Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1985, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1985, Blaðsíða 28
28 DV. MIÐVKUDAGUR13. NÖVEMBER1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið KATTAHÚSINU BERST HÖFÐINGLEG GJÖF „Já, þetta er alveg rétt hjá ykkur á DV, ég gaf Kattahúsinu aö Stangarhyl öll launin min,” sagöi vesturbæingur- inn Runólfur hinn hressasti á heimili sínu núna um helgina. „Þaö er ekki vanþörf á aö húsið fari að komast í gagniö, er reyndar bara fokhelt núna og því brýnt aö útvega fjármagn til áframhaldandi fram- kvæmda. Sjálfur vil ég styrkja fram- tíðarverustað kattanna og legg því féö fram í því skyni. Annars fékk ég þessa ávísun senda frá sjónvarpinu fyrir leik í ríkissjóðs- auglýsingu og var þar í einu hlutverk- anna ásamt hjónunum Ladda og Erni. Mér gekk býsna vel aö fást viö hlut- verkið sem var eins og skrifað fyrir minn persónuleika. Ef til vill finnst einhverjum tvö þúsund krónur lítill peningur en safn- ast þegar saman kemur og eins og þjóðfélagiö er í dag eru yfirborganir fremur fátíöar. Þaö fyndna er kannski aö ég hef lítinn áhuga á sjónvarpi, horfi helst ekki á þaö. Finnst heilsu- samlegir göngutúrar, í góöu veðri, mun uppbyggiiegri og betra aö koma vigtinni í lag. Eg er níu kíló núna og þaö er víst í þyngri kantinum. Svo er ég ákaflega veikur fyrir börnum. Þau eru mitt áhugamál — og yfirleitt allt ungviöi. Annars er ég mjög nægjusamur, þarf litinn eyðslueyri og læt hverjum degi nægja sína þjáningu. Hef unun af því aö geta stutt gott málefni og vona aö þetta stuðli að hraðari þróun framkvæmda viö þennan nauösyn- lega griðastað katta í framtíöinni. ” Formaöur Fram, Hilmar Guðlaugsson, býður gesti velkomna á karla- kvöldið. Hvað gerist á karla- kvöldi? Þörfin hjá báöum kynjum til þess aö hópa sig saman undir ýmsu yfirskini er óneitanlega sterkt afl — kerlingar hafa til dæmis kvenfélög og sauma- klúbba en karlarnir læonsfélög og karlaklúbba. Haldin eru sérstök kvöld utan um þörfina og eitt slíkt var fyrir skömmu hjá iþróttafélaginu Fram — tilefnið var fjársöfnun til byggingar nýja íþróttahússins. Karlakvöldið var með heföbundnu sniöi, sjávarréttir snæddir og um þær kræsingar sá Framarinn Guömundur Öskarsson í Sæbjörgu. Framararnir Ragnar Bjarnason og Omar Ragnars- son mættu á staöinn og sá síöarnefndi reytti af sér sakleysislega karlabrand- ara. Síðan málverkauppboð, happ- drætti þar sem vinningar voru utanlandsferðir og fleira. A fagnaöinn mættu vel á annað hundraö karlmenn þannig aö einhverjir aurar ættu aö hafa safnast í íþróttahús Framaranna. Victoria Principal á erfitt með að dylja sársaukadrættina sem orsakast af miklum þrautum i baki. Pamela er með bakverk Pamela í Dallas er ef til vill á leið út úr þáttaröðinni vegna veikinda leikkonunnar Victoriu Principal. Miklar þrautir í baki hafa gert erfitt um vik að sinna hlutverkinu og ef skurðaðgerð reynist eina leiöin er líklegt að reynt veröi að skrifa Pam- elu út úr þáttunum. „Eg veit sjálf hversu fljótir áhorf- endur eru að gleyma og því er líklegt að langvarandi veikindi veröi til þess aö mér veröi sagt aö taka pokann minn og fá mér aðra atvinnu,” segir Victoria. „Líklega er verkurinn vegna of mikilla likamsæfinga síöasta sumar. Upphaflega komu fram erfiöleikar meö bakið á menntaskólaárunum vegna bílslyss og meiðsla sem hlut- ust af því en þaö tókst aö halda þeim niðri þar til núna. Það er bara að vona þaö besta og þrauka um stund en læknarnir segja að ekki veröi von um skjótan bata og því líklegt aö hlutverkið sem Pamela í Dallas fái aö fjúka ef ekki verður skyndileg breyting til batnaðar.” Jón Leó Ríkharðsson, Rikharður Jónsson og Jörundur Þorsteinsson. DV-myndir J.K. Sverrir Hermannsson var gestur kvöldsins. Með honum á myndinni eru Hilmar Guðlaugsson og Július Hafstein.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.