Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 10
10 DV. MÁNUDAGUR 23. DESEMBER1985. FRÁ FRÉTTARITURUM DV ERLENDIS: Lúsfan er miðpunktur aðventunnar í Svíþjóð Lúsíudagurinn í Svíþjóð setur sterkan svip á jólaundirbúninginn á aðventunni. Þá skreyta börnin sig með Lúsíuskikkjum, kveikja á kertum og syngja sálma. Gunnlaugur A. Jónsson, DV, Lundi: Jólin eru lengri í Svíþjóð en á Is- landi. Að rninnsta kosti er erfitt að verjast þeirri hugsun þegar maður sér sænska veitingastaði auglýsa hlaðin jólaborð þegar síðustu vikuna í nóvember og skreytt jólatré sjást víða í sænskum húsum snemma í desember. Víða standa jólin líka alveg fram til 13. janúar sem er kallaður tuttug- asti dagur eða Knútsdagur eftir Knúti helga. Aðventan lífleg Nú þegar ég upplifi jólamánuðinn í'Svíþjóð í fjórða sinn er því ekki að leyna að mér finnst aðventan héma skemmtilegri tími en heima á íslandi. Hér er mun meira um að vera á aðventunni, ekki síst fyrsta sunnu- dag í aðventu. Þá eru flestar verslanir opnar og mikið um alls kyns uppákomur. Fólk er komið í jólaskap. Glögg er selt ó hverju götuhorni, hljómsveitir spila jólalög, tívolí er starfrækt og jóla- sveinar víða á ferli. Lionsmenn með uppboð á jóla- pökkum og svo mætti lengi telja. Aðventuljós og jólastjörnur sjást í flestum gluggum. Mikið er um að vera í sænskum kirkjum alla aðventuna, stöðugir tónleikar og ekki síst á Lúsíudaginn, 13. desember. Dýrkun Lúsíu á upp- runa sinn á Ítalíu en helgisögnin segir að hún hafi liðið pislarvættis- dauða árið 304 á Sikiley. Löng og flókin saga liggur að baki vinsældum hennar hér í Svíþjóð en það mun vera í kringum miðja 19. öld sem stúdentar við sænska há- skóla byrja að halda sínar Lúsíuhá- tíðir og drekka glögg með piparkök- um. Nú er Lúsíuhátíðin orðin mjög umfangsmikil, eins konar miðpunkt- ur aðventunnar, og haldin í öllum sænskum skólum og fjölmörgum fyrirtækjum, einnig í heimahúsum. Sjálfur sat ég tvo Lúsíufagnaði að þessu sinni, fyrst klukkan sjö að morgni á dagheimili því sem sonur minn sækir og síðan klukkan fjögur síðdegis í skóla dóttur minnar. Á boðstólum á báðum stöðum var glögg og kakó, svo og piparkökur eða lussekatter, það er sætt brauð. Börnin voru öll í hvítum kyrtlum, stúikurnar með Lúsíukórónu eða silfurband um hárið, strákarnir með pappahatta og allir sungu Lúsíu- söngva. Skemmtilegur siður í skammdeginu þó svo það sé æði langsótt að telja Lúsíuhátíðina til kristilegra hátíða. Sænska jólaborðið Annar þáttur, sem er einkennandi fyrir aðventuna í Svíþjóð, eru jóla- borð veitingahúsanna. Mörg þeirra þjófstarta þegar fjórðu vikuna í nóvember en algengast er að jóla- borð veitingahúsanna séu tilbúin fyrsta sunnudag í aðventu. Á jólaborð þessi er hlaðið öllu hugsanlegu góðgæti. Jólaskinkan er meginatriðið en lútfiskur, reyktur lax og margs konar síldarréttir þykja einnig ómissandi. Jólaborð þessi einkennast af því sem Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, kallar barokkstefnu í matargerðar- list, það er að meira virðist lagt upp úr ytra útliti réttanna heldur en innihaldi. Er nú svo komið að heilbrigðisyfir- völd hafa blandað sér í málið, segja að athuganir þeirra hafi leitt í ljós að jólaborðin séu í flestum tilfellum hreinasta gróðrarstöð fyrir sýkla og geti verið hættuleg heiisu fólks. Hefur veitingamönnum verið hót- að banni ef þeir bæta ekki ráð sitt, en fólk virðist láta sér fátt um finnast, það vill hefðbundið sænskt jólaborð hvað sem tautar og raular. Heiðið sjónvarpsefni Af framlagi sjónvarpsinstil aðvent- unnar má nefna jóladagatalið svo- nefnda (Julcalender). Daglegur þátt- ur ætlaður börnum þar sem dagarnir fram að jólum eru taldir niður. Mikið er jafnan í þennan þátt lagt enda er hann geysivinsæll. Áð þessu sinni hafa þó orðið talsvert miklar deilur um hann. Kirkjunnar menn hafa óskað eftir og talið við hæfi að þáttur sem þessi byggi á kristilegum grunni en hafa fengið lítinn hljóm- grunn. Þátturinn nú fjallar mest um tröll og álfa og önnur fyrirbæri úr heiðn- um sið og fátt sameiginlegt með kristnu j ólahaldi. íbúar í Suður-Svíþjóð eiga einnig möguleika á að sjá svipaðan þátt danska sjónvarpsins og er skoðun margra að Dönum hafi á undan- förnum árum tekist betur upp með þessa þætti en Svíum. Skinkan sótt yfir sundið Hérna á Skáni er það ómissandi þáttur í jólaundirbúningi margra að bregða sér yfir Eyrarsund og kaupa inn fyrir jólin. Einkum eru það versl- unarbæirnir Helsingör og Dragör er taka á móti innrás Svíanna sem kaupa skinku, medisterpylsur, nautakjöt svo og áfengi eða vín fyrir mun minni pening heldur en gerist hinum megin sundsins. Margir bregða sér einnig yfir til Kaupmannahafnar til að þefa af jóla- stemmningunni þar þó ekki sé eins hagstætt að versla þar og í Dragör og Helsingör. Fagnaðarerindið á íslensku íslendinganýlendan hér í Lundi hefur ekki látið sitt eftir liggja á aðventunni. Sænsk-íslenska félagið stóð að venju fyrir Lúsíuhátið með hefðbundnu sænsku jólaborði og Islendingafélagið hélt jólaball laug- ardaginn 14. desember. Var þar fjölbreytileg skemmtidag- skrá að venjú og þótti jólaskemmtun þessi takast óvenjulega vel. Sóttu hana hátt á annað hundrað manns. ísfirskur jólasveinn úthlutaði sæl- gætispokum við mikinn fögnuð barn- anna. Yngstu börnin fluttu leikþáttinn Úlfurinn og kiðlingamir sjö og eldri börnin Mjallhvít og dvergarnir sjö, hvorttveggja við góðar undirtektir viðstaddra. Að venju halda margir íslending- anna hér heim til íslands um jólin en alltaf er stór hópur eftir og einnig talsvert um það að fólk fái heimsókn um jólin að heiman. Ekki færri en þrír íslenskir prestar eru nú búsettir í Lundi og þarf því ekki að óttast að íslendingar fari á mis við fagnaðarboðskapinn i ís- lenskri útgáfu. Munu tveir prestanna, þeir séra Torfi Stefánsson frá Þingeyri og séra Jakob Ágúst Hjálmarsson frá Isafirði, messa yfir Islendingum á jóladagsmorgni í Lundi. Frakkland: Léttsoðín fitulifur úr ofalinni gæs á jólum Friðrik Rafnsson, DV, París: Þegar vísitölufrakkinn heyrir orð- ið jól nefnt kemur einkum tvennt upp i huga hans: góður matur og raf- magnsbirta. Af einhverjum óútskýranlegum orsökum fyllast Frakkar margir græðgi í nokkuð sem okkur Frónur- um þykir ekki tiltakanlega merki- legt: reyktan lax. Reyktur lax, helst ættaður norðan úr álfu, rímar fullkomlega við orðið jólatré í hugum fólks hér, enda selst hann í tonnatali. Ofalin gæsafitulifur Annað matarkyns og mun þjóð- legra fær líka franskan munnvatns- kirtil til að skreppa saman af hrifn- ingu. Það er léttsoðin fitulifur úr ofalinni gæs. Það fæði veldur slefu í lítratali bara rétt meðan hátíðamar ganga yfir, svo ekki sé nú talað um ef dálít- ill truffusveppsbleðill prýðir herleg- heitin. Eins og allir vita er franska þjóðin ákaflega kirkjurækin og kaþólsk, jafnvel svo að allt að því tíundi hluti þjóðarinnar sækir guðsþjónustur reglulega. Níu Frakkar af hverjum tíu dýrka guð sinn é aðra vegu og eru mögu- leikarnir til þess margir. Einn þeirra er sá að kveikja á ljósaperu. Ef við lítum þannig á málið sjáum við að Parísarbúar eru kristnari en páfinn sjálfur. Breiðgatan Champs Elysée, sem breiðir úr sér fyrir neðan sigurboga Naflajóns, er lýsandi dæmi um raf- væðingu guðsóttans. Tröllaukin jólasería fléttast upp og niður hundruð trjáa sitt hvorum megin götunnar. Tuttugu þúsund perur, sagði mér kunningi minn sem aldrei lýgur vilj- andi. Og einhverra hluta vegna bætti hann við að oft væri þörf fyrir sól- gleraugu á þessum stað en nú væru þau nauðsyn. Ætli hann hafi verið kominn í jóla- skap? Ein aðferðin við guðsdýrkunina í Frakklandi er að kveikja á ljósaperum. Ef við lítum þannig á málin sjáum við að Parísarbúar eru kristnari en páfmn sjálfur. Franskar breiðgötur breiða úr sér, lýsandi dæmi um rafvæðingu guðsóttans. Djöfullinn afbrýðisamur Ekki má gleyma þeim hluta guðs- óttans er felst í kaupum og sölu: þessum sífellda leik kaupmanna og kúnna sem öðlast alveg nýja vídd um hver jól. Þó gerðist það nýlega hér í borg að djöfullinn lét á sér kræla í formi sprengju í stórverslun- um. Sennilega hefur hann verið af- brýðisamur, greyið. En hreintrúaðir viðskiptavinir láta slíkt nú ekki slá sig út aflaginu. Eitt er það sem gefur jólavafstrinu hér óvenjulegan blæ í ár. Hér í landi, eins og víðar, tíðkast það mjög að raða heljarmiklum auglýsinga- spjöldum meðfram hraðbrautum, í neðanjarðarlestarstöðvar og aðra þá staði sem líklegt er að fólk eigi leið um. Oft má þar líta andríkar hugleið- ingar um grænar baunir, freyðivín eða bamableiur, oft í frumlegum tengslum við jólasveininn. Nú ber hins vegar nýrra við: innan um dósa- matarauglýsingamar bregður fyrir annars konar jólasveinum, óein- kennisklæddum, en jólasveinum samt. Þessir kallar brosa ekki góðlátlega í skeggið eins og rauðklæddir starfs- bræður þeirra heldur brosa breitt og skært til væntanlegra kjósenda. Enda langar þá á þing og hluti aí því að komast þangað er víst að haga sér eins og baunadós á auglýsinga- spjaldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.