Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Side 1
Engin almenn haekkun vaxta —afuröalánavextir hækka þóuml% og sparisjóðsvextir um 2% Beiðnir banka og sparisjóða um hækkun útlánsvaxta hlýtur ekki náð hjá ríkisstjórninni. Beðið var um 4-5% hækkun í þeim tilgangi að ná vöxtunum á líkt ról og nú er á verð- bólgunni. Útlánsvextir eru nú 32- 35% en verðbólguhraðinn hátt í 40%. Menn úr báðum stjómarflokkunum standa gegn vaxtahækkuninni. Matthías Bjarnason viðskiptaráð- herra sagði í samtali við DV að leyfð yrði 1% hækkun á vöxtum innlendra afurðalána, í 28,5%. Þessi lán eru í þrem bönkum, Landsbanka, Búnað- arbanka og Samvinnubanka. Tveir þeirra hafa heimild til þess að segja upp afurðalánaviðskiptum. Því er erfitt að standa gegn hækkun afurða- lánavaxtanna, sé eftir henni leitað. Þá verður heimilað að hækka al- menna sparisjóðsvexti úr 22% í 24%, en hugmyndir voru uppi um meiri hækkun þeirra. Sparisjóðsreikning- ar hafa verið mest notuðu innláns- reikningar til skamms tíma. Fé hefur verið að færast af þeim á ýmsa sér- reikninga sem gefa mun betri ávöxt- un. - HERB í gær gengu fulltrúar Dagsbrúnar á fund Sambandsmanna og lýstu yfir vonbrigðum sinum yfir að Sambandið ákvað að fara ekki í skiparekstur með Islenska skipafélaginu. Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Sambandsins, sagði að nú væri verið að kynna viðhorf Dagsbrúnarmanna fyrir öðrum í stjórninni. Hann sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um nýjan stjónarfund vegna þessa máls. Á myndinni sjást þeir Sigurður Rúnar Magnús- son, trúnaðarmaður hjá Hafskipi, og Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar, heilsa Val Arnþórssyni. DV-mynd GVA. íslenska skipafélagið: Farmur- inn tekinn heimúr Skaftá I I I I I I i t . — Útvegsbankinn hefurekkiafgreitt beiðni um bankaábyrgð „ Við höfum fýrst og fremst áhuga á að koma farminum heim úr skipinu. Það kemur vel til greina að tæma skipið í Antwerpen og koma farmin- um hingað heim. Hugsanlegt er að Rangá, sem nú er í Rotterdam, geti tekið farminn," sagði Jón G. Zoega, lögfræðingur íslenska skipafélags ins, í viðtali við DV í morgun. Til þessara ráðstafana verður grip- ið ef bankar neita að veita ábyrgð til að leysa út skipið í Antwerpen. Skipafélagið stendur frammi fyrir því að bíða eftir dómsúrskurði, sem gæti tekið einhvem tíma, eða fá banka- tryggingar. Félagið hefur sótt um 20 milljóna bankatryggingu hjá Út- vegsbankanum. Lárus Jónsson, bankastjóri Út- vegsbankans, sagði í morgun að það eina sem hægt væri að staðfesta í þessu væri að bankinn hefði enn ekki afgreitt þessa umsókn félagsins. Málið væri nú í athugun hjá banka- stjóminni. - APH sjá einnig bls. 5 Bestiárangur íslendings ígolfi — sjá íþróttir bls. 18-19 • Sýktarskepnur —skemmt sjá bls. 17 Essófáni blakti hjá sýslumanni — sjábls.2 ■ Verkamanna- launhafa hækkað meira enáfengisverð áárinu — sjábls.6 Málefni trillukarla áAlþingi -sjábls.2 Ráðistgegn nðuveiki — sjá bls. 4 Jólagjafahandbók fylgir blaðinu í dag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.