Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 28
28 DV. MÁNUDAGUR 23. DESEMBER1985. Rakarastofan Klapparstíg | Hárgreíðslustofan 1 Klapparstíg Sími 12725 Menning Menning Menning Tímapantanir I 13010 SMÁAUGLYSINGADEILD Útsölustaðir: Fjarðarkaup, JH-húsið Mosraf mosfellssveit Versl. Nóatúni, Vörumarkaðurinn Ármúla og hjá okkur er opið til hádegis á aðfangadag. Plil.Si.OS ll1*82655 Þverholti 11, sími27022, VERÐUR OPIN um jó/ahátíðina: mánudag 23. des.„ kl.9-18. -LOKAÐ: n+l aðfangadag OPIÐ: föstudag 27. des., kl. 9-22. jóladag og annan í jólum. gleðilegjól + * * * I stríði við efann Síguröur A. Magnússon: SKILNINGSTRÉÐ - Uppvaxtarsaga. Mál og menning, Reykjavik, 1985. 275 bls. Ut er komið fjórða bindi upp- vaxtarsögu Sigurðar A. Magnús- sonar og ber það nafnið Skilnings- tréð. Fyrri bindin hétu: Undir kalstjörnu, Möskvar morgun- dagsins og Jakobsglima. Nýja bókin, sem er mikil að vöxtum og væn, segir frá Jakobi sautján til nítján ára í Menntaskólanum í Reykjavík og lýkur með stúdents- prófi hans. Þetta eru árin 1945 til 1948. Höfundur tengir sína sögu við hræringar í mannlífi höfuðborgar- innar því vitað er að fyrirmynd Jakobs Jóhannessonar er höfund- urinn sjálfur, þó sagan sé byggð upp sem skáldsaga. ískóla Söguefninu er raðað í fjóra að- alkafla. Fyrsti kafli er inngangur sem lýkur með frásögn af stríðslok- um og friðardeginum í Reykjavík, sem í raun var mikill ófriðardagur. Hinir kaflarnir þrír fjalla hver fyrir sig um eitt ár í ævi Jakobs og byrja allir á því að lýsa sumrinu: sumar- sæld, sumarannáll og sumarylgja en lýkur á hugmyndafræðilegum þátttim sem heita: pólitík, loftsýnir og orðið. Á þessum árum hefur Jakob leit- að skjóls í guðstrúnni og starfar ötullega fyrir KFUM. Hann útlist- ar starfið fyrir Drottin og gerir góða grein fyrir umræðuefnum á fundum, bæði í KFUM og í skólan- um. Notar hann þá stundum til- vitnanir í ræður manna og jafnvel eigin skólastíla, svo sem hina bráð- Bókmenntir RANNVEIG G. ÁGÚSTSDÓTTIR skemmtilegu varnarræðu Jakobs fyrir sköpunarsögu Biblíunnar. Oft er rætt um gildi kennslunnar eins og hún var á þessum árum. Jakob spyr sjálfan sig hvort lær- dómsmetnaðurinn hafi ekki „verið hefndargjöf og slökkt neistann sem heimtaði að verða að báli í sögu- prófinu. . .“ Hann segir það hafi tekið sig mörg ár....að losa sig við það kæfandi torf sem hlaðist hafði að sál og anda fyrir tilstilli menntagyðjunnar" (210). Miklar sviptingar eru í sálarlífi Jakobs. Hann er ætíð i sögumiðju, því sagan er sögð í fyrstu persónu, en hann er þó orðinn miklu eldri þegar hann skráir sögu sína og kemur það fram í fjarlægð hans frá söguefninu og þeim ályktunum sem hann oft dregur af hugsunum sín- um. í kaflanum Valsakóngur segir t.d. þetta: „Ég hafði ekki þjáðst fyrir syndsamlegar hneigðir eða breyskleik holdsins, heldur fyrir vanmátt til að ánetjast syndinni. Kunnáttuleysi í danskúnstum hafði bægt mér frá að syndga, en ekki einarðúr vilji til að standast freistingar...“ (255). Nafnleyndin heldur áfram Ósköp langar lesanda til að vita hver stendur á bak við hinar ýmsu persónur. En skiljanlegt er að höf- undur vill hafa frjálsar hendur í sköpun persóna, ekki endilega til að ganga fram af lesanda, heldur til þess að þær öðlist dýpt og verði lifandi. Hins vegar leyfir hann frægum mönnum að halda eigin nöfnum, svo sem séra Sigurbirni Einarssyni, sem síðar varð biskup, Ólafi krónprinsi og fleirum. Matt- hías þjóðminjavörður er nefndur með nafni við hátíðahöldin í Reyk- holti en hann er ónafngreindur i frásögninni af beinagreftrinum. Aðalpersónur auk Jakobs eru sem fyrr faðir hans, Jóhannes, Marta stjúpa hans auk systkina. Fjölskyldan flytur í bragga í Her- skálakampi þegar hér er komið sögu, en er eitt ár við veitinga- rekstur uppi á Geithálsi þar sem gestirnir eru aðallega hermenn og vinkonur þeirra. Það er einkum Marta sem skerp- ist í þessari frásögn og fær nýja drætti í sína mynd. Hún virðist vaxa með hverri þraut um leið og hún lætur meira og meira á sjá. Hún aðlagar sig hinu óumflýjan- lega og sættir sig við erfið kjör með brösóttum er fjörugum karli. Vinir Jakobs eru auðvitað mikið á stjái, félagar hans í KFUM og aðrir guðsmenn. Höfundur sýnir margar hliðar á þessum aukaper- sónum. Hins vegar finnast mér sumir kennararnir fá harða útreið, flestir slæmir ef ekki alvondir enda ekkert gaman að lýsa góðmennum -nema séra Friðriki af því hann var bæði góður og vondur, upphafinn i sinni guðstrú svo mjög að honum leyfðust smásyndir - eins og t.d. aðreykja vindla. Athugasemd frá Námsgagnastofnun vegna ritdóms um bókina FLAUTAN OG VINDUR- INN eftir Steinunni Jóhannesdóttur í DV 17.12. birtist ritdómur um bókina Flautan og vindurinn eftir Steinunni Jóhannesdóttur sem út kom hjá Námsgagnastofnun fyrir nokkru. Þar sem í umsögninni virðist gæta nokkurs misskilnings varðandi þær forsendur sem liggja að baki samningu og útgáfu lesefn- is af því tagi sem hér um ræðir telur Námsgagnastofnun nauðsynlegt að taka fram eftirfarandi: í könnun, sem Námsgagnastofn- un gerði árið 1982, kom í ljós að mikill skortur er á íslensku lesefni á léttu máli fyrir nemendur á grunnskólaaldri. Er þá bæði átt við nemendur sem eru að hefja skóla- göngu og ekki síður þá sem eldri eru og ekki geta nýtt sér almennt lesefni. Flest böm ná sem betur fer tökum á lestri fyrstu skólaárin og geta valið sér bækur eftir áhuga. Útgáfu Námsgagnastofnunar á léttu les- efni er ekki ætlað að koma til móts við þarfir þessa hóps. Þess gerist ekki þörf. En því miður er stór hópur bama og unglinga sem ekki getur nýtt sér almennt lesefni af ýmsum ástæðum, s.s. vegna fötlun- ar, líkamlegrar og andlegrar, eða að lestrarþroski nemenda er mjög misjafn og ekki geta allir ráðið við sama lesmálið. Bækur Námsgagna- stofnunar á léttu máli em sérstak- lega ætlaðar þessum lesendum. Hingað til hefur lítið verið hugs- að um þessi mál hér á landi og unglingar með miklar sérþarfir varðandi lestrarefni orðið að sætta sig við að lesa bækur sem ætlaðar em yngri nemendum. Annars stað- ar hefur orðið mikil og jákvæð þróun í þessum efnum. Úrval bóka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.