Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 23
DV. MÁNUDAGUR 23. DESEMBER1985. 23 Menning Menning Skottur fara á flakk í Lúxemborg er svo sem kunnugt er íslendingabyggð sem að mann- fjölda slagar upp í meðalþorp úti á landi. Ekki er víst að margir geri sér grein fyrir því að þar á meðal eru hátt í eitt hundrað börn innan ferm- ingar. Það er ekki á hverjum degi sem þeim gefst kostur á að sjá íslenskt barnaleikrit en nú á aðventu komu góðir gestir til Lúxemborgar. Revíu- leikhúsið hafði þar forsýningu á nýjum, íslenskum leik, Skottuleik, sem frumsýndur verður hér heima i janúar næstkomandi. Þó að aðstæð- ur væru frumstæðar var greinilegt að börnin kunnu vel að meta heim- sóknina og skemmtu sér hið besta. í leiklýsingu segir að Skottuleikur sé eldfjörug leiksýning fyrir börn, byggð á gömlum hefðum í leikhúsi Evrópu, svo sem trúðleik. I sýning- unni eru skottur þjóðsagnanna lagð- ar til grundvallar en auk þess er aflað fanga í kímnisögum, Bakkabræðra- sögum, gömlum gátum, leikjum og draugasögum. Skotturnar þrjár verða íslenskar sögukellingar, spennandi og tímalausar. Tónlist í leiknum er samin af Jóni Ólafssyni við texta Karls Ágústs Úlfssonar. Una Collins hannaði lit- skrúðuga búninga en annar búnaður er hafður sem einfaldastur því við það er miðað að sýningin geti verið flökkusýning. Er það vel við hæfi þvi að skotturnar gömlu voru, sem kunnugt er, fúsar til ferðalaga ef með þurfti. Brynja Benediktsdóttir, sem er höfundur og leikstjóri sýningarinn- ar, segir aðdragandann hafa verið þann að forráðamaður Revíuleik- hússins, Þórir Steingrímsson, kom að máli við hana og bað hana að semja og leikstýra sýningu fyrir börn. Brynja fékk leyfi milli verkefna í Þjóðleikhúsinu og tekið var til óspilltra málanna í október. Þrjár leikkonur, Guðrún Alfreðsdóttir, Saga Jónsdóttir og Guðrún Þórðar- dóttir, leika, syngja, sprella og dansa í sýningunni. „Mér hefur lengi verið hugleikinn trúðleikurinn," segir Brynja. „Trúð- urinn málar á sig hlæjandi grímu en getur engu að síður látið áhorfendur gráta með sér ef því er að skipta. En hinir klassísku evrópsku trúðar eru að mörgu leyti fjarlægir íslenskum börnum svo að ég leitaði í okkar sagnahefð að samsvörun og fann skotturnar í þjóðsögunum. Þær eru hinir íslensku trúðar, hrekkjóttar og skrýtnar en að ýmsu leyti drama- tískar persónur." Og börnin í Lúxemborg fylgdust af áhuga með skottunum þremur og tiltækjum þeirra. Ekki bar á öðru en að þau skildu textann vel þrátt fyrir það að mörg þeirra hafi búið erlendis alla sína ævi og þurfi í skólanum að vera jafnvíg á þýsku og frönsku, auk þess sem talmálið lúxemborgska er þeim flestum tamt. í janúar gefst svo jafnöldrum þeirra hér heima kostur á að kynnast skott- unum þremur en þá verður leikurinn frumsýndur sem fyrr segir. AuðurEydal. Þótt börnin hafi sum hver búið alla ævi í Lúxemborg þá skildu þau íslenskuna eins og þau hefðu aldrei heyrt annað tungumál. - DV-myndir Auður Eydal. ALLT Á SAMA STAÐ! ÞVERHOLTI11. Sízninn á öllum deildum 27022 Börnin í íslendinganýlendunni í Lúxemborg tóku því nýnæmi vel að fá að sjá íslenska leiksýningu. LITLI REIKNINGSKENNARINN Þessi litla leiktölva frá Canon leggur reikningsdæmi fyrir börnin. Ef þau svara ekki rétt, gefur tölvan svarið. Samlagning, frádráttur, margföldun, deiling. Bæði létt dæmi og þung, eftir óskum þess sem spilar. Einnig leikir með tölvur. Þú getur notað hana sem venju- lega reikningstölvu þegar þú vilt. Látið litla reikningskennarann aðstoða við námið Gæðatölva með 1 árs ábyrgð. SkrifoéKn hf Suðurlandsbraut 12, Box 8715, simi 685277. Við bjóðum aðeins fyrsta flokks DBMANIA Demantar eru okkar sérgrein Við bjóðum aðeins fyrsta flokks demanta greypta í hvítagull og rauðagull. Abyrgðarskírteini fylgir öllum okkar demantsskartgripum. Meðlimir í demantsklúbbi Félags íslenskra Gullsmiða. Greiðslukortaþjónusta. ult (ófyöllin Laugavegi 72 - Sími 17742

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.