Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 29
DV. MÁNUDAGUR 23. DESEMBER1985. 29 Menning Menning Til mömmu: Ég vil vera þurr á bossanum. Þess vegna vil ég að þú kaupir Krabat bleyjurnar á mig. Þær haldast þurrar við bossann þótt ég pissi mikið í þær af því að þær eru með Drylene. Og þær passa svo vel á mig af því að þær eru svo mikið pressaðar. Plastið sem fæst með hverri stærð heldursko Krabat bleyjunni minni á sínum stað þóttég hafi alltaf voða mikið að gera. Mér finnast sko Krabat bleyjurnar algerar draumableyjur. Mamma, stærð 2 og 3 eru Ifka á tilboðsverði núna. á léttu máli hefur verið gefið út á síðustu árum erlendis og víða verið lögð sérstök áhersla á útgáfu slíkra bóka, ekki eingöngu fyrir unglinga heldur einnig fyrir fullorðið fólk. Til að bæta úr þessari brýnu þörf gekkst Námsgagnastofnun fyrir samkeppni á sl. ári um efni af þessu tagi. Sýndu höfundar henni tals- verðan áhuga og bárust rúmlega sextíu handrit. Niðurstöður dóm- nefndar voru að þrír höfundar skiptu með sér verðlaunum en til viðbótar taldi nefndin ástæðu til að veita viðurkenningu fimm höf- undum. Að mörgu þarf að hyggja þegar fjallað er um bækur sem léttar eiga að vera aflestrar. í fyrsta lagi þarf efnið að höfða til lesandans og skírskota til þess umhverfis sem hann þekkir af eigin reynslu. Orða- forði verður að vera kunnuglegur og setningar mega hvorki vera of langar né of flóknar. Uppsetning efnisins, val leturs og leturstærð skipta miklu máli, einnig línu- lengd, línubil, pappír og útlits- teiknun. Síðast en ekki síst verður að gæta þess að bókin sé ekki of löng. Námsgagnastofnun telur að bók Steinunnar Jóhannesdóttur, Flautan og vindurinn, uppfylli þær kröfur sem gera þarf til efnis á léttu máli fyrir unglinga: Sagan lýsir atviki sem allflestir þekkja, orða- forði er einfaldur og setningar skýrar og stuttar. Það er von Námsgagnastofnunar að íslenskir höfundar telji sér sóma að því að glíma við það erfiða verkefni að semja texta fyrir þenn- an lesendahóp og þeir sem um verk þeirra fjalla geri það af skiln- ingi og á réttum forsendum. Að því gefnu hvetur gagnrýni til góðra verka. Sigurður A. Magnússon - „Vanmáttur til að ánetjast synd- inni“. Umboðsmenn um land allt. SJÓNVARPSBÚDIN A HORNI BORGARTÚNS OG HÖFÐATÚNS SIMAR 622555 og 685333. Höfundur er glöggur á náttúrufar og umhverfi. Sem lítið dæmi má nefna flugnaplágulýsinguna á blaðsíðu 13, þar sem hann er mjög samstíga Guðbergi Bergssyni í út- listun á slíkri plágu í „Það sefur í djúpinu“, þó hann vinni úr henni á ólíkan hátt, eða réttara sagt vinni alls ekkert úr henni, lætur hana bara standa þarna eins og fjöl- margar aðrar lýsingar sem fylla söguna og gefa henni líf og lykt. Hugrenningalýsingar eru þáttur út af fyrir sig og lesandi dettur oft niður á athuganir sem hann hefur aldrei séð á prenti. Hér er ósjaldan um smáathugasemdir að ræða sem höfundur gerir ekki mikið úr en vekja hugmyndaflug lesanda og samkennd. Dæmi um þett er t.d. þegar Jakob stendur við að mála glugga í Vesturbænum og heyrir á mál ósýnilegs „andans manns“ um misheppnaða leiksýningu: „Með dulkynjuðum hætti samsömuðust setningarnar sem hann sagði pen- sildráttunum á glugganum, þannig að þegar ég dró pensilinn eftir sams konar listum á næsta glugga vökn- uðu orð hans aftur í hugskotinu, þó hann væri úr augsýn og hættur að tala“(212). Betri eða verri en fyrri bindin? Þegar svona framhaldsverk er sett á markað er alltaf spurningin hvort hægt sé að halda áfram með söguna án þess að henni daprist flugið. Saga Sigurðar varð strax geysivinsæl. Fyrsta bindið var prentað í að minnsta kosti tíu þúsund eintökum og varð því margföld metsölubók því algengt upplag nú orðið er 2 þúsund eintök. Síðari bindi sögunnar fylgdu fast á eftir hinu fyrsta og svo virðist sem vinsældirnar hafi ekki rénað þé að sumir segi að fyrsta bindið sé best. En þar er ég ekki sammála. Fyrsta bindið vakti auðvitað mestu at- hyglina fyrir frumleika og hispurs- leysi. Siðan hefur sagan haldið áfram í sama dúr og er það ekki ókostur heldur sjálfsagt þegar um sömu sögu er að ræða. Og ef til vill er hún enn betri fyrir þær sakir að höfundur hefur náð meira valdi á frásagnarhættinum' og er ekki eins skrúðmæltur og í upphafi. I síðari bindunum verður sagan yfir- gripsmeiri og ekki eins skorðuð við æskuheimilið. Saga Jakobs á þess- um ótryggu árum í lífi hans og þjóðarinnar er áhrifamikil þroska- saga. Rannveig. Jólatilboð Heildsala Kaupsel Laugavegi 25 Símar 27770 og 27740 Ég nota bara J í ¥ t Wniira l 'rrfiat. M rwrr «a..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.