Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 16
16
DV. MÁNUDAGUR 23. DESEMBER1985.
Heilsulindin þornuð
Aldraður íslendingur hringdi:
Ég vil vekja athygli á þeirri stað-
reynd að Læralækurinn, okkar
einasta heilsulind, er skraufþurr
nú þegar gamla fólkinu liggur sem
mest á að komast í hann. Ekki get
ég skilið hvernig á því stendur.
Þarna finnst öllum gott að koma,
hvort heldur þeir eru ungir að
árum eða níræðir öldungar.
Ætli það sé til nokkur skynsam-
leg skýring á því hvers vegna þetta
er svona. Ég held að þetta sé hugs-
unarleysi hjá stjórnvöldum. Það er
nú ekki alltaf mikil hugsun á efstu
hæðum. Ó, nei, því er nú miður.
En mikið yrði ég feginn ef þessu
yrði kippt í lag og lækurinn færi
að renna aftur. Það yrðu örugglega
fleiri fegnir og gott ef heilsufar
íslendinga myndi ekki batna til
muna. Það mætti segja mér það.
Er jólaskapið komið?
Varhugaverðir lampar
Útlendingur skrifar:
Margir vilja á vorum dögum vera
fallega brúnir. Þeir sem hafa peninga
og tíma fara á sólljósstofur en aðrir
kaupa sóllampa til heimanotkunar.
Nauðsynlegt er að hafa í huga að
þessir lampar eru varhugaverðir.
Mjög góð tegund getur gefið tvenns
konar ljós: rautt ljós, merkt infrared
og sólljós, þ;e. útfjólublátt, merkt
ultraviolet. Útfjólublátt ljós er frá
quartz lampa og því hættulegt.
Nauðsynlegt er að fá nákvæmar,
skriflegar upplýsingar um æskilega
fjarlægð frá ljósi og tima í ljósum
því hann getur verið allt niður í
nokkrar sekúndur. Því er nauðsyn-
legt að kaupa aðeins lampa með
klukkustillingu og bjöllu. Undir öll-
um kringumstæðum verður að nota
sólgleraugu; upplýsingar hafa feng-
ist um að unglingar yrðu blindir í
nokkra daga vegna bruna.
Heiti lækurinn í Nauthólsvík er meira en gleðigjafi, hann er sannkölluð heilsulind.
Haukur Hannesson nemi: Já, síð-
an í gær, pósthúsið kom mér í jóla-
skap og ég hlakka alveg geysilega til.
Sigríður Jónsdóttir húsmóðir: Ég
er búin að vera í jólaskapi lengi, ég
er yfirleitt í jólaskapi og hlakka allt-
aftil jólanna.
Frímann Sturluson skipatækni-|
fræðingur: Já, það er að koma núna
þegar ég set fh'merki á jólapóstinn,
ég er strax byrjaður að hlakka til.
Það er aldrei neitt nema bolti í íþróttaþáttunum, eins og allir Islending-
ar séu með boltadellu.
Burt með
einokun
boltans
íþróttaunnandi hringdi:
Hvemig væri nú að breyta til og
súna eitthvað annað en boltaleiki í
íþróttaþáttunum? Það em til fleiri
skémmtilegar íþróttagreinar.
Skemmtilegar, segi ég, því mér finnst
fótboltinn ágætlega skemmtilegur.
En ekki svo skemmtilegur að hann
verðskuldi að taka tíma frá öllum
öðrum íþróttagreinum.
Á mínu heimili er einn sem hefur
virkilega gaman af bolta. Allir hinir
eru að verða vitlausir á þessu órétt-
læti að einungis hann skuli fá sína
uppáhaldsíþrótt. Það liggur mjög oft
við slagsmálum af þessum sökum.
Eru ekki margir sammála mér?
Hvemig væri að láta duglega í sér
heyra? Niður með boltann!
Ábyrgðarstarf
að ala upp börn
Fósturmóðir skrifar:
Vegna þeirra skrifa, sem birtust í
blaðinu um daginn um meðlag,
mæðralaun og fleira vil ég koma með
nokkrar athugasemdir. Bréfritari
talar um að Félagsmálastofnun
greiði allt að 18 þúsund krónur með
einu barni sem komið er fyrir. Það
má rétt vera en í stað þess að taka
undir gagnrýni á þessa fjárhæð vil
ég benda á að í slíkum tilfellum er
um börn með sérþarfir að ræða, börn
sem krefjast ummönnunar dag og
nótt og eru í engu tilfelli sambærileg
við heilbrigð börn. Ef börn eru heil-
brigð greiðir Félagsmálastofnun
þrefalt meðlag, krónur 10.128. Það
þykir mér ekki mikið. Hins vegar
mættu feður gjarnan borga meira en
þeir gera.
En bréfritari má hugsa um það að
fleira þarf en fæða börn og klæða.
Aðalmálið er að koma þeim til
manns, í því felst mesta ábyrgðin.
Hvað yrði um þau börn sem þarf að
koma fyrir ef enginn vildi taka við
þeim? Yrðu þau nokkurn tíma nýtir
þjóðfélagsþegnar?
Oft eru það börn með sérþarfir sem komið er í fóstur.
Áshildur Bragadóttir nemi: Auð-
vitað, ég hef verið í jólaskapi síðan
ég kláraði prófin í MS. Ég hlakka
mikið til, en ég er ekki komin í þetta
ektajólaskap.
Anna Kvist nemi: Já, ég er búin
að vera í jólaskapi síðan í gær. Það
var ekkert sérstakt sem kom með
jólaskapið en ég hlakka gasalega til,
alveg gasalega.
Sigurður Örn Leósson kennari:
Ég er alltaf í jólaskapi en maður
nýtur þess betur að geta nú átt
skemmtilegri samverustundir með
vinum og ættingjum. Ég get ekki
sagt að ég hlakki til jólanna sem
slíkra.
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Spurningin