Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1985, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR13. NOVEMBER1985.
13
„HVÍTU VAGNARNIR”
I DV frá 22/8 sl. er grein eftir
Gunnlaug A. Jónasson um hinn
fræga björgunarleiðangur Folke
Bernadotte og sænska Rauða
krossins, „HVÍTU VAGNANA"
(De hvite bussene), á föngum úr
hinum hroðalegu fangabúðum
nasista í lok seinni heimsstyrjald-
arinnar.
Þar sem ég var einmitt sjálfur
staddur í Þýskalandi á þessum
slóðum, er umrædd grein fjallar
um, óska ég eftir að blað yðar leyfi
mér að koma með eftirfarandi at-
hugasemd og að hún verði birt sem
fyrst.
Klókur eftir á
Þegar ég las yfirskriftina á áður-
nefndri grein urðu ósjálfrátt fyrstu
viðbrögð mín (áður en ég var búinn
að lesa hana) hið fornkveðna: - það
er auðvelt að vera klókur eftir á.
Samkvæmt frétt Gunnlaugs, er
byggist á kenningu bandarísks
sagnfræðings að nafni Steven
Kobliks, munu sænska ríkisstjórn-
in og Folke Bernadotte hafa látið
úr greipum sínum ganga tækifæri
til þess að bjarga tugþúsundum
gyðinga. Þetta er alvarleg fullyrð-
ing sem ég óska eftir að gera at-
hugasemd við.
Eins og ég hef áður getið um var
ég staddur þarna í Þýskalandi á
þessum tíma og var þar að auki svo
lánsamur að vera bjargað, ásamt
öðrum Norðurlandabúum, af leið-
angri Bernadotte úr Sachsenhaus-
en fangabúðunum til Neuengamme
og svo i áföngum til Svíþjóðar. Eins
og gefur að skilja átti þessi björg-
unarleiðangur sér langan aðdrag-
anda og ógerlegt er að gera honum
góð skil í stuttri blaðagrein - helst
er að stikla á stóru. Héma er í raun
og veru af svo miklu að taka, það
er svo margt sem skeður á stuttum
tíma og afdrifaríkt.
Þegar ástandið í „þúsund ára
ríki“ Hitlers er athugað í byrjun
mars 1945 - þá er stutt í endalokin.
Þýskaland er í dauðateygjum.
Fyrir þá sem til þekkja komu fram
mörg vandamálin hjá leiðangurs-
mönnum Bernadotte sem þurfti að
leysa. Öngþveitið var ólýsanlegt
hvað varðaði alla flutninga á landi.
Hinar óstöðvandi loftárásir banda-
manna, jafnt að nóttu til sem að
degi, á allar samgönguleiðir og öll
flutningatæki virtust aukast með
degi hverjum. Jafnvel bifreiðalestir
sænska Rauða krossins urðu fyrir
árásum sem kostuðu mannslíf. Það
var ekki nóg að Bernadotte þurfti
að semja við Himmler og hans
kumpána annars vegar heldur
þurfti norska útlagastjórnin í
London hins vegar að ræða við og
semja við bandamenn um allar
áætlanir varðandi björgunarstarfið
í Þýskalandi. Og þar komu fram
ólíkar áætlanir og skoðanir.
Björgun mátti ekki dragast
Nú var stefnt að því með Berna-
dotteleiðangrinum að bjarga föng-
unum sem ailra fyrst og einkum
áður en allt hrundi í Þýskalandi -
LEIFUR H.
MULLER
^ „Ummæli Steven Kobliks eru áreiðan-
9 lega ekki byggð á eigin reynslu og tel
ég þau ekki sanngjörn í garð þeirra er stóðu
að þessari björgun.“
„Fyrir þá sem til þekkja komu fram mörg vandamálin hjá leiðang-
ursmönnum Bernadotte sem þurfti að leysa.“
með ófyrirsjáanlegum afleiðingum
fyrir fangana er margir hverjir
voru sjúkir og mjög illa á sig
komnir. En þegar svo rætt var við
yfírmenn bandamanna í London
kom það í ljós að þeirra stefna í
þessum málum var allt önnur.
Fyrst þegar Þjóðverjar höfðu gefist
upp skilyrðislaust á öllum víg-
stöðvum þá átti samkvæmt þeirra
áætlun að fara að huga að föngum
í Þýskalandi og víðar - stríðsfang-
ar áttu að ganga fyrir - svo kæmi
röðin að hinum pólitísku föngum
einhvern tíma seinna. Þetta var
mikið reiðarslag fyrir þá er unnu
að björgun hinna pólitísku fanga.
Vegna hins hörmulega ástands í
útrýmingarbúðum nasista gat hver
dagur þýtt líf eða dauða, hvað þá
ef björgunin drægist um vikur og
mánuði - og það eftir uppgjöf Þjóð-
verja. Fjöldi fanganna (pólitískra)
frá Norðurlöndum, sem átti að
reyna að bjarga, var áætlaður ca 8
til 9 þúsund - auk þess 1125 stríðs-
fangar frá Noregi. Aætlaður fanga-
fjöldi af öðru þjóðerni var ca 5 1/2
milljón. Þessar tölur eru áætlaðar
í okt. 1944.
350 vopnlausir norrænir kross-
farar áttu svo 8. mars 1945 að
keyra suður á bóginn í hið brenn-
andi ríki Hitlers - segir N. Chr.
Ditleff, sendiherra Norðmanna í
Stokkhólmi, í greinargerð sinni,
„Da Tysklandsfangene ble reddet"
(útg. 1955). Ditleff er talinn vera
upphafsmaður að hugmyndinni að
þessum björgunarleiðangri. Leið-
angurinn var með 95 bifreiðir, auk
sjúkrabifreiða og vörubifreiða, og
hafði með sér alls kyns útbúnað til
þess að hlynna að og hjúkra þeim
föngum er kynnu að þurfa þess
með.
Þótt áætlunin hefði fyrst gert ráð
fyrir ca 10 þúsund föngum, sem
bjarga átti, varð lokatalan ca 27
þúsund, þar af ca 16 þús. frá Norð-
urlöndunum.
Unnið við erfiðar aðstæður
Þegar litið er til baka rifjast upp
þær hörmungar sem maður varð
vitni að og einnig minnist maður
erfiðleika af ýmsu tagi er Berna-
dotteleiðangurinn þurfti að etja við
til þess að ná tilætluðum árangri.
Iðulega reyndist erfitt að komast
inn í fangabúðimar og fangelsin.
Fram að þessum tíma var engum
utanaðkomandi leyfður aðgangur
á þessa staði. Misþyrmingar nasist-
anna áttu ekki að berast út fyrir
gaddavírsgirðingar né fangamúra.
Gestapo og SS fullyrtu yfirleitt að
tilteknir fangar, er átti að sækja,
væru alls ekki hjá þeim og þóttust
ekkert vita. Vegna dugnaðar
Svíanna tókst yfirleitt að ná föng-
unum út. Það sem skipti miklu
máli hér var að Norðmönnum hafði
tekist að koma saman nákvæmum
nafnalista yfir umrædda fanga.
Ýmist gerðist þetta með vitneskju
frá öðrum föngum, er búið var að
bjarga, utanaðkomandi aðilum eða
Rauði krossinn hafði aflað nauð-
synlegra upplýsinga.
Ummæli Steven Kobliks eru
áreiðanlega ekki byggð á eigin
reynslu og tel ég þau ekki sann-
gjöm í garð þeirra er stóðu að
þessari björgun. Ég hefi mikinn
áhuga á að sjá og lesa niðurstöður
sagnfræðingsins um Folke Bema-
dotte og leiðangur hans strax og
tækifæri gefst.
Varðandi bók Folke Bernadotte
myndi ég helst segja að mér finnst
vanta meira um undirbúningsstörf
Norðmanna og norsku ríkisstjórn-
arinnar í þessu máli.
Leifur H. Múller.
ff
AÐ VAKNA DAUÐUR”
Eru íslenskir stjórnmálamenn
sofandi eða er kerfið, sem þeir hafa
smíðað, búið að þurrka úr þeim
allan lífsmátt?
Það er von að menn spyrji sig
þessarar spurningar oftar en einu
sinni. Örvæntingaróp fólks heyrast
hvaðanæva að. „Hvernig förum við
að lifa út mánuðinn, hvað verður
um okkur þegar við missum húsið
o.s.frv.?" Núverandi vaxtastefna
ríkisstjórnarinnar eða öllu heldur
kerfisins er hrein aðför að æðstu
stofnun þjóðfélagsins, heimilinu,
og sundrar því.
Er þeim sama?
Alþingismenn virðast sér þess
ekki meðvitandi (eða er þeim alveg
sama) að nær helmingur allra
húsbyggjenda riðar á barmi von-
leysisins. Úti á landsbyggðinni er
ástandið verst. Vextir og vísitala
lána auka stöðugt á skuldir fólks
og nálgast óðum söluverðmæti
eigna þess. Það sem er verra er að
enginn fæst kaupandinn þó svo
fólk vilji selja til að bjarga sér úr
klóm ranglætisins. Þetta eru ekki
einungis eignaupptaka og átt-
Kjallarinn
„Alþingismenn virðast sér þess ekki
meðvitandi (eða þeim er alveg sama)
að nær helmingur allra húsbyggjenda riðar
á barmi vonleysisins.“
SKÚLI BJÖRN
ARNASON
FULLTRÚISELFOSSI
hagafjötrar heldur nokkurs kónar
dauðadómur þar sem afleiðingarn-
ar eru upplausn heimila, sjálfsvíg
og sálarangist.
Já, myndin er svört, en er það
ekki einmitt það sem hún er?
Ástæðan er þessi: verð á vöru og
þjónustu hækkar sífellt ásamt
vöxtum og lánskjaravísitölu á
meðan kaupið stendur nánast í
stað. Fyrst ástæðan er svona aug-
ljós ætti þá ekki að vera jafnauð-
velt fyrir ráðamenn að bæta hér
um?
Á dögum þrælahaldsins í Amer-
íku var það kappsmál Suðurríkja-
bóndans að gefa þrælum sínum nóg
að borða því þá voru þeir betur í
stakk búnir til átaka á ökrunum.
Hér á landi er þessu öfugt farið.
Byrjað er á því að svelta þjóðina
til átaka. Þetta eru öfugmæli, en
svona er það. Átökin eru hin mikla
glíma við verðbólguna. En hvaða
fyrirbæri er þessi margumtalaða
verðbólga? Er hún ekki hugmynda-
fræðileg ókind sem varð til vegna
athafnaleysis þingmanna eða
rangra athafna þeirra sömu og
ekkert þar á milli. Það grátlegasta
við þetta allt saman er sú staðreynd
að meðan þetta ástand varir eru
þingmenn að flytja frumvörp og
tillögur á þingi sem ekkert snerta
það alvarlega ástand sem ég hef
áður minnst á.
Pólitískur frumskógur
Hér á allt að fljóta í lagabálkum
og reglugerðum sem enginn veit
hvað kosta muni þjóðina og síst
þingmenn sem þá smíða. Siðan eru
sjálfsagt ráðnir til þess menn að
pæla í gegnum laga- og reglugerða-
fjallið í því augnamiði að koma
reglu á óregluna og komast að því
hve miklum fjármunum þar var
kastað á glæ.
Hér ríkir sem sagt algjör pólitísk-
ur frumskógur á Alþingi Islendinga
sem stefnir þeirri annars göfugu
stofnun í hættu vegna þess álits-
hnekkis sem hún hefur beðið meðal
landsmanna. Ég er ekki að segja
með orðum þessum að þingmenn
séu neitt slæmir menn heldur virð-
ist þetta grútmáttlaus og sofandi
félagsskapur eins og hann kemur
almenningi fyrir sjónir, þingheim-
ur sem gleymt hefur til hvers hann
var kosinn, þ.e. til góðra verka,
almenningi til heilla. Það er eins
og lesa megi úr svipbrigðum þing-
manna þessi orð: „Þetta lagast allt
saman, það lagar það einhver
annar.“ Ef allir hugsa svo þá er
ekki von á góðu, eins og raun ber
vitni.
Nú er mál að linni. Þingmenn,
leggið litlu málin til hliðar og fyrir-
greiðslupólitíkina sömuleiðis, ráð-
ist á vandamálið þar sem það rís
hæst og leysið það.
Tvær þjóðir í litlu landi kemur
ekki til greina. Látið ekki kerfið
og slenið svæfa ykkur, því hver
vill vakna dauður?
Skúli Björn Árnason.