Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 22
22
DV. MÁNUDAGUR 23. DESEMBER1985.
I Starfshópar athugið! i
I Nú bjóðum við upp á smurt brauð á danskan |
| máta — algjör nýjung.
■ 6 sneiðar í pakka, 900 kr. ■
■ (Reyktur lax - roast beef - rækjur - skinka - ■
I spægipylsa-svínarúllupylsa.)
I Auk þess er hægt að sérpanta humar, graflax og |
| fransktpaté.
I Tilboðsverð á kjúklingum og hamborgurum. §
■ Pantið °Pið frá *
■ tímanlega. 11—23.30
Vöruhús Vesturlands
Borgarnesi sími 93-7200
pwi 2
Jólin eru hátíö friðar. Þá á fólki aö líða vel og .
hvílast.
Hvíldarinnar er best að njóta þegar jólaundir-
búningi er lokið tímanlega. Það er vont að vera á
síðustu stundu.
Við í Vöruhúsi Vesturlands höfum fyrir löngu
lokið okkar jólaundirbúningi en hann felst í því að
leggja okkar af mörkum til að ykkar jólaundirbún-
ingur verði eins léttur og unnt er.
Þetta er okkar hlutverk og það tökum við alvar-
lega.
Það er óneitanlega kostur að fá allt
sem þarf í einni ferð. Ferð í Vöruhús
Vesturlands sparar sporin og er þess
vegna ferð til fjár.
Nýjar bækur__________Nýjar bækur__________Nýjar bækur
ER HÆGTAÐVINNA
BUGÁFEIMNI?
Svarið er já. Út er komin bók um
feimni hjá bókaútgáfunni Iðunni eftir
dr. P.G. Zimbardo sem sérhæft hefúr
sig í rannsóknum og meðferð á feimni.
Bókin er gefin út í sama flokki og
bækumar Elskaðu sjálfan þig og
Vertu þú sjálfur.
Ótrúlega margir líða fyrir feimni
einhvem tíma ævinnar en þessi bók,
sem ber einfaldlega heitið Feimni, sýn-
ir á aðgengilegan hátt að hægt er að
brjóta af sér feimnifjötrana ef einlægur
ásetningur og vilji em fyrir hendi.
Höfundur leitar svara við orsökum
feimni og lýsir áhrifúm hennar, hvemig
vanmetakennd og áhyggjur af áhti
annarra lita hegðun og tilfinningar.
Seinni hluti bókarinnar fjallar um hvað
gera skal. Raktar em ítarlegar og
greinargóðar leiðbeiningar heilræði og
æfingar sem hver og einn getur beitt
og reynst hafa áhrifaríkar til að sigrast
á feimni.
Það liggur ekki alltaf í augum uppi
hver er feiminn. Höfúndur vitnar i
margt frægt fólk og lýsir hvemig það
hefur glímt við feimni.
Dr. P.G. Zimbardo hefur stundað
umfangsmiklar rannsóknir á feimni og
tekið til meðferðar, ásamt starfsfólki
sínu við „feimnideild" Stanfordháskól-
ans í Bandaríkjunum, mikinn fjölda
einstaklinga sem líða af feimni.
Álfheiður Kjartansdóttir þýddi. Aug-
lýsingastofan Octavo hannaði kápu.
Óddi hf. prentaði.
Kristinn Reyr
Út er komin hjá bókaútgáfúnni
Letri í Kópavogi ný ‘ljóðabók:
Gneistar til grips eftir Kristin Reyr.
Hann er löngu þjóðkunnur fyrir
ljóð sín. leikrit og sönglög. Hafa nú
komið út eftir hann ellefu ljóðabæk-
ur, átta leikrit og fimm sönglaga-
hefti.
Kristinn Reyr á sér fjölbreytta
strengi á hörpu og hefur frá fyrstu
tíð verið í hópi þeirra sem yrkja jöfn-
um höndum háttbundið og í því
frjálsa formi er reyndist vaxtar-
broddur íslenskri ljóðagerð undan-
farna áratugi.
Ljóðabókin Gneistar til grips er 80
blaðsíður og hefur að geyma 42 Ijóð.
Höfundur hannaði útlit og kápu.
Setningu annaðist Acta hf., Hafnar-
firði, og Letur hf., Kópavogi, fjölrit-
aði.
NÝUNGLINGABÓK
EFTIR ÁRMANN
Ný unglingasaga eftir Ármann Kr.
WEinarsson er komin út hjá út-
gáfúnni VÖKU-HELGAFELLI.
Hún heitir lagt út í lífið.
Þessi nýja unglingasaga metsölu-
höfundarins Ármanns Kr. Einars-
sonar er lífsævintýri ungs manns.
Lífið er óráðið og áhugavert - bjart
fi-amundan.
Æskuárin hans eru þmngin ævin-
týrum og spennandi atburðum og
allt i kringum hann er fjölskrúðugt
mannlíf. Unglingsárin taka við;
hann fer að veita stelpunum í kring-
um sig meiri athygli, en er eins og
fleiri á því sviði heldur óframfærinn
gagnvart þeim.
Framtíðaráform og draumar em
ofarlega á baugi, en fyrstu sporin í
átt að því sem hugurinn stendur til
reynast erfi í fyrstu, en allt fer vel.
Þetta er eins kemmtilegasta saga
Ármanns Kr. Einarssonar til þessa,
hlaðin lífi og spenhu.
Lagt út f lífið er sett, filmuunnin
og prentuð í Prenstofu G. Benedikts-
sonar, en bundin í Bókfelli hf.
EKKERT STRÍÐ
-NÝ VERÐLAUNABÓK FYRIR BÖRN
OG UNGLINGA
Út er komin hjá Forlaginu ungl-
ingasagan Ekkert stríð eftir þýska
rithöfúndinn Tilman Röhrig. Hann
er einn umdeildasti bama- og ungl-
ingabókahöfundur Þjóðverja núna,
bækur hans hafa vakið mikla athygli
víða um lönd og hlotið margháttaða
viðurkenningu. Árið 1984 hlaut þessi
bók þýsku barna- og unglinga-
bókaverðlaunin, virtustu verðlaun
sem þýskum barnabókahöfundum
hlotnast í heimalandi sínu.
Sagan gerist í Þýskalandi árið
1641. Þrjátíu ára stríðið hefur staðið
í 23 ár og aðeins elstu menn muna
friðinn forðum daga. Börn og ungl-
ingar skilja varla hvað orðið friður
merkir. Ótti og örbirgð er daglegt
brauð. - Jockel er fimmtán ára, hann
er ástfanginn af Katrínu jafnöldm
sinni en unglingarnir fá engin tæki-
færi til að njótast. 1 stríði er ekki
tími til ásta. Samt tekst Jockel að
sýna að lokum á óvenjulegan hátt
hvaða hug hann ber til Katrínar.
Ekkert stríð er 111 bls. Þorvaldur
Kristinsson þýddi söguna. Prent-
smiðjan Oddi hf. prentaði.
SÝNINGARSTÚLKAN
er 26. bókin sem gefin hefir verið út á
íslensku eftir danska höfundinn Ib H.
Cavling.
Hér segir frá ungri stúlku sem af
mikilli einbeitni og dugnaði rífúr sig
upp úr ömurlegu umhverfi og fátækt
bemsku sinnar og nær því takmarki
sem hún setur sér, að verða þekkt og
eftirsótt sýningarstúlka.
En ástin kemur einnig til sögunnar
og setur ýmis strik í reikninginn, en
allt fer þó vel að lokum.
ymmmrm&mm
THl
HONOUR
OF
THE
HOUSE
ÞÝDDSAGA
eftir HALLDÓR LAXNESS
Út er komin hjá VÖKU-HELGA-
FELLI bókin The Honour of the
House eftir Halldór Laxness. Hér er
um að ræða söguna Ungfrúin góða
og húsið sem fyrst kom út árið 1933
í smásagnasafninu Fótatak manna,
en er nú í bókinni Þættir í ritsafni
nóbelsskáldsins hjá Vöku-Helga-
felli.
Ensk útgáfa sögunnar eftir Ken-
neth G. Chapman var fyrst gefin út
á vegum Helgafells árið 1959 en
kemur nú í snotm kiljuformi ætluð
ferðamönnum.
The Honour of the House er sett í
Víkingsprenti en prentuð og bundin
í prentsmiðjunni Hólum hf.
ÖLFUSINGAR1703-1980
Sögusteinn - bókaforlag hefur gef-
ið út bókina Ölfusingar - Búendatal
Ölfushrepps 1703-1980 eftir Eirík
Tómasson. Ölfusingar er fyrsta bind-
ið í ritröðinni íslenskt ættfræðisafn
- Búendatöl. Byggðin sem hér er
fjallað um hefur mikið breyst á síð-
ustu áratugum. Mörg býli hafa lagst
í eyði, nýbýli verið stofnuð og þétt-
býliskjarnar, sem ekki byggja á
gróðri jarðar, hafa myndast, Þor-
lákshöfn, Hveragerði og hluti af
Selfossi. í bók þessari hefur Eiríkur
Einarsson dregið saman mikinn fróð-
leik um búendur í Ölfushreppi frá
1703-1980. Bókin mun reynast öllum
áhugamönnum um ættfræði og þjóð-
legan fróðleik notadrjúgt og hand-
hægt uppflettirit. Eiríkur hefur áður
tekið saman Niðjatal Eiríks Ólafs-
sonar á Litlalandi í Ölfusi. Margar
ljósmyndir af bæjum og búendum í
Ölfushreppi eru birtar í bókinni.
Bókin er brotin um í Leturvali,
prentuð í prentsmiðjunni Grafík og
bundin inn i Félagsbókbandinu.
Bókin er 373 bls. Utsöluverð kr.
3.500.
TÍU LITLAR
LJÚFLINGSMEYJAR
Það var á árunum 1943-44 að skáld-
konan Theódóra Thoroddsen gaf son-
ardóttur sinni Katrínu Tlioroddsen
undurfallega og glettna þulu um tíu
litlar ljúflingsmeyjar og bað hana að
geramyndirvið.
Þulan var náskyld „Tíu litlum negra-
strákunum" hans Muggs, sem var syst-
ursonur Theódóru og kær vinur.
Katrín varð við beiðni ömmu sinnar
en þó dróst að ljúka verkinu. Það er
því fyrst nú að þulan um litlu ljúflings-
meyjamar birtist.
Þulur Theódóru Thoroddsen falla
aldrei úr gildi. Þær eru ortar á hreinu,
kjamgóðu máh og glettnin og ævintýr-
ið em nálæg.
Sjón og saga hefúr þá trú, að þessar
rammíslensku ljúflingsmeyjar, sem nú
birtast íslenskum lesendum, séu kær-
komið mótvægi við þá flóðöldu fjöl-
þjóðlegra lukkupamfíla sem yfir þá
hefurhvolfst.
Tíu litlar ljúflingsmeyjar er bók fyrir
böm á öllum aldri.
Verð bókarinnar er kr. 420,-
IhewftKH riyóftxkísnri
Knrin ffkýaxMsen