Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 26
26 DV. MÁNUDAGUR 23. DESEMBER1985. Kvikmyndir__________Kvikmyndir___________Kvikmyndir__________Kvikmyndir Nýja bíó — Löggulíf Þór og Danni í nýjum ævintýrum Löggulíf. Leikstjóri: Þráinn Bertelsson. Handrit: Þráinn Bertelsson og Ari Kristinsson. Kvikmyndun: Ari Kristinsson. Leikmynd: Hallur Helgason, Árni Páll og Stefán Hjörleifs- son. Hljóð: Siguröur Snæberg. Umsjón með tónlist: Guö- mundur Ingólfsson og Lárus Halldór Grimsson. Aöalleikarar: Eggert Þorleifs- son, Karl Ágúst Ulfsson, Lilja Þórisdóttir, Siguröur Sigur- jónsson og Flosi Ólafsson. Þá eru þeir komnir aftur á kreik kumpánarnir Þór og Danni. Nú ganga þeir til liðs við lögregluna í Reykjavík og við fylgjumst með þeim í hinum ýmsu störfum í þágu réttvísinnar i þriðju kvikmynd um þá félaga, Löggulífi. Og satt best að segja hafa Þór og Danni aldrei kitlað hláturtaugar áhorfenda jafnmikið og nú. Að vísu fá þeir hjálp frá nokkrum ágætum leikur- úm við ærslalætin. í byrjun myndarinnar hittum við þá félaga þar sem þeir hafa komið sér upp dýraathvarfi og auk þess að standa í viðskiptum við erlenda fálkaungakaupmenn um sölu á kjúklingum sem þeir hafa málað gráa til að þeir líkist fálkaungum, hafa þeir aukatekjur af að ræna ketti ráðherrafrúar einnar sem borgar þeim svo fundarlaun fyrir að hafa fundið köttinn. Ráðherra- frúin hefur hannað nýjan lögreglu- búning og setur pressu á mann sinn að gera hann löglegan. Lögreglan er af skiljanlegum ástæðum mikið á móti þessum búningi. Atvikin haga því svo til að ráð- herrafrúin kemur þeim Þór og Danna í lögregluna án þess að þeir þurfi að ganga í gegnum stranga þjálfun. Þeir lenda strax á nætur- vakt. Á næturvaktinni hitta þeir félag- ar hinar ýmsu skrýtnu mannskepn- ur þjóðfélagsins sem ekki ganga hinn hefðbundna veg meðalmanns- ins og þar sem Þór og Danni eru nú engir venjulegir borgarar og hafa þar að auki farið breiðu braut- ina á leið sinni gegnum erfiða lífs- baráttu gerast margir kostulegir hlutir á leið þeirra í gegnum bæinn. Þeir hitta fyrir útigangsmanninn Kormák Reynis, kallaðan Kogga, sem býr hjá forföður sínum uppi á Amarhóli. Á leið sinni með Kogga í steininn hitta þeir hina glæsilegu Sóleyju og eiga kynni þeirra við hana eftir að hafa afdrifaríkar af- leiðingar. Það kemur sem sagt í ljós að hún býr með tveimur sér- kennilegum frænkum sem eru allt annað en ánægðar með þjóðfélagið og fá Þór og Danni óþyrmilega að kynnast vopnum þeirra. Löggulíf fer nokkuð rólega af stað. Dýraathvarfsatriðið er nokk- uð skemmtilegt, en allt þetta til- stand með nýja lögreglubúninginn, er aftur á móti ekki eins vel heppn- að og er vel að nýi lögreglubúning- urinn hverfur alveg út úr handrit- inu eftir fyrsta hálftímann. En éftir að þeir Þór og Danni eru loks komnir af stað í lögreglubíln- um tekur myndin vel við sér og eftir það heldur hún ágætum ball- ans eins og farsaleikir verða að gera til að halda áhorfandanum við efnið. Að sjálfsögðu eru atriðin misgóð eins og í öllum försum. Bestu atriðin eru atriði eins og þegar Þór og Danni hitta fyrir blindan mann sem er að rembast við að opna vitlausan bíl. Að sjálf- sögðu hjálpa þeir honum við að finna bílinn sinn. Og af stað ekur blindi maðurinn með stafinn út um gluggann sem leiðarvísir. Þetta atriði er frumlegt og sprenghlægi- legt. Sem betur fer eru þau atriði fleiri sem skemmtileg eru en þau sem mistakast. En atriði eins og það þegar þeir félagar Þór og Danni hitta á nakinn útlending í heita læknum í Nauthólsvík er ekki fyndið og í litlu samhengi við myndina og þess utan er það virki- lega ósmekklegt. Hápunktur myndarinnar er fyrsti íslenski bíla- eltingaleikurinn í kvikmynd. Og þar kemur reynsla þeirra félaga sem standa að Nýju lífi í ljós. Atrið- ið er virkilega spennandi og vel gert þótt ekki standist það kannski samanburð við trukksenuna í Beverly Hills Cop. Það er þeyst um gamla bæinn, einn bíllinn endar úti í tjörn. Örlög hinna bílanna verða ekki rakin hér, sjón er sögu ríkari. Löggulif er þriðja kvikmyndin um Þór og Danna og sú besta hingað til. Eins og í fyrri myndun- um eru það Eggert Þorleifsson og Karl Ágúst Úlfsson sem leika þá Þór og Danna og eins og áður hefur Eggert vinninginn. Hann er kvik- myndaleikari af guðs náð og einn af fáum sem getur ofleikið með góðum árangri. Virðist ekkert þurfa að hafa fyrir því að vera sniðugur. Karli Ágústi hefur farið fram, en hann stendur enn í skugg- anum af Eggerti. Aðrir leikarar sem standa upp úr eru Sigurður Sigurjónsson i hlutverki Kogga, hins lífsreynda útigangsmanns, og í litlu hlutverki er Arni Páll óborg- anlegur sem blindur bílstjóri. Þráni Bertelssyni hefur tekist það sem til stóð, sem sagt að skemmta landanum í skammdeg- inu. Ýmsir hnökrar í handriti og vinnslu gleymast yfir kostulegum tiltektum Þórs og Danna í lög- reglubúningunum, undir létt jass- aðri tónlist Guðmundar Ingólfs- sonar og félaga sem fellur skemmti- lega að efninu. Hilmar Karlsson. > * gleðilegra ióla og gœfu og gengis a komandi dri skum landsmönnum öllum Fijáls fjö'lmidlun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.