Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 24
24 DV. MÁNUDAGUR 23. DESEMBER1985. Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttír 23 stiga forskot ÍR dugði ekki gegn UMFN — og liðið tapaði 79:81 fyrir Islandsmeisf urunum og er enn á botni úrvalsdeildar ÍR-ingar komu sér á spjöld sög- unnar á laugardaginn þegar þeir glutruðu niður gerunnum leik gegn íslandsmeisturum Njarð- víkur í leik liðanna í úrvalsdeild- inni í körfuknattlkeik. Liðin léku í Seljaskóla og lokatölur urðu 79-81 UMFN í hag. Staðan í leik- hléi var þannig að ÍR-ingar höfðu skorað 52 stig en Njarðvíkingar 29. ÍR-ingar höfðu sem sagt 23 stiga forskot í leikhléi en það dugði ekki til. Eins og tölurnar frá fyrri hálfleik bera með sér höfðu ÍR-ingar mikla yfirburði og sýndu allar sínar bestu hliðar. Allt gekk upp í sókninni og vörnin var í lagi. Leikmenn liðsins hafa komið of öruggir með sig til leiks í síðari hálfleik og hreint ótrú- legt að IR-ingum skyldi takast að „Hat trick” hjá Karli Allgöhwer Ásgeir Sigurvinsson og félagar í Stuttgart tryggðu sér á laugar- daginn þátttökurétt í undanúr- slitum þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Stuttgart lék gegn Schalke og sigraði, 6-2. Ásgeir Iék með en skoraði ekki. Karl Allgöh- wer skoraði þijú mörk fyrir Stuttgart. Borussia Dortmund vann sér líka réttinn til að leika í undanúrslitun- um er liðið sigraði Sandhausen á laugardag með einu marki gegn þremur. Þriðja liðið sem tryggt hefur sér réttinn til að leika í undanúrslit- unum er Waldhof Mannheim. 24 LEIKIR ÁN TAPS Ekkert lát er á mikilli sigurgöngu franska liðsins Paris SG og um helg- "' LA. j Lakers og Boston ! — f NB A-deildinni bandarísku I íkörfuknattleik I Ekkert lát virðist vera á velgengni bandarísku liðanna Boston I Celtics og Los Angeles Lakers í NBA-atvinnumannadeildiunni í J körfuknattleik. Þó litur út fyrir að Boston sé eitthvað að gefa eftir | i baráttunni en liðið vinnur þó nær hvern leik og.sömu sögu er að - segja um Lakers. Úrslit i síðustu leikjum um helgina: | New Jersey Nets - Indiana Pacers.............102-98 ■ NewYorkKnicks-DetroitPistons................112-110 I Atlanta Hawks - Houston Rockets 123-122 1 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 108-102 ■ Los Angeles Lakers-Washington Bullets.........96-84 I ChicagoBulls-Utah Jazz......................117-lo4 J Phoenix Suns - Golden State Warrios..........115-98 ■ San Antonio Spurs - Denver Nuggets..........128-118 | Portland Trail Blazers - Seattle Supersonics.114-97 ■ Los Angeles Clippers - Sacramento Kings.....117-116 I New Jersey Nets - Houston Rockets...........122-112 I Philadelphia 76ers-Utah Jazz................112-105 ■ lndiana Pacers - Milwaukee Bucks............114-102 | Los Angeles Lakers - Cleveland Cavaliers....128-116 J San Antonio Spurs - Los Angeles Clippers....119-104 | _______________________________________________Í-KJ ina vann liðið stóran sigur á Aux- erre, 4-0, á heimavelli og er það 24. leikurinn hjá liðinu í röð án taps. Virðist fátt eitt geta komið í veg fyrir að liðið hirði meistaratitilinn í Frakklandi. Af öðrum úrslitum í Frakklandi má nefna að Nantes vann stórsigur á heimavelli gegn Lille og Rennes náði jöfnu gegn Bordeaux á heimavelli sínum, 0-0. Á Spáni jók Real Madrid forustu sína í fjögur stig. Liðið lék á laugar- dag gegn Real Sociedad og vann nauman sigur, 1-0. Aðalkeppinaut- arnir gerðu allir jafntefli: Barcelona - Espanol 0-0, Celta - Sporting 1-1, Athletic Bilbao - Athletico Madrid 1-1. Real Madrid er nú með 27 stig eftir 17 leiki, Barcelona hefur 23 stig eftir 17 leiki, Athletico Madrid 23 stig eftir 17 leiki, Sporting 22 stig eftir 17 leiki og Athletic Bilbao 21 stigeftirl71eiki. • Boris Becker - goð í Þýskalandi en ekki tókst honum að leiða þýska liðið til sigurs gegn Svíum. glopra 23 stiga forskoti niður í tapað- an leik á stuttum tima. Enn sannað- ist máltækið að leik er ekki lokið fyrr en dómarinn hefur blásið til leiksloka. Njarðvíkingar smásöxuðu á for- skot ÍR-inga í síðari hálfleiknum og þegar fimm mínútur voru til leiks- loka höfðu íslandsmeistararnir náð að jafna leikinn. Njarðvíkingar komust síðan í þriggja stiga forustu en ÍR-ingum tókst fyrir leikslok að minnka muninn í tvö stig. Þeir fengu nokkuð gott tækifæri til að jafna leikinn þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka en þá brást Birni Leóssyni skotfimin úr þokkalegu færi. Þeir Valur Ingimundarson og Jó- hannes Kristbjörnsson voru að venju atkvæðamestir og skoruðu langmest. Jóhannes skoraði 27 stig en Valur var með 23 að þessu sinni. Hjá ÍR var Vignir Hilmarsson stigahæstur með 14 stig en þeir Karl Guðlaugsson og Jón Örn Guðmundsson skoruðu 13 stig hvor. -SK. Tap gegn Noregi íslenska unglingalandsliðið í handknattleik sem statt er í Noregi þessa dagana lék um helg- ina gegn Norðmönnum. íslenska liðið mátti bíta í það súra epli að tapa með sex marka mun. þegar upp var staðið höfðu Norðmenn skorað 23 mörk en Islendingar 17. Jón Leó Ríkharðsson. DV-mynd GB. Tveirkeppa íDanmörku Allt bendir nú til þess að tveir íslenskir frjálsíþróttamenn, Jó- hann Jóhannsson og Jón Leó Ríkharðsson úr ÍR taki þátt í meistaramóti Kaupmannahafnar innanhúss sem háður verður 18.janúar næstkomandi. Jóhann hefur um árabil verið fremsti spretthlaupari ÍR en Jón Leó er nýr hjá félaginu, bráðefnilegur fijálsíþróttamaður. Hann er son- ur kappans kunna hér á árum áður í knattspyrnunni, Ríkharðs Jónssonar, Akranesi. Jón Leó er einnig kunnur sem knattspyrnu- maður, lék fyrst með Akranesi en sl.sumar með Völsungi í 2.deild. Nú stefnir hann hins veg- ar á hlaupabrautina í sumar og á meistaramóti IR innanhúss á dögunum vakti hann mikla at- hygli. Varð aðeins sekúndubroti á eftir Bandaríkjamanninum kunna, Bernhard Holloway, í 60 m hlaupinu. -ÓU/hsím. Stjóri Aberdeen rekinn af velli — þegar lið hans tapaði í Dundee Stjóri Aberdeen, Alec Ferguson, sem einnig er landsliðsþjálfari Skota, var rekinn af dómaranum í leik Dundee Utd og Aberdeen af vellinum - mátti ekki stjórna liði sínu frá hliðarlínu. Hann á nú yfir höfði sér bann hjá skoska knattspyrnusambandinu. Dundee Utd sigraði, 2-1, í leikn- um. Bannon, víti, og Sturrocks ■ skoruðu fyrir Dundee-liðið. Stark mark Aberdeen. Á sama tíma sigraði Hearts St. Mirren 1-0 í Paisley og komst við það í efsta sæti í skosku úrvalsdeild- inni. Hibernian og Rangers gerðu jafntefli, 1-1, en leikjum Celtic— Motherwell, Clydebank-Dundee var frestað. Staðan Hearts 20 9 6 Aberdeen 19 9 5 Dundee Utd 17 8 5 19 8 5 16 8 4 18 8 2 18 6 5 18 7 2 Rangers Celtic Dundee Hibernian St. Mirren Clydebank Motherwell 5 29-22 24 5 38-19 23 4 26-16 21 6 26-20 21 4 24-18 20 8 23-29 18 7 26-31 17 9 24-30 16 19 4 4 11 17-33 12 18 3 4 11 16-31 10 SVIAR HEIMSMEISTARAR í TENNIS í ÞÝSKALANDI Svíar sigurvegarar á Davis Cup annað árið í röð og í þrið ja skipti f rá upphaf i. Boris Becker sló í gegn og sigraði Mats Wilander í leik úrslitanna Svíar gera það ekki endasleppt í tennisíþróttinni. I gær unnu þeir Vestur-Þjóðveija, 3-2, í úrslitum heimsmeistarakeppninnar, Davis Cup, og það í Þýskalandi. Svíar hafa því sigrað tvö ár í röð í þess- ari keppni en í fyrra unnu þeir Bandarikjamenn í úrslitunum. Þetta er þriðji sigur Svía í Davis Cup frá upphafi en árið 1975 leiddi j hinn heimsfrægi Björn Borg sænska landsliðið til sigurs. Gífurlegur áhugi var á þessum úrslitaleik og íþróttahöllin í Múnchen var þéttsetin á öllum leikjunum og dæmi þess að konur hefðu látið blíðu sína í sex nætur í skiptum fyrir aðgöngumiða og enn aðrir íbúðir sínar. Besti leikur keppninnar og há- punktur úrslitanna var viðureign Mats Wilander, Svíþjóð, og Þjóð- veijans unga, Boris Becker. Becker varð að sigra til að Þjóðverjar ættu möguleika á sigri og það tókst hon- um á eftirminnilegan hátt, 6-3, 2 -6, 6-3 og 6-3.' í gær sigraði Stefan Edberg síðan Þjóðveijann Westphal í jöfnum og skemmtilegum leik og. tryggði Svíum þar með heimsmeist- aratitilinn. „Ég lék ekki sérstak- lega vel í þessum leik en barðist af miklum krafti,“sagði Edberg eftir viðureignina við Westphal. BECKER VAR FRABÆR „Becker lék stórkostlega í þessum leik og það var engin skömm að tapa fyrir honum. Hann lék óaðfinnan- lega,“ sagði Svíinn Mats Wilander eftir að hafa tapað fyrir Boris Becker í einliðaleiknum. Þar sýndi Becker og sannaði hvers hann er megnugur og hvers vegna hann er orðinn goð íÞýskalandi. -SK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.