Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 6
6
DV. MÁNUDAGUR 23. DESEMBER1985.
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Bilaðar jólaseríur
geta verið hættulegar
Gömul inniloftnet fyrir sjónvarp
geta valdið alvarlegum slysum. Ef
þið eruð með slík loftnet í notkun
gangið þá úr skugga um að á þeim
séu réttir tenglar og í þau hafi verið
settir öryggisþéttar.
Ýmiss konar jólaskraut er þannig
gert að ljósaperu er komið fyrir
inni í skrautinu. Þetta eru t.d.
kirkjur, bómullarhús, stjömur í
glugga, sem oft eru úr pappa, plasti
eða öðru eldfimu efni.
Gætið þess að nota aldrei sterkari
perur en 15 vött í slíkar skreyting-
ar. En athugið að 15 vatta perur
hita þónokkuð út frá sér og því
mega þær ekki komast í samband
við brennanleg efni.
’ Ef jólatrésserían er farin að bila
þá borgar sig ekki að gera við hana.
Kaupið nýja seríu og gætið þess
að eiga nóg af varaperum af réttri
stærð. Við kaup á seríum er rétt
að ganga úr skugga um að hún sé,
eins og önnur raftæki, viðurkennd
af Rafinagnseftirliti ríkisins.
Fyrir nokkrum árum vom á
markaði hér jólaseríur sem voru
varhugaverðar; með lélegri ein-
angrun, leiðslur grannar og tengi-
klær og peruhöldur ólöglegar og
jafnvel hættulegar.
Með öllum jólaseríum eiga að
fylgja upplýsingar á íslensku um
gerð eða tegund og hvort þær séu
öryggisleiðbeiningar f rá Raf magnseftirlitinu
til inni- eðá útinotkunar.
Jólaseríur, sem nota á utanhúss,
verða að vera vatnsvarðar og við-
urkenndar til útinotkunar. Fram-
lengingarsnúrur þurfa að vera
vatnsvarðar, annars er hætta á
útleiðslu. Gætið að því að seríurnar
sláist ekki utan í vegg, trjágreinar
eða handrið úr málmi. Takið ser-
íuna úr sambandi þegar skipt er
um pem.
Hættuleg leikföng
Skrautlegur lampi, sem líkist
brúðu, getur freistað til leikja hjá
litlum bömum. Hugsanlega gæti
kviknað í þannig lampa ef barn
sofnaði með hann undir sænginni.
Rafmagnseftirlitið hvetur fólk til
þess að koma ekki með slysagildmr
inn á heimilin.
Hér hafa verið á markaðnum
leikföng sem ganga fyrir rafmagni
beint frá rafveitu. Þar er um að
ræða smækkaðar útgáfur af heimil-
istækjum eins og straujám eða
vöfflujám. Slík leikföng em hættu-
leg og algjörlega ólögleg. Þeim
verður að fylgja sérstakur öryggis-
spennubreytir eða leikfangaspenn-
ir sém Rafmagnseftirlitið hefur
samþykkt og breytir 220 volta
spennu í lágspennu sem er ekki
nema 24 volt.
Gamalt inniloftnet sem getur verið stórhættulegt. Ef klónni er stungið i samband við raftengil og
tekið í stangirnar er voðinn vís. Notið alls ekki svona loftnet. Það er aldrei að vita hverju óvitar
geta tekið upp á.
Mjög áríðandi er að allur örygg-
isbúnaður í rafmagnstöflunni sé í
lagi og notuð séu rétt öryggi en
ekki eitthvert bráðabirgðaöryggi
sem getur verið stórhættuleggt.
Þegar fólk verður fyrir raflosti
með því að snerta samtímis tvö
rafmagnstæki eða rafmagnstæki og
vask eða krana með hinni hendinni
er ástæðan sú að öryggisbúnaður-
inn vinnur ekki eins og hann á að
gera.
Rafmagnseftirlit ríkisins hvetur
húsráðendur til þess að láta lögg-
iltan rafverktaka líta á rafkerfið
hjá sér ef nokkur vafi leikur á að
öryggið sé nægilega tryggt.
-A.Bj.
Það er góð tilfinning að eiga kringlur, bollur eða brauð í frysti og
geta á augabragði fengið nýbakað með kaffinu.
DV-mynd GVA
Nýbakað á jóladag
Ilmandi og nýbakaðar kringlur
með morgunkaffinu á jóladag?
Hljómar ofsalega vel en hver nenn-
ir að fara að baka á sjálfan jóladag?
Það er líka alveg óþarfi. Hægt
er að baka jólabrauðið sitt fyrir-
fram og frysta það. Gerbakstur er
alveg tilvalinn til frystingar og er
honum síðan brugðið sem snöggv-
ast í heitan ofn eða örbylgjuofn.
Þá er baksturirm alveg eins og
nýbakaður.
Héma er kringluuppskrift - má
raunar baka þetta deig í hvaða
mynd sem er, sem fléttubrauð, boll-
ur eða kringlur eins við gerðum.
5 dl mjólk eða vatn
50 g ger
75 g smjörl.
2 tsk. salt
6 dl grahamsmjöl eða annað -
gróft mjöl
8 dl hveiti
2-3 msk. kúmen
Velgið mjólkina eða vatnið í ca 37
gráður og látið gerið út í. Yljið
smjörlíkið og bætið því út í vökv-
ann, bætið svo mjölinu, salti og
hveiti út í og hnoðið þar til deigið
er orðið hæfilegt. Ekki nota allt
hveitið í fyrstu umferð.
Látið deigið hefast þar til það er
orðið tvöfalt að rúmmáli. Breiðið
hreinan klút yfir skálina og látið
hana standa við heitan miðstöðva-
rofh. Þá er deigið hnoðað upp á
nýtt og bætt í það afganginum af
hveitinu. Búið til kringlur, bollur
eða brauð, látið á plötu og látið
hefast aftur um 20 mín., á heitum
stað undir hreinum klút.
Ef þið hafið búið til smábrauð eða
kringlur bakast þau í ca 10 mín.
(eða skemur) í 225 gráðu heitum
ofni en stærri brauð eru bökuð við
aðeins minni hita eða um 200 gráð-
ur og þá í lengri tíma eða í 20 mín.
Þegar á að frysta gerbakstur er
best að láta hann í frysti á meðan
hann er enn aðeins volgur. Þá helst
brauðið alveg eins og nýtt.
A.Bj.
Laufabrauðsskurður f Nessókn:
Aldaðir í Nessókn
í laufabrauðsskurði
„Það voru þarna hjón að norðan,
Debora og Ástvaldur, og þau urðu
mjög glöð þegar stungið var upp á
að það yrði skorið út laufabrauð.
Við keyptum kökurnar tilbúnar
hjá Ömmubakaríi í Kópavogi og
svo skáru gestir okkar út af mikilli
kostgæfni, sagði Jóna Hansen, sem
unnið hefur mikið starf fyrir félags-
starf aldraðra í Nessókn.
Prestshjónin Jóna og Stefán
Snævarr kenndu þeim sem ekki
kunnu á útskurðinn hvemig ætti
að bera sig til. Það var bæði skorið
með jámi og hníf. Að því loknu tók
Ingibjörg Þórarinsdóttir, skóla-
stjóri Hússtjómarskóla Reykjavík-
ur, við kökunum og steikti. Naut
hún aðstoðar Gunnlaugs Snævarr.
Það em 70 til 140 manns sem
mæta í félagsstarfið á laugardögum
kl. 3-5 í safnaðarheimili Neskirkju.
Það em ekki eingöngu vestur-
bæingar. Jóna sagði að þeir væru
fjölmennastir en allir eru velkomn-
ir. Kvenfélagið í Nessókn sér um
kaffisölu fyrir þá sem koma en auk
þess annast kvenfélagið um föndur
og spil á þriðjudagseftirmiðdögum.
Það eru prestar Nessafnaðar sem
standa fyrir þessum laugardags-
samkomum og skipta þeir árinu á
milli sín. Nú er tímabili sr. Franks
M. Halldórssonar að ljúka en um
áramótin tekur sr. Guðmundur
Óskar Ólafsson við.
Fjölmargir af þekktustu lista-
mönnum þjóðarinnar hafa komið í
heimsókn í félagsstarfið og skemmt
öldruðum. Þá hefur einnig verið
farið í ferðalag á sumrin. Á sl.
sumri var t.d. farið í fimm daga
ferð um Vestfirði, sagði Jóna
Hansen. -A.Bj.
Það voru miklar bollaleggingar í sambandi við skurðinn á laufa-
brauðinu. Sumir höfðu ekki gert þetta í mörg ár en aðferðirnar
rifjuðust fljótt upp. DV-mynd KAE
Betra að sjóða
hamborgarhrygginn
Góð matreiðsluaðferð á ham-
borgarhrygg er að sjóða hann fyrst
og „glassera" hann svo í heitum
ofni í smástund.
Gætið þess að láta kjötið ekki
bullsjóða - smakkið á soðinu og
athugið hvort það er hæfilega salt.
Stundum er hamborgarhryggurinn
alltof saltur og þá verður að skipta
um vatn á honum þegar hann er
soðinn. Ef hann er eingöngu steikt-
ur í ofni vill hann verða alltof salt-
ur.
Hamborgarhryggur þarf ekki
nema rétt um klukkutíma suðu við
vægan hita. Þerrið hrygginn vel
þegar hann er soðinn og látið í
ofnskúffúna. Hrærið saman ca 1
msk. af dökkum púðursykri, 3 msk.
af hunangi, 2-3 msk. af sinnepi og
safanum úr einni appelsínu. Smyrj-
ið þessu ofan á hrygginn og bakið
í 225 gráðu heitum ofni í 10-15 mín.
eða þar til yfirborðið er orðið gul-
brúnt og samfellt.
Þessa sömu smurningu má einnig
nota til þess að „glassera" skinku
sem áður hefur verið soðin í potti.
Skinkan þarf meiri suðu heldur en
hryggurinn eða um 70 mín. á hvert
kg ef hún er með beini en um 50
mín. ef um beinlausa skinku er að
ræða.
Nauðsynlegt er að sjóða reykt
kjöt við vægan hita, á það einnig
við um hangikjöt. - Á.Bj.