Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1985, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1985, Side 32
FRÉTTASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um . frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krénur og 3.000 krónur fyrir bésta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. r MIÐVIKUDAGUR 13. NÓV. 1985. Hugmyndin um sérframboð Framsóknar íReykjavíkog á Reykjanesi: „Erum að talaum F-lista en ekki BB” „I rauninni erum viö aö tala um al- gert sérframboð framsóknarmanna í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi, sem yröi þá aö vera til dæmis F-listi. En ég tek þaö skýrt fram aö þetta eru • ennþá aðeins hugmyndir einstakl- inga,” segir Alfreð Þorsteinsson, for- maöur Framsóknarfélags Reykjavík- ur. Sá misskilningur kom upp eftir ræöu Magnúsar Olafssonar, varaformanns Sambands ungra framsóknarmanna, sem hann flutti á Suöurlandi um helg- ina, að fyrrnefnd sérframboö yröu á BB-lista. Ætti aö standa þannig að þeim, yröi að bjóöa einnig fram B- lista, én hugmyndasmiöirsérframboðs hafa ekki gert ráö fyrir tveim listum. Alfreð sagöi að gildi sérfram- boðanna yrði það eitt aö fullnýta fylgi framsóknarmanna í þessum tveim kjördæmum út af fyrir sig. „Þess vegna yröi aö vera um alveg sjálf- stæðan lista aö ræða og viö erum aö tala um F-lista en ekki BB.” Þá sagði Alfreð að þessi hugmynd væri líklega fyrst komin úr Reykjaneskjördæmi. Hún heföi alla vega veriö mun meira til umræöu þar en í Reykjavík, þar sem ýmsir heföu þó tekiö undir hana. -HERB. Gunnólfsvíkurfjall: Ýta brann Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri: Jaröýta brann til kaldra kola í Gunnólfsvíkurfjalli sl. mánudags- morgun. Haföi hún veriö notuö viö lagningu vegar upp á f jallið. „Þaö dettur engum í hug aö hér hafi verið um skemmdarverk aö ræða. Þaö er f jarstæöa,” sagöi Arnar Aðalbjörns- son, eigandi ýtunnar, er DV spuröi hann um kvitt þess efnis, sem haföi komiðupp. BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA 25050 SENDIBÍLASTÖÐIN Hf LOKI Allir með gúmmíhanska í strætó! í tveimur fjársvikamáium: Qi/ httccuik vfVMI I wwvliV „Hér er annars vegar um aö ræða opinberar ákærur á tvo stjómar- menn í fyrirtækinu Mótorskip hf. vegna faktúrufalsana og söluskatt- svika vegna innflutnings á bifreið. Hins vegar er um að ræða mál er tengist mjög verulegum söluskatt- svikum. Þar er meginuppistaöan söluskattsvik, rangfærslur í reikn- ingsgognum auk bókhaldsbrota,” sagði Jónatan Sveinsson saksóknari við DVímorgun. „I síðara málinu hafa ákærur ver- ið gefnar út á tvo stjórnarmenn í fyr- irtækinu Landvéium hf„ tvo starfs- menn fyrirtækisins og svo forstöðu- mann tölvuþjónustufyrirtækis. For- stöðumaöurinn er ákærður fyrir aö hafa staðið fyrir vísvitandi breyting- um á tölvuforriti og þannig skotiö undan verulegum hluta af veltu fyr- irtækisins,” sagði Jónatan ennfrem- ur. „Þaö má því segja að komið sé upp fyrsta tölvusvikamálið hérlendis,” sagði Jónatan Sveinsson. Að sögn saksóknara verður mál Mótorskips hf. tekið upp fyrir Saka- dómi Reykjavíkur en mál Landvéia hf. fyrir Sakadómi Kópavogs. hhei. Slysíöxnadal: Tveirá sjúkrahús Frá Jóni G. Haukssyni, blaöamanni DV á Akureyri: Tveir Húsvíkingar slösuöust í nótt er bíll þeirra fór út af veginum viö Bæg- isá í Öxnadal. Voru þeir fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Málsatvik eru þau, aö mennirnir tveir, sem eru bræöur, voru á leið frá Reykjavík. Á veginum viö Bægisá í Oxnadal lenti bíll þeirra á hálkubletti. Sagðist mönnunum svo frá aö mjög hvasst heföi verið. Skipti engum togum aö ökumaðurinn missti vald á bílnum og fór hann út af veginum niöur af þrjátíu metra kanti. Aflíöandi brekka var niður frá kantin- um og tókst ökumanninum aö halda bílnum á hjólunum lengi vel. Svo fór þó að bíllinn valt eina veltu. Flutningabíll kom nokkru síðar aö slysstaönum og ók hann mönnunum til Akureyrar. Þeir voru fluttir á sjúkra- húsiö á Akureyri. Þar dvöldu þeir í morgun. Ekki var vitaö nákvæmlega um meiösl þeirra. Nýjaþyrlan ekkibeygluð „Þetta eru engar beyglur. Þetta eru neyðarflotin á þyrlunni. Þetta er plast- klæöning og eðlilegt að hún hafi ekki svipaða áferð og áliö,” sagöi Páll Hall- dórsson, tæknistjóri Landhelgisgæsl- unnar. I frétt á baksíöu NT í dag meö ljós- mynd af nýju þyrlu Gæslunnar segir: „Eins og myndin ber með sér eru beyglur á húsi þyrlunnar svo eitthvaö viröist hafa gengið á í reynslufluginu ytra.” „Þegar ég skildi viö þyrluna síöast- liðinn fimmtudag, rétt eftir aö mynd- irnar voru teknar, var þyrlan í fínu standi,”sagðiPáll. Gert var ráö fyrir aö þyrlan legði af staö frá Marseille í Suöur-Frakklandi áleiðis til Islands í dag. Brottförin frestast til morguns, aö sögn Páls, vegna vandamáls sem upp kom. Sagði hann aö Frakkarnir þyrftu aö endur- skoða vigtartölur. Ef veður leyfir kemur þyrlan til landsins síödegis á laugardag. -KMU. Artnar ,,AiDS-vagninn" í þvotta- stöð SVR á Kirkjusandi klukkan eltafu i gærmorgun. Verið er að þrífa afturendann. DV-mynd S. TVBR STRÆTISVAGNAR í SÓTTKVÍ VEGNA AIDS Tveir strætisvagnar voru haföir í einangrun í tíu klukkustundir á svæði SVR á Kirkjusandi vegna ótta starfs- manna um aö AIDS-veiran leyndist í vögnunum. Frá miönætti í fyrrinótt til klukkan tíu í gærmorgun þoröi enginn starfsmaður aö stíga upp í vagnana. Það var ekki fyrr en SVR-menn höföu fengið fullvissu frá heilbrigöis- yfirvöldum og lögreglunni um að sag- an um sjúkdóminn hræðilega væri upp- spuni aö strætisvagnarnir tveir voru aftur teknir í notkun. Fjórir lögreglumenn, sem fjarlægðu illa haldinn útigangsmann úr vagni við Hlemm skömmu fyrir miönætti í fyrrinótt, viröast hafa komið sögunni af staö, samkvæmt framburði vagn- stjóra. „Lögreglumennirnir sögöu mér aö ég ætti ekki að taka á manninum því aö hann væri AIDS-sjúklingur. Þeir sögðu að vagninn yröi að sótthreinsa. Við vorum tveir vagnstjórar sem heyröum þetta. Svo settu lögreglumennirnir á sig gúmmíhanska til aö taka mann- inn.” tJtigangsmaöurinn haföi verið í tveimur vögnum, leiö 10, R-14118, og leið 3. R-14111.1 öðrum vagninum hafði hann kastaö upp. Vagnarnir voru báðir teknir úr áætlun og þeim ekið inn á Kirkjusand. „Viö tókum þá ákvöröun að koma ekki nálægt þessu fyrr en viö heföum j fengiö einhverjar leiöbeiningar frá j heilbrigðiseftirlitinu eöa læknum um hvernig ætti að umgangast svona,” Jk sagöi starfsmaöur á þvottastöö SVR. Bjarki Eliasson yfirlögregluþjónn sagði: „Eg talaði við þann sem fór fyrir lögreglumönnunum og hann kom r f af fjöllum. Svo að þetta hlýtur að vera einhvermisskilningurámillimanna.” W -KMU. já

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.