Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1985, Blaðsíða 7
DV. MIÐVIKUDAGUR13. NOVEMBER1985. 7 Neytendur Neytendur Neytendur 11 % verðlækkun á jógúrt f rá MS það er ekki nóg með að lambakjöt- Lítil jogurtdos án avaxta kostar 48,10), 500 g af léttjogurt 37,90 (aður ið hafi verið lækkað í verði. Nú er nú kr. 17,60 (áður 19,50) og með 42,10) og sunnudagsjógúrt, 180 g, einnig búið að lækka verðið á jógúrt- ávöxtum 19,40 (áður 21,60), 500 g af kostar núna 21,50 (áður 23,90). inni, húnvarlækkuð um 11%. jógúrt með ávöxtum 43,30 (áður A.Bj. Jógúrtin frá Mjólkursamsölunni var nýlega lækkuð í verði um 11%! DV-mynd Eiríkur Jónsson. íeldhúsinu meðDV: Afgangamir geta líka verið góðir Það or svo sem ekkert augnayndi pæið okkar en bragðið svíkur engan. DV-mynd A.Bj. Það borgar sig oft að elda aðeins stærri skammt en maður veit að verður borðaður til þess að eiga afgang í næstu máltíð. Það verður þá að vera þannig matur að auðvelt sé að „endurmat- reiða“ hann. Nefna má soðinn fisk sem hægt er að nota i gratín með mjög góðum árangri, kjötkássur sem hægt er að setja í pæbotn, soðið grænmeti sem nýta má annaðhvort í heitan jafning eða út í mayones. Einnig er hægt að nota afganga í eggjaköku eða í hrærð egg á pönnu. Vinsælt er í DV eldhúsinu að elda dálítið stóran skammt af gúllasi og nýta afganginn í pæ. Það þarf ótrú- lega lítinn kjötafgang til þess að komin sé fínasta máltíð. Við drýgjum jafnan gúllasið með því að steikja með mikið af lauk og gulrótum sem hvort tveggja er síðan soðið með kjötinu. Fyrir utan að drýgja matinn gefur þetta einstak- lega gott bragð. Sósuna jöfnum við með hveiti og dekkjum með sósulit og kryddum með chilidufti, soju og salti. Piebotninn er einfaldur: 22/3 bollar hveiti 11/2 tsk. salt 3/4 bolli salatolía 4-5 msk. kalt vatn. Hnoðað deig. Ef það virðist vera þurrt má bæta 1-2 msk. olíu út í deigið en alls ekki vatni. Gott er að fletja deigið út millli tveggja arka af smjörpappír. Strjúkið borðið með rökum klút áður til þess að smjör- pappírinn ýtist ekki til á borðinu. Skerið síðan út passlegt í neðri partinn á pædiskinum og komið deig- inu fyrir. Látið gúllasafganginn ofan á. Fletjið út efri partinn og komið honum fyrir. Festið kantana saman, t.d. með gaffli. Pæið er bakað í 180°C heitum ofni í ca 45 mín., eða þar til það hefur fengið fallegan, gulbrúnan lit. Þetta pæ svíkur engan og má raun- ar nota hvaða fyllingu sem er í það. Það er líka gott með berjafyllingu, t.d. bláberja- eða eplamauki. En það skulum við athuga seinna^ HEILLARAÐ Drykkjarílátfyrir rúmliggjandi Þegar yngstu heimilismenn- irnir eru lasnir er gott að vera duglegur að drekka mikinn vökva. Þá er sniðugt að útbúa sérstakt drykkjarílát: plastkrús með smelltu loki. Gerið tvö göt á lokið og stingið drykkjarstrái í annað gatið. Það kemur í veg fyrir að vök- vinn hellist of auðveldlega niður auk þess sem hann verður ekki rykugur. TUTTUGU VERSLANIR OG 5 ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI UNDIR | SAMA ÞAKI. 0+ BÆR í BORGINNI V3ILÆSIBÆR Tilkynning til launaskatts- greiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjald- dagi launaskatts fyrir mánuðina ágúst, september og október er 15. nóvember nk. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtu- manns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. JÓLAGJAFAHANDBÆKUR KOMAÚT27. NÓV.OG 11.DES.NK. Þair auglýaandur sam áhuga hafa á að auglýsa i bók- unum vinsamlagast hafi samband við auglýsingadaild IlSlðumúla 33, Rayk|avík, aða i sima 82280 mllli kl. 9 og 17.30 virka daga fyrir 19. nóv. REGULUS Sóluðu Radial vetrardekkin Nýtt mynstur - snarpari spyrna Hringið og pantið tíma fyrir hjólbarðaþjónustu Kaldsólunhf. Dugguvogi 2. Sími: 84111 Sama húsi og Ökuskólinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.