Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 18
18 DV. MÁNUDAGUR 23. DESEMBER1985. Menning Menning Menning Foreldravandamál unglingspilts Menning i\; Eld- vígsla þrælsins BANEITRAÐ SAMBAND Á NJÁLSGÖT UNNI Höf: Auður Haralds. Útg: löunn, 1985. Konráð, sextán ára, og mamma hans búa tvö saman á Njálsgötunni (það kemur þó fljótlega í ljós að þau búa í húsi við Njálsgötuna, guðséloí). Samband þeirra er, væg- ast sagt, stormasamt. Hann er í skóla, hún vinnur í bókabúð. Sagan gerist í desember þegar mamman hefur mikið að gera í vinnunni og við jólaundirbúning heimilisins. Konráð kynnist stelpu úr Hafn- Auður Haralds. arfirði. Þau hittast stundum og hringjast á. Konráð fer stundum niður á Hallærisplan eða út á Hlemm. Konráð þolir mömmu sína ekki enda engin furða. Hún er vægast sagt leiðinleg þótt sagan segi að öllum öðrum finnist hún skemmtileg. Bókmenntir SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR Móðirin er svo full af útúrsnún- ingum, stælum, skilningsleysi eða öfugum skilningi að við lestur bókarinnar komu mér oft í hug upphafsorð Brekkukotsannáls Halldórs Laxness: „Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en missa föður sinn.“ Kappreiðar Konráð er með sjúklega kjarn- orkustríðsáráttu. Mamma hans hefur aftur lært að lifa við ógnina. Hún hefur lifað svo margar styrj- aldir, pyntinga- og ofsóknaíréttir. Hann hamrar stöðugt á gereyðing- armöguleikunum, hún snýr út úr. Bókin er endalaust kapphlaup um hver hefur betur í rifnldunum og þrætunum. Samband þeirra er stöðugt vígbúnaðarkapphlaup, þ.e. táknrænt fyrir ástandið í heimin- um. Hvergi er friðarvottur fyrr en í síðasta kafla bókarinnar þegar Konráð hefur betur og móðir hans hrósar honum fyrir það. Konráð svarar: „Maður lærir að nota vopn andstæðingsins." Túlki þá niður- stöðu hver fyrir sig. Hugmyndin að bókinni er um margt ágæt, en framkvæmdin ekki eins. Kappræður þeirra mæðgina eru svo yfirgengilegar og langsótt- ar, kvalalosti þeirra svo óskaplegur að það er þreytandi. Ljótt og leiðinlegt Öll mannvonska mannkynssög- unnar endurspeglast í þeim tveim- ur en þau eru einfaldlega of smá til að rúma hana án þess að sagan verði þrútin af áreynslu. Málfar er ljótt og leiðinlegt. Konráð kallar mömmu sína fífl, asna og fábjána (aðferð höfundar við að skapa honum rökþrot). í bókinni eru enskuslettur og af- bökun á þeim; hlutir sem eru leið- inlegir í mæltu máli, enn verri i ritmáli. S.S. Bókmenntir SOLVEIG K. JÓNSDÓTTIR Katerine Paterson: MERKISAMÚRÆJANS Þuriður Baxter þýddi. Nótt, 144 bls. Muna, hinn nafnlausi, er óskil- getinn drengur í þrælastétt í Japan á 12. öld og Merki samúræjans er saga hans. Móðir drengsins deyr en segir honum áður að föður sinn geti hann þekkt á húðflúri á vinstri öxl. Með þessar upplýsingar í vega- nesti leggur Muna, 14 ára gamall, upp í hættuför. Hann kynnist mannvonsku, mannkærleika, svik- um, lygum, grimmd og loks manni sem skilur og fyrirgefur. Katerine Paterson tekst ágæt- lega að gæða þessa fallegu dæmi- sögu spennu og dálítinn töfrablæ fær hún með staðsetningunni því að á 12. öld ríkti í Japan hin mesta Sturlungaöld. Siðvenjur Japan- anna eru stífar og harka og ná- kvæmni í hávegum hafðar og and- rúmsloft sögunnar verður framandi og um leið áhugavert fyrir Vestur- landabúa. Skemmst er líka að minnast þess hvílíka lukku Shogun gerði í sjónvarpinu og vísast ér að kvikmyndir japanska leikstjórans Kurosawa eiga ekki lítinn þátt í að opna heim japanskra miðalda. Paterson hefur tekist að sneiða fram hjá þeirri gryfju að láta glæsi- leika samúræjanna skyggja á grimmd þeirra og þó fegurð Japana sé víða undirstrikuð í bókinni er hvergi reynt að breiða yfir mis- kunnarleysi samfélagsins. Þuríður Baxter hefur þýtt söguna af Muna á ágæta íslensku og ljóðin, sem fléttuð eru inn í söguna, eru til mikillar prýði. Merki samúræjans er sérkenni- leg unglingabók, Ijóðræn um leið og hún er spennandi og endirinn kemur á óvart. -SKJ Brákaður aldsrspegill Elias Snækland Jónsson UNDIR HÖGG AÐ SÆKJA - ALDARSPEGILL Vaka/Helgafell 1985 Það er mikil list að vinna læsi- lega frásögn upp úr jafnleiðinleg- um gögnum og þingbækur og dómabækur eru oftast nær. Jón Helgason ritstjóri og rithöfundur var meistari í þeirri grein. Hann var ekki aðeins fundvís á álitleg söguefni, heldur og snillingur í því að færa efnið í þann búning, að úr varð í senn fróðleg og ekki síður listræn frásögn, án þess að hallað væri á sannfræðina. Elías Snæland Jónsson hefur margt vel skrifað að þvi er mér finnst, en ekki get ég að því gert, að mér. þykir honum hafa fatazt dálítið í nýútkominni bók, sem nefnist Undir högg að sækja, Ald- arspegill. í þessari bók er greint frá þremur málum, sem öll komu fyrir hæstarétt fyrir fáum áratugum. Mestur hluti bókarinnar fjallar um „kollumálið" svonefnda, og er vissulega áhugavert efni. En auk þess eru rakin tvö andstyggðarmál, annað um hraklega meðferð á litl- um dreng en hitt um svívirðilega meðferð á vangefiiu stúlkubarni. Um þessi tvö mál vil ég segja þetta: Ég skil ekki hvaða tilgangi það þjónar að vera að rekja þennan viðbjóð. Þeir, sem hafa áhuga á honum, geta lesið um hann í prent- uðum hæstaréttardómum, sem hægt er að kaupa á „tilboðsverði" í húsi réttarins við Lindargötu. Ekki fæ ég séð, að það, sem tfnt er upp úr lögregluþingbókum auki mjög gildi frásagnarinnar og ekki leggur höfundur mikið til mála. Undantekning en ekki venja Mér finnst í meira lagi hæpið að nota orðið „aldarspegill" sem sam- heiti á frásögnum sem þessum tveim. Ég býst svo sem ekki við, að fólk í Skagafirði eða í Suður- Múlasýslu hafi á árunum 1925-1930 verið virkir þátttakend- ur í samfélagi heilagra, en ég trúi ekki öðru en sú misþyrming á varnarlausum bömum, sem þama er lýst, hafi verið alger undantekn- ing frá venjunni, sem sagt enginn aldarspegill samkvæmt þeirri merkingu, sem églegg í það orð. Meginhluti bókarinnar snýst aft- ur á móti um kollumálið fræga, sem áður er minnst á. Þar var Hermann Jónasson, síðar forsætisráðherra, aðalpersónan. Hann hafði tekið við embætti lögreglustjóra í Reykjavík árið 1929. Það var þá að því leyti viða- meira en embættið er í dag, að lögreglustjóri fór þá einnig með þau mál, sem heyra nú undir emb- ætti yfirsakadómara. Hermann var vaskur maður og vel íþróttum bú- inn, meðal annars talinn ágæt skytta. Svo gerðist það, að 1. des- ember 1930 brá hann sér út í Örfiri- sey í vonzkuveðri til að skjóta til marks. En þá tókst ekki betur til en svo, „að æðarfugl varð fyrir skoti úr byssu hans,“ eins og komizt var að orði í dómi hæsta- réttar í þessu máli árið 1935. Skítkast á báða bóga Þegar Hermanrt tók við starfi lögreglustjóra, 1929, var framsókn- arstimpillinn á honum ekki meiri en svo, að ég hef oft heyrt þess getið og jafnvel séð á prenti, að Bókmenntir PÁLL LÍNDAL sjálfstæðismenn einhverjir hafi haft verulegan hug á því að fá Hermann í öruggt sæti á lista sinn við bæjarstjómarkosningamar 1930. Svo var það aftur fyrir bæjar- stjómarkosningamar 1934, rúm- lega þrem árum eftir, að æðarfugl- inn varð fyrir skotinu, að skriðan rann af stað. Og það er skemmst frá því að segja, að út af þessu ómerkilega atviki og öðru svipuðu sem tínt var til, varð þessi líka litla rimma með þvílíkum munnsöfhuði og skítkasti á báða bóga, að eins- dæmi má kalla. Dómsmálaráðherra var þá Magn- ús Guðmundsson, einstakur heið- ursmaður; eins og komið var gat hann ekki annað en látið til sín taka og láta rannsaka málið. Nauðsynlegt var að skipa sérstak- an rannsóknardómara, ekki gat Hermann sjálfur né starfsmenn hans annazt rannsókn. í bók Elíasar er rakin rækilega sú eindæma þvæla, sem þama varð. Hvernig sem menn líta á málavexti, held ég að telja verði lestur þess sem rakið er af yfirheyrslum heldur dauflega dægrastyttingu. Það er skemmst frá því að segja, að þegar upp var staðið og hæstiréttur hafði um fjallað, stóð Hermann uppi sem sigurvegari. Rannsóknardómarinn fékk bágt fyrir sína frammistöðu og ýmis vitni andstæð Hermanni, sem leidd voru, léttvæg fundin. Heiftin var samt svo mikil, að ekki linnti árásum á Magnús Guð- mundsson, sem gerði þó *varla annað en skyldu sína. Ef hann hefði setið með hendur í skauti, held ég varla, að Hermann hefði í lokin staðið með pálmann i hönd- unum. Glórulaust ofstæki Það kom víst mörgum mjög á óvart hvernig náinn samstarfsmað- ur Hermanns langa hríð, Arnór Sigurjónsson, vék að kollumálinu í minningargrein um Hermann árið 1976. Þar tilfærir hann eftir Her- manni, að hann hafi viljað sýna hæfni sína og skotið þessa stór- frægu æðarkollu, en formaður flokksins (Jónas frá Hriflu) og flokksstjórnin hafi viljað að hann þrætti fyrir o.s.frv. Ég er sammála bókarhöfundi um að þetta samtal, sem á að hafa farið fram 1933, sé varla rétt rakið, þegar af þeirri ástæðu, að kollumálið kom ekki upp fyrr en 1934. Þetta mál er sannkallaður aldar- spegill, því að það sýnir það glóru- lausa ofstæki, sem þá ríkti í stjórn- málabaráttunni. Skræpóttur Höfundur hefur lagt töluverða vinnu í bókina, raunar allt of mikla, við að afrita og svo prenta upp langar, leiðinlegar og þýðing- arlausar vitnaleiðslur. Fyrir vikið verður frásögnin miklu tyrfnari en- vera þyrfti. Skætingsskrif blað- anna um málið eru nokkuð vand- lega rakin eins og eðlilegt er, en ekki eru þau að sama skapi upp- byggileg. í nýlegum ritdómi um bókina er lokið lofsorði á frágang hennar. Bágt á ég með að taka undir það. Heimildaskrá er út af fyrir sig ágæt, en nafnaskrá vantar. Pappír er anzi groddalegur; ekki kann ég að meta útlit á kili; hann er ósköp skræpóttur, og sízt af öllu kann ég að meta kápumyndina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.