Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 44
44 DV. MÁNUDAGUR 23. DESEMBER1985. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Til hamingju með afmælið Hvað er betur við hæfi en halda góða ræðu þegar einn af helstu pólitíkusum þjóðarinnar verður .sextugur? Utanríkisráðherrann okkar, Geir Hallgrímsson, náði þessum merka aldursáfanga fyrir skömmu og af þvi tilefni komu menn saman í Súlnasal Hótel Sögu til þess að koma á framfæri heillaó- skum til afmælisbarnsins. Allmarg- ir gripu þar tækifærið og tóku til máls - afmæliskveðjur fuku í bundnu máli og óbundnu. Húsfyllir var, sem við mátti búast, og af- hentur arargrúi góðra gjafa. DV var að sjálfsögðu á staðnum og ljósmyndarinn KAE tók þar með- fylgjandi myndir. Samherjar afmælisbarnsins létu sig ekki vanta - Gunnar Hansson, Páll Sigurjónsson og Birgir ísleifur Gunnarsson. Þar fauk einn góður - Davið Scheving Thorsteinsson, Sigfinnur Sigurðsson og Karl Steinar. Það þarf mikla burði til að vera borgarstjóri. Davíð fór létt með Gretti Ásmundarson og vakti greini- lega aðdáun hjá afmælisbarninu, Geir Hallgrímssyni, og eiginkonunni, Ernu Finnsdóttur. Svo voru sjálfstæðar og hressar konur - María Ingvadóttir, Brynhildur K. Andersen, Erna Mathiesen, Guðrún Haraldsdóttir og Þórunn Gestsdóttir. Forsetinn mætti lika til að samgleðjast með aldursáfangann - Friðný G. Pétursdóttir, Vigdís Finn- bogadóttir og Geir Hallgrímsson. LEÐILEG HÁTÍD! Þökkum viðskiptin á árinu sem erað líða. STARFSMENN Vartni Um leið og við óskum öllum viðskipta- vinum okkar gleðilegrajóla ogfarsœldar á nýju ári viljwn við minna á breytt aðsetur ogsímanúmer sjóðsins. Lífeyrissjóður bænda, Bændahöllinni við Hagatorg, J 107, Reykjavík,sími 18882.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.