Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 8
8 DV. MÁNUDAGUR 23. DESEMBER1985. Gjafír vitr- inganna til sýningar hjá Gríkkjum Gull, reykelsi og myrra, sem grísk-kaþólskir telja að hafi verið fyrstu gjafirnar færðar Jesúbarn- inu í jötunni í Betlehem, var lagt fram til sýningar í Salonika í gær. Er það í fyrsta sinn í 432 ár. Þúsundir komu i dómkirkju heil- agra Cyrils og Meþódíusar til þess að skoða gjafirnar í þessari grísku borg. Þær eru sagðar hafa verið geymdar í klaustri á fjallinu Athos síðan árið 1453. Verða gjafirnar til sýnisi tólfdaga. Þetta eiga að vera gjafimar sem vitringarnir færðu Jesúbarninu eftir að jólastjarnan vísaði þeim leiðina að því. Grísk-kaþólskir trúa því að María Guðsmóðir hafi skilið gjafirnar eftir í Litlu-Asíu (Tyrkl- andi) þegar hún steig til himna frá Ephesus. Þær voru varðveittar í Konstantínópel. Borgarbúar í Konstantínópel seldu krossförum gjafirnar í einni umsátinni en þeir skiluðu Tyrkja- sóldáni þeim aftur þegar hann tók borgina 1453. Voru gjafirnar varð- veittar í klaustrinu á Athos. ■ G'P.S*' UUönd Utlönd Utlönd Utlönd Hús Mandela-fjölskyldunnar í Beverly hæðum Sowetoborgar. Blaða Suður-Afríka: WINNIE HANDTEKIN Winnie Mandela, eiginkona blökkumannaleiðtogans Nelson Mandela og sjálf ötull talsmaður baráttusamtaka blökkumanna er berjast gegn aðskilnaðarstefnu stjómvalda í Suður-Afríku, var handtekin á heimili sínu í Soweto á sunnudag. Stjómvöld gáfu þá ástæðu fyrir handtökunni af Mandela hefði óhlýðnast banni stjórnvalda um að láta ekki sjá sig'í Soweto né öðru nágrenni Jóhannesarborgar. Winnie Mandela var dæmd til að flytjast búferlum árið 1977 og flytjast til borgarinnar Brandfort sem nær eingöngu er byggð hvítum íbúum. Heimili hennar í Brandfort var síðan brennt til gmnna í ágústmánuði síðast liðnum. Siðan þá hefur hún að mestu dvalið í Soweto í óþökk yfirvalda. Öryggislögregla færði Winnie Mandela frá húsi hennar í Beverly hæðum Soweto til yfirheyrslu á laug- ardag. Eftir yfirheyrsluna var Mandela aftur flutt til síns heima en var síðan handtekin á sunnudagsmorgun og gefið að sök að hafa óhlýðnast skip- un yfirvalda. Blaðamenn sæta ákærum Blaðamenn ákærðir Að minnsta kosti tveir menn féllu í ofbeldisaðgerðum í Suður-Afríku í gær. Lögregla skaut á hóp mót- mælenda í Austur-Transvaal með þeim afleiðingum að einn beið bana*. í nágrenni Höfðaborgar réðst múgur blökkumanna á heimili blakks lögregluþjóns og grýtti föður hans til bana. Sex blaðamenn eiga það nú á hættu að sæta ákærum yfirvalda fyrir að hafa óhlýðnast neyðarástandslögun- um svokölluðu og farið inn í Soweto án leyfis yfirvalda. Blaðamennirnir, fjórir fulltrúar bandarískra stórblaða og tveir innlendir, fóru inn í Soweto skömmu áður en öryggislögregla handtók Winnie Mandela á sunnu- dagsmorgun. Voru þeir færðir til yfirheyrslu á nálægri lögreglustöð en sleppt skömmu síðar. Strangar reglur gilda nú um ferðir blaðamanna í Soweto og fá ekki aðrir inngöngu í blökkumannaborgina en þeir sem hafa til þess tilskilið leyfi stjórnvalda. maður DV ferðaðist um Soweto nýverið og reyndi að hafa tal af em- hverjum úr Mandela-fjölskyldunni. Bankað var á dyr en ekkert svar fékkst. Samt voru tveir bílar í hlaði er blaðamann bar að garði og auðsjáanlega einhver heima við. Miðað við nýjustu fréttir frá Soweto er eðlilegt að heimafólk Mandela opni ekki fyrir hveijum sem er. DV mynd hhei. 23 olíugeymar log- andi í Napolí Eldarnir í rénun eftir tveggja sólarhringa slökkvistarf Ferðabanni aflétt að hluta Louis Le Grange, öryggismálaráð- herra Suður-Afríku sagði á laugar- dag að ríkistjórnin hefði aflétt að miklum hluta ferðabanni því sem verið hefur á Winnie Mandela síð- ustu mánuði. Að sögn ráðherrans er frú Mandela nú heimilt að ferðast á fleiri staði og er alls ekki bundin við það eitt að vera í Brandfort. Henni er þó sem fyrr stranglega meinað að fara til Jóhannesarborgar eða einhvers ná- grannabyggðarlaga borgarinnar. Eldamir i olíubirgðastöð ríkisins í Napolí voru í rénun í morgun en þá lágu fjórir f valnum og 173 slasaðir. Slökkviliðið taldi sig þá hafa náð tökum á eldinum sem logaði í 27 olíugeymum eftir að önnur sprenging varð í þeim í gær. í fyrri sprengingunni, sem varð í dögun á laugardag, höfðu meiðst 168 manns en enginn hættulega og ekki þurfti að leggja nema nítján þeirra inn á sjúkrahús. í seinni sprenging- unni höfðu fimm slasast, þar af þrír slökkviliðsmenn. Nær tvö þúsund manns voru látin yfirgefa heimili sín út af hættunni á að eldurinn breiddist til húsa þeirra en birgðastöð AGIBA-olíufélagsins ítalska er í einu úthverfi borgarinn- ar. Fékk þetta fólk inni í nokkrar nætur til bráðabirgða í hótelum, hjólhýsum, tjöldum og tveim skipum í Napolíhöfn. Rannsókn hefur útilokað að þarna sé um skemmdarverk að ræða en eldurinn braust út þegar sprenging varð um leið og olíuskip losaði 10 þúsund smálestir af bensíni. Þeir sem fórust voru næturvörður i birgðastöðinni, einn slökkviliðs- maður og 86 ára gömul kona og fötl- uð dóttir hennar en þær bjuggu í öðru tveggja húsa sem næst stóðu birgðastöðinni og hrundu í spreng- ingunum. Byltingartilraun í Nígeríu: ÆTLUDU AÐ SPRENGJA BABANGIDA LEIÐTOGA SKRIFSTOFAIBERIA SPRENGD í TÆTLUR Öflug sprenging varð í nótt á skrif- stofu spænska flugfélagsins Iberia í miðborg Lissabon. Að sögn lögreglunnar særðist eng- inn í sprengingunni. Enn hefur eng- inn lýst sig ábyrgan en lögreglan útilokar ekki að öfgasamtök vinstri- manna standi á bakvið sprengjutil- ræðið. Miklar skemmdir urðu á skrif- stofuhúsnæði spænska flugfélagsins auk þess sem rúður brotnuðu í ná- lægum byggingum, þar á meðal í skrifstofu ítalska flugfélagsins Alit- alia handan götunnar. Dagblaðið Sunday Tribune í Lagos, höfuðborg Nígeríu, sagði í gær að forkólfar byltingartilraunarinnar í siðustu viku hefðu undirbúið sprengjutilræði við Ibrahim Ba- bangida hershöfðingja, leiðtoga her- foringjastjórnarinnar í Nígeríu. Að sögn blaðsins ætluðu byltingar- mennirnir að koma fyrir sprengju í einkaþotu hershöfðingjans sem springa hefði átt eftir flugtak. Nokkrir yfirmenn í flughernum, sem handteknir hafa verið vegna hinnar misheppnuðu byltingartilraunar, eiga að hafa verið aðalskipuleggj endur tilræðisins. Domkat Bali varnarmálaráðherra sagði á fundi með blaðamönnum um helgina að fjölmargir yfirmenn í hernum hefðu verið handteknir vegna valdaránstilraunarinnar og yrðu þeir ákærðir fyrir herrétti á næstu dögum. Að sögn vestrænna stjórnarerind- reka í Lagos eru yfirheyrslur þegar hafnar fyrir herrét.ti í máli sakborn- inganna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.