Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1985, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR13. NOVEMBER1985. Kínverjar vilja f járfesta víðar en á íslandi: Kaupa hluta í fyrir- tækjum víða um heim Sem kunnugt er hafa Kínverjar lýst yfir áhuga á viðræðum við Is- lendinga um eignarhlut í álverinu við Straumsvík. Kinversk yfirvöld undir forystu Deng Xiaoping hafa opnað leiðir til fjárfestinga utan Kína. Fyrsta landið sem þeir beindu sjón- um sínum að var Hong Kong. I síð- asta hefti Economist er haft eftir Francis Chen, hagfræðingi Citybank, að áætlað sé aö Kínverjar fjárfesti fyrir 6 milljarða dollara í Hong Kong á þessu ári. Aðeins Bandaríkjamenn fjárfesta fyrir hærri upphæö í Hong Kong. Kínverjar munu þá ná því að eiga um þriðjung allra fjárfestinga í Hong Kong á þessu ári. I Bandaríkjunum hafa Kínverjar einnig fjárfest mikið á þessu ári og munar þar mest um skógarflæmi í Washingtonríki sem þeir keyptu. Timburflutningar eru hafnir frá Bandaríkjunum til Kína. CITIC, China International Trust Invest- ment Corporation, hefur nýlega opnað skrifstofu í New York. I Ástralíu hafa Kínverjar einnig fjár- fest töluvert og keypt eignarhlut í stórfyrirtæki þar í landi. Á síðasta ári er talið að „út- streymi” fjármagns frá Kína hafi numið um 1 milljarði dollara, þannig aö aukningin hefur orðið gífurleg á þessu ári. Búseti í klípu —fær aðeins lán fyrir 15 íbúðum Hrakförum Búseta virðast engin takmörk sett. Þó að búið sé að sam- þykkja lán til Búseta virðist vera langt frá því að björninn sé unninn. Lán það sem Búseti hefur fengið vil- yrði fyrir í húsnæðisstjórn hljóðar upp á lán til byggingar 15 íbúða á 15 mán- uðum. Með slíku framhaldi tæki þaö Búseta 4 ár að byggja hina 46 íbúða blokk sem Búseti hefur í hyggju aö byggja. „Þetta er ákaflega einkennileg staða og við sitjum í algjörri gildru,” segir Reynir Ingibjartsson, starfs- maður Búseta. „Eftir að hafa staðið í þessu ströggli um að fá þessa lánveit- ingu sitjum við uppi með þetta, sem er krækiber í helvíti miðaö við samtök sem í eru 2.500 manns.” Hann segir að Búseta-menn viti ekki sitt rjúkandi ráð þessa stundina. Búseti hafi nokkra valkosti. Einn er að hætta öllu saman, annar að byggja og hanna nýtt hús, þriðji að fara út í þessar framkvæmdir upp á von og óvon og fjórði aö byggja þessar íbúðir og hreinlega selja síðan eins og hvert annað byggingarfélag gerir. Ef Búseti ætlar aðeins að byggja þessar 15 íbúðir er fyrirsjáanlegt aö það þurfi að hanna nýtt hús því 46 íbúða blokkin er þannig hönnuö að ill- mögulegt er að byggja hana í áföng- um. „Svo sitjum viö með gatnageröar- gjöldin á herðunum og allan þann kostnað sem verktakinn hefur þegar eytt í undirbúningsvinnu fyrir væntan- legar framkvæmdir í Grafarvogin- um,”segirReynir. APH Tölustafurinn á húsi bæjarstjórans er ekki af minni garðinni. Ætti þatta að minna bæjarbúa á aö merkja nú hús sin vel og greinilega. DV-mynd KHstján. BÆJARSTIÓRINN Á NÚMER NÍU Frá Kristjáni Einarssyni, Iréttarit- Það merkilega við þetta númer er ara DV á Selfossi: það að tölustafurinn er einn sá allra Bæjarstjórinn á Selfossi, Stefán stærsti sem sést hefur á húsi hér á Omar Jónsson, tóksigtilfyrirstuttu Selfossi. Slagar hann hátt í meöal og sýndi þegnum sínum gott fordæmí mannhæð. varðandi merkingar húsa. Þegar hannkomtU. Selfoss til Það dylst engum að með þessu vill starfa fyrir rúmum þrem árum festi Stefán bæjarstjóri vera þegnum hann kaup á gömlu húsi við Þóristún. sínum góð fyrirmynd. Raunar bæta Hús þetta hefur hann látið svospaugsamirbæjarbúarþvíviðað endurbæta frá kjallara og upp í ris. með þessu sé bæjarstjórinn aö minna Þegarviögerðumvarréttaðljúka sjálfan sig á að það séu bæjar- lét bæjarstjórinn festa númer húss- stjórnarmenn sem yfir honum ráöi, ins á einn vegg þess. Er þaö númer 0. en þeir eru 9 að tölu. Efnahagsstefna Deng Xiaoping er gæta einnig hér á landi. Sú verður farin að hafa áhrif víða um lönd og raunin ef aðild Kínverja í álverinu í spurning hvort áhrifanna fari aö Straumsvík verður. -ÞG Vifi hlið Keflavíkurflugvallar i október í fyrra. Verkfallsverðir BSRB reyna að stöðva millilandaflugið. DV-mynd: S. T síí’ #!• • - ~ jMMpmf ^mvm Mun færri úflend- ingar komu í BSRB-verkfallinu Verkfall BSRB í október í fyrra hafði þau áhrif meðal annars að ferðalög útlendinga til Islands voru ekki nema þriðjungur af því sem eðlilegt getur talist. Þetta sést með því að bera saman nýútkomnar tölur útlendingaeftirlitsins frá nýliðnum október saman við tölumar fyrir október í fyrra. Alls komu 5.835 erlendir ferðamenn til Islands í október í ár en í sama mánuði í fyrra, verkfalls- mánuöinum, voru þeir 2.128 eða aðeins 36 prósent af þeim f jölda sem nú kom. Þaö vantaði því 3.707 erlenda feröamenn þá til að ná fjöldanumíár. Verkfall BSRB hafði mun minni áhrif á ferðalög Islendinga milli landa. Alls voru skráðir 6.973 Islendingar við komuna til landsins í síðasta mánuði en í verkfallsmánuð- inum í fyrra komu 5.785 Islendingar til landsins, eða 83 prósent af fjöldan- umnúna. BSRB-verkfallið stóð í tæpar fjórar vikur. Því lauk 30. október. Það raskaði mjög flugsamgöngum milli landa. Vélar Flugleiða á Noröur-Atlantshafsleiðinni lentu til dæmis ekkert á Keflavíkurflugvelli á tímabilinu frá 3. október til 31. október. -KMU Hreppsnefnd Vestur-Landeyja: Ágreiningur um reikn- inga úr sögunni „Þungu fargi er létt af hrepps- nefndarmönnum. Eg vona að menn geti farið að vinna aftur saman,” sagði Snorri Þorvaldsson, hreppsnefndar- maður í V estur-Landeyjum. Á hreppsnefndarfundi nýlega var bókað aö nefndarmenn væru sammála um að ágreiningur um reikninga hreppsins væri úr sögunni. Eins og fram kom í DV í sumar neitaði endurskoöandi að skrifa undir hreppsreikninga. Endurskoðandinn, Haraldur Júlíusson, sagði í bréfi til hreppsnefndar þann 21. júlí að sér virt- ist sem oddvitanum, Eggert Haukdal, væri um megn að ráða bót á reiknings- flækjum sínum. I bókun hreppsnefndar frá 19. október kemur fram að Haraldur hafi áritað reikningana. „Reikningarnir voru samþykktir með athugasemdum Haraldar Júlíussonar endurskoðanda,” sagði Snorri Þorvaldsson. -KMU. Tæplegafimm hundruðmanns atvinnulaus I siöasta mánuði voru rúmlega tíu þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu. Það er aukning um 1300 daga frá septembermánuði. Dagaf jöldinn svarar til þess að 475 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá allan mánuðinn. Atvinnuleysisdagar októbermán- aðar i ár eru færri en tvö síðustu árin. 1 frétt frá vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins segir að rétt sé að geta þess að síðasta vinnu- dag október voru 760 manns á atvinnuleysisskrám landsins. -ÞG. 1985: Mestaaflaár sögunnar Margt bendir til þess að árið 1985 verði mesta aflaár íslendinga. Árið í fyrra varð hins vegar þriðja mesta aflaársögunnar. Þessar upplýsingar komu fram á Fiskiþingi í gær. Þrátt fyrir þennan míkla afla stendur sjávarútvegur mjög höllum fæti. Um þaö verður m.a.rættáþinginu. APH Rithandarsýni verða tekin I frétt á baksiðu blaðsins í gær með fyrirsögninni „Rithandarsýnis- horn í flugturni” slæddust inn tvær meinlegar villur í vinnslu blaösins. Úr fyrstu málsgrein féU niöur ein Una. Rétt er upphaf fréttarinnar svona: Reikningur yfir ýmsar ferða- vörur, útigríll og fleira, sem skrif- aöur var á Flugmálastjóm á Kefla- vikúrflugvelU, er nú tU rannsóknar hjá Rannsóknarlögreglu rikisins í Kópavogi. Málið var áður í böndum rannsóknarlögreglunnar í Keflavík og á KeflavíkurflugvelU. Lokamálsgrein fréttarinnar brenglaðist einnig. I blaðinu stóð að rithandarsýnishom hafi veriðtekin. í handriti blaðamanns stóð: „Rit- handarsýnishorn verða tekin... ” -KMU. Kynningákín- verskum réttum Frá Regínu Thorarensen, fréttarit- ara DVáSelfossi: Nýlega var haldin kynning á kín- verskum réttum í Kaupfélagi Arnes- inga á Selfossi. A boðstólum vom E1 Toro pizzur og kínverskar pönnu- kökur með hökkuðu beljukjöti inn í ogsósuútá. Keypti fólk míkiö af þessu enda smakkaöist þaö vel á staðnum en ekki eins vel þegar heim var komið. Eg var stórhrifin af hinni ungu stúlku sem kynnti réttina. Hún talaðí máli sínu þannig að hún virtist dáleiða aUa viðstadda sem mok- keyptu af réttunum. Stúlkan heitir Agústa tsleifsdóttir. Sama dag og kynningin fór fram fékk allt vinnandi fólk útborgað. Lik- lega heföi það ekki keypt eins mikið af kínversku réttunum og raun varð á hefði verið búiö að lækka verðið á kindakjöti. En ráðamenn báru ekki gæfu tU þess fyrr en seinna. Forstjóri Coldwaterá verkamannaþingi Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater, og Ami Benediktsson, forstjóri Framleiðni, flytja erindi og svara fyrirspurnum á þingi Verka- mannasambandsins sem hefst á föstudaginn. A þinginu eiga rétt tU setu 142 full- trúar 54 aðildarfélaga. Þar verður kosin stjórn sambandsins og mörkuð stefna í kjaramálum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.