Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Blaðsíða 40
40
DV. MÁNUDAGUR 23. DESEMBER1985.
Hannes Eðvarð ívarsson lést 12.
desember sl. Hann fæddist að Áreyj-
um í Reyðarfirði 23. desember 1895,
sonur hjónanna Önnu Jónasdóttur
og Ivars Halldórssonar. Lengst fram-
an af stundaði Hannes sjóinn en árið
1947 hætti hann til sjós og fór að
vinna í landi, fyrst við pípulagnir en
síðar hjá Dráttarbrautinni á Nes-
kaupstað, þá starfaði hann einnig
hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkis-
ins í 10 ár. Hann kvæntist Sigríði
Pétursdóttur en hún lést árið 1959.
Þeim hjónum varð þriggja barna
auðið. Einnig eignaðist Hannes eina
dóttur fyrir hjónaband. Útför hans
verður gerð frá Fossvogskirkju í dag
kl. 13.30.
Andrína Guðrún Kristleifsdóttir
frá Sveinatungu lést í Landspítalan-
um miðvikudaginn 18. desember.
Útför hennar verður gerð frá Foss-
vogskapéllu föstudaginn 27. desemb-
er kl. 13.30.
Halldóra Sveinsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur, Hófgerði 22, Kópavogi,
lést 19. desember 1985.
Kristbjörg Eggertsdóttir, Greni-
mel 2, lést fimmtudaginn 19. desemb-
er.
Sigurður Sigurðsson frá Saurbæ,
Efstasundi 73, lést í Landakotsspít-
ala 19. desember.
Geir Jónasson, fyrrverandi borgar-
skjalavörður, lést 12. desember.
Jarðarförin hefur farið fram.
Jóhann Þorleifsson, sem lést í
Hrafnistu, Reykjavík, 15. desember,
verður jarðsunginn frá Hallgríms-
kirkju föstudaginn 27. desember kl.
10.30.
Björgvin Einarsson frá Kárastöð-
um, Víðivöllum 6 Selfossi, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstu-
daginn27. desemberkl. 10.30.
Þórður Harðarson, Hábergi 24,
verður jarðsunginn frá Fossvógs-
kirkju í dag, mánudaginn 23. des-
ember, kl. 15.
Áttræður er í dag, Þorláksmessu,
Árni Björnsson tónskáld. Hann
fæddist í Lóni í Kelduhverfi árið
1905. Hann brautskráðist frá Tónlist-
arskólanum I Reykjavík árið 1935
og starfaði að tónlistarmálum hér til
1944 er hann hélt til Englands þar
sem hann stundaði nám við tónlist-
arskóla í Manchester í tvö ár. Eftir
heimkomuna gerðist hann kennari
við Tónlistarskólann í Reykjavík,
starfaði í Sinfóníuhljómsveit íslands
og vann við tónsmíðar ásamt ýmsum
öðrum tónlistarstörfum.
Árið 1952 varð Árni fyrir slysi sem
skerti starfsorku hans til muna en
þrátt fyrir það hefur hann haldið
áfram tónsmíðum og starfað sem
organleikari á spítulum borgarinnar
og sinnir þeim störfum enn í dag.
Kona hans er Helga Þorsteinsdóttir.
Þau hjónin munu taka á móti gestum
á heimili dóttur sinnar og tengdason-
ar að Logalandi 25 milli kl. 16 og 18
í dag.
Tilkynningar
Kirkja sjöunda dags aðventista,
Ingólfsstræti 19. Samkomur yfir há-
tíðirnar: Aðfangadagur aftansöng-
ur kl. 18. 28. desember ungmenna-
guðsþjónusta kl. 11. Nýársdagur
áramótaguðsþjónusta kl. 14.
Geðhjálp
Félagsmiðstöðin, Veltusundi 3b, (við
Hallærisplanið) verður opin i dag,
Þorláksmessu, frá kl. 11 23 og gefst
fólki kostur á að kaupa sér kaffi og
heitar vöfflur í jólaundirbúningnum.
Guðsþjónustur i Höfðakaup-
staðarprestakalli um hátíðirnar
Messuhald um hátíðirnar verður
með hefðbundnum hætti. Á jóladag
kl. 14 verður hátíðarguðsþjónusta í
Hólaneskirkju á Skagaströnd. Við
messugjörðina verður frumflutt sem
stólvers jólasálmur eftir Kristján A.
Hjartarson, fyrrverandi organista
kirkjunnar, við lag eftir Sigurð G.
Daníelsson organista og kórstjóra. Á
annan í jólum kl. 14 verður hátíðar-
guðsþjónusta í Höskuldsstaðakirkju
og sunnudaginn 29. desember kl. 14
verður hátíðarguðsþjónusta í Hofs-
kirkju á Skaga. Venju samkvæmt
lýkur guðsþjónustuhaldi ársins síð-
an á aftansöng í Hólaneskirkju á
gamlársdag kl. 16. Sr. Oddur Einars-
son.
Tvö prestaköll laus
Biskup íslands hefur auglýst tvö
prestaköll laus til umsóknar. Annað
er Bólstaðarhlíðarprestakall í
Húnavatnsprófastsdæmi. Til þess
prestakalls teljast fimm sóknir: Ból-
staðarhlíðarsókn, Bergsstaðasókn,
Auðkúlusókn, Svínavatnssókn og
Holtastaðasókn. Séra Baldur Rafn
Sigurðsson, sem þjónað hefur
prestakallinu, hefur verið settur
prestur á Hólmavík. Hitt prestakall-
ið er Reykhólaprestakall, í Barða-
strandarprófastsdæmi. t>ar eru einn-
ig fimm sóknir: Réykhólasókn,
Garpsdalssókn, Gufudalssókn, Fla-
teyjarsókn og Múlasókn. Séra Vald-
imar Hreiðarsson, sem hefur þjónað
prestakallinu undanfarin ár, hefur
fengið lausn frá embætti. Umsóknar-
frestur er til 10. janúar.
Kirkjuklukkur vígöar í Bústaða-
kirkju
Á aðfangadag rætist sá langþráði
draumur að klukkum verður hringt
hið fyrsta skiptið í Bústaðakirkju.
Kirkjan er 14 ára gömul og frá upp-
hafi hafði verið gert ráð fyrir sér-
stöku klukknaporti eða þar sem
klukkum yrði komið fyrir. Ekki voru
tök á því að láta þær framkvæmdir
fylgja kirkjusmíðinni, það leyfði fjár-
hagurinn alls ekki, en vonirnar lifðu
áfram.
Nú er svo komið að turninn er
risinn og var ekki aðeins reistur af
Þórði Kristjánssyni byggingameist-
ara heldur færðu þau hjónin, Þórður
og frú Unnur Runólfsdóttir, turninn
kirkju sinni að gjöf. Og nú er búið
að koma klukkunum fyrir en þær eru
8 talsins, að meðtöldu klukknaspili
sem hægt er að leika á frá orgeli
kirkjunnr. Ein klukkan er lang-
stærst og er hún gjöf Ingvars Helga-
sonar stórkaupmanns og íjölskyldu
hans til minningar um foreldra
Ingvars, frú Guðrúnu Lárusdóttur
og Helga Ingvarsson lækni.
Tvær jafnstórar klukkur, nokkru
minni, eru gefnar af Kvenfélagi
Bústaðasóknar í tilefni af ári aldr-
aðra en hin klukkan af foreldrum
Bílvelta varö á föstudagskvöldið, er maöur ók á skilti í Eiliðaárbrekkunni. Hann var að koma
niður Elliðaárbrekkuna og ætlaði norður Elliðavog. Tókst þá ekki betur til en svo að bíllinn lenti
á skilti með þeim afleiðingum að hann valt. Ökumaður var einn í bilnum og var hann grunaður
um ölvun við akstur. Hann slapp lítiö meiddur. DV-mynd S.
Steinars Skúlasonar, efnismanns
hins mesta sem fórst í bílslysi 25.
nóvember sl., aðeins 21 árs gamall.
Foreldrar Steinars eru hjónin frú
Erla Vilhjálmsdóttir og Skúli Jó-
hannesson kaupmenn. Þá hefur
einnig borist minningargjöf um Hall-
grím Jónsson málarameistara sem
hefði orðið 75 ára gamall 18. des. sl.
en Hallgrímur andaðist 21. sept. 1984.
Þeirri minningargjöf fylgdu einnig
gamlar guðsorðabækur en Hallgrím-
ur var mikill bókamaður og batt
sjálfur inn. Margir aðrir hafa einnig
orðið til að styrkja klukknakaupin
og uppsetningu þeirra og ber þar
sérstaklega að nefna Ottó A. Mic-
haelsen og fyrirtæki hans, Skrif-
stofuvélarh/f.
Þá hafa Bústaðakirkju einnig bo-
rist. tveir forkunnarfagrir blóma-
vasar, sérsmíðaðir á altarið, og eru
þeir gefnir til minningar um frú
Birnu Björnsdóttur sem andaðist 15.
júní nú í sumar. En gefendur eru
skólasystur Birnu úr Húsmæðra-
skóla Réykjavíkur.
Kirkjuklukkurnar verða vígðar við
upphaf messunnar á aðfangadag og
af því tilefni mun formaður sóknar-
nefndar, Ásbjörg Björnsson, flytja
ávarp. Gefendum öllum eru færðar
miklar þakkir fyrir höfðingsskap
þeirra og hollustu við Bústaða-
kirkju. Þeim er öllum beðið blessun-
ar um leið og heiðruð er minning
þeirra sem gjafirnar tengjast.
Ávarp biskups
„Frið læt ég yður eftir, minn frið gef
ég yður,“ (Jóh. 14:27) segir Jesús
við lærisveina sína. Friður Jesú er
jólagjöf til mannanna. A aðfanga-
dagskvöld verður sem fyrr stefnt
að því að samstilla hugi og hjörtu
allra með tendrun friðarljóssins
kl. 21 og að birta þess ljóss minni á
bæn til Guðs um frið á jörð, - er
nágrannar á hverjum stað sameinast
um ljósið ásamt óskinni um gleðileg
jól.
Tónlist
Hátíðasýningar í íslensku
óperunni
Sú sígilda óperetta Leðurblakan eftir
Johann Strauss verður sýnd um
hátíðirnar og í byrjun næsta árs.
Sérstakur gestur í sýningum milli
jóla og nýárs verður Kristján Jó-
hannsson sem syngur lög að eigin
vali. Gestir á nýársgleði verða Krist-
inn Sigmundsson og Ólafur frá
Mosfelli. Alls koma fram áttatíu
manns í sýningunni. Miðasalan er
opin alla daga frá kl. 15-19, sími
11475.
Ekið var á gangandi vegfaranda á Seljabraut við Dalsel á
föstudagskvöldið. Slasaðist maðurinn, sem ekið var á, talsvert
og var hann fluttur á slysadeild. DV-mynd S.
Sönghátíð í Betlehem á aðfangadag:
Kirkjukór Keflavíkur
syngur á hátíöinni
„Sönghátíðinni í Fæðingarkirkj-
unni í Betlehem verður sjónvarpað
um víða veröld á aðfangadagskvöld
og þar mun Kirkjukór Keflavíkur-
kirkju syngja ásamt fjórtán öðrum
kórum frá mörgum þjóðlöndum sem
hver hefur næstum stundarfjórðung
til umráða,“ sagði Siguróli Geirsson
söngstjóri þegar við litum inn á æf-
ingu. „Okkur bauðst þessi ferð til
Landsins helga fyrir einu ári í gegn-
um ferðaskrifstofuna Flugleiðir-
Sólarflug og höfum æft af miklum
krafti síðan.“ Kórinn hélt utan mið-
vikudaginn 18. des. og kemur aftur
heim þann 5. janúar, samtals 35
kórfélagar, ásamt mökum og nokkr-
um öðrum, - eða um 90 manns.
ísraelsferðin kostar að sjálfsögðu
mikla fyrirhöfn og fé en kórfélagar
hafa unnið af miklum dugnaði og
fórnfýsi til að hún yrði möguleg.
„Mikið hefur mætt á Björgu Ólafs-
dóttur hvað fjársöfnun og samband
við ferðaskrifstofuna snertir," sagði
Böðvar Pálsson, formaður kórsins,"
og okkur hefur verið mjög vel tekið
af hálfu fyrirtækja á Suðurnesjum
sem styrkt hafa okkur með fjárfram-
lögum til að ferðin yrði möguleg.
Kunnum við þeim miklar þakkir
fyrir. Einnig hafa kórfélagar lagt
mikið af mörkum og stundað æfingar
af kostgæfni. Meira að segja eru tveir
frá Selfossi og einn frá Akranesi sem
ekki komust í þeirra ferð árið 1977.“
Einsöngvarar í ferðinni verða
Steinn Erlingsson, Sverrir Guð-
mundsson og Ragnheiður Guð-
mundsdóttir, en undirleikari Gróa
Hreinsdóttir. „I kómum er mjög
þjálfað söngfólk sem hefur, auk þess
að vera í Kirkjukór Keflavíkur,
sungið í öðrum kórum,“ sagði Ragn-
heiður Guðmundsdóttir sem hefur
annast raddþjálfun fyrir ferðina, „og
Siguróli Geirsson er mjög fær og
fagmannlegur söngstjóri. Þetta er
líklega í eina skiptið sem maður á
þess kost að fara í slíka för. Ég veit
ekki hvort við söknum íslensku jól-
anna, - en hvar er annars hátíðlegra
að vera á jólum en í Landinu helga?"
Kórinn mun syngja víða í ferð
sinni. Á söngskránni eru íslensk lög,
ættjarðar- og jólalög, ásamt erlend-
um jólalögum, - léttum. Einnig verða
auðvitað ísraelsk lög á efnisskránni
en hún verður breytileg eftir því
hvar er sungið.
Auðvitað mun kórinn skoða sig um
og sjá helstu staði bæði í ísrael og
Egyptalandi sem of langt er upp að
telja. í ferðalokin verður komið við
í London og þar mun kórinn syngja
í dönsku kirkjunni, við messu síra
Ólafs Odds Jónssonar, sóknarprests
í Keflavík. Heim kemur kórinn svo
5. janúar.
- emm.