Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 7
DV. MIÐVIKUDAGUR27. NÓVEMBER1985.
7
Neytendur Neytendur Neytendur
Ertu búinn að láta
stilla ökuljósin?
911 ökutæki komu í ókeypis
ljósastillingu á einni viku.
„Á þeirri viku, sem við vorum
með þessa ókeypis ljósastillingu,
komu hingað 911 bílar,“ sagði
Þröstur Brynjólfsson hjá Ingvari
Helgasyni hf. en fyrirtækið bauð
viðskiptavinum sínum upp á
ókeypis ljósastillingu á þeim bílum
sem keyptir hafa verið hjá umboð-
inu.
„Þessi flöldi kom okkur mjög á
óvart. Þarna var að finna bíla sem
höfðu ekki verið ljósastilltir síðan
1982 og 3. Þessar undirtektir voru
miklu betri en okkur hafði dottið
í hug,“ sagði Þröstur.
- Hvers vegna koma menn ekki
með bílana sína til ljósastillingar,
er það svona dýrt ?
„Það er alls ekki dýrt. Ætli það
sé ekki bara hinn víðfrægi trassa-
skapur okkar sem verður þess vald-
andi að við förum ekki með bílana
okkar í ljósastillingu," sagði Þröst-
ur.
Ljósastillingu bifreiða átti form-
lega að vera lokið 1. nóv. sl.
Elta uppi eineygða
og illa stillta bíia
„Það eru enn heilmargir bíleigend-
ur sem ekki hafa komið með bíla sína
til ljósastillingar. Við reynum að
gera þeim viðvart, sérstaklega ef
bílamir eru eineygðir og áberandi
lélegt ástand á ljósunum," sagði
Láms Sveinsson hjá Bifreiðaeftirliti
ríkisins er neytendasíða DV spurði
hann hvernig bíleigendur hefðu
mætt til ljósaskoðunar.
Samkvæmt upplýsingum Lárusar
eru bílar og bifhjól á höfuðborgar-
svæðinu um 43 þús. talsins en á
landinu öllu em bílar og bifhjól um
115 þús.
Ljósatími er frá því einni klst. fyrir
sólarlag þar til klst. eftir sólampp-
rás. Reyndar er okkur ekki kunnugt
um nákvæmar tímasetningar sólar-
innar en langömggast er að aka með
ljós allan sólarhringinn. Ökumenn
ættu að hafa í huga að ökuljósin em
fýrst og fremst til þess að þeirra eigin
bifreiðir sjáist!
- Er ekki á leiðinni lögfesting á
því að aka með ljósum allan sólar-
hringinn ?
„Það er a.m.k. í þeim drögum að
nýjum umferðarlögum sem liggja
fýrir þinginu að ekið sé með ljósum
allan sólarhringinn einhvem tíma
ársins eða jafnvel allt árið,“ sagði
Láms.
Þess má geta að ljósastilling kostar
á bilinu frá 195 kr. upp í 300 kr. sem
kom fram í verðkönnun á ljósastill-
ingu á neytendasíðu DV 7. okt. sl.
A.Bj.
TÍU SLÁTUR EINS
OG VENJULEGA
Heil og sæl, neytendasíða! Sem betur fer var ekki búið að
Jæja, ekki lækkar matarkostnað- kaupa kjötið þar sem það lækkaði
urinn en það kemur nú reyndar til svoíverði.
af sláturtíðinni. Við tókum tíu Liðurinn „annað" er alltaf jafn-
slátur eins og venjulega, segir hár (er rúmlega 36 þús. kr.). Þar
m.a. í bréfi frá húsmóður á Akur- ber hæst afborgun á bíl upp á 11
eyri. þús. kr., en hún er sú síðasta.
Hún er með rúml. 5700 kr. á mann - A.Bj.
að meðaltali í októbermánuði.
Góð kaup fýrír kulsækna
aðeins 30% útborgun
Höfum fengið glæsilegan mokkafatnað jhjh
frá Iðnaðardeild Sambandsins til sölu
á mjög hagstæðu verði. a W á
Aðeins 30% útborgun og eftirstöðvar Jk
í þrennu lagi eða staðgreiðsluafsláttur.
Tækifæri sem enginn kulsækinn ætti AJk\\Æ\ |/V|nf\l ||>
að láta ganga sér úr greipum. Xrlllvll\3É|IÍII/%JIC
Greiðslukortaþjónusta. MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ
ÍTÖLSK GÆÐAVARA
KVEN-
KULDASKÓR
Pósts&ndum
WMÉt&ÆúLMM
Laugavegi 1 — Sími 1-65-84
Troðfull búð af nýjum,
spennandi tískufatnaði!
Nýtt úrval daglega!
Tískuverslunin X-ið
Laugavegi 33