Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 3
DV. MÁNUDAGUR 23. DESEMBER1985. 3 Blaðastyrkir: Þingmenn tryggðu mál- gögnum sínum 54 imlljónir Meirihluti þingmanna var ekki sáttur við að styrkir til flokksblað- anna yrðu felldir niður. Þess í stað samþykktu þeir að hækka fíárfram- lög ríkisins til þingflokka og mál- gagna þeirra um tæpar 9 milljónir króna frá því sem fjárveitinganefnd hafði áætlað. Halldór Blöndal, Sjálfstæðisflokki, bar upp þá tillögu að styrkir til dagblaða yrðu felldir niður. Þessa styrki hafa öll blöð nema DV og Morgunblaðið þegið. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, nema Sverrir Hermannsson, sem reyndar hefur sagt að hann væri blóðugur upp fyrir axlir í niðurskurði, voru samþykkir tillögunni ásamt Kolbrúnu Jóns- dóttur, Bandalagi jafnaðarmanna. Flokksfélagar hennar, þeir Guð- mundur Einarsson og Stefán Bened- iktsson ásamt Kristínu Halldórs- dóttur, sátu hjá við atkvæðagreiðsl- una. Aðrir stjórnarandstæðingar og allir framsóknarmenn greiddu at- kvæði á móti. Þá lá beint við að samþykkja til- lögu frá Páli Péturssyni, formanni þingflokks framsóknarmanna, um að styrkir til dagblaða yrðu hækkaðir um rúmar fimm milljónir á næsta ári eða úr 13 milljónum í 18,2 milljónir. Hún var samþykkt með aðstoð fram- sóknarmanna. í kjölfarið var sam- þykkt önnur tillaga frá Páli um að hækka styrki til útgáfumála þing- flokkanna um tæpar 3 milljónir eða úr 7 milljónum í tæpar 10 milljónir. Þá samþykktu þingmenn, með and- stöðu sjálfstæðismanna, að hækka sérfræðilega aðstoð fyrir þingflokka um rúmar 700 þúsund krónur í rúmar 6milljónirkróna. Að lokum samþykkti meirihluti þingmanna að ríkið keypti daglega 250 eintök af dagblöðum á degi hverj- um. DV er eina dagblaðið sem ekki hefur þegið þennan styrk frá ríkinu. Lauslega áætlað getur þessi fjárhæð numið 6 milljónum króna á næsta ári. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, að frátöldum Sverri Hermannssyni, greiddu atkvæði gegn þessari tillögu. Það sama gerðu þingmenn Banda- lags jafnaðarmanna, Kristín Halld- rfÁstin” selst vel: Gleymdistá sölulistum „Þetta er að sjálfsögðu mjög baga- legt fyrir mig, því salan á plötu minni hefur gengið mjög vel,“ sagði Jóhann Helgason, söngvari og lagasmiður, sem var svo óheppinn að gleymast í yfirliti sem birtist í fjölmiðlum um sölu á íslenskum plötum nú um helg- ina. f yfirlitinu var getið um allar íslenskar plötur nema breiðskífu Jóhanns sem ber heitið Ástin. Platan var upphaflega gefin út í 1000 eintökum. Þau eru nú uppseld hjá útgefanda. 1 dag eru væntanlegar 1500 plötur til viðbótar og verður þeim dreift í verslanir um leið og þær eru tilbúnar. Öll lög og textar á plötunni eru eftir Jóhann og gefur hann hana út sjálfur. Blankheit fyrir jólin? Tíu innbrot Talsvert var um innbrot í Reykjavík um helgina. Eftir hádegi í gær var brotist inn á sex stöðum í borginni. Litlu sem engu var þó stolið. Áður hafði verið brotist inn á fjórum stöð- um, en það var sama sagan: þjófamir höfðu sama sem ekkert upp úr krafs- inu. órsdóttir, Kvennalista, og Kristín S. ir sátu hjá. kvæðagreiðslu. Hann sagði það vera styrki á þeim tímum sem ríkissjóði Kvaran. Sigríður Dúr.a Krist- Fjármálaráðherra, Þorsteinn Páls- ótilhlýðilegt að vinstri flokkarnir væriþröngurstakkursniðinn. mundsdóttir og Guðrún Agnarsdótt- son, kvaddi sér hljóðs við þessa at- sameinuðust um að hækka þessa -APH stóraukin * úrÍ"U' Megli!lur á ucesta við ykku SIMI 29800 SKIPHOLTI 19 ;oppkz Canon maxell roadstar Bang&Olutsen nordmende ,GS GoldStar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.