leikur verður í 3. deild I Hafnarfirði, ÍH — UMFÖkl. 21.15. hsím. Einkaþota f lygur með Sören Lerby — sem leikur bæði með danska landsliðinu og Bayern Miinchen í dag og kvöld. Gulltryggja Danir HM-sætið í Dublin? Danski knattspyrnusnillingurinn Sören Lerby, er leikur meðBayern Miinchen í Bundesligunni, mun verða á fljúgandi ferð í dag í orðsins fyllstu merkingu. I.erby mun leika með danska landsliðinu gegn irum í Dublin og hefst leikurinn klukkan 14.30. Bayern Miinchen þarf einnig á Lerby að halda því að liðið leikur gegn Bochura í 3. umferð bikarkeppninnar. Leikurinn hefst klukkan sjö og hefur a- þýska liöiö þegar séð til þess að hann geti leikið. Félagið lætur sig ekki muna um að senda einkaþotu eftir honura til Dublin. Þar sem Danir eru nær öruggir um sæti í lokakeppninni vonast Lerby eftir því að verða skipt út af í hálfleik svo að hann komist fyrr út á flugvöll. Frá Dublin flýgur hann til Dusseldorf þar sem bíll mun bíða eftir honum til að aka með hann seinustu sextíu kíló- metrana til Bochum. Litlar líkur eru á öðru en að Dan- mörk verði ein af 24 þjóöum til að vinna sér þátttökuréttinn til Mexíkó, þó þeir tapi gegn Irum því markatala þeirra er miklu betri en Svisslendinga. Þeir eins og Danir munu leika síðasta leik sinn í HM-riðlinum í dag, gegn Noregi á heimavelli. — I gær voru taldar litlar líkur á því að fyrirliði Dana og þeirra leikjahæsti maöur, Morten Olsen, gæti leikið þar sem hann meiddist í leik Anderlecht um síöustu helgi. Hann fór þó til Dublin með liðinu. Leiknum verður sjónvarpaö beint, öllum leiknum, til Danmerkur og jafnvel víðar. Piontek landsliðsþjálfari valdi 17. manninn í landsliöshópinn vegna méiðsla Morten Olsen — Jan Bartram, AGF, Arósum. -fros. Siggi ofar- lega í Sviss I — í 5.-8. sæti markaskorara í 1. deild I I Sigurður Grétarsson er í 5.-8. sæti yfir markahæstu leikmenn í 1. | deildinni í Sviss. Hefor skorað átta I mörk fyrir félag sitt Luzern. A | mánudag hélt Ömar Torfason til liðs Svið Lucern en liðinu hefur gengið illa síðan besti framvörður þess fót- | brotnaði i leik við Grasshoppers ■ Ziirieh. Tapaði fyrir Wettingen, 4—0, I í bikarkeppninni um helgina. Hér á eftir fer listi yfir marka- hæstu ieikmennina í Sviss - deildamörk. Robert Lúthi, Kamax, Jean-Paul Brigger, Sion, Steen Tychose, Lausanne, Thomas Zwahlen, Aarau, Sigurður Grétarsson Chr. Mattey, Grasshoppers, Dominique Cina, Sion, Walter Pellegrini, St. Gal. Riidi Elsener, Kamax, 8 aðeins | 12| 12 I 10 | 10 | 8 I II !l Sören Lerby.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.