Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 48
FRÉTTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu ’
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Frjálst,óháð dagblað
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 1985.
je-
Hvít og
rauð jól
„Það verða örugglega hvít jól á
Norður- og Austurlandi yfír jólin
en ennþá er möguleiki ó björtum
og rauðum jólum á suðvesturhom-
inu,“ sagði Eyjólfur Þorbjörnsson,
veðurfræðingur á Veðurstofunni, í
morgun.
Um allt land verður ríkjandi
norðaustanátt og yfirleitt kalt í
veðri, frost á bilinu 5-10 stig.
„Greiðfært verður fyrir jóla-
sveinana, þó er vissara að þeir noti
jeppana sunnanlands og vestan.
Sleðinn er góður fyrir norðan og
austan,“ sagði Eyjólfur. -KB
Innbrotaalda
íHafnarfirði
Innbrotaalda gekk yfir Hafnarfjörð
um helgina. Þegar menn kornu til
starfa í trésmíðaverkstæðið að
Kaplahrauni 6 á iaugardagsmorg-
un kom í ljós að brotist hafði verið
þar inn um nóttina. Miklar
skemmdir höfðu verið unnar inn-
andyra. Meðal arrnars höfðu inn-
brotsþjófarnir komist yfir tíu lítra
málningarfötur og hellt málning-
unni yfir vandaðar eldhúsinnrétt-
ingar sem lokið hafði verið við
smíði á. Einnig höfðu þeir hellt
málningu niður í vélar trésmiðj-
unnar
Sömu nótt var brotist inn í þrjár
sjoppur í Hafnarfirði. Var stolið
talsverðu magni af tóbaki og sæl-
gæti. Grunur leikur á að sömu
aðilar hafi verið að verki í öll þrjú
síðasttöldu skiptin. Þeir hafa ekki
náðst.
Næsta blað DV kemur út
föstudaginn 27. desember.
Smáauglýsingadeild blaðsins
er opin í dag, mánudag, frá
kl. 9 18. Lokað verður á að-
fangadag, jóladag og annan i
jólum. Smáauglýsingadeild
verður opin nk. föstudag frá
kl. 9 til kl. 22.
Gleðilegjól!
„SÁ ALDREI
MANNINN”
— starfsmanni fíknief nalögreglunnar misþyrmt eftir dansleik
„Ég sá aldrei manninn; hann kom
mér að óvörum þama fyrir utan
Broadway og sló mig niður. Ég er
allur marinn og blár en þó óbrot-
inn, að ég held,“ sagði Óskar
Kristjánsson lögreglumaður i sam-
tali við DV. „Það má alltaf búast
við svona löguðu. Þetta er daglegt
brauð úti í hinum stóra heimi og
hvers vegna ætti þetta ekki að
gerást hér?“
Óskar, sem er starfsmaður fíkni-
efnalögreglunnar, var að koma af
dansleik í Broadway aðfaranótt
laugardagsins þegar hann varð
fyrir fólskulegri líkamsárás. Ungur
piltur vatt sér að lögreglumannin-
um og veitti honum þvílíka áverka
að flytja varð hann á sjúkrahús.
Árásarmaðurinn var handtekinn á
staðnum en sleppt seint á laugar-
dagskvöldið eftir ítarlegar yfir-
heyrslur.
„Málið er nær því upplýst," sagði
Hallvarður Einvarðsson rann-
sóknarlögreglustjóri síðdegis í gær.
„Þó er ekki fullljóst hvort fíkniefni
tengjast þessu máli. Reyndar hefur
ekkert komið fram sem bendir til
að svo sé.“
Árásarmaðurinn hefur aldrei
komið við sögu fíkniefna og lög-
reglumaðurinn er á batavegi. EIR.
LlstiDVyfir
metsölubækurnar:
Eðvarð
og Aðal-
enní
Sextán ára í sambúð og Lífesaga
baráttukonu skipa enn tvö efstu
sætin á DV-listanum yfir mest
seldu bækurnar.
Listinn var tekinn saman á laug-
ardagskvöld en bóksalar eru sam-
mála um að salan hafi verið mikil
á laugardaginn.
Röð tíu efstu bóka á DV-listanum
er þannig:
1. Eðvarð Ingólfsson: Sextán ára
í sambúð.
2. Inga Huld Hákonardóttir: Lifs-
sagabaráttukonu.
3. Sveinn Sæmundsson: Guð-
mundur Kjærnested.
4. Alistair MacLean: Njósnir á
hafinu.
5. Jón Ormur Halldórsson: Lög-
legt en siðlaust.
6. Hulda Á. Stefánsdóttir: Minn-
ingar.
7. Andrés Indriðason: Bara stæl-
ar.
8. RolfLidberg: Jólasveinabókin.
9. Þór Whitehead: Stríð fyrir
ströndum.
10. Auður Haralds: Elías á fúllri
ferð.
Pyrir helgina birti Kaupþing
bóksölulista sinn fyrir vikuna
11.-17. desember. Þar var Sextán
ára í sambúð í fyrsta sæti, Lífssaga
baráttukonu í öðru, Njósnir á haf-
inu í þriðja, Guðmundur Kjær-
nested í fjórða og Bara stælar í
fimmtasæti. GK.
Nóbelsskáldið Halldór Laxness
áritaði bók sína, 1 Austurvegi,
á laugardaginn í bókabúð Máls
og, menningar og var myndin
tekin við það tækifæri.
-DV-mynd: GVA.
Akureyrin
setur
íslandsmet
íafta-
verðmæti:
Hefur rofíð 200
núttióna mtírinn
Frá Jóni G. Haukssyni, blaða-
manni DV á Akureyri:
Frystitogarinn Akureyrin hefur
veitt fyrir rétt rúmlega 200 milljón-
ir króna á þessu ári. Þetta er ís-
landsmet. Hásetahlutur skipsins er
kominn í rúmlega tvær milljónir
króna. Hásetarnir hafa þó ekki náð
þeirri upphæð þar sem enginn
þeirra hefur farið í allar veiðiferðir
skipsins.
„Þegar við sáum að við áttum
möguleika á að ná 200 milljónunum
stefndum við að því, lögðum harðar
að okkur“, sagði Þorsteinn Vil-
helmsson, skipstjóri á Akureyrinni,
í gær en skipið kom um helgina
úr sinni sextándu veiðiferð á árinu.
Akureyrin er mettogari íslenskra
togara. Skipið setti glæsilegt fs-
landsmet í sumar þegar það kom
með afla að verðmæti 27 milljónir
króna úr einni veiðiferð.
Meðaltogari, venjulegur, aflar að
meðaltali fyrir í kringum 50 millj-
ónir á ári. Sumir eru vel fyrir neðan
þau mörk, aðrir fara upp í rúmlega
60 milljónir á ári, þeir bestu.
Akureyrin hefur fengið um 7.901.
tonn af fiski á árinu, þar af um 3.000
tonn af þorski. „Jú ,við erum löngu
búnir með kvótann okkar, höfum
verið að kaupa kvóta af öðrum
síðustu mánuði," svaraði Þor-
steinn um kvótamál Akureyrarinn-
ar.
f
i
í
í
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
I
í
i
i
í