Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 12
12
DV. MÁNUDAGUR 23. DESEMBER1985.
Frjáíst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjöriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLT111
Prentun: ÁRVAKUR HF. -Áskriftarverð á mánuði 450 kr.
Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Hvorugur vekur traust
Athyglisvert er, hversu lítinn mat stjórnarandstaðan
getur gert sér úr hörmulegri meðferð ríkisstjórnarinnar
og þingmanna hennar á íjármálum ríkisins á þessu ári,
svo og úr ráðagerðum þessara sömu aðila um fjármál
ríkis og ríkisstofnana á næsta ári.
Allir eru sammála um, að draga megi úr jafnvægisleysi
ríkisbúskaparins með því að minnka útgjöldin eða auka
tekjurnar - eða hvort tveggja. Ennfremur vita allir, að
tekjurnar má annað hvort auka með því að hækka
skatta innanlands eða safna skuldum í útlöndum - eða
hvort tveggja.
Leiðirnar eru því þrjár, misjafnlega aðgengilegar og
misjafnlega gagnlegar. Verst er hin síðastnefnda - söfn-
un skulda í útlöndum. Öll stjórnmálaöíl eru sammála
um, að skuldabyrðin gagnvart útlöndum sé þegar komin
í hámark eða orðin of mikil - og megi ekki aukast.
Samt hafa ríkisstjórnin og þingmenn hennar afgreitt
fjárlög og lánsíjárlög, sem fela í sér töluverða aukningu
skulda í útlöndum. Nýjar skuldir hins opinbera umfram
endurgreiðslur eldri skulda þess munu á næsta ári nema
að minnsta kosti 1600 milljónum króna.
Skuldaaukningin verður sennilega mun meiri, því að
fjárlögin eru að ýmsu leyti afar götótt. Þar vantar víða
töluvert upp á skuldbindingar ríkisins samkvæmt öðrum
lögum. Laun eru til dæmis vanáætluð, svo og atvinnu-
leysisbætur, námsmannalán, sjúkratryggingar, ríkis-
spítalar og endurgreiðslur söluskatts til sjávarútvegs.
Stjórnarandstaðan hefur bent á þessi atriði eins og
hún hefur bent á skuldaaukninguna í útlöndum. En það
er ekki nóg. Til þess að vera marktæk hefði hún þurft
að benda á aðrar lausnir, annað hvort aukna skatta eða
niðurskurð opinberra útgjalda.
Hækkun skatta er að því leyti lakari aðgerð en niður-
skurður, að hún eykur þáttöku ríkisins í spennunni, sem
veldur verðbólgu og almennu jafnvægisleysi í efnahag
landsins. Samt kemur hún til greina og er raunar annað
atriðið, er Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur bent á.
Stjórnarflokkarnir og stjórnarandstöðuflokkarnir eiga
það sameíginlegt að óttast tillögur um hækkun skatta.
Þeir telja ekki líklegt til vinsælda að þurfa að horfast
í augu við þennan raunveruleika. Þess vegna eru skatta-
lækkunartillögur þeirra að mestu leyti óskhyggja.
Eftir er að nefna síðustu leiðina, sem er bezt, af því
að hún dregur úr spennunni í efnahagslífmu. Hún
dregur úr forustunni, sem ríkið hefur haft í að kynda
undir verðbólgunni. Það er að skera niður ríkisútgjöld.
Þar hafa stjórn og stjórnarandstaða staðið sig illa.
Ríkisstjórnin hefur reynt að krukka í ýmsa liði, sem
hún hefur lítinn áhuga á, einkum í menntum og vísind-
um. Hún hefur skorið niður Listasafnið, Þjóðarbók-
hlöðuna, Kvikmyndasjóð, Háskólann og Raunvísinda-
stofnun um örfáa tugi milljóna. Þetta segir lítið.
Ríkisstjórnin og þingmenn hennar hafa hins vegar
ekki þorað að krukka neitt að gagni í rosaliði á borð
við vegagerðina og landbúnaðinn. Þessar heilögu kýr
fá að halda sínu og jafnvel að auka hlut sinn á sama
tíma og hálft þjóðfélagið rambar á barmi beins eða
óbeins gjaldþrots.
Vandi stjórnarandstöðunnar er, að hún er jafn huglaus
í þessu efni og ríkisstjórnin. Framburður hennar er
ekki neitt trúverðugri. Þess vegna getur hún ekki gert
sér mat úr eymd ríkisstjórnarinnar í fjármálum.
J ónas Kristj ánsson
Úrbirgð
eða
allsnægtir
JÓN ÓTTAR
RAGNARSSON
DÓSENT
en þó þannig að ríkið komi nýjung-
um „í gang“ og hjálpi síðan ein-
staklingum og stofnunum til há-
marks sjálfshjálpar.
Þannig mun það gerast samtímis
að ríkiskerfið hjaðnar um 50%
(ríkið dregur sig úr atvinnulífinu)
og þáttur menningar vex upp í
u.þ.b. 10% (undir 1% nú)!
Ríkiskerfið í heild hjaðnar því
um allt að 40% á sama tíma og fé
til uppfyndinga, rannsókna, lista
ug ucivuiu^ymugu uaiuuuaxmu-
ar.
Þessi umbylting gerir miklar
kröfur til stjórnmála- og embættis-
manna svo hún geri einstaklingana
raunverulega frjálsari en ekki
ennþá háðari ríkinu.
Frjálshyggjan
Eitthvert hlægilegasta augnablik
ævi minnar var þegar ég spurði
Milton Friedman á Sögufundin-
a „Fyrir smáþjóð sem á allt sitt undir
^ menningu sinni væri frjálshyggjan
ekki aðeins leið til ánauðar, heldur og
öruggasta leiðin til örbirgðar.“
Það er ótrúlegt en satt að íslend-
ingar eru ekki aðeins orðnir lág-
launaþjóð, heldur láglaunaþjóð í
kreppu.
Meiri öfgar, bæði frjálshyggja
og sósíalismi - munu aðeins af-
stýra því að dugnaður okkar og
hugvit fái notið sín.
Er löngu orðið tímabært að þess-
um tveim afspyrnudaufu öfga-
kreddum sé endanlega úthýst úr
íslenska velferðarríkinu.
Stefna framtíðarinnar
Frjálslyndi er stefna sem byggir
á frelsi allra þegna . . . ekki ein-
göngu athafnamanna (frjáls-
hyggja!) og ekki eingöngu
stjórnmálamanna (sósíalismi!).
Frjálslyndi leysir ekki bara úr
læðingi frumkvæði athafna-
mannsins, heldur og hugvit upp-
finningamannsins og snilld lista-
mannsins.
Frjálslyndi þýðir að allar þjóð-
félagsstéttir fá frelsi til athafna og
sköpunar, jafnt í atvinnulífi sem
öðrum sviðum þjóðfélagsins.
En fyrst og fremst kallar frjáls-
lyndi á velmegun og velferð.
Undir fána þess mun ekkert hindra
að íslendingar blómstri efnalega
sem andlega.
Frjálslyndi í framkvæmd
Frjálslyndi er skynsamlegasta og
róttækasta leiðin til að leiðrétta
þau mistök sem hér hafa átt sér
stað vegna óhóflegs sósíalisma og
frjálshyggju!
Frjálslyndi merkir að „ríkissós-
íalismi“ í atvinnulífinu (ríkis-
bankar og ríkisíyrirtæki) verður
afnuminn og einstaklingar látnir
taka við.
Við þetta mun ríkisbáknið drag-
ast saman um hartnær helming.
Að þessu leyti geta frjálslyndir
hæglega barist undir kjörorðinu
„báknið burt“.
En frjálslyndi krefst þess jafn-
framt að fijálshyggja í menning-
armálum sé afnumin og frelsi ein-
staklinganna einnig á því sviði leitt
til öndvegis.
Þetta þýðir á mæltu máli að
skattaívilnunum og kerfisbreyt-
ingum er miskunnarlaust beitt til
þess að laða einkafé út í menning-
arlífið og efla markaði.
Hið opinbera brúar síðan bilið,
og æðri menntunar er margfaldað.
Taflan sýnir annars vegar nokk-
ur fyrirtæki sem verða afhent
einstaklingum og önnur sem
verða efld þegar íslendingar taka
upp frjálslynda stjómarhætti.
Hin róttæka stefna frjáls-
lyndra.
Afhent einstaklingum:
Sementsverksmiðja ríkisins
Áburðarverksmiðja ríkisins
Rikisútgáfa námsbóka
Húsameistari ríkisins
Ferðaskrifstofa ríkisins
Ríkismötuneytin
Ríkisbankarnir
Innkaupastofnun ríkisins
Ríkisskip
Síldarverksmiðjur ríkisins
Gutenberg, ríkisprentsmiðja
Eflt:
Háskóli íslands
Þjóðleikhúsið
Rannsóknastofnanir atvvega
Æðri skólar
Sinfóníuhljómsveitin
Islenska óperan
Leikfélag Reykjavíkur
ísl. dansflokkurinn
Kvikmy ndasj óður
List um landið
íslenska hljómsveitin
Afleiðingin mun verða mesta
menningarbylting sem hér hefur
átt sér stað: samtenging okkar
forna menningararfs við tölvu-
um hverjir ættu að styðja þjóð-
hagslega nauðsynlegar vísinda-
rannsóknir.
Eftir nokkrar vöflur benti hann
alfarið á einkaframtakið. Þá
vörpuðu boðberar frjálshyggjunn-
ar við háborðið öndinni léttar og
kinkuðu kolli.
Þetta heimskulega svar varð enn
háðulegra þegar þess er gætt að
manngarmurinn var í heimsókn
hjá dvergþjóð þar sem einkafé til
rannsókna er tæpast til!
En svarið kom ekki á óvart. Það
lá alltaf fyrir að leið frjálshyggju
væri annað en ný leið til ánauðar
núna þegar sósíalisminn er að líða
undir lok.
Frjálshyggjan gerir að vísu bís-
nessmanninn frjálsan, en hún skil-
ur hann eftir hugmyndalausan og
drepur samtímis öll vísindi, listir
og æðri menntun í dróma.
Fyrir smáþjóð sem á allt sitt
undir menningu sinni væri fijáls-
hyggjan ekki aðeins leið til ánauð-
ar, heldur öruggasta leiðin til ör-
birgðar.
Sósíalisminn
Það síðasta sem íslendingar
þurfa er meiri fátækt. Reynslan af
sósíalismanum er kreppa, ekki
aðeins hér, heldur alls staðar í
Vestur-Evrópu.
Enn ömurlegra er ástandið í
Austur-Evrópu því hún er nú
orðið lítið annað en opinberar
fangabúðir þar sem öreigar a.m.k.
tíu landa sameinast.
Hvert sem litið er hér á landi
blasa við illa rekin ríkisfyrirtæki
sem enginn veit hvað skulda eða
hvort þau þjóna einhverjum til-
gangi yfirleitt!
Sem betur fer er þessum kapítula
að ljúka. Síðustu lífgunartilraun-
irnar eru einmitt um þessar mundir
að íjara út í Svíþjóð, Frakklandi
og Grikklandi.
Þar með er stærstu hindrun nýrr-
ar framfarasóknar rutt úr vegi. Svo
fremi við ánetjumst ekki nýrri
,,hólmsteinsku“ ætti framtíðin
að blasa við!
Þar með gæti loks ræst sú ósk
að hið opinbera efli athafnafrelsi
í landinu í stað þess að refsa
þeim sem sýna frumkvæði og
hafa hugmyndir og verðlauna
þá sem ekkert geta... og engan
styggja!
Jón Óttar Ragnarsson.
„Eitthvert hlægilegasta augnablik ævi minnar var þegar ég spurði
Milton Friedman á Sögufundinum forðum hverjir ættu að styðja
þjóðhagslega nauðsynlegar vísindarannsóknir.“