Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 11
DV. MÁNUDAGUR 23. DESEMBBR1985.
11
FRÁ FRÉTTARITURUM DV ERLENDIS:
í fylgd með Nikulási jólasveini var sveinn nokkur, Rupprecht að nafni.
Safnaði hann öllum illum börnum í poka og fór með þau á braut. Á Nikulásardag fara pörupiltar á kreik,
klæðast gervum trölla og illmenna og hrella fólk.
Sama þýska jóla-
kakan í350 ár
Færeyjar:
Fiskiknett-
ir með tólg
á aðfanga-
dagskvöld
Ásgeir Eggertsson, DV,
Miinchen:
Jól, jól, jól.
Hér í Miinchen er ekki þverfótað
fyrir jólum. Daglega er maður minnt-
ur á að kaupa síðustu jólagjafimar
áður en það er um seinan. Ef maður
á annað borð heldur í bæinn sést
ekki í jólavarning fyrir fólki.
Sama stressið hvar sem maður er
staddur. Þjóðverjar - að minnsta
kosti eldri kynslóðin - tekur jólahá-
tíðina mjög alvarlega. Allt fer fram
eftir settum reglum ár eftir ár.
I byrjun desember fara flestir að
huga að jólaskreytingunum. Að-
ventukransinn er búinn til og bakst-
urinn hefst. Jólamarkaðir eru opnað-
ir. Hér í Miinchen hefur hver bæjar-
hluti sinn markað. Selt er allt á miili
himins ogjarðar.
Á aðaltorginu, Marienplatz, er
hinn hefðbundni markaður þar sem
hægt er að fá leirtau, kerti, jóla-
skraut og allt sem nöfnum tjáir að
nefna. Ekki má gleyma mat og
drykkjarfongum sem á boðstólum
eru.
í Schwabing bæjarhlutanum er
aftur á móti annars konar bragur á
markaðnum. Þar selja listamenn og
listiðnaðarmenn eigið handverk.
Eigulega hluti má þar fá.
Ef grannt er skoðað er ekki mikið
sem aðgreinir þýska og íslenska jóla-
siði. Að sjálfsögðu hafa íslendingar
einkarétt á sínum þrettán jólasvein-
um. í Þýskalandi er mikið jóla-
sveinasvelti. Aðeins er til einn jóla-
sveinn og heitir hann Nikulás.
Heilagur Nikulás var munkur sem
var góður fyrir börn og fátæka. Mun
hann hafa verið uppi um 350 eftir
Krist og má rekja til hans jólasveina-
siðinn. Hann er því eins konar faðir
vestræna jólasveinsins.
Rupprecht með barnapokann
Sagan segir að í fylgd með Nikulási
hafi verið sveinn nokkur að nafni
Rupprecht sem hafði það að starfi
að safna öllum illum börnum í poka-
skjatta.
Þjóðfræðingar segja að þessi saga
sé uppeldislegs eðlis og megi rekja
til heiðinna trúarbragða eins og
fleira í jólahaldinu.
Haldið er upp á dag Nikulásar
þann 6. desember. þá fara margir
pörupiltar á kreik og hrella fólk á
förnum vegi. Segjast þeir vera félag-
ar Nikulásar og séu komnir til að
stinga fórnarlambi sínu i pokann.
Þá sögu sagði mér íslenskur náms-
maður hér í borg að hann hefði verið
að stíga hjólhest sinn í mesta sak-
leysi og var orðið niðadimmt. Vissi
hann ekki fyrr en hann lá í götunni
og sá glytta í stráka sem voru með
hárið litað í öllum regnbogans litum.
Hélt hann að nú væri runnin upp sín
hinsta stund og flúði í ofboði.
Seinna komst hann að hinu sanna
og átti ekki nógu sterk orð til að
lýsa vanþóknun sinni á athæfi
drengjanna.
Nytsamir jólasveinar
Þýskar konur baka mikið af ágætis
sætabrauði. Drottning þýskra kakna
er jólakakan er á rætur sínar að
rekja til Dresden. Hún hefur verið
bökuð með sama hætti undanfarin
650 ár.
Romm, rúsínur og möndlur heyra
til er kakan er bökuð. Svo mikilvæg-
ar voru þessar kökur fyrr á öldum
að teknir voru skattar af þeim til
kirkjubygginga. Ef vel er að gáð er
kakan mjög táknræn. í miðjunni á
aflangri kökunni er ílangur hnúður.
Fróðir menn segja að kakan eigi
að tákna Jesúbarnið reifað. Til að
gera reifana æta fundu bakararnir
upp á því að strá yfir kökuna flór-
sykri.
í þýskum þorpum og bæjum geta
húsmæður oft fengið að baka hjá
bakaranum í bænum ef þær koma
með tilbúið deig.
Ef íslensk og þýsk jólagjafamenn-
ing er borin saman kemur í ljós að
Þjóðverjar gefa mikið af gjöfum sem
þeir búa til sjálfir. Kunningi minn
sagði mér það um daginn að hann
byrjaði á sínum jólagjöfum í sept-
ember og væri að vinna flestar helgar
framaðjólum.
Að mínu mati er ekki eins mikið
um tískujólagjafir hér og á íslandi.
Þó mátti greina það um síðustu jól
að heimilistölvur voru afarvinsælar.
Spilið Trivial Pursuit var einnig
vinsæl jólagjöf í fyrra.
Ekki hef ég í ár komið auga á
ákveðna vöru sem vinsæl er framar
öðrum.
Einfalt á aðfangadag
Að síðustu er vert að minnast á
matarvenjur héh í Vestur-þýskalandi
um jólin. Á aðfangadagskvöld er
oftast borðuð einföld, köld máltíð.
Aðalhátfðarmaturinn er aftur á móti
á jóladag.
Margir hafa þá gæs en sjálfsagt
getur það verið mjög mismunandi
hvað fólk borðar. Jólasiðirnir í
Þýskalandi geta verið mjög mismun-
andi eftir því hvar í landinu maður
er staddur og ber alls ekki að líta á
þessa upptalningu sem algilda fyrir
allt landið.
Eðvarð T. Jónsson, DV, Þórs-
höfn, Færeyjum:
Færeyskir kaupmenn hafa átt góða
daga í jólamánuðinum því sjaldan
hafa jafnmargir Færeyingar verið
jafnfjáðir nú fyrir jólin.
Jólaglaðningur
gjaldheimtunnar
Ástæðan er sú að í byrjun desember
sendi færeyska gjaldheimtan út
hvorki meira né minna en rúmar
þrjú hundruð milljónir íslenskra
króna til rúmlega 17 þúsund fær-
eyskra skattborgara.
Staðgreiðslukerfi skatta var tekið
upp hér í Færeyjum snemma á þessu
ári en fljótlega kom í ljós að skattar
höfðu verið talsvert ofreiknaðir hjá
mörgum og gjaldheimtan lofaði þeg-
ar í stað að umframupphæðin yrði
send skattgreiðendum með tólf pró-
sent vöxtum í desember.
Þessi jólaglaðningur er því ekki
beinlínis óvæntur fyrir færeysku
heimilin sem fá hann.
Staðgreiðslukerfið hefur annars
reynst vel eftir að sigrast hafði verið
á byrjunarerfiðleikum. Við ánægju
manna með nýja skattkerfið bætist
nú þessi glaðningur sem í mörgum
tilvikum nemur mánaðarkaupi
verkamanns.
í tilefni þessara dýrðardaga bólgna
ekki aðeins verslanir út af munaðar-
varningi heldur hefur ofvöxtur
hlaupið í dagblöðin sem venjulega
eru heldur rýr í roðinu og jafnvel á
miðjum annadegi er það meiriháttar
þraut að verða sér úti um stæði fyrir
bílinn við SMS, stærstu verslunar-
miðstöð Færeyinga.
Breytt jólahald
Kunnugir segja að jólahald hér í
Björg Eva Erlendsdóttir, DV,
Osló:
Jólasnjórinn er löngu kominn í
Osló en í Vestur-Noregi er rigning
og slydda eins og venjulega.
Fyrsti snjórinn í Osló féll snemma
í desember og um sama leyti komu
lifandi jólasveinar í flest vöruhús og
stórmarkaði og jólaölið í búðirnar.
Þetta jólaöl er bjór af sterkari gerð-
inni og þykir mörgum Norðmannin-
um ómissandi við jólaundirbúning-
inn.
jSkíðin vinsælust
: Eins og annars staðar fylgja jólun-
|um í Noregi mikil hlaup og kaup.
jÞví meir sem jólin nálgast því hraðar
Færeyjum hafi breyst töluvert frá því
áður fyrr og hið trúarlega innihald
þeirra sé eins og annars staðar víkj-
andi.
Tíminn fyrir jól er því ekki aðeins
tími mikilla innkaupa heldur einnig
tími stóra vinningsins í útvarpshapp-
drættinu og tími stórbingóanna.
Smekkur manna fyrir jólamat hef-
ur færst æ meira í danskt form.
Áður fyrr undi Færeyingurinn þvi
vel að eta fiskaknetti á aðfangadags-
kvöld. En fiskaknöttur er stór fisk-
bolla með tólgarklípu í miðjunni.
Siginn fiskur þótti einnig \ el boðleg-
urjólamatur.
Nú snæða Færeyingar steikta gæs
eða önd á aðfangadagskvöld að sið
Dana.
Sigið kjöt, færeyski þjóðarréttur-
inn, er einnig haft um hönd á jólun-
um og soðin af því gómsæt súpa.
Færeyingar hafa einnig flutt, inn
annan danskan sið, jólafrúkostinn,
sem þykir nú ómissandi á öllum
vinnustöðum.
Áður fyrr þótti ekki við hæfi að
stíga færeyskan dans nema á stór-
hátíðum eða undir sérstökum kring-
umstæðum. Ekki þótti kristilegt að
byrja að dansa fyrr en á annan dag
jóla en í sumum byggðum úti i eyjun-
um virtu menn ekki slík boð og bönn
og byrjuðu að stíga dansinn strax á
aðfangadagskvöld og héldu því
áfram sólarhringum saman, oft fram
yfir nýár.
Færeysk veðurblíða
Milt og blitt veður hefur haldist í
Færeyjum undanfarnar vikur og
menn eru að vona að það haldist
yfir jólin. Fremur fágætt er að uþp-
lifa hvít jól í þessu landi rigning-
anna.
hleypur fólk til að komast yfir jóla-
gjafakaupin.
Skíði eru sennilegast ein vinsæl-
asta jólagjöfin. Nútíma Norðmenn
eru fæddir með tvenns konar skíði á
fótunum, bæði gönguskíði og svig-
skíði. Jólin eru tilvalinn tími til að
endurnýja skíðaútbúraðinn.
Jólamaturinn er mismunandi. Þeir
sem hafa vilja hefðbundinn jólamat
'borða soðinn þorsk eða salt og þurrk-
|að lambakjöt á aðfangadagskvöld.
I Aðrir hafa svínahrygg á boðstólum.
I fslendingum þætti sennilega lítið
Ivarið í að fá soðinn þorsk í jólamat-
!inn en hérna fá færri en vilja því
|hann er oft uppseldur löngu fyrir jól.
Noregur:
Færrí en vilja
fá soðinn
þorsk á jólum